Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ E f dálkahöfundar eiga sér verndar- engil þá hlýtur hann að vera George Orwell. Í síðasta mánuði (25. júní) var öld liðin frá fæðingu hans og þess vegna er við hæfi að taka ofan fyrir honum – og þótt fyrr hefði verið. Þótt Orwell sé með réttu frægastur fyrir skáldsögurnar 1984 og Dýrabæ fóru skrif- kraftar hans, sem voru miklir, mestir í að skrifa greinar og reglulega dálka í vikublaðið Tribune, sem breski Verka- mannaflokkurinn gaf út. Þessir dálkar höfðu yfirtitilinn „As I Please“, sem á íslensku myndi vera: „Eins og mér sýnist“. Og það verður ekki betur séð en að hann hafi þarna skrifað nákvæmlega það sem hon- um sýndist. Allt frá háalvarlegri pólitík – í samræmi við það yfir- lýsta markmið hans að gera „stjórnmálaskrif að list“, sem margir myndu segja að honum hafi tekist – yfir í uppskrift að hinum fullkomna tebolla. Að ógleymdri þeirri grein sem ef til vill hefur orðið hvað frægust: „Pólitík og ensk tunga“. Í þeirri grein, sem birtist í maí 1947, fjallar Orwell um það sem hann telur vera hnignun enskunnar. Ástæðu þessarar hnignunar segir hann fyrst og fremst vera ofvöxt í notkun flók- inna og uppskrúfaðra orða og orðasambanda á kostnað ein- falds og auðskilins orðfæris. „Að baki þessu býr það hálfmeðvit- aða viðhorf, að tungumálið sé sjálfsprottið, en ekki tæki sem við mótum í samræmi við okkar eigin þarfir,“ skrifaði Orwell. Þetta leiðir til forheimskunar: „Ef til vill leiðast menn út í drykkju vegna þess að þeim finnst þeir vera misheppnaðir, og svo verða þeir enn misheppn- aðri vegna drykkjunnar. Þetta er ekki ósvipað örlögum ensk- unnar. Hún verður ljót og óná- kvæm vegna þess að hugsanir okkar eru heimskulegar, en hroðvirknislegt orðfæri auðveld- ar okkur að hugsa heimsku- lega.“ Stundum sé engu líkara en þeir sem skrifi láti sér í léttu rúmi liggja hvort orðin sem þeir setji á blað hafi yfirleitt ein- hverja merkingu. „Sífellt fer minna fyrir því, að í rituðu máli séu orð valin vegna þess sem þau merkja, og sífellt ber meira á að orðasamböndum sé skellt saman líkt og einingum í fjölda- framleiddum hænsnakofa.“ Það sé einkum í listgagnrýni og bókmenntagagnrýni sem al- gengt sé að sjá langar máls- greinar sem séu eiginlega alveg merkingarlausar, merkingar- lausar „í þeim skilningi að ekki er nóg með að þær vísi ekki til neinna áþreifanlegra hluta held- ur vænta lesendur þess sjaldn- ast að þær geri það“. En það var ráð við þessu, sagði Orwell, og setti fram nokkrar viðmiðunarreglur. Með- al annars að maður eigi aldrei að nota löng orð þegar stutt dugi. Ef mögulegt sé að sleppa orði eigi maður alltaf að sleppa því. Og alltaf að nota venjulega ensku, fremur en erlend orð, vísindaleg orð eða önnur fagorð. Kjarninn í boðskap Orwells er einfaldlega þessi: Markmiðið með notkun tungumáls, hvort heldur ritaðs eða talaðs, hlýtur alltaf að vera að koma merkingu til skila. Sá sem talar er alltaf að tala við einhvern. Setningar sem enginn skilur, hvorki nú né ein- hverntíma seinna, eru algerlega tilgangslausar og væri eins gott að sleppa því að segja þær eða skrifa. Þetta er í samræmi við það sem Orwell skrifaði tveimur ár- um síðar í greininni „Ástæða þess að ég skrifa“ („Why I Write“): „[M]ér er fyrst og fremst umhugað um að fá áheyrn.“ Það er að segja, að ná til annarra. Að koma merkingu þess sem maður er að segja – því sem orðin vísa til, en ekki bara orðunum sjálfum – til við- mælandans (eða lesandans). En hann vandar sjálfum sér og starfsbræðrum sínum ekki kveðjurnar: „Allir rithöfundar eru hégómlegir, sjálfselskir og latir, og það sem fyrir þeim vak- ir er á endanum óútskýranlegt.