Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 10
               !    " # $%&'#(#)  "  $*+     " ,) # #$(      &       - #.(#    $(#(# #  /   0(#)$1,)#  /  0# 2%0)+1   " 3 # #                                            !     " "        !" !# $     #  !"   $$       %& EKKERT af þeim 52 pappírsverk- um sem ákært var fyrir í stóra mál- verkafölsunarmálinu var talið sann- anlega falsað af Héraðsdómi Reykjavíkur þó að líkur væru taldar fyrir fölsun í nærfellt öllum tilfellum. Dómurinn gagnrýnir rannsókn tveggja sérfræðinga á pappírnum og segir niðurstöður hennar á tíðum órökstuddar. Allt öðru máli gegnir um rannsókn á olíumálverkunum en af þeim 50 sem ákært var fyrir voru 42 talin fölsuð. Þá þóttu líkur eða sterkar líkur fyrir því að afgangur- inn væri falsaður en ekki þótti óhætt að slá því föstu í sakamáli. Í Morgunblaðinu í gær var sagt að dómurinn hefði talið sannað að 41 málverk væri falsað en við nánari at- hugun reyndust þau 42. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Engin sýni efnagreind Pappírsverk eru þær myndir sem unnar eru á pappír en ekki á striga, þykkpappa eða þess háttar. Lang- flest pappírsverkin voru eignuð Svavari Guðnasyni, eða 42 og voru öll nema eitt selt í Danmörku. Einnig var ákært vegna pappírsverka sem eignuð voru Jóhannesi S. Kjarval, Þórarni B. Þorlákssyni, Asger Jorn o.fl. Rannsóknin á pappírnum hvíldi einkum á Peter Bower, breskum sér- fræðingi. Rannver H. Hannesson, forvörður og varðveislustjóri Lands- bókasafnsins, var einnig fenginn til að rannsaka pappírinn og var Bower til aðstoðar. Í dómnum kemur fram að engin sýni úr pappírsverkunum hafi verið efnagreind og tiltölulega fá voru rannsökuð í smásjá. Rannver komst að þeirri niður- stöðu að í 44 verkum hafi pappírinn verið framleiddur af Hanemühle- pappírsmyllunni í Þýskalandi en 13 reyndust frá Fabriano á Ítalíu. Ald- ursgreining Rannvers á Hanemühle- pappírnum byggði á því að í honum væru svokölluð optísk bleikingarefni (hvítunarefni) en slík efni hefðu ekki verið í notuð hjá fyrirtækinu fyrr en eftir 1960. Rannver taldi sig einnig finna ummerki á sjö myndum eftir límbandið „Scotch magic tape“ sem ekki var framleitt fyrr en 1962. Pappír með bleikingarefni eða lím- bandinu gæti því ekki verið eldri en frá 1960–1962. Rafeindasmásjá nauðsynleg Rannsókn Peters Bowers náði til 88 mynda. Aldursgreining hans byggði einkum á gerð pappírsins annars vegar og hins vegar á efna- innihaldi. Það hafði m.a. þýðingu að Hanemülle notaði hvorki baðmullar- trefjar né bleikingarefni fyrr en eftir 1960. Bower sagði að bleikingarefnið sæist aðeins þegar útfjólubláu ljósi væri varpað á myndefnið. Bower taldi að með samanburði við fram- leiðsluskrár væri hægt að ákvarða framleiðslutíma og í þágu rannsókn- arinnar fór hann með fjölda verka í Hanemühle- pappírsmylluna. Miðað við niðurstöður Bower og Rannvers gat Hanemühle-pappír sem innihélt optísk bleikingar- efni ekki verið eldri en frá 1960. Nokkrar af myndum sem eignaðar voru Svav- ari Guðnasyni og voru gerðar á slíkan pappír voru á hinn bóginn merkt- ar með ártalinu 1940 eða þar um bil. Eins og fyrr segir voru tiltölulega fá verk rannsökuð í smásjá. Danskur pappírsforvörður sem rannsakaði 18 myndir sem eign- aðar voru Svavari Guðnasyni sagði í skýrslu að skoðun pappírs í útfjólu- bláu ljósi teldist að vissu leyti óná- kvæm. Nauðsynlegt væri að rann- saka pappír með rafeindasmásjá til að ákvarða með mikilli nákvæmni hvort í honum væru optísk bleiking- arefni og hvort þau væru hluti af pappírsdeiginu. Fram kom í málinu að bleikingarefni geta smitast á milli yfirborðs pappírsarka. Engin staðfest gögn Sérfræðingar Hahnemühle komu ekki fyrir