Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ OPNUN Héðinsfjarðarganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar seinkar um eitt ár frá því sem áður var ákveðið. Áætlað er að byggingu þeirra verði lokið haustið 2009 en upphaflega átti þeim að vera lokið árið 2008. Þetta næst með því að stytta framkvæmdatímann. For- ystumenn ríkisstjórnarinnar hittu forsvarsmenn sveitarfélaganna á norðanverðu Eyjafjarðarsvæðinu í ráðherrabústaðnum í gær og til- kynntu þeim þetta. Verður sveita- stjórnunum afhent yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar á næstu dögum um tilhögun framkvæmdanna þessu til staðfestingar. Bregðast við óánægju „Niðurstaðan er sú að frestun á því að göngin verði tekin í notkun verður í raun aðeins rúmt ár en ekki tvö ár,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra að loknum fundi. Með þessu væri ríkisstjórnin að bregðast við óánægju sem varð á Ólafsfirði og Siglufirði og koma til móts við málefnaleg sjónarmið. Menn hefðu enga ástæðu til að ætla að af þessari framkvæmd yrði ekki. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði við sama tækifæri að nýir samningar við verktaka yrðu gerðir seint á árinu 2005 og haustið 2006 hæfust framkvæmdir við göng- in. Áætluð verklok væru svo á seinnihluta ársins 2009. „Þetta er í raun í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin gefur út tímasetn- ingu vegna þessara ganga. Það hef- ur hún aldrei gert fyrr,“ sagði Hall- dór. Mildar áhrifin Bæjarstjórarnir á Siglufirði og Ólafsfirði, Guðmundur Guðlaugsson og Stefanía Traustadóttir, sögðu þessa ákvörðun milda áfallið sem íbúar svæðisins urðu fyrir þegar ákveðið var að fresta gerð gang- anna. „Það er ekki hægt að vera hamingjusamur því þetta er þrátt fyrir allt frestun,“ sagði Stefanía. Þau sögðust samt að sumu leyti vera ánægð með fundinn með ráð- herrunum. „Stjórnvöld eru vissulega að koma til móts við óskir íbúa á Eyja- fjarðarsvæðinu öllu með þessu og raunverulega þjóðarinnar allrar því við höfum sýnt fram á að þarna er um þjóðhagslega arðsama fram- kvæmd að ræða og slíkum fram- kvæmdum á ekki að fresta,“ sagði Guðmundur. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að ríkisstjórnin bæri ábyrgð á ríkisfjármálunum og stöðu efnahagslífsins og því hefði upphaf- lega verið tekin ákvörðun um frest- un. Hann sagðist hafa skilning á stöðu þeirra sem komu til fundar við ráðherrana í gær. Farið í smáframkvæmdir Davíð sagði að til að undirstrika að hér væri eingöngu um frestun að ræða þá yrði farið í ýmsar smáfram- kvæmdir sem væru hluti af borun ganganna sjálfra. Brúargerð yrði haldið áfram á Ólafsfirði og yfir Fjarðará Siglufjarðarmegin. Jafn- framt verður lögð háspennulína að jarðgangamunnunum báðum megin. Í Héðinsfirði verður byrjað að grafa og hreinsa frá fjallinu svo bergið verði orðið hreint þegar sprenging- ar hefjast. Gerð ganganna verður boðin út aftur og býst Davíð við að fá hag- stæðari tilboð en nú bárust í verkið. Aðstæður geti verið gjörólíkar haustið 2005 og minna um jarð- vinnuframkvæmdir miðað við fram- kvæmdatímann 2006. Birkir J. Jónsson, alþingismaður Framsóknarflokksins og Siglfirð- ingur, segist vera ánægður með stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar varðandi framkvæmdir við Héðins- fjarðargöng. „Ég varð að sjálfsögðu fyrir miklum vonbrigðum með fyrri ákvörðun ríkisstjórnarinnar og var henni algjörlega ósammála,“ segir Birkir. Í ljósi þessa viðsnúnings hjá ríkisstjórninni segir Birkir útlitið mun bjartara en búast hafi mátt við. „Ég tel stefnubreytinguna mikinn varnarsigur fyrir íbúa við utanverð- an Eyjafjörð. Ég tel að íbúar eigi að standa með þessari ákvörðun og treysta því að af henni verði og ég er sannfærður um það. Með þeim hætti er hagsmunum íbúanna best borgið að mínu mati.“ Framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng hefjast 2006 og lýkur 3 árum síðar Gerð Héðinsfjarðarganga seinkar um eitt ár en ekki tvö Morgunblaðið/Golli Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, og Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra hittu fulltrúa í bæjarráðum Siglufjarðar og Ólafsfjarðar í ráðherrabústaðnum í gær. Framkoman fáránleg BRYNJAR Sindri Sigurðarson, fyrsti maður á lista Frjálslynda flokksins í norðausturkjördæmi fyr- ir síðustu kosningar, sem er búsett- ur á Siglufirði, telur framkomu ráða- manna við íbúa svæðisins fáránlega. „Mér finnst það lámarkskrafa að menn standi við orð sín, og það tel ég ekki hafa verið gert hér. Rök ráða- manna um að fresta framkvæmdum nú til að draga úr þenslu standast ekki að mínu mati, þar sem verktak- ar hafa bent á að með því að seinka framkvæmdum lendi þær á aðal þenslutímabilinu í stað þess að fara í gang núna.“ Brynjar segir stöðu mála á Siglu- firði ekki góða. „Hér er enginn stöð- ugleiki fyrir hendi, jafn mikilvægu máli fyrir byggðina og þessu er skyndilega seinkað um nokkur ár. Fólki finnst það vera illa svikið. Menn hafa séð fyrir sér miklar fram- farir hér á Siglufirði, til dæmis fleiri heimsóknir ferðamanna og samnýt- ingu á þjónustu,“ sagði Brynjar. ÚTFÖR Jóhannesar Geirs Jóns- sonar, listmálara, fór fram í Dóm- kirkjunni í gær, en hann lést 29. júní síðastliðinn. Séra Hjálmar Jónsson jarðsöng. Organisti var Hörður Áskelsson og Einar Jó- hannesson lék á klarinett. Jóhann FriðgeirValdimarsson söng ein- söng og Tónabræður sungu. Lík- menn voru Einar Hákonarson, Sig- urður Halldórsson, Geirlaug Björnsdóttir, Óskar Magnússon (sést ekki á myndinni), Stefán Örn Stefánsson, Inga Lísa Middleton, Haukur Jónsson og Sigurður Þórir Sigurðsson. Morgunblaðið/Golli Útför Jóhannesar Geirs Jónssonar Slæm fram- koma við íbúa svæðisins STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstri-grænna, segir það al- varlegt mál þegar ríkisstjórn ákveði að hverfa frá samþykktum áætl- unum alþingis. „Framkvæmdin var komin á fjárlög og samgönguáætlun og þess vegna tel ég að valdið til þess að breyta áætlunum liggi hjá alþingi. Ætti því frekar að líta á nýj- ustu tíðindi sem tillögu ríkisstjórnar um að ákvörðunum verði breytt. Segir hann undarlegt að nú sé borið við þensluáhrifum vegna fyrir- hugaðra stóriðjuframkvæmda, þar sem þingmenn Vinstri-grænna hafi ítrekað spurt að því hvað yrði gert til þess að sporna við áhrifum þenslu. „Mér finnst þetta mikið hringl og af- skaplega slæm framkoma við íbúa svæðisins, þegar búið er að vekja væntingar og vonir um að fram- kvæmdir séu handan við hornið. Úr því sem komið var þá tel ég að við þessi loforð hefði átt að standa og finnst mér menn setja niður við allt þetta mál. Best hefði verið að aldrei hefði verið farið af stað með þetta hringl.