Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 26
Íslenskt se Sementsv ÍSLENSKT sement ehf. náði í fyrradagsamkomulagi við framkvæmdanefndum einkavæðingu um kaup á Sem-entsverksmiðjunni hf. á Akranesi. Verksmiðjan hefur verið í eigu íslenska rík- isins frá árinu 1958 en var breytt í hlutafélag árið 1994. Allt hlutafé verksmiðjunnar, alls 450 milljónir króna að nafnvirði, er í eigu rík- isins. Söluverðið sem gefið er upp í tilkynn- ingu frá einkavæðingarnefnd, sem er fulltrúi ríkisins í viðræðunum, nemur 68 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að endanlega verði gengið frá kaupsamningi um næstu mánaða- mót og að þá taki nýir eigendur formlega við verksmiðjunni. Fyrirtækið sem kaupir verksmiðjuna, Ís- lenskt sement ehf., er í eigu Framtaks fjár- festingarbanka hf., BM Vallár ehf., Björg- unar ehf. auk norsku sementsve í eigu Hei stærsta se Fimm h ræðum um verksmiðj sölu í mar hefur gert um kaupin þegar Ste Norcem A útboði á h unnar haf Innsend gjöf og við tekið var t keppni á í hagslegs s fyrirtækis Með sölu Sementsverksmiðjunnar fyr eftir 45 ára eignarhald í verksmiðjunn 26 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráð- herra segist mjög ánægð með að samkomulag um söluna hafi náðst. „Von- andi verður endanlega undirritað um næstu mán- aðamót. Það var mjög ákveðin skoðun seljand- ans, stjórnvalda, að leggja áherslu á það að kaupandi hefði uppi áform um áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar til að halda uppi samkeppni á markaðnum. Það skiptir líka máli að starfsfólk haldi sín- um störfum. Kaupandinn ætlar sér að reka verksmiðjuna áfram sem framleiðslufyrir- tæki.“ Spurð að því hvort söluverðið, 68 milljónir króna, sé viðunandi segir Valgerður svo vera. „Þetta er lágt verð. En við verðum að hafa það í huga að við erum að selja verk- smiðju sem er í miklum taprekstri og staða okkar þess vegna mjög þröng. Sem tals- maður seljanda get ég verið alveg bærilega sátt við þetta. Það varð samkomulag um það að ríkið taki lífeyrisskuldbindingar á sig, sem það hefði þurft að gera líka ef þurft hefði að loka verksmiðjunni sem vissulega gat blasað við. Ríkið kaupir að auki ýmsar eignir í tengslum við þessi viðskipti, til dæm- is eignarhlut í Speli og fleiri fyrirtækjum.“ Valgerður segir að án þessa samkomulags hefði ríkissjóður staðið frammi fyrir kostn- aði við að rífa verksmiðjuna niður sem næmi hundruðum milljóna. „Það var að mínu mati augljóslega verri kostur, þó að ég geri mér grein fyrir að þetta samkomulag er ekkert til að hrópa húrra yfir,“ segir Valgerður. Samningsstaða ríkisins þröng Ekki komist hjá uppsögnum Framkvæmdanefnd um einkavæðingu sá um sölu Sementsverksmiðjunnar. Að mati Ólafs Davíðs- sonar, formanns fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, er verðið sem fæst fyrir verksmiðj- una ekki aðalatriðið. „Við þurfum að athuga hvað þarna er verið að selja. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem hefur átt við mikla rekstrar- erfiðleika að etja á undanförnum árum. Það sem var lögð megináhersla á, og réði því ekki síst að gengið var til viðræðna við þennan hóp, var að það var sérstaklega tek- ið fram í tilboðinu að þeir ætluðu sér að reka fyrirtækið áfram,“ segir Ólafur. Spurður að því hvort hann telji að ræða hefði átt við fleiri tilboðsgjafa um möguleg kaup segist Ólafur ekki telja svo vera. „Við- ræðurnar tóku einfaldlega lengri tíma en við höfðum vonast til í upphafi. Það var ekki fyrirfram ákveðið að fara í viðræður við einn aðila í tvær vikur og svo strax við þann næsta. Það var vonast eftir því að þessar viðræður myndu taka styttri tíma en raun bar vitni. Við mátum það svo að það væri mikilvægast að það tækist að leiða málið til lykta þó að það tæki lengri tíma en gert var ráð fyrir myndir t verksmið Það hafi hópi sem hópum a halda áfr við það a áfram. Í að þessi verðið sé annað þa gangi eft lífeyrissk voru fær að hlutaf Ólafur ils virði þ samkvæm irtekur r skuldbin eignir. Þ að ráðsta Tók lengri tíma en áætlað var Að sögn Þorsteins Víg- lundssonar fram- kvæmdastjóra BM Vallár, sem er einn af kaup- endum Sementsverk- smiðjunnar, verður hag- rætt eins og kostur er í rekstrinum. „Það hefur alltaf verið markmið hópsins að reka verksmiðjuna áfram. Við teljum það vera lykilatriði fyrir íslenskan byggingariðnað að hafa aðgang að íslensku sementi og það er ekki síður mikilvægt að tryggja áframhald- andi samkeppni á sementsmarkaðnum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. „Þetta er í samræmi við þá niðurstöðu sem menn komust að. Verðið er hátt miðað við mikinn taprekstur verksmiðjunnar und- angengin ár. Uppsafnað tap hennar nemur nú um 700 milljónum króna og það er ljóst að sú ábyrgð er lögð á herðar nýrra eigenda að snúa þessum mikla taprekstri við. Þetta samkomulag endurspeglar því einfaldlega það rekstrarumhverfi og fjárhagslega stöðu verksmiðjunnar við söluna.