Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ sími 544 2140 Borðbúnaður & gjafavara CONTURA hnífapör Margverðlaunuð hönnun Traube - kristall 8 litir Blómavasar í miklu úrvali Landsbyggðin lifi Vettvangur skoðanaskipta RAGNAR Stefáns-son jarðskjálfta-fræðingur tók við formennsku samtakanna Landsbyggðin lifi á lands- þingi samtakanna sem haldið var dagana 28.–29. júní sl. Landsbyggðin lifi eru samtök tíu starfandi félaga á landsbyggðinni. – Hver eru verkefni samtakanna Landsbyggð- in lifi? „Landsbyggðin lifi eru grasrótarsamtök, sem eru tiltölulega ný stofnuð. Þingið sem við vorum að halda núna var landsþing og þangað komu fulltrúar frá félögum, sem hafa ver- ið að myndast undanfarið ár um allt land,“ segir Ragnar. „Verkefni sam- takanna er að efla og styrkja undirstöður byggðar um allt land. Aðal starf okkar er fólgið í að mynda minni félög, sem víðast um landið sem sinna þessum markmiðum í heimabyggð. Þann- ig að við vinnum mjög mikið út frá aðstæðum í hverju byggðar- lagi fyrir sig. Þetta er afskaplega fjölbreytilegt starf. Við lítum á okkur og okkar félög sem vett- vang til skoðanaskipta meðal íbúa og tökum nánast öll mál fyrir í okkar heimabyggð sem einhverju máli skipta fyrir framtíð byggð- arinnar að okkar mati.“ – Hvaða mál eru það einna helst? „Ég get nefnt sem dæmi að í Dalvíkurbyggð hefur verið starf- andi í eitt ár Framfarafélag Dal- víkurbyggðar, sem má segja að sé orðið mjög virkt félag í al- mennri umræðu á Dalvík, um framtíð byggðarlagins og ein- stakra mála. Við höfum rætt mik- ið um menntamál á svæðinu, ferðamál, atvinnumál, umhverfis- mál og æskulýðsmál á svæðinu. Þetta eru ekki pólitísk samtök í venjulegum skilningi þó svo fólk úr öllum stjórnmálaflokkum sé í okkar röðum. Við reynum að vera vettvangur íbúanna til þess að koma hugmyndum á framfæri og ræða þær sem mættu verða til þess að efla byggðina. Heildar- samtökin Landsbyggðin lifi eru þannig regnhlífarsamtök yfir þessa grasrótarstarfsemi litlu fé- laganna, sem geta heitið ýmsum nöfnum.“ – Hvað eru mörg félög í sam- tökunum? „Það eru núna tíu vel starfandi félög á jafn mörgum stöðum og fjórtán önnur félög hafa haldið undirbúningsfund en eiga eftir að ganga frá endanlegri félagsstofn- un.“ – Eru þau víða að af landinu? „Þau eru ennþá mest á norðan- og austanverðu landinu en ætl- unin er að samtökin komi til með að ná til alls landsins í framtíð- inni. Þegar hefur komið fram mikill áhugi á þessari starfsemi, sem kemur að sumu leyti á óvart með tilliti til þess að alltaf er verið að tala um félagsdeyfð lands- manna. Menn nenni ekki að sækja fundi en það er eins og menn hafi verið að bíða eftir vettvangi, þar sem rætt er frá grunni hvað sé hægt að gera til að efla lands- byggðina. Fundir félaganna hafa verið vel sóttir og umræðan fjörug.