Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 41
BRAUTSKRÁNING Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra fór fram fyrir nokkru í íþróttahúsi Sauð- árkróks. Jón F. Hjartarson skóla- meistari flutti vetrarstiklur og ann- aðist brautskráningu nemenda. Meðal annarra dagskráratriða má nefna að Gunnar Sigurðsson flutti kveðjuávarp stúdenta og Áskell Heiðar Ásgeirsson kynnti undirbún- ing að stofnun hollvinasamtaka á 25 ára afmæli skólans á næsta skólaári. Ýmsar viðurkenningar voru veitt- ar: Stjórn nemendafélagsins fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu bættrar nemendamenningar. Janej- ira Piyamahapong skiptinemi fékk gjöf fyrir ánægjulega viðkynningu. Heiðar Örn Heimisson og Viðar Að- alsteinsson, nemendur á starfsbraut, fengu gafir frá skólanum með þakk- læti fyrir ánægjulega viðkynningu á liðnum árum. Óskar Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í sérgreinum hag- fræðibrautar. Gunnar Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í sérgreinum eðlis- fræðibrautar. Helga Elísa Þorkels- dóttir hlaut viðurkenningar fyrir ágætan alhliða námsárangur á stúd- entsprófi náttúrufræðibrautar, ágætan árangur í sérgreinum nátt- úrufræðibrautar, ágætan náms- árangur í íslensku og ágætan náms- árangur í stærðfræði. Kolbeinn Helgi Gíslason hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á vélstjórnarbraut. Sunna Björk Björnsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir ágætan alhliða námsárangur á stúdentsprófi náttúrufræðibrautar, ágætan námsárangur í sérgreinum náttúrufræðibrautar, viðurkenn- ingu frá danska sendiráðinu fyrir ágætan námsárangur í dönsku og viðurkenningu frá þýska sendi- ráðinu fyrir ágætan námsárangur í þýsku. Sunna Ingimundardóttir hlaut viðurkenningu frá Máli og menningu fyrir ágætan náms- árangur í íslensku. Sylvía Rut Þor- steinsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan árangur í ensku. Þor- björn Jónsson hlaut viðurkenningu frá Máli og menningu fyrir ágætan námsárangur í íslensku. Hann hlaut einnig viðurkenningar fyrir fram- úrskarandi námsárangur í dönsku, viðurkenningu frá þýska sendi- ráðinu fyrir ágætan árangur í þýsku og viðurkenningu fyrir ágætan ár- angur í ensku. Þorsteinn Lárus Vig- fússon hlaut viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í húsasmíði. Þórdís Katla Bjartmarz hlaut við- urkenningu frá franska sendiráðinu fyrir ágætan námsárangur í frönsku. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra útskrifar stúdenta Stofnun hollvinasamtaka FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 41 SVALBARÐSÁ í Þistilfirði og Breiðdalsá hafa verið opnaðar, fyrsta hollið í Svalbarðsá veiddi 17 laxa, flesta stóra, allt að 16 pund- um, að sögn Jörundar Markússonar leigutaka árinnar, og í Breiðdalsá voru þrír dregnir á land í gær og tveir til viðbótar tóku en hristu sig af, að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka. Í Breiðdalnum voru lax- arnir allir 10 til 13 pund. Þetta er góð byrjun í Breiðdalnum og í Sval- barðsá er um einhverja bestu byrj- un að ræða sem menn muna. Ásgeir Heiðar var hress í bragði í Kjósinni, tvö tveggja daga holl höfðu fengið 40 laxa hvort, sem er veiði upp á tvo laxa á stöng á dag að jafnaði sem er mjög gott. Áin er komin vel á annað hundrað laxa. Stærsti laxinn var 16 pundari dreg- inn í Stekkjarfljóti. Síðasta holl í Norðurá var með 42 laxa, en hollið á undan 73 laxa. Vatnið er að minnka aftur eftir rigninguna góðu á dögunum og veldur það sjálfsagt að dregur aft- ur úr veiði. Menn sjá nefnilega tals- vert af laxi um alla á. Alls voru komnir 249 laxar á land úr ánni í gærdag. 55 laxar gengu um teljarann í Elliðaánum í fyrrinótt, talan fór þar úr 130 í 185 og er nú lax um alla á. 44 voru komnir á land í gær og hef- ur veiði farið batnandi. Miðá var opnuð 1.