“ „Við erum búnir að liggja ásamt stjórn- endum verksmiðjunnar yfir því hvaða að- gerðir eru mögulegar. Það er ljóst að það verður ráðist í þær á næstu vikum og mán- uðum. Við sjáum fram á vel færa leið til að ná jafnvægi í rekstri miðað við það við- skiptamagn sem verksmiðjan hefur til skiptanna núna, annars værum við nú ekki að fara út í þetta,“ segir Þorsteinn. Inntur eftir því hvort einhverjum verði sagt upp segir Þorsteinn að ekki verði kom- ist hjá því að segja einhverju starfsfólki upp. „Það er hins vegar markmið okkar að vinna hratt í þeim efnum svo starfsfólk verksmiðjunnar verði ekki skilið eftir í óvissu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir Íslenskt sement sjá tölu- verð sóknarfæri í endurvinnslu og efnaeyð- ingu. „Á hinum Norðurlöndunum er sem- entsverksmiðjum og öðrum sambærilegum aðilum greitt fyrir eyðingu spilliefna. Verk- smiðjurnar fá í raun tekjur af því að eyða þeim,“ segir Þorsteinn. „Ég fagna því að það er fengin niðurstaða í þessu máli og óvissu þar með eytt. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að það yrði gert samkomulag sem miðaði að því að fram- leiðslu sements yrði haldið áfram,“ segir Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hann segir mikilvægt að styrkja sam- keppni á þessum markaði. Spurður að því hvort honum þyki verðið sem samkomulagið kveður á um lágt segist hann treysta fulltrú- um ríkisins í málinu til að meta það. „Ég tel að einkavæðingarnefndin hafi unnið vel að þessu og hafi verið í bestu aðstöðunni til að meta þennan feril. Þarna var margs konar óvissa á ferðinni sem niðurstaða hefur náðst um,“ segir Sturla. Hann kveðst bera traust til þess hóps sem gert er ráð fyrir að taki við stjórnartaumum í Sementsverksmiðjunni um næstu mánaða- mót. „Ég hef fulla trú á því að sá hópur geti tekist á við þetta verkefni,“ segir Sturla Böðvarsson. Óvissu eytt þjóðhags framleið því að þa isins og þ þá velkom að vinna höfum tr mundur Akranes flokks í b Að sög starfsma Sem leið BLAIR, BBC OG GEREYÐINGARVOPNIN Breska ríkisstjórnin og breskaríkisútvarpið, BBC, hafa síð-astliðnar vikur átt í harðri deilu um það hvernig upplýsingar voru notaðar í aðdraganda Íraks- stríðsins. BBC hefur fullyrt að ríkis- stjórnin hafi ýkt þá ógn er stafaði af gereyðingarvopnum Íraka, ekki síst í skýrslu er gefin var út síðastliðið haust. Þar hafi verið bætt inn fullyrð- ingum gegn vilja leyniþjónustunnar, m.a. þess efnis að Írakar gætu gripið til gereyðingarvopna með 45 mínútna fyrirvara. Blaðamaður BBC, Andrew Gilligan, segist hafa heimildir fyrir því að Alastair Campbell, talsmaður Ton- ys Blairs forsætisráðherra, hafi bætt þeirri staðhæfingu við skýrsluna til að hún yrði meira sláandi. Öllum fullyrðingum um að upplýs- ingar hafi verið ýktar eða falsaðar hef- ur hins vegar alfarið verið vísað á bug af stjórninni og talsmenn hennar hafa gengið svo langt að saka BBC um að beita lygum til að koma höggi á stjórn- ina. Þingnefnd sem kannaði málið skil- aði niðurstöðu sinni á mánudag. Hún telur að stjórnin hafi ekki beitt vísvit- andi blekkingum til að styrkja málstað sinn. Þvert á móti hafi fullyrðingar í skýrslunni sem stjórnin gaf út í sept- ember átt rétt á sér í ljósi þeirra upp- lýsinga er þá lágu fyrir. Nefndin telur hins vegar að stjórnin verði að svara fjórum spurningum. Í fyrsta lagi hvort hún telji að þær upp- lýsingar er fram komu um efna- og sýklavopn Íraka í septemberskýrsl- unni séu enn í gildi. Í öðru lagi hvort fullyrðingar um flugskeytaeign Íraka séu enn taldar eiga við rök að styðjast. Í þriðja lagi hvort stjórnin telji að full- yrðingin um 45 mínútna viðbragðs- tíma Íraka hafi reynst rétt í ljósi reynslunnar