Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 26

Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÁTÍÐIN í Reykholti verður haldin nú um helgina í sjö- unda sinn og hefst hún með tónleik- um í kvöld. Á dagskránni eru fernir tónleikar og að vanda er efnisskráin mjög fjölbreytt. Hátíðin hefst með tónleikum í kvöld kl. 20 þar sem dag- skráin er eingöngu tileinkuð Schu- bert, en að sögn Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, stjórnanda hátíðar- innar, hefur sú hefð skapast gegnum árin að tileinka opnunartónleikana einu tónskáldi. Í ár er Danmörk það Norðurlanda sem er í forgunni á há- tíðinni og af því tilefni er kominn hingað vel þekktur danskur tenór, Jens Krogsgaard. Á tónleikum á morgun kl. 15 mun hann flytja söng- lög eftir danska tónskáldið Heise auk verka eftir Beethoven og Strauss. Annar erlendur gestur hátíðarinn- ar að þessu sinni er Brindisi tríóið frá Englandi, sem mun á tónleikum ann- aðkvöld kl. 20 flytja verk eftir Moz- art, Fauré og Brahms. Brindisi tríóið samanstendur af Caroline Palmer pí- anóleikara, Jacqueline Shave fiðlu- leikara og Michael Stirling sellóleik- ara. Efnisskrá lokatónleikanna, á sunnudag kl. 16, verður skemmtilega blönduð þar sem bæði verða flutt mjög þekkt verk auk þess sem frumflutt verður nýtt verk eftir Hildigunni Rúnars- dóttur við texta Snorra Sturlusonar. Stjórn- andi Reykholtshátíðar er sem fyrr Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari sem jafn- framt kemur fram á tónleikum hátíðarinnar og leikur m.a. með Jens Krogsgaard á miðdeg- istónleikunum á laug- ardag. Auk hennnar eru íslenskir flytjendur á hátíðinni Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari, Greta Guðnadóttir fiðluleikari, Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran. Læt nefið ráða för „Við fögnum sjö ára afmæli hátíð- arinnar í ár og að mörgu leyti er þetta eins og að horfa á börnin sín vaxa úr grasi. Árið í ár er samt í fyrsta skiptið sem ég get aðeins and- að rólegar yfir því að barnið er orðið nógu stórt til þess að maður þori að líta af því án þess að það fari sér að voða,“ segir Steinunn Birna og hlær. „Það er auðvitað heilmikið uppbygg- ingarstarf að standa fyrir svona hátíð og fyrstu árin er maður náttúrlega bara í hálfgerðu landnemastarfi og veit aldrei í hvert sinn hvernig til tekst. Þetta hefur hins vegar gengið ótrúlega vel enda hef ég verið heppin bæði með þátttakendur og áheyrend- ur.“ Að sögn Steinunnar Birnu hefur Reykholtshátíðin getið sér gott orð á Norðurlöndum. „Erlendu tónlistar- fólki þykir orðið eftirsóknarvert að koma hingað á þessa hátíð og þess vegna fæ ég svona góða krafta, sem mér þykir auðvitað mjög vænt um. Auk þess er líka mikilvægt fyrir okk- ur að fá að heyra og kynnast því hvað er að gerast á Norðurlöndum, sem eru svona nálægt okkur menningar- lega. Innlendu flytjendurnir eru yfir- leitt þeir sömu ár eftir ár og eru orðnir nokkurs konar húsmúsíkant- ar,“ segir Steinunn Birna stolt af sínu fólki. Aðspurð um hvað stýri verkefna- valinu segist Steinunn Birna yfirleitt láta nefið ráða för. „Ég hef gert þetta af tilfinningunni með það að mark- miði að bæði tónlistarfólkið njóti sín og áheyrendum þyki gaman. Ég hef lagt áherslu á vandaðan flutning og skemmtilega tónlist. Margir hafa sagt mér að þeir kunni að meta það að geta komið á þessa hátíð og fengið að heyra gömlu góðu verkin. Þannig getur fólk treyst því að verkin höfði til þeirra. Ég hef leyft mér að vera svolítið hefðbundin í verkefnavali. Ég er ekkert að reyna að finna upp hjól- ið, heldur bara búa til skemmtilega hátíð.