dóm og í dómnum segir að engin staðfest gögn hafi verið lögð fram um pappírsframleiðslu verk- smiðjunnar eða dagsetningar í því samhengi. Engin sýni hafi verið efnagreind, engar öruggur upplýs- ingar liggi fyrir um bleikingarefnin og ekkert um það hvort önnur efni svari útfjólubláu ljósi á líkan hátt. „Verður að telja að í málinu sé nokk- ur óvissa um það hvort efni þau sem talin eru vera optísk bleikingarefni í einstökum pappírsmyndum séu það í raun og veru og ennfremur hvort venjuleg yfirborðs- eða smásjár- skoðun geti greint á milli slíkra efna í sjálfu pappírsdeiginu annars vegar og efna á yfirborði pappírs hins veg- ar,“ segir í dómnum. Almennar og órök- studdar niðurstöður Þegar sekt var sönnuð var í flest- um tilvikum byggt bæði á því að rannsókn á efnainnihaldi málningar, ummerki um skröpun á höfundar- merkingu o.fl. bentu til fölsunar og jafnframt á listfræðilegu áliti list- fræðinga um að viðkomandi lista- maður hefði ekki málað þá mynd sem honum var eignuð. Listfræðingarnir Júlíana Gott- skálksdóttir og Kristín Guðnadóttir sögðu ekkert af pappírsverkunum sem eignuð voru Svavari Guðnasyni geta verið eftir listamanninn. List- fræðingarnir töldu hin pappírsverk- in ýmist ólík eða hreinar og klárar falsanir. Ólíkt mati dómsins á rann- sóknum á olíumálverkum treysti dómurinn sér ekki til að byggja sönnun á rannsóknum Bowers eða Rannvers. Í umfjöllun um einstök ákæruatriði eru rök þeirra fyrir föls- un m.a. sögð almenn og iðulega órök- studd. Ályktun Bowers hafi á tíðum byggt á smásjárskoðun á öðrum pappír en á hinni kærðu mynd. Ekkert pappírsverk dæmt sannanlega falsað Héraðsdómur telur fölsun sannaða á 42 af 50 olíumálverkum Rannsókn á pappír þessara mynda, sem merktar voru Svavari Guðnasyni, þótti ekki sanna að þær væru ranglega kenndar honum. Listfræðingar hafa leitt rök að því að myndirnar séu ekki eftir Svavar og taldi dómurinn líkur á því. Það þótti þó ekki óhætt að telja fölsun sannaða í sakamálinu. Saksókn- ari segir óþolandi óvissu eytt JÓN H. Snorrason, saksókn- ari í stóra málverkaföls- unarmálinu, telur ljóst að kaupendur málverka sem ákært var fyrir eigi bóta- kröfurétt á hendur Pétri Þór Gunnarssyni og Jónasi Frey- dal Þorsteinssyni, jafnvel í þeim tilvikum þar sem dóm- urinn taldi ekki sannað að um fölsun væri að ræða þó að lík- ur væru til þess. Með dómnum hafi óþolandi óvissuástandi verið eytt. Ekki óhætt að byggja á sterkum grun Héraðsdómur Reykjavíkur taldi fullsannað að 42 myndir væru falsaðar en þótt líkur, oft sterkar, væru til þess að afgangurinn væri falsaður þótti ekki óhætt að byggja á því í sakamáli. Jón telur að með dómnum hafi öllum vafa verið svipt af því að myndirnar hafi verið falsaðar, í sumum tilvikum hafi það verið fullsannað í öðrum tilvikum hafi líkurnar verið yfirgnæfandi. Mynd- irnar verði aldrei aftur eign- aðar listamönnunum eða seld- ar sem slíkar en það sé eitt af hlutverkum lögreglu og dóm- stóla að skera úr um slíkan vafa. Það sé annað mál hvort seljendur myndanna beri refsiábyrgð og minnir á að allur vafi í sakamálum sé túlkaður hinum ákærðu í vil. Jón segir umhugsunarvert, varðandi viðskipti almennt, hversu litlar kröfur hafi verið gerðar til seljenda myndanna. Þeir hafi verið bókhalds- skyldir en ekki nema í und- antekningartilfellum lagt fram gögn um myndirnar og í um 30 tilvikum gert tilraun til að leggja fram eigendasögu. Það sé athyglisvert að fyrir þau tilvik sem þeir voru dæmdir hafi þeir gefið upp eigendasögu og því megi í raun segja að þeir hafi fallið á því. Þeir hafi enda fljótlega hætt þessum tilraunum. FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ iðjuþjálfum, er sinnt fjölbreyttri stuðningsþjónustu