Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 23 SAUTJÁN laxar veiddust í Laxá í Kjós fyrir hádegi á sunnudag og sagði Ásgeir Heiðar, umsjón- armaður árinnar, að morgunveiðin að undanförnu væri iðulega milli 10 og 20 laxar, en síðan nokkuð minna á seinni vöktunum. „Þetta er gríð- arlega góð veiði miðað við að áin er afar vatnslítil. Það er bara svo mikill lax að þetta togast merkilega,“ bætti Ásgeir við. Í gærdag voru komnir um 540 lax- ar á land úr ánni, meira en á sama tíma í fyrra þótt skilyrðin séu nú lak- ari en þá. Það er einfaldlega meira af laxi og þannig ástand hefur skapast að það er t.d. bannað að veiða með öðru en flotlínu í Kvíslafossi vegna laxakraðaks í hylnum. Sá stóri á „veiðibjöllu“ Mest er nú að veiðast af fjögurra til sex punda smálaxi og stóru fisk- arnir sem gengu fyrr liggja fyrir í dýpstu pyttum. Sá stærsti í sumar náðist með heldur óvenjulegum hætti. Veiðimaður einn sá veiðibjöllu hrekja vænan lax upp á grynningar og vinna þar á honum í Strengjunum neðan við Fossbreiðu. Stökk veiði- maður til og rændi fuglinn feng sín- um, en hér reyndist vera 18 punda lax á ferðinni. 25 pundarinn skráður 20 punda Bandaríkjamaður veiddi rígvæn- an lax í Laxfossi í Grímsá fyrir fáum dögum. Sá orðrómur fór eins og eld- ur í sinu þess efnis að hann hefði verið 25 pund, en hann var á end- anum skráður 20 pund. Veiðimað- urinn og félagi hans töldu í fyrstu að skepnan hefði varla getað verið und- ir 25 pundum, að sögn Egils Krist- jánssonar, umsjónarmanns við Grímsá, en þegar menn báru saman bækur sínar í lok vaktar, og í ljós kom að laxinn var 97 cm, var hann snarlega lækkaður í tign, en látinn standa í 20 pundum þar sem hann var grálúsugur og afspyrnufeitur. Annars hefur veiði verið alveg hreint viðunandi í Grímsá og benti Egill á að áin verður aldrei jafnilla vatnslaus og flestar árnar í nágrenn- inu í langvarandi þurrkum eins og nú hafa staðið. „Það komu 17 á land í morgun og menn eru að setja í miklu fleiri. Þeir eru hins vegar með svo smáar flugur að þeir missa marga laxa, sérstaklega í löndun,“ sagði Egill í gærdag. Hann sagði þá 290 laxa vera komna á land, sem er meira en á sama tíma í fyrra, en hann sagði bæði meira af laxi í ánni nú og hann væri dreifðari. Rangárnar á uppleið Góð stígandi hefur verið í Rang- ánum síðustu viku – tíu dagana og nú eru báðar árnar komnar með á þriðja hundrað laxa á land og mjög góður veiðitími í ánum er að fara í hönd. Slatti af stórfiski er í aflanum í bland við vaxandi fjölda smálaxa. Göngur í vatnsleysi Það er eitthvað að glæðast í ánum á vestanverðu Norðurlandi, en þurrkarnir hafa komið þar einna harðast niður. Í Miðfjarðará hafa menn t.d. orðið varir við umtals- verðar smálaxagöngur síðustu daga, þrátt fyrir að enn hafi ekki rignt. Vesturá og Núpsá eru afar vatns- litlar, en Austurá heldur vatnasvæð- inu gangandi með jöfnu rennsli sínu. Víða í Vesturá er mikið sjónarspil þar sem laxinn hefur hlaðist upp, t.d. í Hlíðarfossi, Hlíðarfossbreiðu og Túnhyl. Á annað hundrað laxar eru komnir úr Miðfjarðará og þverám hennar. Merkilegt hvað togast upp Sjóbirtingur er farinn að sýna sig í skaftfellsku ánum. Jón Jónsson fékk þennan 9 punda fisk á Segl- búðasvæðinu í Grenlæk. