Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.2003, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 2003 15 JARÐGANGAMÁLIÐ á Norð- urlandi er orðið hinn mesti skrípa- leikur í fjölmiðlum. Þegar þessi dæmalausa rík- isstjórn spilaði út trompinu sínu um frestun þeirra rauk Birkir Jónsson strax á fund for- mannsins síns til að ræða málið og finna lausn. Sjálfstæðismenn frá Siglu- firði hentust til Reykjavíkur á fund sinna manna, fullvissir þess að nú mundu þeir missa andlitið algjörlega ef þeir gerðu ekki eitt- hvað til að reyna að bjarga því! Formaður Framsóknarflokksins á Siglufirði hótaði að leggja fram tillögu á fundi um að leggja flokk- inn niður ef ríkisstjórnin sæi ekki að sér og sneri blaðinu við. Engar dúsur mundu duga! Ríkisstjórnin notaði hins vegar aldagamalt herbragð sem dugði á kappana. Dró pínulítið í land, tróð dúsu upp í okkur öll, formaður framsóknarmanna á Siglufirði kokgleypti hana, tók gleði sína og sagði að nú væri hátíð í bæ! Ég held að bærinn hans sé í Fljótum norður því þar varð gleði á einum bæ þar sem ötulasti talsmaður gegn göngunum býr og kemur iðu- lega fram í fjölmiðlum með reiði- lestra á hendur Siglfirðingum því hann vill fá göng við hlaðvarpann hjá sér svo hann geti selt ferða- mönnum viðurgerning. Það má vel vera að framsóknar- og sjálfstæðismenn andi léttar og þykist hafa bjargað einhverju. En skaðinn er skeður. Svik og prettir flokksbræðra þeirra gleymast ekki. Vantraust á þessa ríkisstjórn hefur vaxið. Á meðan Reykvík- ingar fá vegabætur í stórum stíl sem aldrei teljast hafa þensluáhrif sitjum við og bíðum eftir aðgerð- um sem ekki aðeins eru arðbærar heldur koma til með að hafa stór- kostleg áhrif á líf fjölda fólks úti á landsbyggðinni. Þeir sem eru á móti göngunum vilja bara fá vega- bætur heima hjá sér. Allir vilja fá eitthvað við sínar eigin bæjardyr, sbr. Fljótamanninn og fleiri sem fara hamförum í fjölmiðlum til að skara eld að sinni eigin köku. Nei, það er ekki hátíð í bæ á Siglufirði yfir lyktum þessa máls. Fjöldi manns er reiður yfir hegð- un ríkisstjórnarinnar og ég vona að aldrei grói um heilt og menn hafi vit á að gefa heiðarlegra fólki atkvæðin sín í næstu kosningum. Jarðganga- umræðan Eftir Guðnýju Pálsdóttur Höfundur er kennari og bæjarfulltrúi á Siglufirði. JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra skrifar grein í Morgunblaðið 3. júlí síðastliðinn. Þar heldur hann á lofti grunnlyfjalista Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO). Orðrétt segir ráðherra: „Grunnlyf eru þau kölluð sem fullnægja meirihlutaþörfum heilbrigðisþjónust- unnar í hverju landi. Upphaflega var grunnlyfjalisti WHO einkum hugsaður fyrir þróunarlöndin en hefur á síðari ár- um einnig fengið aukið vægi í hinum iðnvæddu löndum.“ Grunnlyfjalistinn markaði tímamót þegar hann leit fyrst dagsins ljós fyrir um 25 árum og hefur skipt sköpum fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustu í mörgum þróunarríkjum en athygli vekur að talað er um grunnlyf sem þjóni meiri- hlutaþörfum heilbrigðisþjónustunnar, ekki öllum þörfum hennar. Hér kann að vera um stefnubreytingu að ræða af hálfu yfirvalda. Fram til þessa hafa yfirvöld lagt áherslu á að á Íslandi sé fyrsta flokks heilbrigðisþjónusta sem standist samanburð við það besta í heiminum. Með því að innleiða miðstýrðan grunnlyfjalista sem hugsaður hefur verið fyrir þróunarlöndin er augljóslega verið