Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALAN HEFST í DAG KL. 10 Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin TVEIR bræður á þrítugsaldri hafa verið dæmdir í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára í Héraðsdómi Norðurlands eystra en þeir voru ákærðir fyrir líkamsárás. Bræðurnir voru ákærðir fyrir að hafa ráðist að manni í húsi á Þórs- höfn í júlí árið 2001, slegið hann niður og sparkað í hann liggjandi með þeim afleiðingum að hann hlaut margvísleg meiðsl af. Samkvæmi var í húsinu og áfengi haft um hönd. Annar mann- anna neitaði við alla meðferð máls- ins sök, en kvaðst hafa verið undir áhrifum áfengis. Bróðir hans bar við minnisleysi sökum ofurölvunar. Tveir piltar aðrir voru ákærðir í málinu, en þeirra þáttur skilinn frá máli bræðranna og lauk því með játn- ingardómi. Þykir dómnum, með skýlausri játningu hinna tveggja sem og trúverðugum framburði vitna sem lýstu barsmíðum bræðr- anna skilmerkilega fyrir dómi ekki varhugavert að telja sannað að bræðurnir hafi gerst sekir um þá háttsemi þeim þeim var gefin að sök. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að líkamsárásin var fólsku- leg, tilefnislaus og framin í félagi við aðra. Eftir atvikum með hlið- sjón af ungum aldri þótti fært að skilorðsbinda refsinguna. Var bræðrunum gert að greiða sakar- kostnað. Dæmdir vegna fólskulegrar árásar FISKIDAGURINN mikli verður haldinn í þriðja sinn á Dalvík í næsta mánuði, eða 9. ágúst. Yfir 20 þúsund manns sóttu Dal- víkinga heim þegar efnt hefur verið til fiskidags. Gert er ráð fyrir að gestir nú verði enn fleiri en í fyrra en í boði verður fjölbreytt dagskrá og marg- víslegar uppákomur, en dagurinn verður með svipuðu sniði og á liðn- um árum. Brottfluttir Dalvíkingar hafa notað tækifæri og flykkst á heimaslóðir og því oft fagnaðarfundir er menn hittast eftir langan aðskilnað. Landsmönnum öllum er boðið í mat þar sem fjöldinn allur af góm- sætum fiskréttum er í boði, nýir rétt- ir í bland við aðra sem notið hafa vinsælda á fyrri fiskidögum. Yf- irkokkur verður sem fyrr Úlfar Ey- steinsson á veitingastaðnum Þremur frökkum. Maturinn sem gestum býðst að snæða er þeim að kostn- aðarlausu, og þá kostar ekkert að tjalda á tjaldsvæðinu á Dalvík Fiskverkendur á Dalvík standa að þessum degi en framkvæmdastjóri er Júlíus Júlíusson. Fiskidagurinn mikli í þriðja sinn Gert ráð fyrir enn fleiri gestum UM síðustu helgi var haldin Skeljahátíð í Hrísey, þar sem fólk gat komist á sjóinn, séð hvernig ræktunin fer fram og smakkað á framleiðslunni. Að hátíðinni stóðu Norðurskel, veitingahúsið Brekka, Hríseyingur og Hríseyjarhreppur. Víðir Björnsson, framkvæmda- stjóri Norðurskeljar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hátíðin hefði tekist vonum framar. „Viðbrögðin sem við fengum voru alveg frábær, því við reikn- uðum með um 50 gestum, en raun- in varð sú að um 500 manns mættu á svæðið. Við vorum að halda þessa hátíð í fyrsta skipti en hugmyndin er sú að halda hana tvisvar á ári, bæði yfir veturinn og sumarið. Það var ferðamála- fulltrúinn í Hrísey, hún Hjördís Ýr, sem kom hátíðinni á og á hún miklar þakkir skildar fyrir það. Bláskelin er ný vara á Íslandi og því þurfum við virkilega að kynna hana. Við buðum öllum þingmönn- um Norðlendinga og ég varð mjög ánægður með að Valgerður Sverr- isdóttir mætti en hún hefur virki- lega stutt við bakið á okkur og er búin að standa sig alveg gríðar- lega vel. Þá á ég ekki við að hún sé að dæla í okkur peningum held- ur bara það að fá móralskan stuðning, það smitar svo út frá sér að einhver hafi trú á því sem við erum að gera. Aðrir ráðamenn hafa ekki verið jafn skilningsríkir í okkar garð,“ sagði Víðir. Magnús Gehringer, formaður Sambands íslenskra kræklinga- ræktenda, sagði við Morgunblaðið að svona hátíð skipti miklu fyrir þá sem eru að rækta skel í dag. „Þetta er góð leið til að sýna ráða- mönnum þjóðarinnar að þetta sé hægt. Við erum ekki búnir að festa okkur í sessi sem atvinnu- grein og en vildum helst fá að starfa í eðlilegu rekstrarumhverfi. Við erum ekki að fara fram á að geta byggt greinina upp á styrkj- um. Það er búið að sýna fram á að bláskelsræktun er möguleg hér á landi, en hversu arðbær greinin kemur til með að vera mun tíminn leiða í ljós. Eins og staðan er í dag lítur þetta út fyrir að vera arðbær