Morgunblaðið - 25.07.2003, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.07.2003, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 35 ✝ Þorbjörn Ás-björnsson fædd- ist í Borgarnesi 7. júlí 1917. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Valbjörg Jónsdóttir frá Val- bjarnarvöllum og Ásbjörn Guðmunds- son frá Grenjum. Systkini Þorbjarnar voru Finnbogi, Sig- urgeir, Sesselja Sig- ríður og Guðjón sem öll eru látin. Hinn 29. nóvember 1947 kvænt- ist Þorbjörn Ágústu Björnsson, kaupmannsdóttur frá Borgarnesi, f. 4. maí 1922. Foreldrar Ágústu voru Jón Björnsson frá Svarfhóli, desember 2002. c) Guðrún Edda hárgreiðslukona, f. 24. apríl 1980, sambýlismaður Sævar Gíslason, dóttir þeirra er Sylvía Rut, f. 9. ágúst 2002. d) Kolbún Ásta, f. 17. apríl 1987. 2) Sesselja, kennari og félagsráðgjafi, f. 28. maí 1958, gift Ívari Ragnarssyni rekstrarfræð- ingi. Börn þeirra eru: a) Rósa Gréta, nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, f. 25. maí 1983, b) Þorbjörn Smári, nemi í Verslun- arskóla Íslands, f. 23. júlí 1985, og c) Lárus Ívar nemi, f. 25. mars 1992. Þorbjörn lærði við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk prófi árið 1941. Hann var um langt skeið stýrimaður á skipum Skalla- gríms og síðar Landhelgisgæsl- unnar. Hann hóf störf hjá Tollstjóraembættinu árið 1957 og starfaði þar óslitið í 30 ár fram að starfslokum. Þorbjörn starfaði á því tímabili sem tollvörður og síð- ar tollvarðstjóri. Útför Þorbjarnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kaupmaður í Borgar- nesi, og Ragnhildur Jónasdóttir frá Sól- heimatungu í Staf- holtstungum. Dætur þeirra eru: 1) Ragn- hildur kennari, f. 12. maí 1952, gift Bjarna Jarlssyni rafvirkja- meistara. Börn þeirra eru a) Ingvar verk- fræðingur, f. 16. sept- ember 1972. Kona hans er Björg Juto. Synir þeirra eru Garðar, f. 19. júní 1998, og óskírður son- ur, f. 19. júlí 2003. b) Ágústa Kristín, f. 16. maí 1975, gift Sig- urði Þóri Jónssyni. Synir þeirra eru Bjarni Jarl, f. 7. febrúar 1996, Dagur Kristinn, f. 18. desember 1997, og Ágúst Bergmann, f. 3. Einn stærsti minnisvarðinn sem hver maður reisir sér eru þær minn- ingar sem eftir lifa í huga þeirra sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni. Það safn góðra minninga sem ég á um hann afa er stórt og hefur reynst mér ásamt öðrum góðum minningum frá öllum mínum aðstandendum haldgóð kjölfesta í lífinu. Það má segja að ég hafi alist upp á tveimur stöðum. Alla mína æsku var ég með annan fótinn í Reykjavík hjá ömmu og afa. Ein mín fyrsta minning af honum afa mínum er þegar ég og elsta systir mín, hún Ágústa, sátum í aftursætinu á Gamla Rauð á leið upp í kartöflugarð að taka upp. Gamli Rauður var fagur- rauður Viva Vauxhall sem séð hafði fífil sinn fegri en afi var óþreytandi að dytta að. Enn þann dag í dag heyri ég hana ömmu tala með trega og söknuði um þann trausta farar- skjóta. Það sem var sérstaklega spennandi við Gamla Rauð var að afi geymdi alltaf poka af brjóstsykri í hanskahólfinu svo við börnin biðum alltaf með öndina í hálsinum þegar afi teygði sig í hólfið. Við áttum ófáar góðar stundir í kartöflugörðunum á Korpúlfsstöðum og í Aldamóta. Þar ræktuðu afi og amma kartöflur, gul- rætur, rófur, kál og jarðarber. Það má eiginlega segja að ein stærsta dægradvölin hans afa hafi verið garðrækt og henni sinnti hann af al- úð alla tíð. Mitt seinna uppeldi hófst síðan þegar ég var orðinn sextán og flutti til Reykjavíkur til að sækja mennta- skóla. Mér var tekið opnum örmum á Neshaganum og þar sem ég var nú dálítið sjálfstæður og vildi ekki búa inn af eldhúsinu var útbúið herbergi uppi í risi þar sem ég bjó næstu sex árin. Þrátt fyrir allt þetta nýfengna sjálfstæði var lífið í föstum skorðum á Neshaganum. Afi var nýfarinn á eftirlaun og amma fór út í atvinnu- lífið eftir að hafa sinnt húsmóður- hlutverkinu af röggsemi alla tíð. Það var því fastur liður á morgnana að afi hitaði hafragraut og hann eða amma útbjuggu handa mér nesti. Ég var í fyrstu ekkert