að innleiða ný viðmið. Er komið að þeim tímapunkti að stjórnvöld telji að það besta sé of gott fyrir íslenska sjúk- linga? Segjum sem svo að kostnaður samfélagsins vegna lyfja sé kominn að endamörkum og ekki sé óskað frekari framfara. Hver er hin hliðin á mynt- inni? Gildi nýsköpunar og framþróunar Hinum vestrænu þjóðum er það flestum sammerkt að vilja stuðla að ný- sköpun og framþróun á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Víðast hvar er lögð mest rækt við þær greinar sem vænta má að skili mestri nýbreytni inn í atvinnulíf viðkomandi lands. Við Íslendingar höfum ekki setið auðum hönd- um í þessum efnum fremur en aðrir. Innlendir og erlendir aðilar hafa varið gífurlegum fjármunum á undanförnum árum í margvísleg sprotafyrirtæki í þeirri von að þau muni í tímans rás leggja grunninn að nýsköpun íslensks atvinnulífs. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þar hefur verið horft sérstaklega til líftækni og lyfjaþróunar í þeirri trú að í þeirri grein séu fólgnir hvað mestir framtíðarmöguleikar. Hafa stjórnvöld lagt meira af mörkum til framþróunar í þeirri grein hér á landi en fordæmi eru fyrir í öðrum atvinnugreinum. Eitt höfuðmarkmið með þeirri starfsemi sem nú er stunduð hér á landi er að þróa lyf við sjúkdómum sem hafa fram til þessa verið taldir ólæknandi og bæta þau úrræði sem eru til í dag. Líftæknin er því að mati stjórnvalda ein bjartasta von íslensks atvinnulífs. Hún er ein helsta uppspretta erlendra fjárfestinga á Íslandi, sbr. að liðlega 12 millj- örðum var varið í rannsóknir og þróun á þessu sviði árið 2001. Allrar at- hygli vert er einnig, að útflutningsverðmæti lyfja er álíka og innflutningur og vex margfalt hraðar og að íslenskir vísindamenn eru í fararbroddi hvað varðar birtingu fræðigreina á sviði lífvísinda, læknis- og lyfjafræði. Ef vel gengur munu ávextir þessa vísindastarfs skila nýjum lyfjum eftir 10–20 ár en nýju lyf dagsins í dag eru afsprengi rannsókna á síðustu áratugum 20. aldar. Nýting fjármuna Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að miklum fjármunum er var- ið til lyfjakaupa og eðlilegt að spurt sé hvort fjármunum sé vel varið. Til upplýsinga má nefna að 9% af rekstrargjöldum Landspítalans 2002 voru vegna lyfja en sambærilegur kostnaður Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn var 13%. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna lyfja árið 2001 var um 9% af heilbrigðisútgjöldum og samkvæmt OECD er liðlega 9% vergrar landsfram- leiðslu okkar varið til heilbrigðismála. Spyrja má hvort þetta sé óeðlilegt? Eitt stærsta vandamál íslensks heilbrigðiskerfis er skortur á góðum upp- lýsingum um þann ávinning sem starfsemi þess skilar samfélaginu í heild. Annað dæmi um skort á réttum upplýsingum er sú staðreynd að engar rétt- ar tölur eru til um heildarlyfjakostnað landsmanna. Við innleiðingu nýrra lyfjalaga 1996, með áherslu á samkeppni lyfjabúða og frelsi til afsláttar, missti hið opinbera yfirsýn yfir þennan þátt málaflokksins. Er ekki rétt að heilbrigðisráðuneytið geri gangskör í að afla gagna áður en ákvarðanir eru teknar um gagngera uppstokkun á núverandi fyrirkomulagi? Jafnframt verður að gera þá kröfu til hins opinbera að það standi vel að framsetningu allra upplýsinga og sé vant að meðulum. Hér verður því ekki haldið fram að engra umbóta sé þörf í lyfjamálum hér á landi, eða því fyrirkomulagi sem er á samskiptum