Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 25 Í FRÉTTUM og á vef Lands- virkjunar (lv.is) hafa verið kynnt drög að matsáætlun vegna hug- mynda um 10–12 metra hækkun stíflu og myndun inntakslóns ofan Laxárstöðva í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Þessar hugmyndir komu flestum lands- mönnum líklega í opna skjöldu enda höfum við sofið róleg vegna frekari virkjanaframkvæmda á þessu svæði eftir að þingeyskir bændur stöðv- uðu svipuð áform með dínamíti fyrir liðlega þremur áratugum. Sprengir samkomulag Í fyrsta lagi brýtur framkvæmdin þriggja áratuga gamalt sam- komulag Landsvirkjunar og and- stæðinga framkvæmda á þeim tíma um að ekki verði ráðist í frekari framkvæmdir en þá var samið um. Þetta samkomulag var ekki tíma- bundið og er enn í fullu gildi. Eins og mörgum er enn í fersku minni náðist þetta samkomulag ekki fyrr en heimamenn höfðu beitt dínamíti til að vekja athygli á alvöru málsins. Í öðru lagi er framkvæmdin ólög- leg samkvæmt íslenskum lögum (nr. 36/1974) um vernd Mývatns og Laxár. Samkvæmt þeim lögum eru allar breytingar á vatnsborði og rennsli óheimilar nema í vernd- unar- og ræktunarskyni. Augljóst er að markmið með hækkun stífl- unnar um 10–12 metra er „að koma í veg fyrir erfiðleika við rekstur Laxárstöðva“ (bls. 3 í drögum Landsvirkjunar) og tengist ekki verndun og ræktun – nema síður sé (sbr. hér á eftir). Í þriðja lagi gengur framkvæmd- in þvert á RAMSAR-samþykktina frá 1971 sem Ísland er aðili að, um verndun votlendis. Þessi þrjú atriði ættu öllu jöfnu að vera yfirdrifin ástæða til þess að engum manni dytti í hug svo mikið sem að viðra hugmyndir um að hækka umrædda stíflu um 10–12 metra. Hæpnar forsendur En fleira kemur til. Forsendur Landsvirkjunar fyrir þessari fram- kvæmd standast ekki. Í fyrsta lagi er talað um að koma í veg fyrir erfiðleika við rekstur Lax- árstöðva og er þar nefnt að mikill sandburður valdi sliti á vatnsvélum og að ís og krapastíflur geti truflað raforkuframleiðslu (sbr. bls. 3). Í öðru lagi er höfðað til þeirrar hættu sem Húsvíkingum og nær- sveitungum geti stafað af því að ekki sé hægt að tryggja öruggt raf- magn allan ársins hring. Þetta er gert með því að búa til dæmi af keðjuverkun óhappa sem gætu leitt til þess að „Húsavík og nágranna- byggðir [byggju] við orkuskort í lengri tíma“ (bls. 3). Þessar forsendur eru ómarktæk- ar vegna þess að: Í fyrsta lagi er miklu vænlegra að leysa vandræði af sandburði með uppgræðslu á hálendinu (uppgjafartónn á bls. 10 um að þetta sé næsta vonlaust er ekki sannfærandi) og öðrum sértækum aðgerðum í Krakárbotnum þar sem sandurinn á upptök sín. Það eru gömul sannindi og ný að á skuli að ósi stemma. Í öðru lagi væri hægt að losna við vandræði af ís og krapastíflum með því að hækka stífluna um 3 metra eins og stöðvarstjóri Landsvirkj- unar staðfesti á kynningarfundi Landsvirkjunar vegna umræddra draga í Ýdölum í Aðaldal, 26. júní sl. Í þriðja lagi má leysa vandræði við að tryggja Húsvíkingum raf- magn með því að tengja þá betur við landsnetið og huga frekar að virkjun gufuafls á Þeistareykjum. Umhverfisspjöll Því má bæta við að engin þekking liggur fyrir um áhrif sandburðar á lífríki Laxár enda er einungis vitn- að óbeint til þess að margir sér- fræðingar telji „líklegt að seiða- framleiðsla árinnar aukist ef sandburður minnkar“ (bls. 10). Ekkert liggur fyrir um sögu sand- burðar í Laxá né hvort þessi tilfinn- ing margra sérfræðinga eigi við rök að styðjast. Miðað við það að sand- burður í Laxá hefur lengi verið töluverður er ekki út í hött að álykta sem svo að hann hafi jafn- lengi leikið verulegt hlutverk í vexti og viðgangi hins fjölskrúðuga líf- ríkis hennar. Í drögunum er talað heldur óvirðulega um það svæði sem færi undir fyrirhugað lón og gert lítið úr landgæðum og nytjum þess nema ef vera skyldi silungsveiði – sem þó er lítil þar eð engir mikilvægir veiði- staðir eru svo neðarlega í ánni. Undirritaður hefur stundað urriðaveiði í Laxárdal undanfarin ár, þar á meðal á því svæði sem fyrirhugað er að fari undir lón. Það er rétt í drögunum að þar eru engir mikilvægir veiðistaðir en hins er að engu getið að á þessu svæði er óhemju mikið af smáfiski, bæði seiðum og undirmálsfiski sem veiði- menn í Laxárdal sleppa (öllum fiskum undir 35 sm er sleppt). Uppeldisstöðvar þessa fisks eru bæði í litlum víkum og lygnum sem myndast við vesturlandið en einnig í mjög miklum mæli í kringum þá fimm hólma sem áætlað er að fari undir vatn. Það er því ljóst að þó eftirsóknarverðir veiðistaðir stórfiska séu fáir á þessu svæði er það gríðarlega mikilvæg uppeldis- stöð fyrir urriðastofninn í ánni. Hið stækkaða uppistöðulón mynd því grípa harkalega inn í lífríkið á þessu viðkvæma svæði. Er þá ekki eftir annað en að telja þau óafturkræfu náttúruspjöll sem væru unnin ef hið einstæða og fagra árstæði neðst í Laxárdal færi undir uppistöðulón. Þar rennur áin um óvenjufallegt, 2000 ára gamalt eld- hraun (sem er sérstaklega verndað í lögum um náttúruvernd) og hjá heitum uppsprettum sem nýtast til laugarferða. Sú sýn til árinnar sem opnast af veginum þegar ekið er fram Laxárdal er einstök á Íslandi og þakkarvert hvað tekist hefur að fela stöðvarhúsin og mannvirki fyr- ir vegfarendum sem þar eiga leið um. Þó ekki væri nema vegna þess hve mikil lífsgæði færu forgörðum ef þetta tiltekna svæði væri eyðilagt er óskiljanlegt hvernig hægt er að láta sér detta í hug að hækka stífl- una í Laxárvirkjun um 10–12 metra. Í ljósi þess að forsendur Lands- virkjunar fyrir umræddri fram- kvæmd standast ekki, hljóta lands- menn að vænta þess að yfirvöld hafni fram komnum hugmyndum um hækkun stíflu og myndun inn- takslóns ofan Laxárstöðva eins og þær eru kynntar í drögum að mats- áætlun sem Landsvirkjun sendi frá sér í júní sl. Mestur sómi væri þó að því að Landsvirkjun drægi hug- myndir sínar til baka áður en meiri harka hleypur í málið og reyndi þannig að endurheimta eitthvað af þeirri rándýru ímynd sem hún hef- ur reynt að kaupa sér undanfarin ár með listviðburðum og kynningar- sýningum á því hvernig rafmagn verður til. Ólöglegt og siðlaust Eftir Gísla Sigurðsson Höfundur er vísindamaður á Stofnun Árna Magnússonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.