“ – Merkið þið árangur af starfi samtakanna? „Já, já, aðalárangurinn er enn sem komið er aðallega í þeim byggðarlögum, þar sem félögin eru komin vel af stað og eru lif- andi vettvangur til skoðana- skipta. Það má segja að einstaka hugmyndir séu komnar á fram- kvæmdastig. Sem dæmi get ég nefnt að í Dalvíkurbyggð er haf- inn undirbúningur að því sem heitir Sumardvöl í Dalvíkur- byggð, og byggist á einhverskon- ar sumarskóla fyrir börn Íslend- inga erlendis. Það er stór hópur sem dvelur erlendis, sem myndi gjarnan vilja senda börnin sín hingað til sumardvalar til að við- halda tungunni og tengslum við íslenska menningarhefð og til dæmis kynnast lífinu hér og jarð- fræðinni. Þetta verkefni er komið á framkvæmdastig. Börnin myndu þá yfirleitt dvelja á sveita- heimilum í Svarfaðardal og á Ár- skógsströnd. Haldin yrðu sam- eiginleg námskeið fyrir þau, t.d. farið á sjó, á hestbak og gengið á fjöll. Þetta er verkefni, sem byrj- að er að markaðssetja og er mið- að við að börnin verði hér næsta sumar. Annað stórt verkefni sem samtökin eru með heitir Ungling- urinn á landsbyggðinni, sem verður í samvinnu við skóla á landinu. Þar fer væntanlega fram einhvers konar hugmyndavinna hugsanlega með ritgerðarsam- keppni, þar sem börn leggja fram sínar hugmyndir um hvernig við viljum að sú byggð verði, sem við viljum búa í í framtíðinni og reyna þannig að draga þau að umræðunni um byggðamál og efl- ingu byggðarinnar. Því flest það fólk sem er í samtökunum núna er komið á miðjan aldur. Þeir sem eru yngri eru enn ekki þátt- takendur og því viljum við breyta.“ – Hvernig móttökur hafa sam- tökin fengið? „Við höfum fengið mjög góðar móttökur og ástæðan fyrir því að fólk hefur tekið þessu svona opnum örmum er að menn vilja sjálfir fara að taka á byggðamálum. Menn vilja ekki bíða eftir einhverjum boðum að ofan eða einhverju hjálpræði þaðan. Menn vilja sýna frum- kvæði og telja að það sé öruggast fyrir framgang byggðarinnar og líf í strjálum byggðum landsins að menn móti sjálfir sitt um- hverfi. Það tryggi best stöðu byggðarinnar.“ Ragnar Stefánsson  Ragnar Stefánsson fæddist 14. ágúst 1938. Hann starfar sem forstöðumaður jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands, með aðsetur í Svarfaðardal, Dalvíkurbyggð. Ragnar er kvæntur Ingibjörgu Hjartardóttur rithöfundi og bókasafnsfræðingi og eiga þau sex börn, samanlagt. Vettvangur til skoðana- skipta EINS og undanfarin sumur koma hingað til lands ung- menni frá öðrum Norðurlandaþjóðum til starfa fyrir milligöngu Nordjobb-verkefnisins. Sum dvelja hátt í fjóra mánuði, aðrir rúman mánuð. Guðmundur Skarp- héðinsson, tómstundafulltrúi Nordjobb hjá Norræna fé- laginu á Íslandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að þjónusta Nordjobb væri þríþætt; að finna ungmenn- unum húsnæði og vinnu og halda úti tómstunda- dagskrá yfir sumarið. Ýmislegt hefur verið brallað sem af er sumars. Í lok júní var farið á Snæfellsnes og gist í Hellnum. Að sögn Guðmundar var ferðin ógleymanleg öllum þeim sem með komust. Nú í byrjun júlí verður boðið upp á stutt íslenskunámskeið, ferð í Bláa lónið og heimsókn á Nesjavelli, Gullfoss og Geysi. Ungmenni frá hverju landi fá fjármuni og aðstoð til að skipuleggja þjóðarkvöld, þar sem þeir kynna heima- land sitt fyrir öðrum Nordjobburum. Næst er komið að Svíum og hafa þeir sitt þjóðarkvöld nú í annarri viku júlímánaðar. Í kjölfarið verða Danir og Grænlendingar með sitt kvöld og loks Finnar. Starf og skemmtun í senn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.