í vernduðu um- hverfi. Þangað koma í viku hverri um 70 einstaklingar. Endurhæf- ingaríbúð er í húsinu fyrir hreyfi- hamlað fólk sem vill búa sig undir að lifa sjálfstæðara lífi. Sömuleiðis eru herbergi fyrir skammtímadvöl, sem er mjög mikilvæg og mikið not- uð. Einnig er mötuneyti og sund- laug rekin á vegum Sjálfsbjarg- arheimilisins. Mikil þróun undanfarin ár Guðrún Erla Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjálfsbjargar- heimilisins, segir mikla breytingu hafa átt sér stað síðastliðin tíu ár á starfi heimilisins. „Afrakstur hug- myndavinnu starfsmanna leiddi til aukins sjálfstæðis íbúa, aukinnar ábyrgðar starfsmanna og ríkari starfsgleði fyrir vikið. Mjög virkri starfsmannastefnu hefur verið fylgt, og eigum við marga starfs- Í DAG eru liðin þrjátíu ár síðan fyrstu íbúar Sjálfsbjargarheimilis- ins við Hátún fluttu inn. Þar með lauk langri baráttu Sjálfsbjargar fyrir húsnæði fyrir félagsmenn sína. Umræður um byggingu vinnu- og dvalarheimilis fyrir fatlaða hóf- ust þegar á stofnþingi Sjálfsbjargar árið 1959. Á þeim tíma var sér- sniðið hús fyrir fólk í hjólastól óþekkt hugtak á Íslandi. Fyrsta skóflustungan að húsinu við Hátún 12 var tekin árið 1966, og húsið vígt árið 1973. Alla tíð síðan þá hefur þjónusta í húsinu verið aukin og hún bætt. Nú er rými fyrir 39 íbúa á heimilinu. Fjölbreytt og mikil- væg starfsemi Starfsemin í húsinu er margþætt. Þar er heimili fyrir hreyfihamlaða, sem þarfnast aðstoðar og stuðnings við athafnir daglegs lífs. Í þjónustu- miðstöð, sem er veitt forstaða af menn með langan starfsaldur. Við ákváðum einnig að starfsmenn klæddust ekki einkennisbúningum. Hver íbúi heimilisins hefur tiltek- inn starfsmann sem sinn tengilið, og hefur það bætt samskipti og tengsl. Við störfum á jafnréttis- grunni og höfum sjö manna nefnd starfsmanna, íbúa og yfirmanna sem tekur sameiginlegar ákvarð- anir um allt sem betur má fara. Við erum einnig í nánu samstarfi við kollega okkar í Danmörku og þiggjum þaðan hugmyndir.“ Ný íbúð með auknu rými „Í tilefni af 30 ára afmælinu fór- um við út í nýtt tilraunaverkefni, einstaklingsíbúð sem er mynduð úr tveimur eldri herbergjum. Mark- mið þessarar tilraunar eru tvö. Í fyrsta lagi að auka lífsgæði íbúans og athafnarými, íbúinn flyst úr 12,5 ferm. herbergi í stórt herbergi með sérsalerni, sem skiptir mjög miklu máli. Í öðru lagi tekur samning- urinn mið af því að sinna ein- staklingsbundnum þörfum íbúans. Allir íbúar heimilisins mega sækja um að flytjast í stóra herbergið, en það er ljóst að þörfin er mikil fyrir fleiri herbergi af þessu tagi, enn er mikið verk að vinna. Von okkar er sú að hægt verði að breyta fleiri herbergjum í húsinu sem allra fyrst og auka persónulegt rými hvers og eins. Þörfin fyrir sérhannað hús- næði fyrir fatlaða er mjög mikil, og er draumur minn að í nýjum íbúð- arhverfum verði byggð hús fyrir fatlaða til sjálfstæðrar búsetu.“ Fjölbreytt afmælishátíð Í tilefni tímamótanna standa íbú- ar, stjórn og starfsmenn fyrir afmælishátíð í garðinum við Sjálfs- bjargarhúsið sunnanvert í dag, föstudaginn 4. júlí, frá kl. 14 til kl. 17. Þar verða flutt ávörp og skemmtidagskrá; m.a. verður ljóð eftir Helga Seljan, ort í tilefni dags- ins, frumflutt. Að dagskrá lokinni verður opið hús. Nýja herbergið verður til sýnis og verður saga heimilisins flutt í myndmáli. Þá munu listamenn meðal íbúa heim- ilisins sýna verk sín. Nýja herbergið sem tekið er í notkun á 30 ára afmælinu er með sérstöku salerni, sem skiptir mjög miklu máli. Sjálfsbjargarheimilið 30 ára Höfum enn margt að vinna Morgunblaðið/Jim Smart Sjálfsbjargarhúsið er 30 ára um þessar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.