Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Tófu hefur fjölgað
Náttúruleg
stofnsveifla
NOKKUÐ hefur ver-ið rætt um miklatófugengd á land-
inu og þá ekki síst á Vest-
fjörðum. Einnig hafa verið
fréttir um að mikið sé af
tófu í sumarbústaðalandi í
Grímsnesi, auk þess sem
bændur verði víða meira
varir við tófu heima við bæi
og að greni hafi jafnvel
fundist niðri í byggð. Áki
Ármann Jónsson hefur
fylgst vel með vexti og við-
gangi tófunnar í starfi sínu.
Er tófu að fjölga í land-
inu og er ástandið að verða
alvarlegt?
Ég held að ástandið sé
ekkert alvarlegra en um
1960 þegar stofninn var
síðast í hámarki. Þó eru
vísbendingar um að stofn-
inn sé líklega heldur stærri nú en
útreikningar á stærð hans liggja
þó ekki fyrir. Líklegast er hér um
að ræða náttúrulega stofnsveiflu
og kemur m.a. til af því að heiðar-
gæs og fýl hefur fjölgað mikið frá
þessum tíma.
Er tófan að valda miklum usla í
varpstöðvum sjófugla?
Það eru engin ný sannindi, því
tófan hefur alltaf gert það og mun
gera það áfram í framtíðinni. Af-
rán tófunnar á bjargfuglseggjum
er hverfandi og hefur engin áhrif á
stofnstærð sjófugla. Strandlengj-
an á Vestfjörðum og Vesturlandi
er mjög gjöful og lífsskilyrði tóf-
unnar góð, þannig að þéttleiki
hennar er trúlega meiri á þeim
svæðum en um austanvert landið.
Það eru vísbendingar um að fjölg-
un tófunnar upp úr 1980 hafi hafist
á vestanverðu landinu og náð há-
marki fyrir 2-3 árum. Gotstærð
hefur minnkað og geldum dýrum
fjölgað, sem bendir til þess að
landið sé orðið ofsetið. Tófan er óð-
alsbundin, þ.e. hún merkir sér
svæði með þvagi. Dýrin virða þess-
ar merkingar nokkuð vel og það er
lítið um áflog vegna svæða.
Er tófan farin að færa sig nær
mannabyggðum?
Það gerist þegar stofninn
stækkar og svæði sem eru fjærst
mannabyggðum eru fullsetin. Tóf-
an getur verið mannblendin, ekki
síst á þeim stöðum þar sem hún er
látin í friði, eins og á Hornströnd-
um.
En stafar mannfólkinu hætta af
tófunni?
Nei, það eru engar sögur til af
því að hún hafi ráðist á fólk að
fyrra bragði. Ég gat ekki annað en
brosað þegar fréttir bárust af því á
síðasta ári að fólk þyrði ekki að
láta ungabörn sofa í vagni utan-
dyra af ótta við tófu.
Við vorum með skoðanakönnun
meðal skotveiðimanna í fyrra þar
sem við spurðum um þyngd refs-
ins. Samkvæmt meðaltali könnun-
arinnar er refurinn 7,5 kg sem er
ansi langt frá sannleikanum, því
hann er 2,5-4 kg. Þannig að dýrin
vilja stækka nokkuð í umræðunni.
En ræðst tófan á sauðfé?
Tófan veiðir yfirleitt
ekki í hópum. Ég hef
aðeins einu sinni heyrt
af því að tófur hafi ráð-
ist á kindur í hópum en
það kom fram í frétt frá
Vestfjörðum í Morgunblaðinu ný-
lega. Tófan tekur lömb ef henni
býðst en slíkt heyrir þó frekar til
undantekninga. Samkvæmt
skýrslum frá sveitarfélögum drep-
ur tófan 50-200 lömb á ári.
Hvaða aðferð er notuð við veið-
arnar og hversu mörg dýr eru
drepin á ári?
Það er aðeins löglegt að drepa
tófu með skotvopni en þó er leyfi-
legt að veiða tófu í lífgildru í rann-
sóknarskyni. Veiðin er mjög mis-
munandi á milli ára en hún náði
hámarki á síðasta ári en þá voru
drepin 5.000 dýr. Það hefur verið
nokkuð í umræðunni að ástæðan
fyrir stækkun refastofnsins sé sú
að slakað hafi verið á í veiðinni en
það er ekki rétt. Þegar stofninn
var síðast í hámarki, árið 1958,
voru veidd 3.500 dýr, þannig að
það er mun meira veitt af ref nú en
þá.
Hverjir stunda refaveiðar?
Refaskyttur eru ráðnar af sveit-
arfélögunum sem jafnframt greiða
þeim laun. Umhverfisstofnun end-
urgreiðir sveitarfélögunum svo
helminginn af þeim kostnaði, sam-
kvæmt viðmiðunartaxta. Heildar-
kostnaður við refaveiðar á síðasta
ári nam 56 milljónum króna. Við
veiðum ref til að lágmarka tjón
m.a. í æðarvarpi og vegna dýrbíta
en ekki til þess að halda stofn-
stærðinni niðri.
Er þá engin von til þess að hægt
verði að útrýma tófunni?
Úr því að það tókst ekki fyrir
1960 þegar veiðiálagið var svipað
og nú en veiðiaðferðirnar fjöl-
breyttari, á ég ekki von á því að
það verði hægt. Enda er það ekki
markmiðið, refurinn var hérna á
undan okkur og hann er hluti af ís-
lenskri náttúru.