“ Ljóðasöngur í miklu uppáhaldi Danski tenórinn Jens Krogsgaard nam söng við Tónlistarháskólann á Jótlandi og hjá prófessor Werner Hollweg í Freiburg í Þýskalandi. Síð- ustu sjö árin hefur hann verið fast- ráðinn við Óperuna á Jótlandi, en hefur auk þess komið víða fram í óp- eruhúsum og sungið óratoríur við mikið lof áheyrenda og gagnrýnenda. Aðspurður segist Krogsgaard njóta þess að syngja á ljóðatónleikum, en því miður gefist ekki mörg tækifæri til þess í Danmörku sökum dvínandi áhuga áheyrenda á ljóðasöng. „Í ljóðasöng eru yfirleitt aðeins tveir flytjendur og það þýðir að ekki þarf að gera jafn miklar málamiðlanir við tónlistarflutninginn, eins og t.d. í óperu þar sem margir tugir lista- manna koma að. Þegar aðeins eru tveir flytjendur verður allt samspil miklu frjálsara og auðveldara að prufa sig áfram og gera tilraunir í flutningnum. Ég hlakka mikið til þess að fá að spila með Steinunni og sjá hvernig við náum saman tónlist- arlega séð.“ Krogsgaard segir Heise vera sitt uppáhalds danska tónskáld. „Verk hans eru samtímis lýrísk og drama- tísk og auk þess tekst honum listilega vel að tvinna saman lag og ljóð svo þau vinni fullkomlega saman. Sem gamall rokksöngvari hef ég alltaf hrifist mest af góðum og flottum lag- línum og þegar kemur að þeim er Heise algjör meistari. Tónlistin þarf alls ekkert að vera svo vitsmunalega flókin til þess að hún virki. Með ein- faldri laglínu má nefnilega tjá eitt- hvað miklu dýpra og þessi einfald- leiki höfðar afar sterkt til mín. Ég verð einfaldlega svo glaður innra með mér þegar ég heyri tónlistina hans.“ Auk verka Heise munu Krogs- gaard og Steinunn Birna flytja „An die ferne Geliebte“ eftir Beethoven og ljóðasöngva eftir Strauss. Að sögn Krogsgaard er verk Beethovens afar sjaldan flutt enda þykir það tónlist- arlega mjög erfitt í flutningi. „Líkt og Heise tekst Strauss líka listavel að semja flottar laglínur. Hann var fær um að skrifa raunverulega erótíska söngva auk þess sem hann er meist- ari í að lýsa óttanum í söngvum sín- um, en oft tengjast einmitt erótíkin og óttinn og það finnst mér afar spennandi. Auk þess hentar þessi tónlist rödd minni einstaklega vel, sem er alltaf afar mikilvægt,“ segir Krogsgaard að lokum. Vandaður flutningur á skemmtilegri tónlist Sjöunda Reykholtshá- tíðin hefst í kvöld. Silja Björk Huldudóttir ræddi við danska ten- órinn Jens Krogsgaard og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanó- leikara sem jafnframt er stjórnandi hátíðarinnar. Steinunn Birna Ragnarsdóttir Jens Krogsgaard silja@mbl.is Vídalín kl. 23 Tónleikar Djass- bandsins Angurgapans. Hljóm- sveitin spilar fjölbreyttan djass. Öll tónlistin er eftir meðlimi hljómsveit- arinnar. Galleri de Aanscouw, Rotterdam Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu og er hún liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Laugardagur Sesseljuhús kl. 14 Sýning myndhöggvarans Gerhards König opnuð. Kaffihúsið Græna kannan kl. 16 Sumarkabarett. Söngsveit Leikfélags Sólheima flytur m.a. lög eftir Bítlana, úr Grease og Abba. Sunnudagur Kaffihúsið Græna kannan kl. 16 Sumarkabarett Sólheima: „Heimsfrægir gestaleikarar“. Ingustofa Sólheima kl. 13–18 Leirgerð Sólheima sýnir af- rakstur vinnu sinnar. Legósýn- ing Árna Alexanders. Aðaltorgi Sólheima kl. 13–17 Opinn útimarkaður fyrir list- muni og lífrænt grænmeti. Þema helgarinnar er: Tré og hljóðfærasmiðja Sólheima. Hægt er að fylgjast með lista- mönnum við iðju sína. Kaffihúsið Græna kannan: Opið kl. 13–18. Verslun og listhús Vala: Opið kl. 11–18. Listasumar á Sólheimum í Grímsnesi er hluti af listahátíð- inni List án landamæra sem er haldin í tilefni af Evrópuári fatl- aðra 2003. Listasumar Sólheima REYKVÍSKA Listaleikhúsið, sem samansett er af fjórum leiklistar- nemum úr Leiklistarskor Listahá- skóla Íslands, frumsýnir í kvöld Líknarann eftir írska leikskáldið Brian Friel í Fríkirkju Reykjavíkur kl. 20. Verkið samanstendur af fjór- um eintölum þriggja persóna, en persónurnar þrjár eru Frank Hardy, farandheilari sem er fullur sjálfsefa varðandi mögulega náð- argáfu sína, Grace kona hans sem fórnað hefur öllu fyrir manninn sem hún elskar og Teddy, umboðs- maður heilarans sem haldið hefur tryggð við þau hjón um áraraðir án þess þó fyllilega að skilja hvers vegna. Frásagnir persónanna þriggja skarast að mörgu leyti