Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STÓRAR vinnuvélar komu til landsins á dögunum vegna framkvæmda við Kára- hnjúkavirkjun. Af fréttaflutningi að dæma jafnaðist koma vélanna nánast við þjóðhátíð og fréttamenn töluðu um stærstu vinnuvélar sem hingað hefðu komið og mestu viðskiptasamninga sem gerðir hefðu verið á þessu sviði. Íslendingar fá oft glýju í augun af því sem er stórt og mikið. Rannsóknir á ís- lenskri þjóðernishyggju sýna líka að þrá- in eftir stærð og mikilfengleik er ekki ný af nálinni og virðist vera rótgróin í minnimáttarkennd Íslendinga. Deila má um hvort þetta hugarfar sé ekki við lýði hjá öllum þjóðum og getur það verið lík- legt. Hitt er annað að sumar þjóðir eru stærri en aðrar og eiga auðveldara með að láta stórmennskudraumana rætast. Aðrar verða að láta sér nægja að eiga heimsmet miðað við höfðatölu. En framkvæmdir við Kárahnjúka eru svo sannarlega stórar, án þess að miðað sé við höfðatölu. Þær eru stórar á öllum sviðum. Stærstu vinnuvélarnar, mestu vatnaflutningarnir, mestu áhrifin á at- vinnulífið – og mikill minnisvarði. Svo má deila um um hvað sá minnisvarði er reistur. Þessi mesta opinbera framkvæmd Ís- landssögunnar var kýld í gegn á síðasta kjörtímabili af Framsóknarflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn studdi félaga sína í ríkisstjórn dyggilega en þó mátti heyra ýmsar raddir sem fannst framkvæmdin stangast á við frjálshyggjustefnu Sjálf- stæðisflokksins. Framsóknarmenn eru hins vegar stolt- ari en nokkru sinni fyrr enda eru meng- unarspúandi verksmiðjur líklega hug- mynd þeirra um glæsta framtíðarsýn. Stórvirkar vinnuvélar, vatnaflutningar í kínverskum stíl og álverksmiðjur eru kannski stórhuga draumar þeirra Íslend- inga sem finnst við hafa misst af iðnbylt- ingunni með tilheyrandi mengun. Nú getum við eignast okkar Lundúnaþoku með því að þykkja Austfjarðaþokuna með vænum skammti af viðbjóði. Að mínu mati er þetta gamaldags hugsunarháttur. Ríkisstjórnin boðaði ekki Kárahnjúkavirkjun fyrir kosningar 1999 og lagði allt kapp á að klára málið fyrir næstu kosningar. Virkjunin var því keyrð í gegn á ólýðræðislegan hátt. Ávinningur af henni er óviss. Ríki og Reykjavíkurborg gangast í milljarða ábyrgðir fyrir Landsvirkjun til að hægt sé að selja bandaríska álfyrirtækinu Al- coa raforku á leynilegu verði – og ljóst er að það verð er umtalsvert lægra en það sem venjulegir Íslendingar fá að kaupa raforkuna á. Spurningin er bara hvort það sé líka lægra en það sem önn- ur álfyrirtæki greiða fyrir sömu orku. – Allt er þetta gert undir þeim for- merkjum að verið sé að bjarga byggð- inni. Og vissulega má ímynda sér að tíma- bundin uppsveifla verði í kringum mestu framkvæmdirnar. Hins vegar má telja víst að eftir hundrað ár, þegar Hálslón verður orðið fullt, og sandfokið ofan af hálendi óstöðvandi, verði áhrif þessa ál- vers á atvinnulíf og byggðir fyrir austan ekki lengur talin jákvæð. Tími er kominn til að doka við og hugsa málið. Virkjanamál komu lítið við sögu í kosningabaráttunni í vor þó að umræðan hefði verið töluverð nokkra mánuði á undan. Málið var afgreitt sem búið spil sem ekki væri hægt að snúa við. En það er hreinlega ekki rétt. Í Kára- hnjúkamálinu var tekist á um mikilvægt mál fyrir framtíð íslenskrar þjóðar. Val ríkisstjórnarinnar var eitt hið mikilvæg- asta á liðnu kjörtímabili því stór- framkvæmdir á borð við þessar loka öðr- um leiðum. Hvað um alla vaxtarbroddana sem felast í ferðamanna- iðnaðinum, lífrænum landbúnaði, smáiðn- aði? Öll önnur nýting á þessu landi er nú útilokuð, sv leikana sem ósnortið. Um leið o hreint og ó boðið álfyri slæmri umg rányrkju að landi. Band þekkir sögu Amasonsvæ byggðum h og kjörlend rýmingarhæ Eru stóru pakk Eftir Katrínu Jakobsdóttur Greinarhöfundur telur ekki ástæðu til að fagna komu þei ’ Við vað þó a sitji en þar me til að sp vild og hvern f Í AUKINNI umræðu um hugsanlega að- ild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) heyrast