Morgunblaðið - 09.07.2003, Page 47

Morgunblaðið - 09.07.2003, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 47 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV kl. 8 og 10. B.i. 16.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. Sýnd kl. 6.  X-IÐ 97.7  SV MBL  HK DV Sýnd kl. 6.10, 6.50, 8.30, 9.10 og 10.50 Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins!  ÓHT RÁS 2 YFIR 12.000 GESTIR! Sýnd k. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10:10. www.laugarasbio.is Ef þú hélst að þú værirheimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. A L P A C I N O Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. TÉA LEONIKIM BASINGER YFIR 12.000 GESTIR! LJÓSMYNDASÝNING MORGUNBLAÐSINS Á EGILSSTÖÐUM Á Hótel Héraði á Egilsstöðum stendur yfir sýning á verðlaunamyndum úr ljósmyndasamkeppni sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðs- ins á landsbyggðinni, og Morgunblaðið efndu til í vetur. Á myndunum má sjá fjölbreytt við- fangsefni fréttaritara Morgunblaðsins sem starfa um allt land. Fólk er í brennidepli linsunnar. Sýningin stendur til miðvikudagsins 16. júlí. Myndirnar eru til sölu í Myndasafni Morgunblaðsins á mbl.is LANDSMENN Í LINSUNNI Ljósmynd: Eldhúskona, Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði. GEIR Ólafsson er landsmönnum fyrir löngu að góðu kunn- ur fyrir sönghæfileika sína. Geir er þó ekki aðeins hæfur tónlistarmaður heldur lætur hann sig velferð annarra varða. Það var fyrir skemmstu að hann las í einu af glans- tímaritunum sem gefin eru út hér á landi átakanlega frá- sögn Sigríðar Ríkeyjar Eiríksdóttur sem slasaðist alvar- lega í bílslysi. Geir lét ekki á sér standa heldur skundaði með fríðu föruneyti til Ríkeyjar og hélt fyrir hana litla einkatónleika en í kvöld, miðvikudagskvöld, ætlar hann að stefna fjölda annarra færra listamanna á Gauk á Stöng þar sem haldnir verða söfnunartónleikar fyrir Ríkeyju og vak- in athygli á málstað lítilmagnans. „Þó að tónleikarnir séu haldnir í nafni þessarar yndis- legu konu þá er raunin sú að hugmyndin á bak við tón- leikana er mikið stærri en það,“ segir Geir í samtali við blaðamann. „Um leið erum við að vekja athygli á miklu stærra máli, öllum þeim sem minna mega sín og þurfa á að- stoð að halda. Ríkey sagði sögu sína í blaði og það snertir hvern mann djúpt en maður finnur að margir aðrir hafa þurft að líða fyrir það að hafa lent í slysi eða veikst og ekki getað lifað mannsæmandi lífi eftir það.“ Áríðandi að styðja náungann Geir vill með tónleikunum ekki síst beina sjónum fólks að umbótum í stuðningi við þá sem orðið hafa fyrir slíkum áföllum: „Maður minnist þess að við sem búum hér borgum skatta og önnur gjöld, einmitt til þess að koma í veg fyrir að þeir sem lenda í slíku þurfi ekki að berjast í bökkum. Það eru ekki aðeins líkamlegir áverkar sem geta rænt fólk eðli- legum gæðum lífsins heldur verður það oft fyrir fjárhags- legu áfalli sem bitnar oft á andlegri velferð þeirra.“ Sjálfur segist Geir hafa verið gæfusamur á lífsleiðinni og snemma tekið ákvörðun um að gefa samfélaginu eitthvað í staðinn: „Ég hef verið svo heppinn að vegna vel í tónlist og hef getað lifað af henni. Ég tók því þá ákvörðun á sínum tíma að ég myndi að lágmarki einu sinni eða tvisvar á ári halda styrktartónleika fyrir góð málefni. Ég hélt slíka tón- leika í fyrra fyrir unga stúlku sem þurfti að fara í nýrnaað- gerð og það gekk mjög vel, og ég vona að þessir tónleikar gangi eins vel.“ Fjöldi tónlistarmanna hefur boðið fram vinnu sína og Gaukur á Stöng gefur ókeypis afnot af húsnæði skemmti- staðarins undir viðburðinn. Meðal þeirra sem ljá Geir og Ríkeyju krafta sína eru Hörður Torfa, Ragnheiður Grön- dal, hljómsveitin Buff, Harold Burr og auðvitað sjálfur Geir með Þursunum. „Við erum að vekja athygli á málstað þeirra sem minna mega sín og hafa öll sannarlega unnið fyrir því á sinni starfsævi að séð yrði um þau ef þau yrðu veik. Slíkt getur dunið á öllum fyrirvaralaust og nú þurfum við að fara að taka höndum saman og berjast fyrir bættum kjörum.