-3. júlí og veiddust fimmtán bleikjur og annað eins slapp. Þetta voru mest 2 til 4 punda bleikjur og sáu menn tals- vert líf, einkum neðst í ánni. Enginn lax veiddist, enda áttu menn erfitt með að slíta sig frá stórbleikjum. Góðar fréttir að austan Robert Jackson, rithöfundur m.m. með rúmlega 13 punda lax úr Hofsá. Í gær voru komnir 64 laxar úr ánni, meðalþyngdin um 10 pund. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir, siglingar, sjónvörp og fjöldinn allur af öðrum glæsilegum vinningum. , , . Vinningar í sumarhappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 30. júní 2003 Nissan Micra, 5 dyra, að verðmæti kr. 1.590.000 20847 22506 47340 49836 43362 441 2051 2607 2648 3648 3675 4750 5763 6138 6504 75558 964 9571 13374 13580 14672 14769 14925 15715 15998 16396 16748 17005 17631 17997 18676 18873 19163 19275 19352 19460 19470 21475 22303 22727 23082 23329 25052 26488 26874 27239 28934 29865 30696 30922 31438 31928 31975 32847 33233 33463 34526 35078 37517 38453 39554 39848 39861 40752 41028 41780 42749 43050 44741 46259 46585 47426 48342 48531 48861 48970 49394 Ferðatölvur Compaq Evo notebook að verðmæti kr. 209.700 6405 8246 10988 11050 11411 13508 14929 16575 18161 20816 22856 24371 24778 24825 26086 26387 27655 28332 30038 30513 31942 36534 43002 44613 49929 Ferðavinningar með Úrval Útsýn (leiguflug) að verðmæti kr. 160.000 Vöruúttekt að eigin vali í Kringlunni kr. 40.000 15949 Þökkum veittan stuðning Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, s. 552 9133. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jónasi Freydal Þorsteinssyni vegna dóms- niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Jónasi. „Svo virðist sem einhverri mestri galdrabrennu síðari ára sé að ljúka. Ég hef undanfarin 10 ár þurft að sitja undir aðdróttunum og ásökunum ýmissa einstaklinga sem hafa með öllum tiltækum ráðum reynt að gera mig ótrúverðugan sem einstakling vegna meintra falsana sem ég á að hafa staðið að með skipulegum hætti í samvinnu við aðra. Ég hef ávallt haldið fram sakleysi mínu – geri enn – og hef reynt að standa teinréttur fyrir framan guð og menn. Ég hef reynt að halda aftur af mér þegar þessir sömu einstaklingar hafa með sömu rökum og aðferðum, ráðist að fjölskyldu minni með hrottalegum brögðum og orðfári sem ekki er hægt að hafa eftir. Í dag stend ég enn teinréttur og mun gera sama hvað sem á dynur. Í dag hefur Héraðsdómur Reykja- víkur kveðið upp úrskurð sinn. Enda þóttt ég hefði kosið að vera sýknaður, og alltaf búist við því, er skilorðs- bundinn dómur næstbesti kosturinn. Ég mun aldrei geta sætt mig við þær aðferðir, sem voru notaðar til að reyna að koma sök á mig, og í raun efa að nokkurn tímann áður síðan Geirfinnsmálin voru í algleymingi hafi jafn ankannalegum rannsóknar- aðferðum verið beitt við rannsókn á opinberu máli. Dómurinn er fallinn og framhaldið eitt leiðir í ljós hverjir munu sæta ábyrgð á þeim 100 millj- óna króna kostnaði sem skattgreið- endur hafa þurft að verja til að fjár- magna áhugamál íslensku listamafíunnar sem hefur bæði gefið og þegið peninga. Lögmanni mínum, Karli Georgi Sigurbjörnssyni hrl., kann ég bestu þakkir fyrir þraut- seigju, baráttu og vel unnin störf.“ Yfirlýsing frá Jónasi Freydal EFTIRFARANDI skýring hefurborist frá Félagi prófessora í Háskóla Íslands í tilefni af frétt í blaðinu mið- vikudaginn 2. júlí. „Um er að ræða prófmál, sem félagið hefur staðið að fyrir hönd allra prófessora Háskól- ans. Það var tilviljun ein, sem réð því, að Júlíus Sólnes, prófessor, var valinn af hálfu félagsins til þess að vera lög- formlegur málsaðili. Stjórn félagsins íhugar nú hvort áfrýja skuli dómnum til Hæstaréttar, en hér er um mikið hagsmunamál allra prófessora að ræða.“ Íhuga að áfrýja dómnum Skipun í útvarpsráð MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur, með vísun til 19. gr. útvarpslaga nr. 68/1985, skipað Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra, formann útvarpsráðs og Pál Magn- ússon, aðstoðarmann ráðherra, vara- formann á því kjörtímabili ráðsins sem nú er að hefjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.