og spennandi atvinnu- grein. Ef við fáum samskonar rekstrarskilyrði og menn sem eru í laxeldi eða þorskeldi, þá verðum við mjög sáttir. Að sjálfsögðu þarf maður að vera svolítið geggjaður til að standa í þessu. Ef menn vilja græða þá eru til margar mun auðveldari leiðir til að verða ríkur. Á hinn bóginn er fátt skemmti- legra en að byggja upp ræktunina og sigrast á aðsteðjandi vanda- málum,“ sagði Magnús. Víðir sagði að hann væri einnig í þorskeldi og þar væru menn á byrjunarreit. „Í bláskelinni erum við komnir með gæða fram- leiðsluvöru, á meðan við erum al- gjörlega á byrjunarreit í þorsk- eldinu. Verð á mörkuðum hefur tvöfaldast á síðustu árum og það er skortur á vörunni í út- löndum, sérstaklega vegna mengunar á þeim slóðum. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að starfsgreinin sjálf er átta hundruð ára gömul og því er þetta engin tískubóla. Menn verða að horfa á þetta sem verulega mikla möguleika í tekjuöflun á íslensku sjávar- fangi. Við vitum það allstaðar að úr heiminum að kvótar eiga ekki eftir að aukast og því verðum við að fara að nýta fleiri kvikindi sem eru í sjón- um,“ sagði Víðir. 1.000 tonn árið 2007 Í dag er Norðurskel að framleiða 20 tonn af bláskel á ári en áætlanir gera ráð fyrir að árið 2007 verði framleiðslan orðin 1.000 tonn. Áætlanir tveggja annarra fyrirtækja á Austfjörðum annarsvegar og hinsvegar á Vestfjörðum eru mjög svipaðar. „Þessar áætlanir eru mjög raun- hæfar. Ræktunarskilyrði eru góð, það eina sem hamlar er skortur á fjármagni. Með því að halda þessa hátíð vildum við koma ráðamönn- um þjóðarinnar í skilning um að þetta væri grein sem hægt væri að stunda hér við land og að við værum með vöru sem stenst allan samanburð,“ sagði Víðir. „Innanlandsmarkaður kemur ekki til með að taka endalaust við, svo við stefnum á útflutning og þá á fullunninni vöru. Bandaríkja- markaður stækkar hvað hraðast svo við stefnum á hann en horfum einnig til Evrópu. Mengun strand- svæða í Evrópu er orðið virkilegt vandamál, það hefur orðið að færa ræktunina alltaf norðar og norðar. Við erum búnir að ganga í gegn- um 6 mánaða ferli í sambandi við rannsóknir á mengun í Eyjafirð- inum. Guðjón Atli hjá Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins sagði við okkur að útkoman úr rannsókn- unum væri það góð að hún væri okkar vegabréf inn á Evrópu- markað. Við erum með frábæra vöru og holdfyllingin sem við fáum hér á landi er meiri en annars- staðar. Það skiptir einnig gríðar- lega miklu máli að skelin hér á landi er mjög falleg í útliti og því getum við selt hana heila,“ sagði Víðir. „Við höfum unnið að því að losna við alla þá byrjunarörð- ugleika sem fylgja nýjum greinum. Við gátum ekki yfir- fært þekkingu beint erlendis frá hingað, því munur á að- stæðum er svo gríðarlegur. Þetta er búið að vera mikið puð og lærdómur, en helsta vandamálið var að hanna burð- arvirkin sem línurnar eru fest- ar í fyrir íslenskar aðstæður. Ræktunin er sjálfbær því nátt- úran sér okkur fyrir lirfunum og fæðunni, við þurfum bara að sjá skeljunum fyrir bú- svæði,“ sagði Víðir. Víðir er einnig með ferða- mannaþjónustu þar sem hann býður meðal annars upp á að fara með ferðamenn út að lín- unum og býður upp á skel, sem kokkar af veitingahúsinu Friðriki V elda. „Við höfum verið að fara með erlenda hópa meðal annars frá Danmörku og Frakklandi. Frakkarnir misstu andlitið þegar við tókum skelina um borð, settum hana beint í pott og borðuðum. Úti þarf hún að fara í gegnum hreinsistöðvar vegna mengunar og þeir sögðu að ef við gerðum þetta úti þá yrðum við vart til frásagnar. Við höfum feng- ið pantanir frá nokkrum veitinga- húsum í Kaupmannahöfn sem vildu fá skel tvisvar í viku senda með Grænlandsflugi. Það er verið að rækta 100.000 tonn í Danmörku en þeim fannst skelin hjá okkur það góð að þeir vildu kaupa hana á hvaða verði sem er,“ sagði Víðir. Skeljahátíð í Hrísey Bjuggust við 50 gestum en 500 mættu á svæðið Boðið var upp á margskonar veislurétti úr Bláskel og þurfti fólk að standa í röð til að komast að kræsingunum. Það voru margir sem nýttu sér þann möguleika að sigla út að svæðinu þar sem skelin er ræktuð til að skoða aðstæður. Valgerður var ein af mörgum sem smökkuðu Bláskel og hér er Víðir að útlista fyrir henni framleiðsluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.