“ Geir Ólafsson, Hörður Torfa og fleiri halda góðgerðartónleika í kvöld Listamenn sameinast fyrir góðan málstað Morgunblaðið/Golli Hörður Torfa, Buff og margir fleiri spila með Geir Ólafssyni í kvöld á styrktartónleikum. Styrktartónleikar Sigríðar Ríkeyjar eru á Gauki á Stöng í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast kl. 22.00 stundvíslega. Aðgangur kostar 1.000 kr. EINN er sá ljósgeisli í íslensku tónlistarlífi sem Leoncie heitir. Það hefur sjaldan verið logn- molla í kringum hana, þessa indversku prinsessu, (eða „Icy Spicy Leoncie“ eins og hún er stundum kölluð) og hafa menn skiptar skoðanir á henni sem tónskáldi og sem einstaklingi. Leoncie var á dögunum að ljúka upptökum á nýrri plötu sem fengið hefur hinn ögrandi titil Radio Rapist. Hún hélt alltént að upptökum væri lokið, þegar allt í einu eitt kvöldið að tvö smellin lög spruttu fram í kollinum á henni: „Ég var að fara að sofa þegar þetta laust mig og ég sagði við eiginmanninn minn uppnumin: „Það verða þá 14 lög en ekki 12!““ Lífleg tilbrigði Leoncie skila sér til blaðamanns í gegnum símtólið og augljóst að á ferð er lífsglöð og ákveðin kona. Radio Rapist verður fimmta plata Leoncie en áður hefur hún gefið út titlana My Icelandic Man (sem var prýdd Jóni Páli Sigmarssyni á káp- unni), Story From Brooklyn, Messages From Overseas og loks Sexy Loverboy sem kom út í sept- ember í fyrra. Tónlist hennar er mestan part lífleg með reffilegum laglínum og oftar en ekki djörfum og ágengum textum eins og titill vænt- anlegrar plötu gefur til kynna. Hún segir að nýja platan verði mikið frábrugðin Sexy Loverboy: „Þessi verður allt öðruvísi og ólík öllu því sem komið hefur á undan. Það er erfitt að segja til um á hvaða hátt hún er frábrugðin en hún verð- ur algjör bomba!“ Fær innblástur við bænir og íhugun Afköstin eru að sama skapi mikil, sér í lagi ef litið er til þess að Leoncie annast nær allar hliðar útgáfu sinnar sjálf, en hún segist hafa helgað sig tónlistinni. „Þetta er það sem ég ein- beiti mér að. Ég legg aðaláherslu á að syngja á ensku og er full af inn- blæstri,“ segir hún og bætir við að nýju íslensku lögin hennar hafi kom- ið henni sjálfri á óvart. Og hún er með á hreinu hvaðan öll þessi atorka kemur „Ég sit við kertið mitt, fer með bænirnar mínar og nota talna- bandið mitt. Ég leita einnig í inn- hverfa íhugun en ég hef iðkað jóga síðan ég var lítil stelpa á Indlandi og líka alin upp við mikinn aga,“ skýrir Leoncie en hún er kaþólskrar trúar. Leoncie hefur í nógu að snúast, er á þeytingi milli heimshorna og nú síðast var hún í viðtölum við erlenda sjónvarpsstöð og tímarit sem gera munu henni ágætis skil á alþjóð- legum vettvangi seinna í sumar. Lætur ekki bjána angra sig Um leið og Leoncie hefur laðað að sér aðdáendur í gegnum tíðina virðist hún einnig hafa eignast óvildarmenn. Hún lætur það samt ekki á sig fá. Þannig segir hún frá því þegar hún söng fyrir gesti á aðalsviðinu í miðbæ Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn: „Ég varð svo hissa á frábærum við- tökum áhorfenda minna, þau köllluðu sum: „Meira, meira, Leoncie!“ Það var alveg frábært. En það voru líka einhverjir uppi við sviðið sem voru að reyna að hrella mig, einhver hópur af væsklum. Þeir héldu að þeir gætu komið mér úr jafnvægi en hverjum er ekki sama um hóp bjána þegar allur meginþorri áhorfenda er frábær.“ Þegar á móti blæs er Leoncie minnug kjörorða sinna sem hljóma hvað best á ensku: „I won’t let anybody steal my thunder – no matter who they sleep with.“ Augljóst er að ef einhver ætlar að abbast upp á Leoncie ætti hinn sami að hugsa sig tvisvar um. Hún lætur vel af vistinni hér á Ís- landi en Leoncie er fyrir löngu orðin íslenskur ríkisborgari og gekk að eiga íslenskan mann fyrir hartnær tveim- ur áratugum. Hún segist þó hafa un- un af að ferðast og kynna sér nýja menningarheima: „Mér finnst gaman að blanda geði við alls kyns fólk. Það víkkar sjóndeildarhringinn.“ Hún kveðst því að öllum líkindum munu flytja til annars lands, þó að hún seg- ist ekki ætla að fara langt og ætlar alls ekki að segja skilið við Ísland. Næstu vikurnar mun hún vinna að hljóðblöndun, frágangi og loka- upptökum fyrir Radio Rapist sem síðan er væntanleg í verslanir í lok ágústmánaðar. Leoncie vinnur hörðum höndum að tónlist sinni og lætur ekki vaða yfir sig. Ný plata, Radio Rapist, er væntanleg í lok ágúst. Enginn rænir Leoncie þrumunni asgeiri@mbl.is www.leoncie-music.com N ý pl at a e r væ nt an le g fr á in dv e rs ku p ri ns e ss u nn i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.