Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDMÆLINGAR Íslands hafa núlokið útgáfu nýrra ferðakorta af Ís-landi en þessi nýja kynslóð er núgefin út í þremur kortum í stað níu áður. Magnús Guðmundsson, forstjóri Land- mælinga Íslands, LMÍ, segir að bæði sé fjár- hagsleg hagræðing að fækkun kortanna og eins hitt að notkun þeirra sé á margan hátt hentugri í nýja brotinu. Í nýlegri könnun á vegum IM Gallup um viðhorf almennings til LMÍ kemur fram að 81% eru jákvæðir í garð stofnunarinnar og 87% telja vörugæði mikil. „Við ráðgerum að ráðast í slíka ímynd- arkönnun tvisvar á ári til að mæla hvernig við stöndum okkur og er það hluti af þeirri stefnu okkar að setja okkur mælanleg markmið og byggja á árangursstjórnun og skortkorti,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið. Ímynd fyrirtækis ekki tilviljun „Ímynd fyrirtækis eða stofnunar er ekki til- viljun og við erum mjög ánægð með að vera of- arlega í huga fólks með jákvæða ímynd og það er okkur hvatning og sýnir að við erum á réttri leið.“ Eins og fyrr segir er nú lokið endurnýj- aðri útgáfu ferðakortanna. Kortin eru í mæli- kvarðanum 1:250.000 og kom það fyrsta, Vest- firðir og Norðurland, út í fyrrasumar, Vesturland og Suðurland kom út í apríl og nú í júlí Norðaustur- og Austurland. „Kortablöðin eru nú stærri en áður var en þau eru í hand- hægu broti og aðeins prentað öðrum megin á blaðið sem gerir þau mjög hentug á ferðalög- um. Við stefnum að því að endurprenta þau á tveggja til þriggja ára fresti en stafrænn gagnagrunnur okkar gerir mögulegt að auka útgáfutíðnina sem þýðir að hægt er að koma inn breytingum mun örar en áður var. Þessari nýju tilhögun í útgáfunni hefur verið tekið vel og með því að fækka titlum er unnt að ná fram hagkvæmari útgáfu.“ Magnús segir það hafa verið lengi til umræðu að fækka ferðakort- unum, ekki síst vegna hagkvæmninnar. Leitað var tilboða í prentun erlendis en engin íslensk prentsmiðja hefur yfir nógu stórri prentvél að ráða fyrir verkið. Magnús segir LMÍ hafa fengið ábendingar frá erlendum systurstofn- unum um prentsmiðjur og hagstæðasta boð komið frá Svíþjóð. Á nýju kortunum eru almennar stað- fræðiupplýsingar um vegi, veganúmer, vega- lengdir, bensínafgreiðslur og ýmis þjónusta fyrir ferðamenn er merkt á kortin, svo sem gisting, sundlaugar og golfvellir, einnig söfn, friðlýstar minjar, söfn hringsjár og fleira. Skýringar eru á ensku, frönsku, þýsku og ís- lensku. Þá má minna á að LMÍ gefur einnig út ferðakortabók í mælikvarðanum 1:500.000 og í vor var ferðakort í sama mælikvarða gefið út en útgáfur þess hafa á tveimur áratugum selst í á þriðja hundrað þúsund eintaka. Landmælingar Íslands heyra undir um- hverfisráðuneytið. Starfseminni er skipt í stjórnsýslusvið, mælingasvið, kortasvið og upplýsingasvið. Kortaútgáfan í samkeppnisrekstri Kortaútgáfan er sérstök rekstrareining inn- an stjórnsýslusviðs sem fellur undir sam- keppnisrekstur og segir Magnús aðalkeppi- nautinn vera kort Máls og menningar sem Edda útgáfa gefur út. Segir hann þennan sam- keppnisrekstur hafa aukið kostnaðarvitund innan stofnunarinnar og markmiðið sé að ein- ingin skili hagnaði. Útgáfan hefur bæði komið út í mínus og plús en við setjum okkur alltaf hagnaðarmarkmið. Kortin seljast vel en mark- aðurinn er ekki stór og við teljum það ákveðið öryggisatriði og skyldu okkar að gefa reglu- lega út ný og nákvæm kort. Nýju útgáfurnar núna eru talsvert mikil fjárfesting og við náum ekki þeim stofnkostnaði niður á einu ári en hann skilar sér þó fljótlega og stafræni grunn- urinn gerir hverja endurútgáfu hagkvæma.“ Margs konar nýting á gagnagrunninum Magnús segir að stafræni gagnagrunnurinn veiti margs konar möguleika á nýtingu efnis og útgáfu og þar komi ýmsir aðrir en Land- mælingar til sögunnar. „Þennan grunn má nota til að setja upp ferðavefi, setja á geisla- diska og í leiðsögubúnað og til dæmis leið- sögukerfi í bílum og hestamenn og göngufólk hafa fengið gögn til að útbúa lýsingar á göngu- og reiðleiðum. Einnig er hægt að nýta gögnin með GPS-tækjum og ekki verður langt í að menn geti nýtt þau í GSM-símum og flett upp í símanum og séð hvar þeir eru staddir. Síðan má nefna að Náttúrufræðistofnun, Orkustofn- un og ýmsar stofnanir nýta gögn frá okkur og öll þessi landfræðilegu gögn eru þannig nýt- anleg á svo margan hátt hjá svo mörgum að- ilum. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að gera þessa nýtingu mögulega.