Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 23 arskort, játa sig óhæfan í starfi. Menn eru ekki að leika sér þegar þeir þykjast taka eftir einhverju óeðlilegu við verk myndlistarmanna sem þeir þekkja í þaula, dá og virða, slíkt er í þeirra augum grafalvarlegt mál. En vitaskuld getur mönnum þá skjáltast, en allar slíkar vel meintar efasemdir listfróðra ber að gaumgæfa, jafn- framt yfirfara eigendasöguna. Makalaust að í heil þrjú ár skyldi forvörsludeild Listasafns Íslands með öllu undirlögð rannsóknum á þessu samsafni, aðkallandi viðgerðir á ekta og réttfeðruðum myndverkum í eigu þess sjálfs um leið liggja niðri, spursmál hvort einhver hliðstæða sé til um þjóðlistasafn úti í heimi. Og í ljósi þess að slíkt gat gerst, væri þá til of mikils mælst að þeir sem ákvörð- unarvaldið höfðu í því máli legðu spil- in á borðin, leyfðu almenningi aðgang að samalögðu vinnuferlinu innan veggja safnsins og gerðu rannsókn- irnar þarmeð gagnsæjar? Tel ekki til of mikils mælst að allt safnið yrði undilagt í þrjá mánuði eða svo og öll tiltæk myndverk til sýnis til að fólk geti áttað sig á umfangi málsins, jafn- framt gerður samanburður á föls- uðum og ófölsuðum myndum. Sann- gjörn tilmæli í ljósi hins mikla og viðvarandi ófremdarástands sem ver- ið hefur á miðlun þekkingar á mynd- list og eðli sjónmennta í skólakerfinu og samfélaginu í heild, landlægu van- mati ráðamanna á gildi þeirra og þýð- ingu. Afleiðingarnar blasa við hvar sem komið er til sjávar og sveita, hverju krummaskuði og hvað þá höf- uðborgarsvæðinu, meginhelft alls sem vel er gert og horfir til framfara hugmyndir og framtak einstaklinga. Svo andvaralausir virðast menn vera þrátt fyrir fengna reynslu, að þegar listhús nokkuð hugðist sýna óþekkt æskuverk Nínu Tryggvadótt- ir frá námsárum hennar í Kaup- mannahöfn og þaðan komið án nokk- urra skjalfestra heimilda um þau var ekkert aðhafst mér sagt. Aðdáendur og aðstandendur listakonunnar brugðu hins vegar skjótt við, einka- dóttir hennar úrskurðaði þær ótví- rætt falsaðar og var þá skjótlega hætt við sýninguna og verkin send til baka. Furðuleg þróun mála, var virkilega ekki ástæða fyrir lögregl- una að bregðast með hraði við og gaumgæfa málið, kyrrsetja mynd- verkin og leitast við að hafa uppi á þeim sem hér áttu hlut að máli? Þegar allt kemur til alls má færa rök að því að um mjög eðlilega þróun hafi verið að ræða, að menn voru hér að uppskera eins og til var sáð, ólæsi verður hvergi útrýmt með því að út- hluta gleraugum. Meistarafölsun Han van Meegerens á Jan Vermeer. Fölsun klastrarans N.N. á Jóhannesi S. Kjarval. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- ar sýningu í Pósthúsinu, Eiði í Fær- eyjum. Opnun sýningarinnar er lið- ur í verkefninu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is LEIKFÉLAGIÐ Hallvarður súg- andi á Súgandafirði frumsýnir barnaleikritið Bróðir minn ljóns- hjarta annað kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20 og hefst þar með formlega sæluhelgi Súgfirðinga. Leikritið er eftir samnefndri sögu Astridar Lindgren. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson. Leikritið fjallar um þá Jónatan og Karl Lejon sem láta lífið ungir að árum. Eftir dauðann fara þeir til Nangiala, þar sem enn er tími varðeldanna og ævintýranna. Í Nangiala eru tveir fallegir og sól- ríkir dalir, en harðstjórinn Þengill frá Karmanjaka hefur náð öðrum þeirra á sitt vald og heldur íbúum hans í heljargreipum. Bræðurnir gegna fljótlega lykilhlutverki í bar- áttunni gegn Þengli og hyski hans. Í hlutverki bræðranna eru þau Elís Einarsson og Vera Óðinsdótt- ir. Leikfélagið Hallvarður súgandi ber nafn sitt af landnámsmannin- um Hallvarði súganda sem fyrstur kom í Súgandafjörðinn og gaf hon- um nafn. Leikfélagið var stofnað árið 1982 en hafði fyrir þann tíma starfað innan íþróttafélagsins Stefnis á Suðureyri. Árið 1989 lagðist starfsemi félagsins niður og var ekki virkt þar til það var end- urvakið árið 1998 af áhugasömu fólki um leiklist. Félagið hefur sett upp fjórar sýningar síðan þá og hefur markað sér þá stefnu að setja upp að minnsta kosti eitt leikverk á ári. Þessi verk hafa verið sýnd á svo- nefndri sæluhelgi sem haldin er á Suðureyri árlega. Hallvarður súgandi frumsýnir barnaleikrit Elís Einarsson og Vera Óðinsdóttir. INGA Jónsdóttir opnar sýningu í Galleríi Klaustri í dag, miðvikudag kl. 20.30. Um er að ræða innsetn- ingu um orku og tíma. „Listin er hluti daglega lífsins líkt og ryk, sem skráir tímann. Ryk er á sveimi, litbrigði þess eru mörg og svifhraði þess er misjafn. Það er afleiðing sköpunarafla og þess að við erum til,“ segir Inga um verk sitt. Inga Jónsdóttir lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1989 og brautskráðist frá Academ- ie der Bildenden Künste, München, Þýskalandi 1992. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýn- ingum og ýmsum öðrum myndlist- arverkefnum síðasta áratuginn. Hún er nú búsett á Höfn í Horna- firði. Sýning Ingu stendur til 28. júlí. Innsetning um orku og tíma w w w .d es ig n. is © 20 03 - IT M 90 56 Eldunartækjatilbo› Keramikhellubor› m. stálkanti Highlight hra›hellur firjú stáltæki í setti á a›eins kr. 89.900,- Útdregin vifta 2 hra›ar 2 ljós Sog 425 m3 Fjölvirkur blástursofn stórt ofnhólf, grill, sjálfhreinsibúna›ur firjú hvít tæki í setti á a›eins kr. 48.900,- Hvítt hellubor›, 4 steyptar hellur Vifta 3 hra›ar 2 ljós Sog 375 m3 Innbyggingarofn undir- yfirhiti, stórt ofnhólf og grill V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opi›: Mán. - föst. 9-18, Loka› laugard. í júlí 25% afsláttur 25% afsláttur Keramik- gasbor›, 4 hellur, tvöfalt gasöryggi Tilbo›sver› Kr. 38.700,- Gasbor› m. tvöf. brennara f. wok pönnu, 4 hellur, tvöfalt gasöryggi Tilbo›sver› Kr. 31.900,- Group Teka AG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.