Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ SÖGN Michael Bloombergs, borgarstjóra New York-borgar, varð brestur í öryggisgæslu ráðhússins til þess að byssumaðurinn sem myrti borgarfulltrúa í ráðhúsinu í fyrradag komst vopnaður inn í bygginguna. „Það hefur greinilega orðið brestur einhvers staðar,“ sagði hann eftir at- vikið. „Ég hef átt erfiða daga um æv- ina en aldrei eins erfiða og daginn í dag.“ Byssumaðurinn sem skaut borgar- fulltrúann James Davis til bana í fyrradag hét Othniel Askew og var 31 árs gamall andstæðingur hans í póli- tík. Svo virðist sem Askew hafi fylgt Davis inn í ráðhúsið sem gestur hans og því ekki þurft að fara í gegnum málmleitartæki öryggisvarða. Blo- omberg tilkynnti í gær að allir starfs- menn ráðhússins, þar á meðal hann sjálfur, myndu héðan í frá og án und- antekninga þurfa að fara í gegnum málmleitarhliðið. Að öllum líkindum má rekja morð- ið á Davis til pólitískrar deilu hans og Askews en sá síðarnefndi hafði þrem- ur klukkustundum áður en morðið var framið hringt á skrifstofu banda- rísku alríkislögreglunnar (FBI) og staðhæft að Davis áreitti sig vegna komandi forkosninga en Askew ætl- aði að bjóða sig fram gegn Davis sem fulltrúa demókrata í borgarstjórn. Hann hafði þó ekki lagt fram form- legt framboð enda hafði honum ekki tekist að skila inn undirskriftum til stuðnings framboðinu í tæka tíð. Mikil geðshræring í ráðhúsinu Að sögn vitna var Davis nýstaðinn upp úr sæti sínu á áhorfendapöllum fundarsalar borgarstjórnar, en þar sátu hann og Askew saman, er Ask- ew skaut hann í bakið og hélt hann áfram að skjóta eftir að borgar- fulltrúinn féll í gólfið. Óeinkennis- klæddur öryggisvörður skaut þá sex skotum að Askew og hæfðu fimm. Mennirnir tveir voru fluttir á sjúkra- hús þar sem þeir voru báðir úrskurð- aðir látnir. Mikil geðshræring greip um sig í ráðhúsinu er skothríðin hófst um miðjan dag í fyrradag enda var ekki ljóst strax hvort byssumaðurinn hefði komist undan. Fólk kastaði sér niður, faldi sig undir skrifborðum og öskur fólksins gerðu það að verkum að lögreglan gat ekki með góðu móti greint hvaðan skothljóðin bárust. Lögreglumenn, minnugir hryðju- verkaárásanna 11. september 2001, fylltu nálægar götur á örskömmum tíma og öllum útgönguleiðum úr ráð- húsinu var lokað meðan byssumanns- ins var leitað. Þá var neðanjarðar- lestarstöðvum við ráðhúsið lokað í klukkutíma sem og umferð um Bro- oklyn-brúna. Vildi taka sæti Davis í borgarstjórn Askew hafði sent borgarfulltrúan- um bréf fyrr í þessari viku þar sem hann fór þess á leit að hann sam- þykkti að eftirláta sér sætið í borg- arstjórn „kæmi eitthvað fyrir“ hann. Starfsfólki borgarfulltrúans, sem tók við bréfinu, fannst uppástungan und- arleg og tók fram í viðtali við blaðið Los Angeles Times, að Davis hefði hafnað beiðninni. Engan grunaði þó að samskiptum þeirra Askews og Davis, sem kynntust fyrir aðeins mánuði síðan, myndi lykta eins og raun ber vitni. Davis var 41 árs fyrrverandi lög- reglumaður sem stofnaði árið 1991 samtök sem börðust gegn ofbeldi í stórborgum Bandaríkjanna. Hann hafði jafnframt lagt fyrir borgarráð tillögur sem miðuðu að því að stöðva ofbeldi á vinnustöðum. „Hann tileink- aði líf sitt þeim málstað að stöðva of- beldi,“ tjáði Geoffrey Davis, bróðir hins látna fjölmiðlum. Hann furðaði sig ennfremur á því að bróðir sinn hefði verið felldur inni í opinberri byggingu. „Hvernig gat þetta gerst?