Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 21 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík Sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík Sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri Sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík Sími 421 4790 Dalshraun 13 Hafnarfirði Sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi Sími 482 3767 Bæjarlind 6 Kópavogi Sími 544 4411 599kr.lítrinnm.v.10 lítra dós 672kr . lítrinn 789 kr.lítrinn 399kr.lítrinn Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn SUMARTILBOÐ Listamiðstöðin á Akureyri, Gránu- félagsgötu 49, mun í kvöld kl. 20 opna nýtt gallerí listamiðstöðvar- innar. Að því tilefni mun Jón Laxdal sýna tvö ný verk sem hann nefnir Tími og Vatn. Það verður einnig opið laugardaginn 5. júlí frá kl. 13 til 16. Í DAG Laugardaginn 5. júlí verður haldin skeljahátíð í Hrísey. Þar verða af- urðir hafsins kynntar og þá sér- staklega bláskel sem ræktuð er við Hrísey. Boðið verður upp á ókeypis siglingu kl. 14 að kræklingalínu þar sem skoðað er hvernig kræklingur/ bláskel er ræktuð. Þegar komið er aftur í eyjuna um kl. 15 verður mikið um að vera á hátíðarsvæði Hrís- eyinga. Hinir ýmsu skeljaréttir verða matreiddir af snilldarkokkum og gestum og gangandi boðið að smakka. Á sviði verður tónlist og leiktæki fyrir börn á hátíðarsvæð- inu. Eftir skeljahátíðina verður sér- stakur matseðill á veitingahúsinu Brekku í tilefni dagsins og þar endar dagskráin með skemmtilegu balli um kvöldið. Í Hrísey eru tjaldsvæði og sundlaug. Hér er á ferðinni skemmtun sem öll fjölskyldan ætti að hafa gaman af. Athugið áætlun ferju frá Árskógssandi 9.30, 11.30, 13.30, 14.30, 15.30, 16.30, 17.30, 18.30, 19.30 21.30, 23.30 og á heila tímanum til baka. Á MORGUN NEYÐARLÍNAN hf. tók við allri neyðarsímsvörun Slökkviliðs Akur- eyrar frá og með 1. júlí. Ennfremur svarar Neyðarlínan öllum beiðnum um sjúkraflutninga og aðra aðstoð Slökkviliðsins. Hætt hefur verið að nota neyðarnúmer Slökkviliðsins 462- 2222, en það verður þó fyrst um sinn virkt áfram þannig að það gefur beint samband við Neyðarlínuna. Erling Þór Júlínusson, slökkviliðs- stjóri Slökkviliðs Akureyrar, sagði í samtali við Morgunblaðið að til að tryggja samskipti Neyðarlínunnar og Slökkviliðsins hefur síma- og fjar- skiptabúnaður Slökkviliðsins verið bættur verulega. „Meðal annars hefur verið keypt ný og fullkomin símstöð, settur upp nýr fjarskiptaendurvarpi á Vaðlaheiði með möguleika á beinu talstöðvar- sambandi við Neyðarlínuna. Það er áætlað að koma á beinu tölvusam- bandi þannig að allar tölvutækar upp- lýsingar hjá Neyðarlínu verða jafn- framt aðgengilegar okkur. Það verður væntanlega komið í einhverri mynd strax í næstu viku, en þá er stofnað skjal fyrir sunnan þar sem færðar eru inn allar upplýsingar sem viðkomandi neyðarlínumaður fær og síðan verður gagnaflutningur hingað til okkar. Við fullgerum svo skýrsluna hér, þetta gefur okkur meiri mögu- leika á ákveðnari tímasetningum og meiri upplýsingum frá því sem áður var. Nú erum við að tengja Árstíginn við okkar menn á flugvellinum, þann- ig að boðun frá Neyðarlínunni berst beint til þeirra, því þeir eiga skyldur og viðbragð gagnvart öllu sem Árstíg- urinn fer í,“ sagði Erling. „Afgreiðsla mála í dag er orðin þannig að Neyðarlínan sendir upplýs- ingar beint í sjúkrabílinn eða dælubíl- inn, með hlustun hér á stöðinni. Við létum setja upp gátt sem gerir það að Neyðarlínan vinnur á Tetrakerfinu með gátt inn á Whf-kerfið okkar. Það gerðist mánudaginn 30. júní að í fyrsta sinn höfðum við beint fjar- skiptasamband við Neyðarlínuna. Stóra byltingin í þessu er þessi beinu tengsl inn á Tetrakerfi Neyðarlínunn- ar og það gefur okkar mikla mögu- leika,“ sagði Erling. Með þessum breytingum væntir Slökkvilið Akureyrar þess að íbúar svæðisins fái enn betri þjónustu en hingað til þegar um neyð eða aðra að- stoð er að ræða. „Við höldum okkar varðstofu eins og hún er í dag og höfum alla þá möguleika sem við höfum haft hingað til. Það verður skilvirkara upplýs- ingaflæði frá þeim sem tekur við boð- unum beint til þess sem höndlar út- kallið. Við fækkum um einn millilið í innhringingunni og fáum um leið þjónustu Neyðarlínunnar. Nú getum við nýtt allt okkar lið í útkallið, það þarf ekki einhver að sitja í húsi til að afgreiða umfangið af viðkomandi út- kalli, eins og við þurftum að gera áð- ur,“ sagði Erling. Verður ákveðnari og betri þjónusta Neyðarlínan tekur við neyðarsímsvörun Slökkviliðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.