Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 9
AÐ undanförnu hefur verið unnið að
því að flytja laxaseiði frá Silfur-
stjörnunni í Öxarfirði til Sæsilfurs í
Mjóafirði. Flutningur seiðanna fer
fram með skipinu Snæfugli og hefur
hann gengið vel, eftir örlitla byrj-
unarörðugleika, að því er fram kem-
ur á vefnum dettifoss.is. Seiðunum
er dælt upp í tank við Silfurstjörn-
una og þaðan renna þau eftir röri
um eins kílómetra leið niður í fjöru í
1.000 rúmmetra kar. Eftir eins til
tveggja daga hvíld eru seiðin látin
renna eftir röri út í skip um 450
metra, þannig að ferðalag seiðanna
er um 1,5 km. Hvergi í heiminum er
fiski dælt slíka vegalengd. Alls
verða flutt um 1.200 þúsund seiði til
Mjóafjarðar í ár og er þegar búið að
flytja um helming þeirra með þess-
ari aðferð. Ráðgert er að ljúka flutn-
ingunum í október nk. Snæfugl hét
áður Guðmundur Ólafur ÓF og var
gerður út til loðnuveiða en skipinu
var breitt í brunnbát í Póllandi.
Vefurinn dettifoss.is var formlega
opnaður sl. föstudag og honum ætl-
að að verða svæðinu til framdráttar
og auka frétta- og upplýsingagildi
þess.
Seiðunum dælt til
skips um 1,5 km leið
Seiðunum er dælt í tank við Silfurstjörnuna og þaðan í kar niður í fjöru.
Eftir að þau hafa hvílt sig í karinu í 1 til 2 daga er þeim svo dælt til skips.
Laxaseiði flutt til Mjóafjarðar
AÐ jafnaði eru milli sjötíu og áttatíu
mál til umfjöllunar á samkeppnis-
sviði Samkeppnisstofnunar og hefur
þessi fjöldi mála hefur verið lítt
breyttur um árabil.
Stofnunin skilaði nýlega af sér
frumskýrslu um rannsókn á meintu
verðsamráði olíufélaganna en rann-
sókn málsins hefur tekið um eitt og
hálft ár. Að sögn Georgs Ólafssonar,
forstjóra Samkeppnisstofnunar, er
kostnaður við jafnstóra rannsókn og
mál olíufélaganna mikill enda þurfi
bæði fólk með þekkingu á sviði við-
skipta-, tölvunar- og lögfræði til að
starfa að rannsókninni sem veldur
því að ekki er hægt hjá jafnlítilli
stofnun að sinna öðrum málum af
fullum krafti á meðan. Þetta hefur
því kallað á aukna forgangsröðun
verkefna.
Auk rannsóknar á málefnum olíu-
félaganna stendur nú yfir rannsókn
á meintu samkeppnisbroti Eim-
skipafélagsins í sjóflutningum, sem
hófst fyrir tæpu ári og jafnframt er í
gangi rannsókn á málefnum trygg-
ingarfélaganna, sem tekið hefur á
sjötta ár en er nú á lokastigi.
Georg segir að mikið álag sé á
starfsmönnum sem vinni að rann-
sókn svo viðamikilla mála en af 23
starfsmönnum Samkeppnisstofnun-
ar vinna tíu við eftirlit með sam-
keppnishömlum en innan stofnunar-
innar eru einnig markaðs- og
stjórnsýslusvið sem meðal annars
sinna eftirliti með villandi auglýsing-
um og öðrum blekkingum í markaðs-
starfsemi fyrirtækja, ástandi verð-
merkinga í verslunum og gerð
verðkannanna.
Að mati Georgs væri æskilegt ef
stofnunin hefði meira fjárhagslegt
svigrúm til að taka upp mál að eigin
frumkvæði líkt og gert var með mál
olíufélaganna. „Við þurfum að vera í
stakk búin til þess að geta brugðist
skjótt við ef við verðum áskynja um
óeðlilega háttsemi á mörkuðum sem
skipta neytendum miklu máli, án
þess að það komi niður á afgreiðslu
annarra erinda sem til umfjöllunar
eru hjá stofnunni á sama tíma,“ segir
Georg.
Samkomulag getur orðið
um að styrkja stofnunina
Framlög til Samkeppnisstofnunar
á fjárlögum 2003 nema 154 milljón-
um króna. Til samanburðar má
nefna að áætlaður rekstrarkostnað-
ur Fjármálaeftirlitsins, sem er sam-
bærileg stofnun með ívið fleiri
starfsmenn eða 32, var 268,6 millj-
ónir fyrir árið 2003. Þess ber þó að
geta að stofnanirnar eru ólíkar að því
leyti að Fjármálaeftirlitið er rekið af
eftirlitsskyldum aðilum en Sam-
keppnisstofnun er rekin á fjárlögum.
Valgerður Sverrisdóttir, við-
skiptaráðherra, segist gera sér grein
fyrir því að miklar annir séu hjá
Samkeppnisstofnun og að hana megi
styðja enn frekar en nú er gert. Val-
gerður tekur þó fram að í hennar tíð
hafi Samkeppnisstofnun verið studd,
enda hafi ekki verið vanþörf þar á.
„Ég geri mér grein fyrir því að fjár-
hagurinn hjá Samkeppnisstofnun er
þröngur og þess vegna hef ég lagt
mig fram eins og ég get við að
styrkja hana,“ segir Valgerður.
Aðspurð hvort hún telji að áhrif
rannsóknar Samkeppnisstofnunar á
málefnum olíufélaganna muni koma
af stað umræðu um stöðu stofnunar-
innar, segist hún trúa því að sam-
komulag geti orðið um að styrkja
stofnunina eftir þá gífurlegu vinnu
sem fram hafi farið í sambandi við
málið.
Mikið annríki vegna fjölda mála hjá Samkeppnisstofnun
Að jafnaði eru 70-80
mál til rannsóknar
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Bankastræti 14, sími 552 1555
Útsala 50-80%
afsláttur
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00.
50% afsláttur
eða meira
af öllum vörum
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Enn meiri verðlækkun á útsölu
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—15
Kringlunni & Hamraborg
568 4900 552 3636
ÚTSÖLULOK
20% AUKA
AFSLÁTTUR
VIÐ KASSA
Útsala
15% aukaafsláttur
Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga 11-16
Glæsibæ – Sími 562 5110
ÚRSKURÐUR Héraðsdóms
Reykjavíkur frá því fyrr í vik-
unni, þar sem nauðasamningur
Móa hf. fuglabús við lánar-
drottna var staðfestur, verður
kærður til Hæstaréttar af
hálfu Reykjagarðs hf. og Ham-
ars ehf., sem voru tveir af
þremur varnaraðilum málsins.
Þriðji varnaraðilinn, Mjólkur-
félag Reykjavíkur svf., unir
hins vegar niðurstöðu héraðs-
dóms.
Mótmæltu
staðfestingu
Í málinu var því mótmælt af
hálfu allra varnaraðil að nauða-
samningurinn yrði staðfestur
þar sem þeir töldu m.a. að
grunsemdir væru um að Móar
hefðu brotið gegn lögum um
gjaldþrotaskipti með því að
hafa boðið ákveðnum kröfuhöf-
um, Sorpu hf. og Orkuveitu
Reykjavíkur, ívilnun um
greiðslu gegn afturköllun
krafna þeirra.
Héraðsdómur taldi slíkt
ósannað, enda hefði það eitt
komið fram að kröfurnar hefðu
verið afturkallaðar.
Kæra úr-
skurð vegna
Móa hf. til
Hæstaréttar