Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTÁN ára Finnar eru meðal þeirra bestu í heiminum hvað varðar lesskilning en ungmenni í Japan, Hong Kong og Kóreu eru framúr- skarandi í stærðfræði og vísindum. Íslensk ungmenni eru í 13. sæti hvað varðar lesskilning, ofar en Danir og Norðmenn en neðar en Svíar. Meðaltalið var 500 en Ísland var með 507 stig í samanlagða ein- kunn fyrir alla þætti lestrarhæfni prófsins. Þetta kemur fram í könnun OECD og UNESCO á lesskilningi, stærðfræðiþekkingu og vísinda- kunnáttu fimmtán ára unglinga í 43 löndum, sem birt hefur verið í nýút- kominni skýrslu. Gagna var aflað frá OECD ríkjunum árið 2001 en árið 2002 var aflað gagna frá 15 löndum til viðbótar. Það hefur í för með sér tilfærslu á stöðu Íslands á listanum sem var fyrst birtur í desember árið 2001. Íslensk ungmenni eru í 14. sæti hvað varðar stærðfræðikunnáttu, of- ar en Svíþjóð og Noregur en neðar en Finnland og Danmörk. Þá eru ís- lensk 15 ára ungmenni í 17. sæti hvað varðar vísindakunnáttu, ofar en Danmörk en neðar en hin Norð- urlöndin. Ekki var aðeins prófað í lestri heldur einnig í skilningi og hvernig unglingarnir gátu notfært sér lestrarkunnáttu til að leysa þrautir og afla sér frekari þekking- ar. Það sama var uppi á teningnum í stærðfræði- og vísindakönnuninni. Könnunin var gerð til að kanna hversu vel 15 ára unglingar eru í stakk búnir til að takast á við þekk- ingarsamfélagið. Milli 4.500 og 10.000 unglingar í hverju landi tóku þátt í könnuninni. Í fréttatilkynn- ingu frá OECD segir að könnunin sé sú víðfeðmasta sinnar tegundar sem gerð hefur verið. Í henni var einnig kannaður bakgrunnur nemendanna, fjölskylduaðstæður og menntakerfi landanna metið. Gögnunum var safnað á síðasta ári. Niðurstaða könnunarinnar sýnir m.a. að unglingar í Suður-Ameríku skortir verulega á kunnáttu í lestri og raungreinum. Meðal landa utan OECD er Hong Kong í fararbroddi á öllum sviðum. Verst var útkoman í Perú, Brasilíu og Chile. Þegar tillit er tekið til tekna for- eldra nemendanna er bilið mest í námsárangri milli ríkra og fátækra í Argentínu, Bandaríkjunum, Chile og Ísrael. Því er það niðurstaða könnunarinnar að hagsæld landanna og fjárhagsaðstæður fjölskyldna nemendanna geti haft áhrif á náms- árangur þó að gæði menntakerfa landanna hafi einnig áhrif á náms- árangur. Mikill munur er sam- kvæmt skýrslunni á frammistöðu landanna en munur milli einstakra skóla innan hvers lands og milli nemenda innan hvers skóla er einn- ig mjög mikill. Í öllum löndunum náði einhver hluti nemendanna hæstu einkunn. Á óvart kemur að um 1⁄3 nemenda OECD-ríkjanna nær ekki lágmarks kröfum á lestrarprófinu sem fyrir þá var lagt. Þeir eru þó flestir læsir en geta ekki notfært sér lestrar- kunnáttuna sem verkfæri til leysa verkefni og fræðast enn frekar líkt og kannað var á prófinu. Ísland í ellefta til þrettánda sæti Skýrsla OECD og UNESCO um lestrarhæfni, vísinda- og stærðfræðikunnáttu 15 ára unglinga !    " #  $ %    & #               !! "    !  ""  " #$% "   &'""   () *) +) ,) -) .) /) 0) 1) (2) (() (*) (+) (,) (-) (.) (/) (0) (1) *2) *()   3 " 456) 7  8 9 "" 8 : ;: 4   4:<$=) &> :  ?< "  @6    ?"  A  =  8 : **) *+) *,) *-) *.) */) *0) *1) +2) +() +*) ++) +,) +-) +.) +/) +0) +1) ,2) ,() #  -,. -+, -*1 -*0 -*/ -*- -*- -*+ -** -(. -2/ -2/ (,- -2- -2- -2, ,1/ ,1, ,1+ ,1* ,0/ ,0, ,0+ ,02 ,/1 ,/, ,/2 ,.