af stríðinu og í fjórða lagi hvenær Jack Straw utanríkisráðherra hafi verið tjáð að gögn um að Írakar hafi reynt að verða sér úti um úran í Afríkuríkinu Níger hafi reynst rang- ar. Í Bandaríkjunum hefur svipuð um- ræða verið í gangi og nokkrar þing- nefndir kanna nú hvort eitthvað sé hæft í ásökunum um að stjórnvöld hafi beitt blekkingum í aðdraganda stríðs- ins eða hvort leyniþjónustur hafi verið beittar þrýstingi í þá veru að leggja fram upplýsingar er féllu að stefnu stjórnarinnar en draga úr vægi upp- lýsinga er kæmu stjórninni illa. Bandaríkjastjórn viðurkenndi í gær að ekki hafi verið grundvöllur fyrir þeirri fullyrðingu, sem m.a. var sett fram í stefnuræðu Bandaríkjaforseta snemma árs, að Írakar hafi reynt að kaupa úran í Afríku. Sagði talsmaður forsetans að byggt hefði verið á upp- lýsingum frá Bretum í þessu sam- bandi. Það vakti hins vegar mikla at- hygli um síðustu helgi er fyrrum embættismaður, er sendur var til Níg- er á síðasta ári á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, ritaði grein í New York Times þar sem hann fullyrðir að ekkert hafi komið fram í þeirri ferð sem benti til að Írakar hefðu keypt úr- an frá Níger. Segist hann hafa ritað skýrslu um málið sem væntanlega hafi verið dreift til stjórnmálamanna og embættismanna er fjölluðu um málið. Jafnt í Bandaríkjunum sem Bret- landi snýst þetta mál um traust og það hvernig meðhöndla eigi upplýsingar. Skiptir þar ekki máli hvort stjórn- málamenn eða fjölmiðlar eiga hlut að máli. Ef grunsemdir vakna um að upp- lýsingum hafi verið leynt eða að ein- ungis þeim atriðum sé haldið á lofti er henta málstað viðkomandi, dregur það úr því trausti sem almenningur ber til viðkomandi. Breska stjórnin fullyrðir að hún hafi samið umrædda skýrslu í góðri trú en sakar BBC um að vera í herferð gegn sér. Þá hefur breska varnarmálaráðu- neytið sent frá sér yfirlýsingu um að embættismaður hjá ráðuneytinu hafi í óleyfi átt fund með Gilligan þar sem þessi mál hafi verið rædd. Hann hafi hins vegar ekki veitt upplýsingar er réttlæti frétt Gilligans. Forráðamenn BBC hafa varið fréttaflutning stofnunarinnar og segja Gilligan hafa byggt á traustum heim- ildarmanni. Lýsing hans á þeim heim- ildarmanni falli ekki að lýsingu varn- armálaráðuneytisins á þeim manni er sagður er hafa átt fund með Gilligan. Það er forvitnilegt í þessu máli að BBC hefur á síðastliðnum misserum sætt harðri gagnrýni úr röðum breskra stjórnarandstæðinga fyrir að sýna bresku stjórninni ekki nægjan- lega hörku. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að fullyrða að stofnunin gangi erinda Blairs og Verkamanna- flokksins. Það verður erfitt að halda slíku fram í kjölfar þessa máls. BBC er sá fjölmiðill er nýtur hvað mestrar virðingar í heiminum. Sú virðing byggir á áratuga reynslu af vinnubrögðum stofnunarinnar og fréttaflutningi. Því verður ekki trúað að BBC taki þá áhættu að glata þeirri virðingu til að koma höggi á sitjandi ríkisstjórn. Þetta mál sýnir hins vegar hversu varasamt það getur verið að treysta um of á einstaka heimildarmenn. Jafn- vel þótt viðkomandi telji sig vera að veita upplýsingar í góðri trú er raunin oft sú að fleiri hliðar eru á málinu og því stundum um skynjun eða túlkun heimildarmanns að ræða. Nefnd breska þingsins telur sannað að þær fullyrðingar sem BBC setti fram eigi ekki við rök að styðjast. Hugsanlega hafði heimildarmaður BBC ekki að- gang að öllum upplýsingum. Það má heldur ekki útiloka að hann hafi hrein- lega viljað koma ákveðnu sjónarmiði á framfæri í pólitískum tilgangi eða sem lið í valdabaráttu eða togstreitu innan einhvers anga leyniþjónustunnar. Þessi deila sýnir jafnframt hversu mikilvægt er að fara varlega við með- ferð og túlkun á leynilegum upplýs- ingum. Slíkar upplýsingar eru yfir- leitt einungis mat á aðstæðum, byggðar á margvíslegri heimildaöflun. Það mat kann að vera hið besta sem er til staðar. Það er hins vegar jafnframt háð mikilli óvissu einmitt vegna þess hvers eðlis upplýsingarnar eru. Það getur því reynst varasamt að fullyrða of mikið á grundvelli þeirra líkt og nú er að koma í ljós. Sú staðreynd að engin gereyðingar- vopn hafa enn fundist í Írak hefur eðli- lega vakið upp spurningar um það hvernig upplýsingar voru notaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.