“ Enda er fyrsta ástæðan af fjór- um, sem hann telur helstar fyrir því að menn fáist við ritstörf, „hreinræktuð sjálfselska.“ Rit- höfundar „þrá að virðast snjallir, að talað sé um þá, að munað sé eftir þeim eftir að þeir eru látn- ir. … Það er bara bull að láta eins og þetta sé ekki ein hvötin, og hún sterk.“ Þrátt fyrir þessar umvandanir – þus, myndu sumir segja – við landa sína, fagbræður og sjálfan sig, kunni Orwell að njóta lífs- ins. Það er augljóst af lestri greinarinnar „Notalegur tebolli“ („A Nice Cup of Tea“) frá 1946. Þar kemur líka glöggt fram hversu vænt honum þótti um England og enskar venjur, eins og margir sem þekktu hann hafa sagt frá. „Notalegur tebolli“ er upp- skrift að góðu tei, ellefu reglur sem Orwell viðurkennir að séu margar umdeildar meðal te- drykkjuþjóða. Það sem ef til vill sé mest deilt um, er hvort mað- ur eigi að hella teinu eða mjólk- inni í bollann fyrst. (Þetta á reyndar líka við um kaffi, skyldi maður ætla, og hefur því beina skírskotun í íslenskan veruleika, sem er fljótandi í misgóðu kaffi). Orwell fullyrðir að teið eigi að fara í bollann fyrst. Rök sín fyr- ir þessu segist hann telja óhagg- anleg. „Þau eru, að með því að hella teinu fyrst og setja síðan mjólk út í á meðan maður hrær- ir getur maður stjórnað því ná- kvæmlega hversu mikil mjólk fer út í, en ef farið er hinsegin að hættir manni til að setja of mikla mjólk út í.“ Það er mikið að hafa af upp- lýsingum um Orwell á Netinu, til dæmis á www.k-1.com/Orwell/ index.cgi/index.html, þar sem meðal annars má finna þær greinar hans sem hér hefur ver- ið vitnað í. Tekið ofan fyrir Orwell Kjarninn í boðskap Orwells er einfaldlega þessi: Markmiðið með notkun tungumáls, hvort heldur ritaðs eða talaðs, hlýtur alltaf að vera að koma merkingu til skila. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Þá er síðasta bónda- konan í Firði fallin frá. Með því má segja að samfelldri sögu bú- enda á landnámsjörð- inni Firði í Seyðisfirði frá landnámi Bjólfs sé lokið. Saga sem hófst með Helgu Bjólfsdóttur lýkur að Katrínu Jónsdóttur geng- inni. Fleirum mun farið eins og mér, sem þekktu til í Firði, að mikið sé horfið með Kötu í Firði. Jafnaldrar mínir og kumpánar eru síðasta kyn- slóðin sem ólst upp við búskap þeirra Fjarðarbænda. Mið-Kata var hún kölluð því að í Firði ólust upp þrjár Kötur, blóma- rósir á líku reki, sem allar tóku nafn af sömu Kötunni, ömmu þeirr- ar sem hér er kvödd. Kata var jafn- aldri Fjarðarselsvirkjunar. Árið sem hún leit dagsins ljós kom ljósið á Seyðisfjörð, fyrstan kaupstaða á Íslandi. Það má fara mörgum orðum um þessa heillandi konu og lífshlaup hennar, þessarar „First lady“ Seyð- isfjarðar. Það mun þó koma í hlut annarra sem betur eru til þess fallnir. Hér verður einungis drepið á hvað leiddi okkar saman og hvers virði það var mér. Ég átti samvinnu með Kötu þegar ég var að afla gagna í grúski mínu um Fjarðar- jarðir fyrir áratug. Grúsk þetta skilaði sér að hluta í riti einu sem til varð. Kata var þá komin um átt- rætt. Mikið tók hún mér fagnandi þegar ég leitaði til hennar, eins og hún ætti í mér hvert bein og fór vel á með okkur. Fann ég glöggt að þar naut ég annarra genginna. Ekki var heldur ónýtt að fá inn- hlaup í hús hennar í Firði, Björns- hús, mánaðartíma um þetta leyti. Þegar Kata var að slíta barn- skónum í Firði stóð Frambærinn enn, sem svo var kallaður, á hólnum innan við bæinn í Firði – beint ofan við þar sem þau Kata og Erlendur byggðu síðar hús sitt. Þar bjó þá í KATRÍN JÓNSDÓTTIR ✝ Katrín Jónsdótt-ir fæddist á Seyð- isfirði 20. apríl 1913 og ólst þar upp. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 2. apríl síðastliðinn og var jarðsett á Seyð- isfirði 26. apríl. ekkjustandi sínu Guðný gamla Tómas- dóttir, lykilpersóna í grúski mínu. Í henni fundum við Kata sam- eiginlegan snertiflöt. Þar var mín sögulega tenging við Fjörð og fólkið þar sem ég hafði haft svolítil kynni af á æskuárum, Björn póla, Konna sýsl, Adda í Firði, Gunnþór og fleiri. Fyrrnefnd Guðný er mér veru- leiki frá æsku þó hún væri þá löngu látin. Fólkið mitt á Austurveginum minntist oft á einstakt langlífi þess- arar formóður minnar en hún komst undir tírætt. Amma mín var til heimilis hjá ömmu sinni og nöfnu í Frambænum þegar Kata fæddist og var á fyrsta ári. Guðný gamla dó þegar Kata var á fermingaraldri og þá var Frambærinn rifinn. Það var því opinberun að fá að kynnast Kötu nánar sem hafði verið heima- gangur hjá henni svo löngu fyrr, því hér var eins og yfir aldahaf að líta. Fjölskyldur okkar Kötu reyndust nákomnar á ýmsa vegu á hinn fyrri tíð. Ekki var auðhlaupið að gramsa í þeirri glatkistu. Skemmtum við okkur konunglega yfir því og grein- ingu gamalla ljósmynda með fleiru. Bandalag þessara tveggja fjöl- skyldna á þeirri tíð, auk frændsemi og vináttu, fólst ekki sízt í sameig- inlegu eignarhaldi á jörðinni Firði, sem er megnið af bæjarlandi kaup- staðarins á Seyðisfirði; fólks Kötu á framparti jarðarinnar og fólksins í Fjarðarseli, Guðnýjar þessarar, á útparti og hjáleigunum Fjarðarseli og Odda. Þetta ágæta fólk hvílir nú í þeim reit sem það á sinni tíð úthlutaði sameiginlega Seyðfirðingum sem hinsta hvílustað – beint undir Haugi Bjólfs – sem horfir af Bæjar- brún. Þangað safnast nú hin síðasta þeirra og þar er hægt að kasta á það síðbúinni kveðju. Eftir að Fjarðarselsfólk missti sinn hluta jarðarinnar 1904, flutti jarðeigandinn fyrrverandi, Guðný Tómasdóttir, þaðan inn á heimajörð móteigendanna á Framparti í þenn- an eina „bæ“ sem þar var, innan við bæjarstæðið. Þar var hún í eins- konar próventu jarðeignarinnar í aldarfjórðung, trúlega að einhverju leyti í skjóli bændanna þar, foreldra Kötu, og horfði yfir sitt forna óðal. Og þar dekraði hún ásamt fóstur- dóttur sinni, Siggu Þorsteins, við heimasætuna á Framparti með pönnukökum og öðru góðgæti. Kata ljómaði öll þegar hún minntist þess- ara stunda. Eftirminnilegar eru einnig lýs- ingar Kötu á fiðringnum og fjaðra- fokinu sem varð hjá þeim krökkum í Firði í þau skipti er „Drauga- Fúsi“ birtist á hlaðinu í Firði og stikaði inn húsasundið á leið í Guð- nýjarbæ, til þess væntanlega að veiða „draugasögur“ upp úr sinni gömlu vinkonu eða bara fá sér kaffi með henni. „En við máttum alls ekki gera at í honum. Mamma harðbannaði það,“ sagðist Kötu frá, enda þau skelfingu lostin af hræðslu við þennan voðalega mann, meistara draugasagnanna, Sigfús sagna. Það var áður en Frampartur gekk einnig úr eigu þeirra Jóns og Halldóru á heldur slysalegan hátt í upphafi kreppunnar miklu þegar miklar aðfarir skóku Seyðisfjörð. Kata var sem sagt á unglings- árum þegar jörðin hvarf úr eigu fjölskyldu hennar eftir margra kyn- slóða eignarhald. Eftir sem áður héldu þau búsetu sinni þar og síðan þau Kata og Erlendur. Vegna hjónabands þeirra komst Fjörður í hóp þeirra fáu góðjarða á Austur- landi sem verið hafa sýslumanns- setur. Sömuleiðis bjó venzla- og vinafólk á hinum Fjarðarbýlunum, hýbýlum fyrri bænda á Útparti, Brekku og Gestsbæ, sem og Þor- steinshúsi. Búskapur hélst í Firði fram á sjöunda áratuginn. Sú saga er ýmsum kunnari en mér og mætti færast í frásögur. Gaman þótti mér að geta bætt Kötu mynd sem hún hafði glatað og var henni kær, af málverki af gamla Fjarðarbænum. Án þess að tíunda hér frekar til- drög og venzl var Kata mér hér lykill að horfnum veruleik og gaf mér svolitla hlutdeild í honum. Í