* ,-0 ,-* ,,( ,+( ,+2 ,** ,(0 ,(2 +1. +/+ +/( +,1 +*/     HUGMYNDIR eru nú uppi um að línuílvilnun til smábáta á komandi fiskveiðiári komi í stað þess byggða- kvóta, sem annars kemur í þeirra hlut. Sjávarútvegsráðherra hefur rætt hugmyndir þess efnis við hags- munaaðila, en engin ákvörðun liggur fyrir. „Þetta er allt á hugmyndastigi nú. Ég hef hreyft því við hagsmunaaðila hvernig bezt verði staðið að þessum málum á næsta fiskveiðiári. Það liggja engar beinar tillögur eða ákvarðanir fyrir og því ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra. Tillaga Guðmundar Halldórssonar um línuívilnun fyrir smábáta á næsta fiskveiðiári var samþykkt á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins og var hún tekin upp í málefnasamningi rík- isstjórnaflokkanna. Á landsfundin- um komu fram raddir þess efnis að línuívilnunin kæmi í stað byggða- kvótans sem úthlutað hefur verið undanfarin ár. Hluti byggðakvótans er í almenna kerfinu en hluti ætlaður smábátum sérstaklega. Ljóst er að komi til línuívilnunar verður hún tekin úr útgefnum leyfilegum heild- arafla, en verður ekki viðbót við hann. Rýtingur í bakið „Það er ljóst að verði þetta nið- urstaðan er verið að brjóta stjórn- arsáttmálann. Í honum stendur að auka eigi byggðakvóta og setja á línuívilnun,“ segir Guðmundur Hall- dórsson, útgerðarmaður og formað- ur smábátafélagsins Eflingar á Vest- fjörðum. Hann segir að þetta hafi einnig verið samþykkt á flokksþingi Fram- sóknarflokksins og að Davíð Odds- son hafi sagt það sama í stefnuræðu sinni. Því sé Davíð að ganga á bak orða sinna verði byggðakvótanum fórnað fyrir línuívilnunina. Þegar þorskaflahámarkið hafi verið afnum- ið hafi vestfirzkar smábátaútgerðir tapað veiðiheimildum að verðmæti allt að milljarði króna upp úr sjó. Byggðakvótinn hafi meðal annars átt að bæta það upp og vera til fimm ára. Vissulega geti menn deilt um ágæti byggðakvótans enda sé hann umdeildur. Það sé hins vegar óum- deilanlegt hvað standi í stjórnarsátt- málanum. Það sé hlutverk stjórn- valda að stjórna fiskveiðum þannig að fiskistofnarnir dafni og aflaheim- ildir aukist og að ná sáttum við byggðirnar í landinu. Þessar hug- myndir gangi þvert á það. „Þetta er eins og rýtingur í bakið á mér og við munum róa öllum árum gegn þess- um hugmyndum,“ segir Guðmundur Halldórsson. Byggðakvótinn skapar illdeilur Kristján Ragnarsson, formaður stjórnar LÍÚ, segir þessar hug- myndir ekkert nýjar. Það hafi komið upp strax á landsfundinum sjónar- mið þess efnis að kæmi til línuíviln- unar, yrði hún í stað þess byggða- kvóta sem ætlaður væri smábátum. Byggðakvótinn hefði skapað miklar illdeilur og það væri gott fyrir stjórnvöld að komast frá því. „Í upphafi kvótakerfisins var svo- kölluð línutvöföldun við lýði. Það var mikil sátt um það, þegar hún var lögð af og heimildunum úthlutað varan- lega í hlutfalli við veiðireynslu. Út- gerðin á að ákveða sjálf hvernig hún veiðir fiskinn. Stjórnvöld eiga ekki að hlutast til um það. Öll opinber íhlutun er til skaða fyrir fiskveiði- stjórnunarkerfið. Við útvegsmenn erum því á móti byggðakvóta og línuívilnun, en teljum síðari kostinn skrárri að því tilskildu að sá fyrri falli þá niður á móti. Aflaheimildir falla ekki af himnum ofan eins og sumir virðast halda. Þær þarf að taka af einhverjum öðrum og það er meira en nóg af slíku komið,“ segir Kristján Ragnarsson. Vilja hvorki línuívilnun né byggðakvóta Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands, segir að sjávarútvegsráðherra hafi óformlega rætt við sig um fram- kvæmd línuívilnunar og byggða- kvóta. „Afstaða FFSÍ í þessu máli er klár. Við viljum hvorki byggðakvóta né línuívilnun. Úthlutun byggða- kvótans hefur leitt til mikilla leiðinda og ósamkomulags á þeim stöðum, sem hann hafa fengið. Af tvennu illu er línuívilnun skrárri en byggða- kvóti, en hvort tveggja leiðir til þess að hlutur minna félagsmanna verður skertur. Þess vegna erum við á móti hvoru tveggja,“ segir Árni. