Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.2003, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELDRI borgarar frá Akranesi og næsta nágrenni brugðu sér fyrir skömmu í sumarferð um Snæfells- nes. Um sjötíu manns tóku þátt í ferðinni og átti fararstjórn Skúla Alexanderssonar fyrrverandi al- þingismanns ekki minnstan þátt í því. Þeir elstu voru rúmlega ní- ræðir og gáfu hinum yngri ekkert eftir í áhuga og atorku. Hádegis- verður var snæddur á Hellnum, en þar sem enginn staður þar tekur á móti svona stórum hópi í einu, skipti hópurinn sér milli Gisti- heimilisins Brekkubæjar og Fjöru- hússins. Jökullinn stærri en hún hélt Einn af þátttakendum í ferðinni var Sigurrós Indriðadóttir, en hún fæddist einmitt í Brekkubæ fyrir nákvæmlega 75 árum, eða 29. júní árið 1928. Reyndar bjó hún þar ekki nema fyrsta aldursár sitt, en þá fluttu foreldrar hennar að Stóra-Kambi í Breiðuvík. Þar bjó Sigurrós fram til ársins 1950 er hún fluttist að Leirá í Borgarfirði, en kom þó oft að Hellnum því afi hennar og amma bjuggu að Laug- arbrekku. Aðspurð hvers hún minntist mest úr náttúrunni sagði Sigurrós að hún hefði ekki haft sterk tengsl við náttúruna á Hellnum, en Hest- urinn í Breiðuvík hefði alltaf verið hennar fjall, enda hljóp hún þar um allt á eftir kindum sem krakki. Að heiman fór Sigurrós ekki í fyrsta sinn fyrr en á fermingar- aldri og þá gerði hún sér fyrst grein fyrir því hversu stór Jökull- inn var. Frá hennar sjónarhorni á Stóra-Kambi virtist Jökullinn ekki svo miklu stærri en önnur fjöll í kringum hann, en í fermingar- fræðslunni á Staðastað sá hún greinilega hvernig hann gnæfði yfir þau. Eldri borgarar af Skaganum í sumarferð Hellnum Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Hluti hóps eldri borgara frá Akranesi og næsta nágrennis sem fór í skemmtilega sumarferð um Snæfellsnes. Sigurrós Indriðadóttir fæddist á Brekkubæ þann 29. júní 1928. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn í Stykkishólmi og tveir velunnarar fjallkonunnar tóku höndum saman í upphafi síðasta vetrar um að gefa íbúum Stykkishólms nýjan faldbún- ing til notkunar fyrir fjallkonuna 17. júní og við önnur hátíðleg tækifæri. Vinnan við búninginn tók u.þ.b. hálft ár og var unnin af heimamanni. Bún- ingurinn var svo notaður í fyrsta skipti núna 17. júní í blíðskaparveðri. Fyrst til að skrýðast búningnum var „fjallkonan“ Sigrún Jónsdóttir. Vakti búningurinn mikla hrifningu allra enda er hann einstaklega fal- legur og vel gerður. Kyrtillinn er blár, tvískiptur, fagurlega útsaum- aður og með hvítri blæju. Silfrið samanstendur af höfuðdjásni, brjóstnál og sprotabelti. Reynt var að hafa búninginn sem upprunaleg- astan og var farið að einu og öllu eftir lýsingum Sigurðar Guðmundssonar frá 19. öld. Bæjarstjóri, Óli Jón Gunnarsson, tók við gjöfinni og þakkaði. Hún mun fylgja Hólmurum um ókomin ár. Stykkishólmsbær fær nýjan fjallkonubúning að gjöf Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kristborg Haraldsdóttir, formaður Kvenfélagsins Hringsins, afhendir Óla Jóni Gunnarssyni bæjarstjóra Fjallkonubúninginn. GRÓSKA í hvers konar jarðar- gróðri hefur verið mikil í þeirri úr- valssprettutíð sem verið hefur á undanförum vikum. Það á ekki hvað síst við um grænmeti sem ræktað er meira af hér um slóðir en annarstað- ar á landinu. Margar tegundir eru þegar komnar á markað sem er með allra fyrsta móti. Segja garðyrkju- bændur að uppskeruhorfur séu afar góðar ef svo haldi sem horfi. Þá er uppskera á inniræktuðu grænmeti einnig mjög góð. Margir bændur eru búnir með fyrri slátt á túnum sínum og styttist þar til farið verður að slá öðru sinni. Það má sannarlega segja að tíðarfarið leiki við lands- menn. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Ragnhildur Þórarinsdóttir á Flúðum sker blómkál ásamt aðstoðarfólki. Mikið af íslensku græn- meti komið á markað Hrunamannahreppur NÝR gistiskáli Ferðafélags fjarða- manna var vígður sl. sunnudag og var félagsmönnum, velunnurum og styrktaraðilum skálans boðið til vígslunnar. Það var sr. Sigurður Rúnar Ragn- arsson, sóknarprestur í Neskaup- stað, sem vígði skálann. Við hæfi þótti að láta skálann heita Karlsstaði, enda stendur hann í landi Karlsstaða í Vöðlavík. Margmenni var við vígsl- una og var þröng á þingi í hinum nýja og glæsilega skála, sem annars er mjög rúmgóður gönguskáli. Að sögn Ínu D. Gísladóttur, for- manns Ferðafélags fjarðamanna, hefur þetta verið „… mikið og skemmtileg ævintýri sem búið er að standa yfir í langan tíma.“ Margir hafa lagt hönd á plóg og má segja að um 100 manns hafi komið að verkinu á einn eða annan hátt. „Meira að segja skaparinn hefur aðstoðað með því að lyfta skýjunum fyrir okkur þegar á þurfti að halda“ sagði Ína. Bygging skálans hefur að miklu leyti farið fram í sjálfboðavinnu, en byggingafyrirtækið Nestak hafði umsjón með verkinu. Þá voru margir sem styrktu verkið á einn eða annan hátt með vinnuframlagi, peninga- gjöfum eða annarri aðhlynningu. Stærstu styrktaraðilar voru Fjalla- sjóður, Pokasjóður, sveitarfélagið Fjarðabyggð og fyrirtæki og stofn- anir í Fjarðabyggð. Morgunblaðið/Kristín Formaður Ferðafélags fjarðamanna, Ína Dagbjört Gísladóttir, þakkaði byggingarnefndarmönnunum, Bjarna Aðalsteinssyni, Rúnari Jóhannssyni, Laufeyju Sveinsdóttur og Jónu Katrínu Aradóttur, vel unnið starf. Karlsstaðir í Vöðlavík vígðir Neskaupsstaður SUNNUDAGINN 6. júlí var haldið upp á það á Stokkseyri að Stokks- eyringafélagið í Reykjavík og ná- grenni er 60 ára á þessu ári en það var stofnað 21. nóvember 1943. Í tilefni af þessum merku tíma- mótum og að nú hefur verið lokið við endurbyggingu Þuríðarbúðar sem er eftirlíking af gamalli ver- búð sem sá mikli kvenskörungur Þuríður Einarsdóttir, oftast kölluð Þuríður formaður átti, þá ákvað félagið að gefa mjög glæsilegt upplýsingaskilti sem sett hefur verið upp við búðina. Þar er í stórum dráttum sagt frá Þuríði formanni og sjósókn hennar og einnig frá verbúðarlífinu á dögum áraskipanna. Það voru þeir Einar Jósteinsson, formaður félagsins, og Einar Njálsson, bæjarstjóri sveitarfé- lagsins Árborgar, sem afhjúpuðu skiltið. Að því loknu hélt Einar Njálsson smátölu þar sem hann lýsti endurbyggingu búðarinnar og svo opnaði Einar Jósteinsson búðina aftur formlega. Síðan var haldið í íþróttahúsið þar sem Ungmennafélag Stokks- eyrar og kvenfélag Stokkseyrar buðu upp á afmæliskaffi. Þar voru einnig fluttar ræður og meðal þeirra sem töluðu var Þorvaldur Sæmundsson sem flutti kvæði sem hann hefur ort um Þuríði for- mann. Stokkseyringafélagið 60 ára Stokkseyri Morgunblaðið/Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.