of margar rangfærslur um ESB sem er ágætt að rifja upp. Oft er sagt að ESB sé lokaður klúbbur ríkra þjóða sem séu varðar með háum tol- lamúr og þeim sé sama um hin fátækari lönd. Þetta er alrangt enda er ESB og að- ildarríki þess langstærsti veitandi þróun- araðstoðar í heiminum. ESB og aðild- arríki þess veita 55% af allri opinberri þróunaraðstoð í heiminum og meira en 75% af allri fjárhagsaðstoð. ESB hefur einnig samþykkt að leyfa tollalausan inn- flutning á markaði sína af öllum vörum nema vopnum frá 48 fátækustu löndum heims. ESB og sýslumaðurinn í Hafnarfirði Það er algengt er að andstæðingar að- ildar vísa til þess að ESB sé risavaxið skriffinnskubákn með óteljandi starfs- mönnum. Hið rétta er að ESB hefur færri starfsmenn en breska umhverfismálaráðu- neytið. Nánast þriðji hver starfsmaður ESB vinnur við þýðingar vegna þeirrar meginreglu ESB að þegnar aðildarríkja ESB geti nálgast ákvarðanir ESB á sínu eigin tungumáli. Ef ESB væri stofnun á Íslandi hefði það um 19 starfsmenn eða svipað marga og Póst- og fjarskiptastofn- un og litlu fleiri starfsmenn en sýslumað- urinn í Hafnarfirði. Um hina meintu staðlaáráttu ESB er hið rétta að ESB hefur ekki sett neina staðla sjálft heldur hefur ESB samið við frjáls staðlasamtök sem eru mynduð af viðkomandi hagsmunahópum. Fyrirtækin sjálf vilja þessa staðla en þeir eru ein- ungis viðmiðanir til að auðvelda viðskipti milli landa og ná fram hagkvæmni í fram- leiðslu. Með samræmingu staðla er hægt að lækka viðskiptakostnað til muna. Í stað 15 mismunandi reglna um alla mögulega hluti hefur ESB stuðlað að því að ein regla gildi á markaðinum, viðskiptalífinu og neytendum til mikillar hagræðingar. Ein mynt og samræmdar reglur eru til mikilla bóta í viðskiptum. Landsbyggðin hagnast af ESB Iðulega er því haldið fram að við inn- göngu Íslands í ESB myndi allt fyllast hér af spænskum togurum og öðrum ESB-fiskiskipum sem myndu þurrausa miðin okkar. Þetta er alrangt. Sjáv- arútvegsstefna ESB er byggð á veiði- reynslu síðustu ára. Ekkert ríkja ESB hefur veitt svo neinu muni í íslenskri landhelgi undanfarna tvo áratugi og því hafa önnur ríki enga veiðireynslu í ís- lenskri lög kæmi til ve aðilar að E ESB munu að öllum ve hvert aðild ráðstafar s sjálf annas En mun upp íslensk flytja verðm getur ekki lands í ES að hafa svo tengsl við inmarkmið afrakstur v sem reiðir fiskiskipa v hagnaður v um íslensk Eins og arinnar er verðmæti a Hafa skal það sem sa Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson ’ Hið hefur f en bre ismála SAMKOMULAG RÉTTLÁT MÁLSMEÐFERÐ AÐGÁT SKAL HÖFÐ … Lát dr. Davids Kellys, ráðgjafabrezku ríkisstjórnarinnar umvopnaeign Íraka, er alvarlegt umhugsunarefni fyrir bæði stjórn- málamenn og fjölmiðla. Lögregla í Englandi staðfesti í gær að Kelly hefði fyrirfarið sér. Það hafa ekki allir þann harða skráp sem þarf til að standast þann þrýsting sem menn verða fyrir þegar þeir dragast inn í hringiðu opinberra umræðna af hálfu stjórnmálamanna og fjölmiðla. Slíkar umræður, hvort sem þær fara fram opinberlega eða í umtali á milli manna, taka oft á sig einkenni eineltis. Mikið er rætt um áhrif eineltis í skólum á börn og ung- linga. Veruleikinn er hins vegar sá að opinberar umræður um erfið og um- deild mál verða stundum að einelti fjölmiðla og stjórnmálamanna, annars hvors aðila eða beggja gagnvart ákveðnum einstaklingum. Áhrifin geta orðið þau sömu eða svipuð, jafn- vel þótt um fullorðið og lífsreynt fólk sé að ræða. Brezka útvarpið, BBC, hefur nú að höfðu samráði við fjölskyldu dr. Dav- ids Kellys skýrt frá því að hann hafi verið heimildarmaður að fréttum út- varpsstöðvarinnar þess efnis að fyr- irliggjandi upplýsingar um vopnaeign Íraka hafi verið færðar í stíl til þess að réttlæta innrás Breta og Bandaríkja- manna í landið. Einhverjir kunna að velta því fyrir sér hvort dr. David Kelly hafi með því að tala við BBC brotið alvarlega þann trúnað sem honum