hins opinbera og dreifingaraðila eða kostnaðarvitund lækna o.fl. Fyrirkomulag lyfjamála er afsprengi laga- og regluverks sem er gríðarlega flókið og umfangsmikið og krafan er að allir sitji þar við sama borð. Á sama tíma er tekist á um tak- markaða fjármuni og síaukið álag á heilbrigðiskerfið. Umræðan þarf að komast upp úr skotgröfunum og verða málefnaleg og fagleg og ætíð með hagsmuni sjúklinga í huga, ekki lyfjafyrirtækja, lækna eða ríkiskassans. Það er staðreynd að lyfjafyrirtæki verða að hafa leiðir til að fjármagna nýj- ar uppfinningar í læknavísindum, þróa þær og koma á framfæri. Einnig verður öryggi og þjónustustig innflutnings- og dreifingarfyrirtækja og lyfjabúða að uppfylla ströngustu kröfur og standa undir væntingum við- skiptavina. Þegar ný lyf koma á markað benda rannsóknir til að notkun þeirra sé fyrst og fremst meðal sjúklinga sem ekki höfðu gagn af eldri meðferð eða þoldu hana ekki. Því er ekki sjálfgefið að þar með dragi úr notkun eldri lyfja hjá þeim sem þau gagnast vel. Markmið lyfjafyrirtækja er að koma fram með vöru sem breytir lífi, bætir og bjargar, í því felst hinn raunveru- legi hagnaður. Hin hliðin á myntinni Eftir Hjörleif Þórarinsson Höfundur er lyfjafræðingur og framkvæmdastjóri GlaxoSmithKline ehf. Í ALÞINGISKOSNINGUNUM 1978 fékk Framsóknarflokkurinn tæp 17% atkvæða og 12 þingmenn kjörna. Fylgið minnkaði úr 24,9% atkvæða. Stein- grímur Her- mannsson víkur að þessum kosningum í ævisögu sinni og segir: „Framsókn- arflokkurinn galt afhroð í þessum kosningum, hlaut 16,9% atkvæða og aðeins 12 þingmenn.“ A-flokkarnir voru sigurvegarar í kosningunum. Í nýafstöðnum þingkosningum fékk Framsóknarflokkurinn svipað fylgi og sömu þingmannatölu og í kosn- ingunum 1978. Fróðlegt er að skoða viðbrögð forustu Framsókn- arflokksins nú við úrslitunum og bera þau saman við viðbrögð leið- toga Framsóknar 1978. Nú lætur forusta Framsóknarflokksins eins og flokkurinn hafi unnið sigur í kosningunum! Árið 1978 sagði flokksforusta Framsóknar, þegar svipuð úrslit blöstu við, að flokk- urinn hefði goldið afhroð. Framsóknarflokkurinn gekk til stjórnarsamvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn 1974. Þegar það samstarf hafði staðið í fjögur ár tapaði Framsókn átta prósentustigum í fylgi. Framsókn hóf tveggja flokka stjórnarsamvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn 1995. Og þegar það stjórnarsamstarf hafði staðið í fjög- ur ár tapaði Framsókn fimm pró- sentustigum. Fylgið minnkaði úr 23,3% í 18,4%. Forusta Fram- sóknar var metnaðarfull árið 1978. Hún vildi ekki sætta sig við fylg- istapið og dró réttan lærdóm af kosningaúrslitunum: Hún vildi ekki halda áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og Framsókn uppskar aukið fylgi fyrir breytta stefnu. Framsókn undir forystu Steingríms Hermannssonar vann mikinn kosningasigur strax árið eftir, árið 1979, hlaut 24,9% at- kvæða, bætti við sig átta prósentu- stigum. Mest var fylgisaukningin í Reykjavík en þar hækkaði flokk- urinn úr 8,3% í 14,8%. En hvað gerði Framsókn eftir fylgistapið 1999? Hafði forusta Framsóknar sama metnað og 1978? Nei. For- usta Framsóknar dró engan lær- dóm af kosningaúrslitunum 1999. Þrátt fyrir mikið fylgistap 1999 ákvað Framsókn að halda áfram stjórnarsamvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn. Forustunni þótti mik- ilvægara að halda ráðherrastól- unum en að rétta við fylgi