allt of hrifinn af þessari framtakssemi því bæði þótti mér hafragrautur vondur og svo fannst mér afi smyrja allt of þykkt á brauð- ið. En er á leið tók það viðhorf breyt- ingum og nú hugsa ég með trega til samverustundanna á morgnana, grautarins góða og nestisins sem ég bý að alla tíð. Hann afi vann í fjöldamörg ár við tollgæslu. Eitt af því sem ég komst að meðan á menntaskólagöngunni stóð var að afi hefði einnig sem best getað unnið fyrir sér sem kokkur. Hann eldaði hádegismat þegar ég kom heim, kjötbollur, heilsoðna ýsu og þann rétt sem hann var hvað stolt- astur af alla tíð, ekta íslenska kjöt- súpu. Þar var ekkert til sparað og afi lagði sig allan fram við súpugerðina. Það hvíldi hálfgerð helgi yfir því augnabliki þegar ég dreypti á fyrstu skeiðinni og viðbrögðin skáru úr um hvort súpan hefði heppnast vel. Aldr- ei bragða ég svo kjötsúpu í dag að ég minnist ekki hans afa míns og fáar komast þær í hálfkvisti við súpuna hans. Fyrir fimm árum eignuðumst ég og konan mín son, hann Garðar minn. Hann er ljúfur piltur og náði strax einstöku sambandi við ömmu lang og afa lang á Neshaganum. Þeir náðu vel saman afi og Garðar og ég minnist þess með hlýju þegar afi sat og las fyrir litla drenginn eða söng barnagælur. Það hefur einstakt upp- eldisgildi að umgangast eldri kyn- slóðir og ég óska þess heitast að árin sem þeir áttu saman hefðu verið fleiri. Tveimur dögum eftir að afi andaðist eignuðumst við síðan annan son, sólargeisla á þungbúnum degi. Þannig er því nú oft farið í lífinu, það skiptast á skin og skúrir. Þau afi og amma hafa reynst öllum sínum samferðamönnum vel í gegn- um tíðina. Í íbúðinni í risinu hófu for- eldrar mínir ungir búskap og þar steig ég mín fyrstu spor. Það hafa margir haft viðkomu í risinu á Nes- haganum; lögfræðingar, kennarar, flugmenn og verkfræðingar. Aldrei heyrði ég styggðaryrði um nokkurn mann og iðulega var rætt um marg- an mektarmanninn í þjóðfélaginu sem þeir væru þeirra eigin synir eða dætur. Það var alltaf opið hús og tek- ið vel á móti öllum. Afi og amma voru alla tíð, þótt ólík væru, sem einn ein- staklingur. Áttu bæði rætur í Borg- arfirðinum langt fram í ættir og höfðu deilt súru og sætu. Komu til Reykjavíkur með tvær hendur tóm- ar og byggðu með útsjónarsemi og af skörungsskap heimili fyrir sig og sína. Hann afi var nú ekki gallalaus frekar en aðrir. Hann var sennilega með þrjóskari mönnum sem uppi hafa verið og ef hann hafði bitið eitt- hvað í sig þá var það síður en svo ein- falt mál að telja honum hughvarf. En það er bara einn af þeim þáttum sem býr til sterkan karakter og við áttum vel saman, ég og afi, vorum samstiga í flestu. Hann var óþreytandi í að safna til mögru áranna, það var engu hent og eftir standa fullar geymslur af hlutum sem hugsanlega mátti nýta. Þar fer horfinn hugsunarhátt- ur því í dag er neyslan allsráðandi og það sem ekki á að nota á næstunni fer beint í tunnuna. Oftlega verður mér hugsað sneypulega til bílskúrs- ins hans afa þegar ég kasta frá mér spýtum sem eru vel nýtanlegar til smíða eða öðru brúklegu. Hann fór einnig afar varlega með fjármuni en átti það til að gauka að mér vasapen- ing annað slagið sem létti brún á fá- tækum menntaskólapilti verulega. Já, þær eru sannarlega ótalmargar minningarnar og langt mál að rekja en það sem upp úr stendur er hlýja og ástúð sem skein í gegnum oft og tíðum hrjúfan sjómannsskráp. Með söknuð í huga kveðjum við því hann afa. Hann var góður maður og traustur. Vertu blessaður, afi minn, guð geymi þig og varðveiti alla tíð. Við sjáumst aftur þegar ég hef skilað langri ævi og falið góðar minningar í huga annarra að þínu fordæmi. Þinn dóttursonur, Ingvar Bjarnason og fjölskylda. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Já, það eru margar minningarnar sem hann afi minn skilur eftir enda var hann merkilegur og stórbrotinn maður. Sú minning sem stendur mér skýrast fyrir hugskotssjónum er án efa tengd gamla rauða bílnum þeirra ömmu og afa. Hann var jafnan kall- aður gamli Rauður og lengi vel hélt ég að stakan „afi minn fór á honum Rauð“ væri samin um hann afa minn. Þær voru ófáar ferðirnar sem við Ingvar bróðir minn fengum að sitja aftur í í þessum fína farskjóta. Mér eru minnisstæðar árlegar sumarbú- staðaferðir í Munaðarnes. Þá var amma jafnan búin að baka til ferð- arinnar og ríflega það og var afrakst- urinn geymdur í stórum Macintosh- dunkum. Var gamli Rauður vel hlað- inn af hvers kyns góðgæti enda alla tíð mikil myndarmennska á því heimili og vel veitt. Í Munaðarnesi voru afi og amma óþreytandi spila- félagar og leið stundin hratt í góðum félagsskap. Í endurminningunni var alltaf spilað, alltaf farið í gönguferð og það var alltaf sól. Haustferðirnar í kartöfluupptöku voru einnig fastur punktur í tilver- unni. Afi var mikill garðyrkjumaður og var lengi vel með garða bæði á Korpúlfsstöðum og í Aldamóta og ræktaði þar alls kyns grænmeti og kartöflur. Það besta við þessar ferð- ir, fannst mér þá, var röndótti brjóst- sykurinn sem geymdur var í hanska- hólfinu. Í dag eru það ekki molarnir sem skipta máli heldur samveran með ömmu og afa í þessum ógleym- anlegu ferðum. Afa var eins og sjálfsagt mörgum af hans kynslóð mikið í mun að við systkinin lærðum að lesa og skrifa og minnist ég þess að þegar ég komst á skólaaldur þá var það næsta víst að þegar ég kom í heimsókn dró afi upp bók og vildi heyra hvernig lesturinn gengi. Ég man hvað það gladdi lítið hjarta að fá hrós frá afa fyrir góða frammistöðu. Í seinni tíð hefur orðið lengra á milli heimsóknanna á Neshagann en alltaf er jafngott að koma þangað. Það var fastur liður að afi leitaði frétta úr Borgarnesi og spurði hvernig ferðin hefði gengið. Ég man að hann spurði ætíð hvort hefði verið rok í Hvalfirðinum. Eftir að göngin komu breyttist viðkvæðið aftur á móti í: „Ja, það er nú ekkert rok í göngunum.“ Elsku afi, megi þér líða vel á himn- um og ég þakka þér allar góðu minn- ingarnar sem þú gafst okkur. Þú reyndist okkur alltaf vel og minning þín lifir með okkur. Þín dótturdóttir, Ágústa Kristín Bjarnadóttir og fjölskylda. ÞORBJÖRN ÁSBJÖRNSSON  Fleiri minningargreinar um Þor- björn Ásmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, STURLAUGUR JÓHANNSSON, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 24. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna M. Gísladóttir, Páll Sturlaugsson, Emma Rafnsdóttir, Sigríður Sturlaugsdóttir, Ómar Þorbjörnsson, Bragi Benediktsson, Guðrún Sturlaugsdóttir, Karl Jensson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTFINNA PÁLSDÓTTIR, Eyrargötu 22, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar þriðju- daginn 22. júlí. Jarðsett verður frá Siglufjarðarkirkju þriðjudag- inn 29. júlí kl. 15.00. Guðbjörn Haraldsson, Anna Óskarsdóttir, Kristján F. Haraldsson, Pálína Pálsdóttir, Árni V. Haraldsson, Hafdís E. Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BIRGIR GARÐARSSON, Krókatúni 4a, Akranesi, (áður Hlíðarbyggð, Garðabæ) lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudaginn 30. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda. Svava Birgisdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Einar Björgvin Birgisson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, JÓNA KRISTÍN BJARNADÓTTIR, Fálkagötu 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mið- vikudaginn 23. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hannes Þorkelsson, Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir, Helga Hannesdóttir, Bjarndís Hannesdóttir, Gunnlaug Hannesdóttir, Hlynur B. Gunnarsson, Anna Kristín Hannesdóttir, Helgi Helgason, barnabörn, Þorbjörn Bjarnason, og Þorsteinn Bjarnason. Ástkær móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN EDDA GESTSDÓTTIR, Furugrund 42, Kópavogi, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 24. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Líney Marinósdóttir, Karl Magnússon, Bent Marinósson, Sif Á. Guðbjartsdóttir, Líney Bentsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.