er þau rifja upp sameiginlega fortíð sína á ferðalögum um smáþorp Englands og Wales þar sem Frank læknaði fólk á samkomum. „Það var Guðmundur Brynjólfs- son leiklistarfræðingur sem benti okkur á leikritið,“ segir Stefán Hallur Stefánsson sem leikur um- boðsmanninn Teddy. „Við báðum hann um að benda okkur á eitthvert verk, hann kom með þetta og það hreif okkur strax,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson sem leikur heilarann Frank. „Þetta er bara svo skemmtilegur texti og dularfullur. Auk þess sem persónurnar eru allir svo margslungnar,“ segir Birgitta Birgisdóttir sem leikur eiginkon- una Grace. „Persónurnar eru afar margþættar, en við fáum að kynn- ast þeim af eigin orðum og vegna frásagna hinna persónanna. Ein- hvern veginn er aldrei á hreinu hver er að segja satt eða rétt frá,“ segir Stefán Hallur. „Það er einmitt svo skemmtilegt hvernig mann- eskjur upplifa hlutina á svo mis- munandi hátt og ljúga síðan oft að sjálfum sér, jafnt sem öðrum, í frá- sögnum sínum,“ segir Sveinn. „Svo eru þær búnar að ljúga svo oft og lengi að sjálfum sér að á endanum verður þetta þeirra sannleikur,“ segir Ólafur Steinn Ingunnarson leikstjóri sýningarinnar. Aðspurður um markmið uppsetn- ingarinnar svarar hópurinn því til að meginhugsunin hafi verið að fá að vinna með það sem þau séu að læra. „Með þessu vildum við taka skólann einu skrefi lengra. Nýta okkur námið í verki. Útvíkka lær- dóminn utan skólans á okkar eigin forsendum. Spila út frá einhverju sem við sköpum sjálf og þannig lær- um við alveg ótrúlega mikið, sér- staklega í svona einleiksformi eins og þetta, sem er einstaklega krefj- andi,“ segir Stefán Hallur. Samspil við ólík rými „Við höfum aldrei gert þetta áð- ur,“ segir Birgitta. „Í raun er þetta það mest krefjandi sem við gátum valið okkur,“ segir Sveinn. „Í haust munum við svo snúa aftur í skólann reynslunni ríkari eftir vinnuna nú í sumar. En næsta vetur tekur ein- mitt við einstaklingsverkefni og þá erum við í fyrsta sinn í skólanum að stíga ein á svið,“ segir Birgitta. Á sunnudagskvöldið kemur verð- ur nokkurs konar endurfrumsýn- ing því þá mun hópurinn sýna upp- færsluna í nýju rými, þ.e. í Nýlendunni á Nýlendugötu 15a. Þar verða sýndar fimm sýningar á verkinu en lokasýningin verður, líkt og frumsýningin, í Fríkirkj- unni. Nýlendan er tilraunaaðstaða, á vegum leikhópsins Lab Loka, og tekur átján manns í sæti en Frí- kirkjan tekur rúmlega þrjúhundr- uð gesti í sæti. „Þetta eru eins mikl- ar andstæður og hugsast getur,“ segir Sveinn. „Hugsunin var að per- sónurnar fengju með þessu að lifa sjálfstæðu lífi utan rýmisins sem þær urðu til í. Að þær fengju bæði að vera til í hinu lokaða rými Ný- lendunnar og jafnframt finna frels- ið sem opna rými kirkjunnar býður upp á. Kannski má segja að persón- urnar verði raunverulegri fyrir vik- ið,“ segir Ólafur. „Það er búið að vera virkilega spennandi að takast á við þessi tvö rými og auðvitað mikil reynsla. Óhjákvæmilega skapast meiri nálægð við áhorf- endur í kjallaranum á Nýlendugöt- unni. Fyrir vikið verður sambandið við áhorfendur þó brothættara, sem er bara spennandi. En það er líka stórkostlegt að leika í kirkj- unni og gaman að færa leikhúsið aftur inn í kirkjuna þar sem það á m.a. uppruna sinn,“ segir Stefán Hallur. „Með notkuninni á þessum tveimur rýmum erum við líka að sýna að kraftaverk geta gerst alls staðar,“ segir Ólafur. Leikhópurinn þýddi sjálfur verk- ið undir handleiðslu Ólafar Eldjárn, en búningar eru í höndum Elmu Backman. Reykvíska Listaleikhúsið er hluti af skapandi sumarhópum Hins hússins. Hópurinn vildi koma sérstöku þakklæti til Hjartar Magna, Hreiðars og Ásu Bjarkar hjá Fríkirkjunni fyrir aðstöðuna og alla aðstoðina. „Kraftaverk geta gerst alls staðar“ Morgunblaðið/Jim Smart Birgitta Birgisdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Stefán Hallur Stefánsson á leikæfingu í Fríkirkjunni. silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.