flokksins. Í kosningum núna, 2003, hélt fylgistap Framsóknar áfram. Framsókn tapaði tæpu einu pró- sentustigi atkvæða. Þau úrslit túlk- aði Framsókn sem sigur! Sam- vinnan við Sjálfstæðisflokkinn sl. átta ár hefur þá kostað flokkinn alls tæp sex prósentustig í fylg- istapi en núverandi forusta flokks- ins kærir sig kollótta um það og telur eins og áður aðalatriðið að halda ráðherrastólunum. Fylgið skipti engu máli! Kosn- ingabaráttan vegna nýafstaðinna kosninga og skoðanakannanir sýndu þó ótvírætt, að mikil óánægja er meðal kjósenda Fram- sóknar með stjórnarsamvinnuna við Sjálfstæðisflokkinn. Kjósendur voru á hröðum flótta frá Framsókn alla kosningabaráttuna en með aug- lýsingabrellum tókst flokknum að stöðva flóttann að mestu. Margt bendir til þess að Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið búin að semja fyrir kosningar um framhald stjórnarsamvinnu. Líklegt er að Sjálfstæðisflokkurinn hafi egnt fyrir Framsókn með for- sætisráðherrastólnum. Vitað var, að Halldór gekk með forsætisráðherrann í maganum og mundi trauðla fara í samstarf við „vinstri“ flokkana nema hann fengi stól forsætisráðherra. Þegar Sam- fylkingin tilnefndi Ingibjörgu Sól- rúnu sem forsætisráðherraefni sitt minnkuðu möguleikar Halldórs verulega á því að verða forsætis- ráðherra í „vinstri“ stjórn. Davíð átti þá auðveldan leik og Halldór beit á agnið. Framsóknarflokkurinn má muna fífil sinn fegri að því er atkvæðastyrk snertir. Flokkurinn er í sögulegu lágmarki nú varðandi atkvæðamagn. Á tímabilinu 1942– 1974 fór flokkurinn ekki niður fyrir 20% í fylgi, ef kosningarnar 1956 eru undanskildar en þá bauð flokk- urinn ekki fram í öllum kjör- dæmum, þar eð hann var í kosn- ingabandalagi við Alþýðuflokkinn. Á þessu tímabili hafði flokkurinn yfirleitt 25–30 % fylgi. Hið sama er að segja um kosningarnar 1979. Á þessu tímabili var það aðeins í kosningunum árið 1978, sem Fram- sóknarflokkurinn tapaði verulega fylgi og fór niður í 17% en það var eftir stjórnarsamvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. Hvers vegna er flokkurinn nú búinn að festast í 17– 18% fylgi? Jú, það er vegna stjórn- arsamvinnunnar við Sjálfstæð- isflokkinn. Hnignun Framsóknarflokksins er mikil að því er fylgið varðar. En hnignun stefnu flokksins er þó meiri og alvarlegri. Jónas Jónsson frá Hriflu beitti sér fyrir stofnun Framsóknarflokksins til þess að berjast fyrir hugsjónum sam- vinnustefnunnar. Hugmynd Jón- asar var sú, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mundu vinna saman, flokkar vinnandi fólks til sjávar og sveita. Margir merk- ustu foringjar Framsóknarflokksins hafa af þessum sökum verið and- vígir samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Tryggvi Þórhallsson sagði: „Allt er betra en íhaldið.“ Hermann Jónasson hafði sömu afstöðu. Hann vildi ekki fara í ríkisstjórn undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Hann tók undir orð Tryggva Þórhalls- sonar. Sonur hans, Steingrímur Hermannsson, var undir sterkum áhrifum frá föður sínum í þessum efnum. En núverandi forusta Framsóknarflokksins vill sem mest samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og fórnar stefnu flokksins í því skyni. Hnignun Fram- sóknar- flokksins Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. alltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. VIÐSKIPTI mbl.is Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.