ekkjustandi sínu hélt Kata heimili í Björnshúsi, bróður síns heitins, framan við bæinn í Firði og ósjálf- rátt hvarflar hugurinn til ekkjunnar gömlu á hólnum. Þegar ég var í þessu grúski lá líf- ið við að ná til þess fólks sem enn var til frásagnar um fyrri tíð. Jafn- an stóð til að bæta um betur og ná að fullgera það. Í þessu tilviki eins og fleirum er fallið á tíma. Ég kveð Katrínu Jónsdóttur í Firði með virðingu og ósk um að Firði verði sýndur sá sómi sem hún hefði ósk- að. Hjalti Þórisson. ✝ Brynhildur BjörkEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1930. Hún lést á heimili sínu í Uppsölum í Svíþjóð 8. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Einar Ástráðsson, læknir, f. 6.2. 1902, d. 6.8. 1967, og Guðrún Guðmundsdóttir, cand.phil., f. 12.4. 1906, d. 2.10. 1971. Systkini Bjarkar eru Inga Valborg Einars- dóttir og Auðun Hlíð- ar Einarsson. Hinn 25. desember 1950 giftist Björk Eggert Brekkan lækni. Börn þeirra eru Einar, læknir í Svíþjóð, Estrid, sendiráðunautur í utanrík- isþjónustunni og Eggert Friðrik, líf- efnafræðingur í Svíþjóð. Björk ólst upp á Eskifirði þar sem faðir hennar var héraðslæknir 1931– 1956. Hún varð stúd- ent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1950 og tók kennarapróf frá Kennaraskólanum 1952. Fjölskyldan bjó í Svíþjóð að mestu leyti á árunum 1957 til 1971 og á Stokmark- nes í Norður-Noregi 1971–1974. Björk og Eggert bjuggu svo í Reykjavík og á Eski- firði frá 1974 til 1976 en þá settust þau að í Neskaupstað þar sem þau bjuggu til 1993. Síðustu starfsár Eggerts bjuggu þau hjónin í Förde í Noregi. Björk og Eggert fluttu þaðan til Uppsala 1997, en þar búa einnig synirnir með sínar fjölskyldur. Minningarathöfn um Björk var í Uppsölum 19. júní. Æskuslóð Bjarkar var Eskifjörð- ur kreppuáranna með mikilli fátækt hjá þorra fólks en fjölskrúðugu fé- lags- og menningarlífi sem íbúarnir lögðu til sjálfir. Faðir hennar, Einar Ástráðsson, var læknir staðarins, farsæll og vinmargur og skipaði sér í sveit með róttækum öflum þess tíma. Starf einyrkjalæknis var í senn bind- andi og vandasamt og kjörin í litlu samræmi við álag og einangrun. Björk mótaðist af þessu umhverfi, þroskaði með sér ríka réttlætis- kennd og smekk fyrir góðum bókum og handmennt. Menntaskólaár syðra urðu henni notadrjúg og brátt lágu leiðir hennar og Eggerts Brekkan læknis saman. Með því var spunninn meginþráður örlaga þeirra beggja. Leið okkar og Brekkanfjölskyld- unnar lá fyrst saman þegar Eggert réðst yfirlæknir að Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað 1976. Þá höfðu vegir þeirra legið víða, einkum um Svíþjóð og Noreg, en hér var komið í höfn þar sem þau áttu heima í 17 ár. Sonur þeirra Einar og dóttirin Estrid voru flogin úr hreiðri en yngsti sonurinn Eggert Friðrik í uppvexti. Nágrennið við þau hjón og gagnkvæm tengsl eru eftirminnileg og auðguðu tilveruna. Um margt voru þau ólíkrar gerðar en bættu hvort annað upp, hún raunsæ og ákveðin, réð ríkjum innanstokks og gerði eiginmanninum kleift að helga sig krefjandi starfi. Bæði voru þau andsnúin hvers kyns prjáli og sýnd- armennsku en höfðu glöggt auga fyrir lit og formi, jafnt í náttúru sem hinu manngerða. Björk hafði næma kímnigáfu sem kom oft á óvart bak við alvörugefið fas. Bros hennar leystist úr læðingi af skyndingu, magnað og tvírætt. Hún kunni að búa sér og sínum höfðinglegt um- hverfi. Jólaboðin hverfa ekki úr huga manns, áramót og utanlandsferðir kvennanna. Þess á milli eftir atvik- um grár eða ljúfur hversdagur. Við þökkum samfylgdina og höldum þétt um góðar minningar. Kristín og Hjörleifur. BRYNHILDUR BJÖRK EINARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.