“ spurði hann og bætti við að Davis væri látinn fyrir tilstilli „kerfisins“. Morðinginn vildi sæti borgarfulltrúans Borgarstjórinn í New York herðir öryggisreglur í kjöl- far morðsins sem framið var í ráðhúsbyggingunni New York. AP, LATWP. AP Borgarstjórinn í New York, Michael Bloomberg, fór í gegnum vopnaleit- arhlið er hann mætti til vinnu í ráðhúsinu í gærmorgun. AP James Davis, borgarfulltrúi og þekktur baráttumaður gegn stór- borgarofbeldi, sem var myrtur í ráðhúsi New York-borgar. MYNDIR af blóðugum og af- mynduðum andlitum sona Sadd- ams Husseins, sem birtar voru síðdegis í gær í Bagdad og sýndar í sjónvarpi um allan heim, virðast hafa sannfært flesta Araba sem höfðu efasemdir um að þeir Uday og Qusay hefðu í raun látið lífið í átökum við bandaríska herflokka í Mosul á þriðjudag. Myndirnar hafa vakið sterk viðbrögð meðal Araba, allt frá reiði til ánægju. „Ég hafði efasemdir en nú er ég viss um að þeir eru dauðir,“ sagði Ameen Hmoud, starfsmaður flug- málastjórnarinnar í Jemen. „Endalok þeirra eru við hæfi mið- að við líf þeirra. Þeir áttu þennan dauðdaga skilinn.“ Í fyrrakvöld brutust mikil fagn- aðarlæti út í Bagdad, þegar fréttir bárust af dauða bræðranna, sem voru alræmdir fyrir fantaskap, einkum Uday, en margir sögðust ekki myndu trúa þeim fréttum fyrr en þeir sæju myndir af lík- unum. Þrátt fyrir að bræðurnir væru illræmdir sagði Izzy Hussein, bíl- stjóri í Jemen, að Arabar ættu að vera reiðir yfir því að lík bræðr- anna væru sýnd opinberlega. „Þeir hefðu ekki átt að birta þess- ar myndir. Allir múslimar ættu að bregðast við. Það þarf að leita hefnda. Enginn Íraki, Arabi eða múslimi mun gleyma þessu. Bandaríkjamenn verða að gjalda fyrir þetta. Þeir eru skepnur,“ sagði Hussein. „Hatur á Banda- ríkjunum hefur magnast. Ef þeir væru á lífi og væru dregnir fyrir rétt, væri það í lagi. En þetta er hryðjuverkastarfsemi.“ Arabískar gervihnattastöðvar sýndu myndirnar af líkum bræðr- anna um leið og þeim var dreift til fréttamanna í Bagdad. Sumir áhorfendur minntu á athuga- semdir Bandaríkjamanna þegar arabískar sjónvarpsstöðvar birtu myndir af líkum bandarískra her- manna sem féllu í Íraksstríðinu. Tony Sawaya, tryggingasali í Líb- anon, sagði að þessi mál væru ekki sambærileg. „Þetta er sérstakt mál og þeir hafa birt myndirnar eftir kröfu frá almenningi,“ sagði hún. Hún bætti við að auðvitað væri hægt að breyta myndunum en hún teldi að þær væru ósviknar þar sem Bandaríkjamenn myndu ekki taka áhættuna af lygum. Sana Khalil, ríkisstarfsmaður í Líbanon, sagðist einnig telja að myndirnar væru ósviknar en þær myndu ekki breyta skoðun þeirra sem hefðu efasemdir um að þær væru í raun af sonum Saddams. Myndbirtingin vekur sterk við- brögð meðal araba Kaíró. AP. Qusay Hussein, til vinstri, og lík- ið sem sagt er af honum, t.h. Reuters Uday Hussein, til vinstri, og líkið sem sagt er af honum, til hægri. ÍTALSKIR saksóknarar telja nú að Roberto Calvi, oft nefndur „banka- stjóri Guðs“, sem dó árið 1982, hafi verið myrtur af mafíunni en ekki framið sjálfsmorð eins og áður var haldið. Calvi fannst hangandi í snöru undir brú í London eftir að Ambrosiano- bankinn sem hann stjórnaði varð gjaldþrota í stærsta fjármálahneyksli Ítalíu eftir stríð en bankinn var nátengdur Páfa- garði sem átti stóran hlut í honum. Calvi var gjarnan nefndur banka- stjóri Guðs vegna tengsla sinna við Páfagarð. Talið var að Calvi hefði hengt sig en fjölskylda hans hefur alltaf haldið því fram að hann hefði verið myrtur. Rannsókn á dauða hans hófst aftur þegar ítölsk yfirvöld skipuðu fyrir um að lík hans skyldi grafið upp til rann- sóknar árið 1998. Nú hafa réttarsér- fræðingar staðfest að enga áverka