Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTLIT er fyrir að gengi krón- unnar styrkist á nýjan leik eft- ir umtalsverða veikingu á síð- ustu vikum. Þessa veikingu má einkum rekja til aukinna gjald- eyriskaupa Seðlabankans og minna framboðs af gjaldeyri, sérstaklega eftir að um hægð- ist varðandi breytingar á eign- arhaldi stórra hlutafélaga hér innanlands, að því er fram kemur í mánaðarriti Lands- banka Íslands. Í markaðsyfirliti Íslands- banka kemur einnig fram að bankinn spáir hækkun á gengi krónunnar á næstu mánuðum og misserum. Helstu skýringar á væntanlegri gengishækkun eru samkvæmt Íslandsbanka: vaxtahækkanir Seðlabankans, gjaldeyrisinnflæði vegna stóriðju- framkvæmda og aukinna afla- heimilda, kaup erlendra aðila á innlendum verðbréfum, frekari kerfisumbætur stjórnvalda og væntingar um áframhaldandi stöðugleika hagkerfisins eru allt þættir sem að mati Greiningar Ís- landsbanka munu valda því að krónan auki verðgildi sitt á næst- unni. Vextir verði komnir í 7% í árslok 2004 „Einn af þeim þáttum sem mun án efa leiða til hækkunar á gengi krónunnar á næstunni eru vaxta- hækkanir Seðlabankans. Greining ÍSB spáir því að á síðari hluta þessa árs muni Seðlabankinn hækka stýrivexti sína um allt að 0,5 prósentustig. Greining ÍSB telur líklegast að sú breyting verði gerð á síðasta ársfjórðungi og í tengslum við útgáfu verðbólgu- spár Seðlabankans í byrjun nóv- ember. Ekki er hægt að útiloka að Seðlabankinn hækki vexti sam- hliða útgáfu ársfjórðungsrits bankans nú í lok þessa mánaðar. Greining ÍSB telur það samt ólík- legt. Greining ÍSB spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði 5,8% í lok þessa árs en nú standa þeir í 5,3%. Greining spáir frekari vaxtahækkunum á næsta ári og að stýrivextir verði komnir upp í 7,0% í lok næsta árs,“ að því er segir í Markaðsyfirliti Íslands- banka. Í Mánaðarriti Landsbankans kemur fram að frá því í byrjun þessa árs, þegar tilkynnt var um að ráðist yrði í hinar gífurlegu stóriðjuframkvæmdir á Austfjörð- um og að góðar líkur væru á að því til viðbótar mætti búast við stækk- un álvers Norðuráls í Hvalfirði, hefur gengisþróun krónunnar ver- ið skólabókardæmi um það sem gerist á frjálsum gjaldeyrismark- aði þegar væntingar um framtíð- arþróun ráða ferðinni. „Þrátt fyrir að bein áhrif þessara fram- kvæmda á íslenskt efnahagslíf á þessu og næsta ári verði tiltölu- lega hófleg og beint gjaldeyrisinn- flæði takmarkað er engum blöðum að það að fletta að styrking krón- unnar á þessu tímabili á að veru- legu leyti rætur að rekja til þess- ara ákvarðana. Að vísu hefur einnig á undanförnum mánuðum verið verulegt framboð á gjaldeyri sem rekja má til fjármögnunar tengdum við uppstokkun á eign- arhaldi í atvinnulífinu (Baugur, Olís, ÍAV o.fl.) Þessu til viðbótar hafa vöru- og þjónustuviðskipti milli landa verið í allgóðu jafnvægi þó svo að nú virðist sem einhverra breytinga sé að vænta í þeim efn- um. Framboðshliðin á gjaldeyris- markaði hefur því verið sterk auk þess sem sterkar væntingar hafa byggst upp um að gengi muni haldast hátt á næstu árum meðan stóriðjuframkvæmdanna gætir. Skilaboð stjórnvalda hafa verið þau að við þessu sé ekkert að gera. Markaðurinn ráði ferðinni og af- skiptum ríkis og Seðlabanka af gengi krónunnar sé einfaldlega lokið,“ að því er segir í mán- aðarriti Landsbankans. Íslenskur skuldabréfa- markaður jaðarmarkaður Greiningardeild Landsbank- ans telur að samspil skulda- bréfa- og gjaldeyrismarkaðar á næstu mánuðum og misserum geti haft mikil áhrif á gengi krónunnar, í takt við vaxandi áhuga erlendra fjárfesta á ís- lenskum skuldabréfum og inn- flæði fjármagns í tengslum við kaupin. Það sem liggur til grundvallar áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum skulda- bréfum er sá munur sem er á raunvöxtum hér á landi og er- lendis. „Nú þegar vextir eru í sögulegu lágmarki hvort sem litið er til Ameríku, Evrópu eða Asíu og hlutabréfamarkaður ekki tal- inn álitlegur kostur, eykst áhugi alþjóðlegra fjárfesta á jaðarmörk- uðum þar sem von er á hærri ávöxtun en gerist og gengur á hefðbundnum mörkuðum. Íslensk- ur skuldabréfamarkaður er dæmi um slíkan markað. Hér eru í boði skuldabréf til millilangs tíma (5– 13 ár) með ríkisábyrgð með um 2,5% hærri raunvexti en sambæri- legir