Er mikið um að eldisdýr sleppi
frá refabúum?
Það er örugglega eitthvað um
það en þó ekki mikið.
Blárefurinn hefur
spjarað sig ágætlega í
villtri náttúrunni og
blandast íslenska stofn-
inum ágætlega.
Hversu marga yrðlinga eignast
tófan og hvenær er gottíminn?
Læðan eignast fjóra til sjö yrð-
linga og gottíminn er á vorin.
Fengitíminn byrjar í mars, læðan
er móttækileg í 4-5 daga og ef hún
ekki fær fang á þeim tíma þarf hún
að bíða í eitt ár. Refurinn passar
vel upp á læðuna sína á fengitím-
anum, þannig að öruggt sé að hann
eigi gotið.
Áki Ármann Jónsson
Áki Ármann Jónsson er for-
stöðumaður veiðistjórnarsviðs
Umhverfisstofnunar. Hann var
ráðinn til veiðistjóraembættisins
árið 1995 til að sjá um veiði-
kortakerfi skotveiðimanna en
tók við starfi veiðistjóra árið
1998 og gegndi því til síðustu
áramóta. Áki Ármann er líffræð-
ingur frá Háskóla Íslands, fædd-
ur 25. febrúar 1967. Hann er
kvæntur Öldu Þrastardóttur og
eiga þau saman tvö börn, rétt
tæplega fimm ára dreng og eins
árs stúlku. Áki Ármann á einnig
8 ára dreng frá fyrri sambúð.
5.000 dýr
veidd á síð-
asta ári
FRAMKVÆMDIR við nýja brú yfir Þjórsá ganga vel,
en áætlað er að brúin verði vígð í haust. Bogar brúar-
innar eru komnir á sinn stað, og undirbúningur fyrir
lagningu vegarins í fullum gangi. Nýja brúin verður
700 metrum neðar í ánni en sú gamla, og er um 170
metra löng. Báðar munu standa um ókomin ár, sú eldri
fyrir hjólreiðafólk og hestamenn. Vélsmiðjan Normi úr
Vogum á Vatnsleysuströnd sér um framkvæmdir á
staðnum. Brúin er hönnuð af brúardeild Vegagerðar-
innar, og á að standa af sér stóran jarðskjálfta.
Morgunblaðið/Arnaldur
Ný Þjórsárbrú tekur á sig mynd
FRAMTÍÐ Löggildingarstofu verð-
ur ákveðin á haustdögum en ým-
islegt kemur til greina og þar á
meðal að sameina starfsemina að
einhverju eða öllu leyti öðrum stofn-
unum, að sögn Valgerðar Sverris-
dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra.
Valgerður segir að unnið sé í því
hvernig starfsemi Löggildingarstofu
verði best fyrir komið. Um unga
stofnun sé að ræða og ekki sé óeðli-
legt að menn velti því fyrir sér að
fenginni nokkurra ára reynslu hvort
starfsemin sé í réttum farvegi eða
hvort hún að hluta til eða að öllu
leyti eigi betur heima í öðrum stofn-
unum eins og til dæmis Samkeppn-
isstofnun. „Það er ýmislegt sem
kemur til greina,“ segir hún og
bendir á að margt, sem varði starf-
semi Löggildingarstofu, hafi breyst
á Evrópska efnahagssvæðinu síðan
stofnunin hóf rekstur. „En það er
ekki í raun verið að horfa á málið út
frá því að leggja stofnunina niður,
þó ekkert hafi verið útilokað fyrir-
fram,“ segir hún. „Það hefur heldur
ekki verið útilokað að það þurfi að
auka einhverja þætti sem þarna eru
inntir af hendi.“
Endurskoðunin hefur staðið yfir í
nokkrar vikur og segir ráðherra að
vonir standi til að niðurstaða liggi
fyrir á haustdögum.
Segir uppsögnina lögmæta
Eins og greint var frá í gær vék
iðnaðar- og viðskiptaráðherra Gylfa
Gauti Péturssyni, forstjóra Löggild-
ingarstofu, úr embætti vegna óreiðu
á fjárreiðum stofnunarinnar. Val-
gerður segir að forstjórinn hafi ver-
ið á hálfum launum á meðan rann-
sóknarnefndin hafi verið að störfum
vegna málsins, en hann fái engar
greiðslur eftir brottvikninguna.
Ragnar H. Hall, lögmaður Gylfa
Gauts, sagði við Morgunblaðið í gær
að yrði Gylfa vikið úr starfi að fullu
ætti hann engan annan kost en að
höfða mál til heimtu bóta vegna
ólögmætrar uppsagnar. „Ég geri
mér grein fyrir því að það eiga allir
þennan rétt að fara með mál sitt fyr-
ir dómstóla og ef hann telur rétt að
gera það þá gerir hann það,“ segir
Valgerður. Hins vegar segir hún að
lögð hafi verið mikil áhersla á vönd-
uð vinnubrögð í þessu máli „og þeg-
ar meirihluti nefndarinnar kemst að
sömu niðurstöðu og ráðuneytið þá
tel ég að við þurfum ekkert að ótt-
ast,“ segir ráðherra og áréttar að
ekki hafi verið um ólögmæta upp-
sögn að ræða.
Iðnaðarráðherra um framtíð Löggildingarstofu
Kemur til greina að sam-
eina öðrum stofnunum