“ Eins og að klappa rot- uðum manni KRISTJÁN L. Möller, alþingis- maður Samfylkingar, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar enn vekja von- brigði. „Ég hélt að ríkisstjórnin myndi draga ákvörðun sína til baka, enda ekki nema um tveir mánuðir síðan fulltrúar ríkisstjórnarflokk- anna riðu hér um héruð og sögðu að ekkert gæti komið í veg fyrir fram- kvæmdir nema þeir dyttu úr ríkis- stjórn. Á sínum tíma stóð í útboðsgögnum að framkvæmdir hæfust í september 2004. Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) ætluðu sér að byrja strax og verkinu hefði lokið árið 2006. Nú hefur verið sett af stað ferli sem þýðir að göngin verða tekin í notkun árið 2009, þrem- ur árum seinna en ef tilboði ÍAV hefði verið tekið. Verktími Vegagerð- arinnar var mjög rúmur, tæp fjögur ár. Nú ætlar ríkisstjórnin að nota verktíma ÍAV og stytta verktíma Vegagerðarinnar sem því nemur.“ Kristján telur ákvörðun ríkis- stjórnarinnar svik og framferði ríkis- stjórnarflokkanna að standa ekki við gefin loforð fyrir kosningar vera dæmi um loddarahátt. „Það hefur ekkert breyst í efnahagsmálum frá því að ríkisstjórnin heimilaði útboð þar til að hún tók þessa vitleysis- ákvörðun þann 1. júlí. Nýja ákvörð- unin breytir því litlu og virkar á mig eins og verið sé að klappa manni eftir að hann hefur verið steinrotaður viku fyrr.“ FARÞEGAR sem voru um borð í Flugleiðavélinni, sem snúa þurfti aftur til Faro í Portúgal í gær, segja að mikill óþefur hafi gosið upp í farþegarýminu skömmu eftir flugtak. Þeir sem sátu aftast í vélinni fengu verki í höfuð og háls við að anda að sér lyktinni. Að sögn farþega sem Morgunblaðið ræddi við greip þó nokkur hræðsla um sig meðal farþega þegar reykjar- lyktin fannst. Aðstoðarflugmað- ur kom þá aftur í farþegarýmið ásamt flugfreyjum og höfðu þau handslökkvitæki við höndina. Flugstjóri tilkynnti að ákveðið hefði verið að snúa vélinni við og lenda aftur í Faro. Alls var vélin í um hálftíma í loftinu. „Það var nú bara þannig að við vorum búin að vera tæpar tuttugu mínútur í lofti og flug- freyjan var nýbúin að kynna ör- yggisráðstafanir og slíkt. Þá fannst torkennileg lykt í far- þegarýminu. Aðstoðarflugmaður skoðaði þetta og það var ákveðið að snúa við. Þetta gekk mjög vel og allir voru rólegir,“ segir einn farþeganna. Farþegar sem Morgunblaðið ræddi við báru mikið lof á áhöfn vélarinnar og sögðu að allt fas þeirra hefði verið til þess fallið að róa far- þegana og að mikil fagmennska hefði einkennt viðbrögð þeirra. Þegar vélin lenti aftur í Faro var mikill viðbúnaður af hálfu slökkvi- og sjúkraflutningaliðs en vel gekk að koma farþegum frá borði. Nokkrir farþeganna urðu mjög hræddir en aðrir far- þegar og starfsfólk Flugleiða og flugvallarins komu þeim til að- stoðar. Farþegarnir voru síðan sendir í rútu á hótel skammt frá vellinum þar sem tími gafst til að hitta farþegana og fara yfir málið. Einn viðmælandi Morg- unblaðsins kvaðst hafa talið sig heyra undarleg hljóð í vélinni þegar hún hóf sig til lofts en ekki vitað hvort sú tilfinning væri á rökum byggð. Lyktin hefði hins vegar verið mjög römm og sagðist farþeginn ekki hafa fengið svör við því hvort reykurinn hefði verið hættuleg- ur. Vel fór um farþegana í gær- kvöldi en áformað er að þeir fljúgi aftur heim kl. 9 að staðar- tíma í dag. Ef ekki hefur fengist niðurstaða í hvað gerðist í vél- inni í gær munu Flugleiðir senda aðra vél til að ferja far- þegana heim. Farþegar í Flugleiðavél sem snúa þurfti vegna reyks í farþegarými Bera lof á við- brögð áhafnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.