verðtryggðir pappírar í öðr- um löndum. Ríkisábyrgðin er mik- ilvæg trygging sérstaklega í ljósi þess að íslenska ríkið er vel þekkt- ur skuldari á alþjóðlegum fjár- málamarkaði með góðan orðstír og háa einkunn hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum,“ að því er segir í mánaðrriti Landsbankans. Auknar stöður í krónunni Að mati greiningardeildar Landsbankans má gera ráð fyrir að erlendir fjárfestar taki í aukn- um mæli stöðu í krónunni samfara skuldabréfafjárfestingum. Ef gert er ráð fyrir að kaup erlendra aðila á íslenskum skuldabréfum verði í svipuðu mæli og verið hefur og fjárfestar gengistryggi að meðal- tali 60–80% kaupanna má búst við að gjaldeyrisinnflæði vegna þessa geti numið 8–15 milljörðum króna á næsta ári, að því er segir í mán- aðarriti Landsbankans. Styrkingu krón- unnar spáð í haust Íslandsbanki telur að Seðlabankinn muni hækka vexti á næstu misserum. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Fengur ehf. hefur keypt 6% hlut í fjárfestingarfélaginu Kaldbaki hf. af Kaupfélagi Eyfirðinga svf. Gengi bréfanna í viðskiptunum var 3,68 og söluverðið samtals 387 milljónir króna. Pálmi Haraldsson, framkvæmda- stjóri Fengs, segir að kaupin séu gerð að frumkvæði Fengs, sem telji Kaldbak vanmetið félag og góða fjárfestingu. Hann segir Feng hafa trú á félaginu og yfirstjórn þess og að það sé ástæðan fyrir kaupunum. Eignarhaldsfélagið Fengur er í eigu Pálma og Jóhannesar Krist- inssonar, sem er búsettur í Lúx- emborg. Félagið á hlut í ýmsum fyrirtækjum og Pálmi segir að það hafi fyrst og fremst fjárfest í óskráðum fyrirtækjum. Meðal fyr- irtækja sem Fengur á hlut í eru AcoTæknival, Flugleiðir og Grænt, sem á Banana og Ávaxtahúsið. Fyrir söluna á 6% hlutnum til Fengs átti Kaupfélag Eyfirðinga 33% í Kaldbaki. Það á nú 27% hlut og er áfram stærsti hluthafi félags- ins miðað við hluthafalista 27. júní. Kaupþing Búnaðarbanki er sam- kvæmt sama lista næststærsti hlut- hafi Kaldbaks með 13,8% hlut og Samherji í þriðja sæti með 12,9%. Þá kemur Lífeyrissjóður Norður- lands með 10,9% og Fjárfestingar- félagið Fjörður með 10,4%, en aðr- ir áttu rúmlega 1% eða minna. Lokagengi Kaldbaks í Kauphöll Íslands í gær var 3,60 og markaðs- verð félagsins var áætlað 6,3 millj- arðar króna. Fengur kaupir 6% í Kaldbaki HLUTABRÉF í Hamleys, bresku leikfangaversluninni sem Baugur hefur gert yfirtökutilboð í, hækk- uðu um rúmlega 1% í kauphöllinni í London í gær. Lokagengi bréfanna var 256,50 pens, sem er 2,50 pens- um hærra en tilboð Baugs. Baugur hækkaði tilboð sitt í 254 pens í síð- ustu viku og fór þar með rúmlega 10% yfir það verð sem keppninaut- urinn, Tim Waterstone, hefur boð- ið. Verð hlutabréfa Hamleys hefur ekki áður farið yfir 254 pensa tilboð Baugs, en lítil viðskipti eru á bak við hækkunina í gær. Umfjöllun um yfirtökutilraunirnar hafa verið litl- ar í helstu breskum fjölmiðlum frá því um síðustu helgi, en í gær birt- ist frétt í Guardian um að tilboð kynni jafnvel að koma fram í gær og að sérfræðingar á markaði telji að Waterstone muni hækka tilboð sitt í vikunni og bjóða 267 pens. Verð bréfa Hamleys komið yfir tilboð Baugs HAGNAÐUR Alcoa á öðrum fjórð- ungi þessa árs nam 216 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir tæp- lega 17 milljörðum íslenskra króna. Þetta er minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaður fyr- irtækisins var 232 milljónir dala, en meiri hagnaður en á fyrsta fjórðungi þessa árs, þegar hagnaðurinn var 151 milljón dala. Alcoa er stærsti ál- framleiðandi heims og vinnur nú að byggingu álvers í Reyðarfirði. Meðal skýringa Alcoa á minni hagnaði en í fyrra er hærri orku- kostnaður og minni eftirspurn frá flugvélaframleiðendum, en stjórnar- formaður Alcoa segir að fyrirtækið hafi sýnt getu til að bæta reksturinn á krefjandi tímum. Ef litið er framhjá óreglulegum liðum, meðal annars vegna endur- skipulagningar, er hagnaður á öðr- um fjórðungi 227 milljónir dala. Samsvarandi tala í fyrra var 237 milljónir dala og 195 milljónir dala á fyrsta fjórðungi ársins. Tekjur ársfjórðungsins námu 5,5 milljörðum dala, um 428 milljörðum íslenskra króna, og er það um 6% aukning frá fyrra ári. Hagnaður Alcoa dregst saman frá fyrra ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.