hafi verið sýndur í starfi. En þá er á það að líta að stund- um ofbýður fólki það sem það verður vitni að og talar. Þannig upplýstist t.d. hið umtalaða Enron-mál í Bandaríkj- unum. Kjarni málsins er hins vegar sá að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það á bæði við um stjórnmálamenn og fjöl- miðla að þessir aðilar sjást ekki fyrir í vinnubrögðum og ganga stundum svo langt í herferð gegn nafngreindum einstaklingum að farið er út fyrir öll mörk. Þeir sem fyrir slíku standa ættu að velta því fyrir sér hvaða áhrif það mundi hafa á þá sjálfa eða fjölskyldur þeirra að verða fyrir barðinu á því sem þeir standa fyrir gagnvart öðrum. Ef í ljós kemur að lát dr. Davids Kellys tengist því að hann hafi ekki þolað álagið sem fylgdi því að lenda í sviðsljósi opinberrar umræðu og liggja undir hörðum ásökunum og jafnvel árásum frá stjórnmálamönn- um og öðrum er hugsanlegt að það hafi einhver áhrif um skeið og að menn gæti betur að sér. En því miður er eðli opinberra um- ræðna orðið þannig a.m.k. í þeim ríkj- um þar sem tjáningarfrelsi og skoð- anafrelsi er í heiðri haft að líklegast er að umræður fari í sama farið þegar þessi atburður verður gleymdur. Hvað sem því líður er lát dr. Davids Kellys alvarleg áminning til allra þeirra sem koma við sögu í opinberum umræðum. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að segja um fólk. Það eru takmörk fyrir því hvernig menn geta hagað sér gagnvart öðru fólki. Grimmd og miskunnarleysi opinberra umræðna eins og þær hafa þróazt á Vesturlöndum hafa ekki orðið til þess að bæta þessi þjóðfélög heldur þvert á móti. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt fráþví að samkomulag hefði náðst í viðræðum á milli fulltrúa utanríkis- ráðuneytisins og varnarliðsins um herta gæzlu varnarliðsmannsins sem deilt hefur verið um að undanförnu. Samkomulagið felst í því að hermað- urinn mætir ekki til vinnu og má ekki yfirgefa vistarverur sínar nema í fylgd með gæzlumanni. Augljóst er að maðurinn er í stofu- fangelsi en ekki í gæzluvarðhaldi skv. skilningi okkar Íslendinga. Þar með er einnig ljóst að niðurstaða málsins er ekki sú að þeim skilyrðum sé fram- fylgt sem embætti ríkissaksóknara setti fyrir afhendingu mannsins til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Í ljósi framvindu þessa máls er slæmt að varnarliðið standi ekki við þau fyrirheit sem embætti ríkissak- sóknara taldi að hefðu verið gefin og voru forsendan fyrir afhendingu mannsins. Vonandi koma áþekk mál ekki upp í framtíðinni og líkurnar á því minnka eftir því sem umsvif varn- arliðsins verða minni. Hins vegar má ganga út frá því sem vísu að ef annað slíkt tilvik kæmi upp mundi ríkissak- sóknaraembættið hugsa sig um tvisv- ar áður en það féllist á aðra slíka af- greiðslu máls. Það er hægt að una við þessa nið- urstöðu en ekki meira en svo. Það er grundvallaratriði í lýðræð-isríkjum að meðferð á málum þeirra, sem taldir eru hafa brotið af sér, séu í samræmi við lög og reglur viðkomandi ríkja. Um leið og horfið er frá ýtrustu kröfum í þeim efnum er mikil hætta á ferðum. Hið virta brezka tímarit The Econ- omist telur að Bandaríkjamenn hafi tilhneigingu til að teygja og toga þessi grundvallaratriði við meðferð mála fanganna sem eru í haldi í her- stöð Bandaríkjamanna á Kúbu, grun- aðir um aðild að hryðjuverkum. Í Morgunblaðinu í gær er skýrt frá því að Bandaríkjamenn hafi frestað herréttarhöldum yfir brezkum og áströlskum ríkisborgurum þar til nánari athugun hefur farið fram á stöðu þeirra. Á að skilja það svo að ríkisborgarar frá þessum tveimur ríkjum fái aðra meðferð sinna mála en aðrir meintir hryðjuverkamenn sem eru í haldi hjá Bandaríkjamönnum? Því verður vart trúað. Standi Bandaríkjamenn ekki við grundvallaratriðin í stjórnskipun sinni við meðferð fanganna á Kúbu verður gagnrýni þeirra á einræðis- herra og kúgunarstjórnir víða um heim tæplega marktæk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.