Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR bandarískir hermenn féllu í árás í gær skammt frá borginni Mosul í norðurhluta Íraks en þar hefur verið fremur kyrrt hingað til. Hafa Bandaríkjamenn nú misst rúmlega 150 menn frá því innrásin hófst og hátt í þriðjung þeirra eftir að lýst var yfir sigri í stríðinu 1. maí síðastliðinn. Óttast er, að átökin í Írak séu að færast á nýtt stig en í gær var einnig ráðist á bílalest, sem var kirfilega merkt Sameinuðu þjóðunum. Var íraskur ökumaður drepinn og hjálp- arstarfsmaður særður. Nokkru áður hafði einn starfsmaður SÞ verið særður í árás fyrir sunnan Bagdad. Vekja þessar árásir miklar áhyggjur og benda auk annars til, að ókyrrðin í Írak fari vaxandi. Fjöldi manns mótmælti Bandaríkjaher Um 10.000 manns efndu í gær til mótmæla gegn Bandaríkjamönnum í hinni helgu borg Najaf og lýstu yfir fullum stuðningi við sjítaklerkinn Moqtada Sadr en hann hefur snúist hart gegn hernámi Bandaríkja- manna. Kom til stimpinga við banda- ríska hermenn en þeim lauk með því, að klerkarnir kröfðust þess, að bandarískt herlið yrði flutt burt frá Najaf og yfirráð yfir sjónvarpsstöð í bænum fengin í hendur heimamönn- um. Áður hafi yfirmaður bandarísku hermannanna hótað að beita valdi ef fólkið hyrfi ekki á braut. John Abizaid hershöfðingi og yf- irmaður bandaríska herliðsins í Írak sagði í gær að ætlunin væri að þjálfa um 3.500 manna íraskt herlið, sem ætlað væri að berjast við hlið banda- rískra og breskra hermanna ef þess gerðist þörf. Írösk ríkisstjórn hugsanlega komin innan árs Sagði Abizaid, að þetta lið gæti orðið vísirinn að nýjum stjórnarher í Írak. Sagði hann ljóst, að ekki yrði fækkað í bandaríska herliðinu næstu þrjá mánuði en í því eru nú 148.000 menn. Paul Bremer, sem annast upp- byggingarstarfið í Írak fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, sagði í gær, að hugsanlega yrði búið að skipa eig- inlega ríkisstjórn í landinu innan árs en það færi þó eftir því hvernig gengi að semja nýja stjórnarskrá. Vonaðist hann til, að til stjórnar- skrárráðstefnu yrði boðað í septem- ber. Tveir bandarískir hermenn voru felldir í fyrirsát í Norður-Írak í gær Ókyrrð og árásir virðast fara vaxandi AP Meira en tíu þúsund sjía-múslimar söfnuðust saman í hinni helgu borg Najaf í Írak í gær til að mótmæla veru bandaríska hersins þar. Bagdad. AFP. KÍNVERSKIR gestir á alþjóðlegri gæludýrasýningu í borginni Shanghai virða hér fyrir sér hvolpa af ýmsum gerðum sem þar voru boðnir til sölu í gær. Gæludýraeign er nú að verða afar vinsæl í Kína en til skamms tíma var hún bönnuð af stjórnvöld- um þar sem það þótti of borgara- legt fyrir fólk í landi alþýðunnar að eiga einhvers konar gæludýr. Þökk sé vaxandi velmegun og meira frjálsræði á undanförnum áratug sækjast Kínverjar nú í æ meiri mæli eftir því að eignast slíka félaga eins og áhugi gesta á sýning- unni í Shanghai ber glöggt vitni um. Reuters Gæludýr verða sífellt vinsælli í Kína NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsóknar benda til þess að konur sem neyta fituríkrar fæðu auki um helming líkurnar á að fá brjóstakrabbamein ein- hvern tíma á ævinni. Rann- sókn, sem unnin var í Cam- bridge University á Englandi, gefur til kynna að konum sem neyta meira en 90 gr af fitu á dag sé helmingi hættara við brjóstakrabbameini en þeim sem neyta aðeins 40 gr af fitu. Talið er að rannsóknin verði umdeild því niðurstöðurnar ganga þvert á niðurstöður margra umfangsmikilla rann- sókna sem hafa engin tengsl fundið milli fæðu kvenna og brjóstakrabbameins. Aðstand- endur rannsóknarinnar segja hins vegar að fylgst hafi verið með matarræði nánar en áður. 13.000 enskar konur héldu nákvæmar dagbækur frá 1993– 1997 um hvaða fæðu þær neyttu dag. „Tengsl á milli fitu- neyslu og brjóstakrabbameins komu helst fram við neyslu mettaðrar fitu, sem einna helst er að finna í fituríkri mjólk, smjöri, kjöti og kexi,“ segir Sheila Bingham sem stýrði rannsókninni. Samkvæmt Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun- inni (WHO) eru 8–11% líkur á að konur fái brjóstakrabba- mein einhvern tíma á ævinni. Feitmeti tengt brjósta- krabba London. AP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gaf engin loforð um að leysa fleiri palestínska fanga úr haldi á fundi sem hann átti með Mahmud Abbas, forsætis- ráðherra Palest- ínu, í Jerúsalem í gær. Á fundinum var aftur á móti ákveðið að sett yrði á stofn sam- eiginleg nefnd með fulltrúum beggja þjóða sem ákvæði hversu margir palestínskir fangar yrðu leystir úr haldi Ísraela, að sögn palestínska upplýsingaráð- herrans, Nabil Amr. „Þetta var ár- angursríkur fundur og ég vona að hann leiði til góðs á næstunni.