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Íslands, tekur í sama streng og Árni. Hann segir engar formlegar viðræður við ráðherra hafa átt sér stað, en hann sé bæði á móti byggða- kvóta og línuívilnun. Byggðakvótinn hafi gengið kaupum og sölum og valdið miklum illdeilum og bezt sé að láta hvort tveggja eiga sig. Hugmyndir um línuívilnun í stað byggðakvóta MÖGULEIKAR kvenna til áhrifa eru mestir á Íslandi og Ísland er ann- að þróaðasta land heims, samkvæmt nýrri skýrslu Þróunarhjálpar Sam- einuðu þjóðanna um þróun lífsgæða, sem birt var í gær. Samkvæmt skýrslunni eru mögu- leikar kvenna til áhrifa metnir út frá hlutfalli þeirra á þingi í mars sl. og í stjórnunarstörfum og tekjum þeirra í hlutfalli við tekjur karla. Ísland er í fyrsta sæti en síðan koma Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Hol- land, Austurríki, Þýskaland, Kanada og Bandaríkin í 10. sæti. Frakkland og Lúxemborg skiluðu ekki inn til- skildum gögnum og eru ekki á lista 70 þjóða, en athygli vekur að Bahamas (18. sæti), Kosta Ríka (19. sæti) og Barbados (20. sæti) standa sig betur varðandi jafnrétti kynjanna en Portú- gal (21. sæti), Ítalía (32. sæti), Grikk- land (40. sæti) og Japan (44. sæti). Staða Namibíu (29. sæti) og Botsw- ana ( 31. sæti) þykir einnig athygl- isverð í þessum samanburði. 35,1% þingmanna Kosta Ríka eru konur og innan Evrópusambandsins er hlutfall kvenna aðeins hærra í Sví- þjóð (45,3%), Danmörku (38%) og Finnlandi (36,5%), en á Íslandi var það 34,9%. Íslandi fer fram á öllum sviðum Vísitala um þróun lífsgæða var tek- in í notkun 1990 og byggist á helstu félagslegu og efnahagslegu þáttum sem marka lífsgæði svo sem lífslíkum, menntun og tekjum á mann. Afturför hefur orðið hjá 21 þjóð síðan 1990, en á árunum 1980 til 1990 fór fjórum löndum aftur. Hins vegar má sjá framfarir í öllum heimsálfum frá 1990. Staða Íslands er betri nú á öllum þremur sviðunum og fer úr 7. sæti í 2. sætið á lista 175 landa, en miðað er við upplýsingar frá 2001. Noregur er í fyrsta sæti þriðja árið í röð, en síðan koma Ísland, Svíþjóð, Ástralía, Hol- land, Belgía, Bandaríkin, Kanada, Japan og Sviss í 10. sæti. 25 neðstu ríkin eru öll í Afríku og 30 af 34 neðstu ríkjunum eru í Afríku sunnan Sahara, en versnandi stöðu þessara ríkja er rakin til útbreiðslu HIV/alnæmis. Í því sambandi er bent á að Suður-Afr- íka féll um 28 sæti vegna þess hve margir deyja ungir af völdum alnæm- is. Um helmingi ríkja Suður-Ameríku og Karíbahafsins fór aftur eða þau stóðu í stað á síðasta áratug. Róttækra breytinga þörf Fram kemur að alþjóðleg þróun- arverkefni skili sér ekki í mörgum ríkjum og róttækra breytinga sé þörf til að ná þúsaldarmarkmiðum Sam- einuðu þjóðanna um að taka á fátækt í heiminum, en í þeim felst meðal ann- ars að helminga fjölda þeirra sem lifa á minna en dollar á dag eigi síðar en 2015. Ennfremur að tryggja öllum jarðarbörnum grunnskólamenntun og vinna að framförum á heilbrigðis- sviðinu. Nýliðinn áratugur hafi verið áratugur örvæntingar hjá mörgum og framlög ríkari þjóða til þeirra fátæk- ari þurfi að aukast, en 54 ríki séu fá- tækari nú en 1990. Ísland í 2. sæti á lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna Möguleikar kvenna til áhrifa mestir á Íslandi KRÍURNAR á Nesvelli eru duglegar að verja ungana sína og þar með angra gesti vallarins. Golfararnir virð- ast samt vera orðnir vanir ágangi kríunnar og kippa sér ekki upp við það að margir tugir fugla leggi til at- lögu við þá án nokkurs fyrirvara dag eftir dag. Golf- ararnir þurfa þó yfirleitt að þrífa golfklæðnaðinn eftir hvert skipti á vellinum vegna þess að kríurnar hika ekki við að drita á þá í tíma og ótíma. Morgunblaðið/Árni Torfason Aðgangsharðar kríur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.