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Í SAUTJÁN sumur hafa nú verið haldnir sumartónleikar í kirkjunum við Mývatn. Alla tíð að frumkvæði Margrétar Bóasdóttur. Tónleikaröð verður í júlí og ágúst þar sem hæfir flytjend- ur, innlendir og erlendir, gleðja heimamenn og ferða- fólk með list sinni. Í sumar eru á dagskrá samtals tíu tónleikar. Um þessa helgi fluttu Berglind María Tóm- asdóttir flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari fjölbreytta dagskrá. Þau léku í Reykjahlíðarkirkju á laug- ardagskvöldið og var þeim ákaflega vel fagnað af þakk- látum áheyrendum. Morgunblaðið/BFH Berglind María Tómasdóttir og Kristinn Árnason á tón- leikum sínum í Reykjahlíðar- kirkju á laugardagskvöld. Sumartón- leikar við Mývatn Mývatnssveit. Morgunblaðið. HÓPUR íslenskra þátttakenda fór á Alþjóðaleika þroskaheftra og seinfærra (Special Olympics) á Ír- landi í lok júnímánaðar. Fram- kvæmd leikanna tókst mjög vel, en nú voru leikarnir haldnir í fyrsta sinn utan Bandaríkjanna, segir í fréttatilkynningu. Sá háttur var hafður á að skipa sérstakan vinabæ hverrar þátt- tökuþjóðar, og var borgin Newry á Norður-Írlandi valin fyrir ís- lensku þátttakendurna. Dvöldu þeir þar í góðu yfirlæti og nutu mikillar gestrisni. Borgarstjóri Newry afhenti meðal annars ís- lenska hópnum sérstaka gjöf af þessu tilefni. Leikarnir sjálfir fóru fram í Dublin, og var borgin öll í hátíð- arbúningi af þeim sökum. Eldur var fluttur af lögreglumönnum alla leið frá Aþenu til Írlands, um 15 þúsund kílómetra leið. Ýmis dagskrá var í tengslum við leik- ana, bæði fyrir aðstandendur og keppendur sjálfa. Má þar nefna þjónustu ýmissa lækna og sérfræð- inga, sem gáfu góð ráð og úrlausn- ir. Magnús Kristinsson tannlæknir var í þeim hópi fyrir Íslands hönd. Keppni á jafnréttisgrundvelli er megintilgangur leikanna og tóku Íslendingar þátt í tíu greinum, þar af í fyrsta sinn í handbolta og golfi. Handboltaliðið var skipað fé- lögum úr íþróttafélaginu Ösp. Keppendur voru á ýmsum aldri og átti sá elsti, Héðinn Ólafsson frá Ísafirði, sextugsafmæli í ferðinni. Íslensku forsetahjónin voru við- stödd fyrstu keppnisdagana og menntamálaráðherra heimsótti leikana einnig. Nemendur sérdeildar í Newry kvöddu íslenska hópinn með viðhöfn þegar hann hélt til Dublin á leikana. Vel heppnuð Írlandsför NÝR veitingastaður, „Zanzibar“, hefur verið opnaður í Reykjahlíð við Mývatn. Þar verður hægt að fá hvers kyns veitingar, smárétti og drykki frá morgni til kvölds alla daga, sum- ar sem vetur. Staðurinn er í nýuppgerðu vist- legu húsnæði þar sem áður var versl- un KÞ. Þar geta setið við borð 80– 100 gestir, auk þess sem aðstaða er til að sitja utandyra í sólinni. Eigandi er Ingibjörg Þorleifsdóttir sem einn- ig rekur nú Hótel Reykjahlíð. Fram- kvæmdastjóri er sonur hennar, Garðar Finnsson. Hann er þriðji ætt- liður í karllegg frá Sigurði Einars- syni sem hóf hótelrekstur í Reykja- hlíð snemma á síðastliðinni öld. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Garðar Finnsson, í hvítum jakka, ásamt starfsfólki staðarins. Nýr veitingastað- ur við Mývatn Mývatnssveit. Morgunblaðið. FYRIR nokkru voru á ferð hér á landi nemendur og kennarar frá Berea-lýðháskólanum í Banda- ríkjunum. Þessi lýðháskóli var stofn- aður árið 1855 af John G. Fee sem var ákveðinn fylgismaður þess að þrælahald yrði afnumið í Bandaríkj- unum og stofnaði skólann á þeim andlega grunni að „Guð hefði skapað af sama blóði allt mannkyn jarðar“. Skólinn skyldi byggður á jafnrétti karla og kvenna og lagði hann áherslu á að mennta fólk sem bjó í hlíðum Appalachiafjallanna og Bandaríkjamenn af afrískum upp- runa sem öðluðust frelsi eftir þræla- stríðið. Stefna skólans hefur í helstu atrið- um verið sú sama frá upphafi, að gefa þeim sem koma úr efnaminni stéttum samfélagsins kost á að læra. Því eru engin skólagjöld í Berea- lýðháskólanum, en nemendur vinna með námi. Þeir fara milli hinna ýmsu deilda skólans og þrífa, elda, vinna í leirvinnslu skólans, þvo þvotta, starfa í gróðurhúsi skólans og ann- ars staðar innan deilda hans. Grunn- urinn í náminu er sú hugsun að menn geti þjónað öðrum með þekkingu sinni. Skólinn hefur þróað starfsemi sína á undanförnum árum inn á umhverfisvænar brautir og nú stendur fyrir dyrum að byggja nýtt hverfi á skólalóðinni með íbúðum fyrir kennara og nemendur. Hverfið verður vistvænt með stefnu á orku- sparnað, endurvinnslu og annað það sem miðar að sjálfbærni innan skóla- svæðisins. Þegar fréttist af opnun fyrstu vetnisstöðvar í heimi hér á landi tók skólinn ákvörðun um að senda hingað nemendur til þess að kynna sér umhverfismál. Nemendur þurftu að sækja um að komast í námsferðina þar sem þeir gerðu skriflega grein fyrir þeim ábata sem þeir teldu sig fá af ferðinni og voru fjórir valdir úr hópi umsækjenda. Hinir heppnu voru Shelly Slocum, af listabraut, Erick McAdam, af líf- fræðibraut, David Coffman, af um- hverfisfræðibraut og Andrew Jones, af viðskipta- og tónlistarbraut, en þess ber að geta að sá ungi maður stefnir á að verða stjórnmálamaður. Kennarar og fararstjórar voru Cheyenne Oldham frá þróunardeild skólans og Richard Olson, sem er yf- irmaður náms í umhverfismálum og sjálfbærri þróun. Sjálfbær þróun á Íslandi Til að kynna sér strauma og stefn- ur hér á landi heimsóttu nemendur m.a. umhverfisráðuneytið, Nesja- velli, vetnisstöðina á Ártúnshöfða, gróðurhús að Laugarási í Biskups- tungum, Sólheima í Grímsnesi og Gistiheimilið Brekkubæ á Hellnum og þann umhverfisvæna kjarna sem þar er. Í umræðum á Brekkubæ kom í ljós að þeim þótti heldur lítið bera á sjálfbærri þróun innan samfélagsins í heild á Íslandi þótt unnið væri öt- ullega að henni á ýmsum minni stöð- um. Þau voru samt afar ánægð með heimsóknina og stefndu á að enda hana í Bláa lóninu, áður en haldið yrði heim á leið með þá þekkingu sem aflast hafði. Bandarískir nemar með áhuga á umhverfismálum á Íslandi Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Frá vinstri, standandi: Andrew Jones, Erick McAdam, Richard Olson og David Coffman. Sitjandi: Shelly Slocum og Cheyenne Oldham. Hellnum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.