“ Öskruðu hvor á annan Annar palestínskur heimildar- maður, náinn samstarfsmaður Abb- as, sagði hins vegar að viðræðurnar hefðu verið stormasamar og umsát- ur um höfuðstöðvar Yassers Arafats í Ramallah á Vesturbakkanum síð- astliðna 19 mánuði hefði skyggt á aðrar umræður. „Þetta var erfiður fundur. Þeir öskruðu oft á hvor ann- an,“ sagði hann og bætti við að Abb- as hefði sagt Sharon að friðarviðræð- ur væru til einskis á meðan setið væri um Arafat. Ísraelar hefðu sam- þykkt að „skoða af alvöru“ að binda enda á umsátrið. Margir höfðu talið að Sharon myndi reyna að greiða fyrir friðarviðræðunum með því að tilkynna lausn fleiri palestínskra fanga úr haldi Ísraela. Ísraelar hafa þar til nú neitað að fallast á að láta lausa fleiri en 350 af þeim 6.000 Palestínumönnum sem eru í ísraelskum fangelsum. Stormasamur fundur Abbas og Sharon Lofar ekki lausn fleiri fanga Jerúsalem. AFP. Mahmud Abbas HARÐAR ásakanir hafa dunið á Breska ríkisútvarpinu, BBC, þar sem því er kennt um að hafa átt þátt í dauða Davids Kellys, efnavopnasér- fræðings og ráðgjafa bresku stjórn- arinnar, sem fannst látinn á föstudag eftir að hafa svipt sig lífi. Þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýndu harkalega í gær hvernig BBC kom fram í deilum um þær fréttir stöðv- arinnar að ríkisstjórnin hefði ýkt hættuna af vopnaeign Íraka. BBC, sem hafði áður neitað að nefna heim- ildarmanninn á nafn en hefur nú til- kynnt að það sé Kelly, sagðist „harma innilega“ að þátttaka Kellys hefði leitt til dauða hans. Samt sem áður sagðist stöðin telja þá ákvörðun að birta fréttina hafa verið rétta. „Við teljum að það hafi verið rétt af okkur að upplýsa almenning um skoðanir dr. Kellys,“ sagði í yfirlýs- ingu frá BBC. Fyrr í vikunni hafði Kelly þurft að bera vitni fyrir þingnefnd sem rann- sakaði málið. Þar viðurkenndi hann að hafa rætt við Andrew Gilligan, blaðamann BBC og höfund fréttar- innar, en neitaði að vera hans helsti heimildarmaður. BBC upplýsti hins vegar í gær að svo hefði verið. BBC sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi fyrir hönd Gilligans þar sem hann kvaðst ekki hafa á nokkurn hátt vitn- að rangt til Kellys eða sett orð hans fram á rangan hátt. Vill að stjórnendur BBC segi af sér Formaður utanríkismálanefndar þingsins, Donald Anderson, segir vitnisburð Kellys og Gilligans hafa stangast mjög á og að BBC yrði að hefja langa og stranga sjálfskoðun. Harðasta gagnrýnin kom frá Ro- bert Jackson, þingmanni Íhalds- flokksins, sem sakar stöðina um að hafa valdið dauða Kellys. Hann telur að Gilligan hafi skáldað margt af því sem kom fram í fréttinni og hann, fréttastjóri BBC og stjórn stöðvar- innar eigi að segja af sér, að því er fram kemur á fréttavef, BBC. „Ef þau [BBC] hefðu birt tilkynninguna þegar dr. Kelly var á lífi, væri hann enn lifandi og ég tel að stjórn BBC eigi að segja af sér vegna þessa.“ Beinir athyglinni nokkuð frá Blair Gerald Kaufman, formaður menn- ingar-, fjölmiðla- og íþróttanefndar þingsins sagði, að framganga BBC í málinu hefði orðið til þess að skoða þyrfti frekar hvernig stöðinni væri stjórnað og hvernig fréttamennska væri stunduð þar. Spurningar hefðu vaknað um hvort BBC ætti að fá leyfi til að starfa áfram sem ríkisfjölmið- ill. Það hefði stundað fréttamennsku sem æsifréttablað myndi „hugsa sig tvisvar um“ að gera. Sú ákvörðun BBC að láta uppi að Kelly hafi verið helsta heimildin hef- ur beint kastljósinu nokkuð frá Tony Blair en hann hefur verið hvattur til að segja af sér vegna hneykslisins, einnig af eigin flokksmönnum. BBC sakað um að eiga þátt í dauða Kellys Lundúnum. AFP. David KellyAndrew Gilligan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.