Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 27
SÝNING á verkum Gerhards König
verður opnuð við Sesseljuhús á Sól-
heimum kl. 14 á morgun, laug-
ardag. Sýningin ber yfirskriftina
Lífsform og samanstendur af sjö
verkum sem Gerhard hefur unnið
tvö síðustu sumur á Sólheimum.
Hann var verkstjóri trésmiðju Sól-
heima á árunum 1997 til 2000 og
hefur síðan þá dvalið í sumarleyfi
sínu á Sólheimum og unnið við list
sína.
Gerhard nam höggmyndalist í
Antrópósófíska háskólanum í Dorn-
ach í Sviss frá 1977 til 1980. Nú er
hann búsettur í Schopfheim og
stundar þar list sína ásamt því að
kenna við Waldorfskólann þar í bæ.
Á Sólheimum eru tvö verk eftir
Gerhard, höggmyndin Tunglblóm
frá 2001 og verkið Kona og fiskur
frá árinu 1998.
Fiskurinn grunnstef
í listsköpun
Gerhard vann áður í mörg ár
með fiskinn sem grunnstef í list-
sköpun sinni. Gerhard er fyrst og
fremst þekktur fyrir að vinna með
fiskinn á táknrænan hátt í heima-
landi sínu, Þýskalandi. Nú hefur
nýtt hugðarefni fangað huga hans,
flóran.
Gerhard notar náttúruleg hrá-
efni. Hann heggur verk sín úr trjá-
drumbum og leggur hann áherslu á
að nota rekavið þegar hann er á Ís-
landi.
Gerhald hefur haldið fjórar sýn-
ingar hér á landi og haldið einka-
sýningar í Þýskalandi, Sviss og
Danmörku. Að auki hefur hann tek-
ið þátt í fjölda samsýninga.
Í júní sl. var afhjúpuð höggmynd
eftir Gerhard König í miðbæ Weil í
Þýskalandi. Verkið er gert úr tré
og nefnist Fiskar.
Gerhard König við vinnu sína.
Að fanga flóru
og fisk í tré
Hafnarborg
Tveimur sýningum lýkur í
Hafnarborg á mánudag. Sýning
á verkum bandarísku listakon-
unnar Barböru Cooper og sýn-
ingu á þjóðlegum listmunum frá
Kína.
Hafnarborg er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17.
Nýlistasafnið
Sýningu Matthews Barneys í
Nýlistasafninu, Cremaster
Plate 2003, lýkur á sunnudag.
Nýlistasafnið er opið mið-
vikudaga til sunnudaga kl. 14-
18.
Sýningum lýkur
!
!"
"
#$ %
&
' ( )!
) * +!
! ,
-. /
-.0 (
!
)! ( ) +
, ! !
1
" "