“ Sértekjur LMÍ á síðasta ári voru nærri 58 milljónir króna og segir Magnús uppistöðu þeirra tekna vera af kortasölunni eða rúmlega 36 milljónir. Önnur sala, svo sem loftmyndir, flugdiskur og fleira nam rúmum 17 milljónum. Ný ferðakort Landmælinga Íslands verða gefin út á tveggja til þriggja ára fresti Þrjú kort verða af öllu landinu í stað níu áður Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmæl- inga Íslands, með nýjasta kortið. Stafræn gögn Landmælinga Íslands opna ýmsa nýja möguleika í útgáfu upplýsinga um landafræði. Jóhannes Tómasson kynnti sér málið svo og nýja kynslóð ferðakorta sem stofnunin hefur gefið út. joto@mbl.is NÝTT olíusölufyrirtæki, Atlants- olía ehf., reiknar með að selja fyrsta olíulítrann í vikunni. Fyrst um sinn verður einungis seld olía á skip og til verktaka, en í fram- tíðinni er reiknað með að félagið opni bensínstöð fyrir einkabíla. Olíusala fyrirtækisins hefur tafist nokkuð, að sögn Guð- mundar Kærnested, eins eigenda Atlantsolíu, en reiknað var með því í byrjun árs að olíusala gæti hafist í mars og bensínstöð gæti jafnvel verið opnuð á þessu ári. „Núna erum við að fara að selja til verktaka og útgerð- arinnar,“ segir Guðmundur. „Við höfum fengið leyfi fyrir bens- ínstöð á lóðinni hjá okkur í Hafn- arfirði.“ Hann vill ekki segja til um hvenær bensínsala til almenn- ings gæti hafist, en það verði þó ekki alveg á næstunni. Guðmundur segir að fyrirtækið stefni á að ná um fimm prósent markaðshlutdeild á þessum mark- aði fyrst um sinn. „Við munum bjóða ódýrara eldsneyti en keppi- nautarnir.“ Atlantsolía á þrjá olíutanka í Hafnarfirði og taka þeir samtals um 10.000 tonn en Guðmundur segir að um 600.000 tonn af dísilolíu og bensíni séu seld hér á landi árlega, auk 150.000 tonna af flugvélaeldsneyti. Atlantsolía mun kaupa olíu frá Statoil í Noregi. Nýja olíufélagið Atlantsolía mun selja skipum og verktökum olíu Ætla sér að ná 5% markaðs- hlutdeild Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Óðinn Sigurbjörnsson, starfsmaður VIT ehf., vinnur að uppsetningu tanka á svæði Atlantsolíu í Hafnarfirði. LÖGREGLAN á Ísafirði stöðvaði þrjá ökumenn grunaða um ölvun við akstur aðfaranótt sunnudags. Einn ökumannanna var stöðvaður innan- bæjar á Ísafirði, annar var á ferð í jarðgöngunum milli Ísafjarðar og Suðureyrar og sá þriðji við Ögur í Ísafjarðardjúpi en þar var dansleik- ur á laugardagskvöld í tengslum við siglingadaga 2003. Teknir fyrir meintan ölv- unarakstur ÁREKSTUR varð á Reykjanes- braut skammt sunnan við Smáralind um klukkan 18 á laugardagskvöld. Annar bílanna lenti á ljósastaur og var ökumaður hans, sem var einn í bílnum, fluttur á slysadeild. Hann hlaut minni háttar meiðsl. Talsvert eignatjón varð í árekstrinum. Ók á ljósastaur VASKUR hópur fólks var á ferð í Mýrdal á dögunum og safnaði þar saman um fimm tonnum af laufum af ætihvönn sem nýta á í ný náttúrulyf; krem og hálstöflur, sem væntanleg eru á markað á næstunni. Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Sagamedica-Heilsu- jurta ehf. sem framleiðir jurtaveig og mixtúrur úr ætihvannarfræjum und- ir merkjum Angelica, segir að í nýju vörurnar séu notuð lauf plöntunnar en fram að þessu hefur einkum verið notast við fræ hennar. Laufin eru þurrkuð á Þorvaldseyri en reikna má með að fimm tonn af ætihvannarlauf- um gefi af sér um eitt tonn af þurrk- uðum laufum. Laufin verða m.a. not- uð í nýtt krem, Sagaskin sem framleitt er af Lyfjum og heilsu. Að sögn Þráins hafa rannsóknir sýnt fram á að kremið geti í sumum til- vikum bætt ýmis húðvandamál þar á meðal psoriasis á vægu stigi. Þá er sömuleiðis stefnt að því að hefja framleiðslu á hálstöflum sem inni- halda ætihvannarlauf og framleiddar verða af Nóa Síríusi. Að sögn Þráins hefur Angelica- mixtúran fengið góðar viðtökur hér- lendis og er framleiðsla hennar kom- in á nokkuð fastan grunn. Lokið er við að ráða umboðsmenn í Danmörku og Noregi og fer fyrsta sendingin af Angelicu til Danmerkur í vikunni. „Fólk hefur afskaplega mikla tiltrú á íslenska upprunanum og áhersla verður lögð á það við markaðssetn- ingu auk rannsóknanna,“ segir Þrá- inn. Hann segir stefnt að því að flytja áburðinn og hálstöflurnar á markað erlendis þegar reynsla verður komin á sölu þessara vara hér á landi. Sem stendur er hvönnin sótt í villta náttúruna en þegar fram í sækir er stefnt að því að rækta hana sérstak- lega. Þá standa vonir til þess þegar fram í sækir og fjármagn fæst til að hægt verði að stunda kerfisbundnar rannsóknir á virkni ætihvannarinnar og fleiri plöntum. Söfnuðu fimm tonnum af ætihvannarlaufum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hópurinn sem safnaði ætihvannarlaufunum í Mýrdal á dögunum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.