eftir hengingu hafi verið að finna á hálsi hans. Líklega hafi hann verið kyrktur og síðan hengdur upp svo liti út fyrir að hann hefði svipt sig lífi. Fjórir grunaðir um morðið Fjórir menn eru grunaðir um verknaðinn, m.a. dæmdur mafíósi, Giuseppe Calo. Hann er talinn hafa framið morðið en að hinir þrír hafi ginnt Calvi til London þar sem hann var drepinn. Ambrosiano-bankinn varð gjald- þrota eftir að 1,3 milljarðar punda hurfu þaðan. Banki Páfagarðs féllst að lokum á að greiða lánardrottnum Ambrosiano-bankans 250 milljónir punda en neitaði þó sök í málinu. Erkibiskupinn Paul C. Marcinkus, sem stjórnaði banka Páfagarðs, neit- aði einnig sök. Nú telja menn að mafí- an hafi myrt Calvi vegna þess að hann tapaði peningum hennar og vissi of mikið um hagi hennar. Einnig hefur komið fram sú tilgáta að hann hafi dregið sér fé sem hann átti að hvítþvo fyrir mafíuna. Myrti mafían „bankastjóra Guðs“? Róm. AP. Roberto Calvi MAHMOUD Abbas, forsætisráð- herra palestínsku heimastjórnarinn- ar, kom til Washington í gær en hann mun eiga viðræður við George W. Bush Bandaríkjaforseta í dag. Lík- legt er talið að Abbas muni leggja áherslu á að Bandaríkjamenn beiti áhrifum sínum til að Ísraelar sleppi fleiri palestínskum föngum. Ísraelar og Palestínumenn eru enn langt frá því að komast að sameiginlegri nið- urstöðu um þann fjölda fanga sem Ísraelum beri að sleppa. Um 500 meðlimir palestínskra harðlínusamtaka á borð við Hamas og Íslamska Jihad efndu til mót- mæla fyrir framan skrifstofur Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) í Gaza-borg í gær. Tilgangurinn var að krefjast þess að öllum föngum sem haldið er í ísraelskum fangelsum og tilheyra hreyfingunum verði skilyrðislaust sleppt en ísraelsk ráðherranefnd hindraði í fyrradag áform um að sleppa meðlimum hinna herskáu samtaka. Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, varðist í gær gagnrýni Bandaríkjastjórnar á girðingu sem ísraelska stjórnin hefur komið upp á landamærum Ísraels og Vestur- bakkans. Hann sagði tilgang girð- ingarinnar að verjast hryðjuverkum. „Bandaríkjamenn misskilja tilgang girðingarinnar vegna þess að þeir þekkja ekki allar hliðar þessa verk- efnis,“ sagði ráðherrann í viðtali við ísraelska herútvarpið að loknum við- ræðum við Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í Wash- ington. Áður hafði Powell sagt á blaðamannafundi að skoða þyrfti hvort girðingin „hjálpar friðarferl- inu“. Abbas og Bush funda í Washington í dag Forsetinn beiti sér fyrir lausn fanga Gazaborg. AFP. FRADRIQUE de Menezes, forseti vestur-afríska eyríkisins Sao Tome og Principe, sneri aftur til síns heima í fyrrakvöld, einni viku eftir að hann flúði land vegna valdaráns í landinu. De Menezes skrifaði fyrr um daginn undir samkomulag við leiðtoga valdaránsins og þykir sennilegt að hann taki við embætti sínu á nýjan leik. De Menezes flaug til Sao Tome frá höfuðborg Gabons, Libreville, og var Olusegun Obasanjo, forseti Nígeríu, með í för. „Það er búið að skrifa undir sam- komulagið,“ sagði Rodolphe Adada, utanríkisráðherra Kongó, en hann kom að sáttaumleitunum. Hann sagði þó ekki hvað fælist nákvæm- lega í samningum de Menezes og valdaræningjanna. Fernando Per- eira, leiðtogi uppreisnarmanna, sagði samkomulagið hins vegar fela í sér almenna sakaruppgjöf til handa valdaræningjunum. Ekki kom fram hvort de Menezes tæki aftur forseta- embættinu en líklegt þótti, að það hefði orðið niðurstaðan. Samkomulag und- irritað á Sao Tome Sao Tome. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.