Morgunblaðið - 25.07.2003, Page 36

Morgunblaðið - 25.07.2003, Page 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ RagnheiðurBjörk Ragnars- dóttir fæddist á Skagaströnd 9. apríl 1939. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ragn- ar Magnússon, f. 4. nóvember 1910, d. 14. janúar 2000, og Stein- unn Áslaug Jónsdótt- ir, f. 8. júní 1909, d. 2. febrúar 1975. Syst- kini hennar voru: 1) Karítas Una, f. 17. september 1931, d. 6. janúar 1940. 2) Magnús Guðberg, f. 30. júní 1936, d. 20. janúar 1943. 3) Jón Jó- hann, f. 4. ágúst 1937. 4) Gestur Breiðfjörð, f. 9. apríl 1939. 5) Ólína Guðbjörg, f. 4. febrúar 1944. 14 ára fluttist Ragnheiður með foreldrum sínum og systkinum til Grindavíkur og bjó þar alla tíð síð- an. Hinn 26. desember 1963 giftist Ragnheiður Daníel Reyni Haralds- syni, f. 17. september 1935, d. 2. ágúst 1979. Foreldrar hans voru Haraldur Daníel Haraldsson, f. 29. desember 1903, d. 21. september 1970, og Arnfríður Guðleif Daníelsdóttir, f. 13. september 1908, d. 14. desember 1972. Bræður hans voru Guðmann Óskar, f. 19. ágúst 1928, d. 14. júní 1993, og Einar Kristinn, f. 9. apríl 1933. Ragnheiður og Daníel eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Arnar, f. 17. júní 1963, kona hans er Eva Margrét Hjálmarsdóttir, f. 23. mars 1968, börn þeirra eru Daníel Reynir, f. 29. ágúst 1991, og Þórdís Una, f. 10. desember 1996. 2) Karítas Una, f. 13. júlí 1967. Ragnheiður vann ýmis störf, sem matráðskona en þó lengst af við verslunarstörf. Síðustu árin starfaði hún á hótelinu Northern Light Inn við Bláa lónið. Útför Ragnheiðar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.00. Þessa dagana stöndum við í miðju sjónarspili náttúrunnar sem vefur um okkur hlýleika bjartra nátta en um leið minnir okkur á vanmátt og smæð okkar frammi fyrir almættinu. Þegar ég sit hérna og læt hugann reika koma margar góðar og skemmtilegar minningar upp í hug- ann. Mér er það hugleikið er leiðir okkar Ragnheiðar eða Röggu eins og hún var alltaf kölluð lágu fyrst saman þegar fjölskylda hennar fluttist frá Skagaströnd að Búðum í Grindavík. Þetta var fermingarár þeirra Gests og Röggu. Eins og flestir unglingar í þá daga unnu þau systkin við síldar- söltun og þar kynntist ég þeim laus- lega. Ég átti eftir að kynnast Röggu betur seinna er við tengdumst fjöl- skylduböndum. Þegar við Gestur hófum búskap á Mánagötunni kom Ragga oft á kvöld- in „að spjalla um heimsins gagn og nauðsynjar“ og sá ég þá fljótt að þar var á ferð góður og traustur vinur, með létta lund, greiðvikin og hjálp- söm. Já, við vorum ekki síður góðar vinkonur en mágkonur. Eins og ég hef svo oft sagt dáðist ég að dugnaði Röggu og af því hve ráðagóð hún var og bar höfuðið hátt þegar á móti blés. Þegar Daníel eig- inmaður Röggu lést í blóma lífsins stóð hún sig eins og hetja við að koma börnum þeirra tveimur, Arnari og Kaju, til manns eins og þau bera henni glöggt vitni um. Ragga og börnin voru alla tíð sérlega samrýnd og ekki minnkaði samheldni fjöl- skyldunnar þegar við bættist góð tengdadóttir og seinna barnabörnin tvö. Þrátt fyrir erfiðleika lífsins bar hún ávallt bjartsýni í brjósti og lét aldrei bugast heldur tók á mótlæti því sem hún mætti með mikilli reisn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Nú er komið að leiðarlokum, Ragga mín, og við Gestur þökkum þér fyrir samfylgdina. Elsku Kaja, Arnar, Eva, Daníel og Þórdís, kveðju- stundin er erfið en eftir standa ljúfar minningar um góða konu. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Jóhanna Garðarsdóttir. Einn fallegasti og hlýjasti dagur sumarins rann upp 18. júlí en um miðjan dag dró ský fyrir sólu, Ragga mágkona mín lagði af stað héðan í sína hinstu för. Hún var mikill sól- dýrkandi svo það var kannski ekki til- viljun að hún kveddi þessa jarðvist á slíkum degi. Eins og hún sagði svo oft að sér þætti mest gaman að fara héð- an í ferðalög til útlanda í góðu veðri. Eftir langvarandi veikindi og stranga lyfjameðferð kom kallið frá þeim sem öllu ræður. Enda þótt við sem eftir sitjum hefðum gert okkur grein fyrir hversu alvarleg veikindi Röggu voru, vonuðumst við samt öll í hjarta okkar til að hún fengi að vera lengur á meðal okkar. Ragga var mikil fjölskyldumann- eskja, frændrækin, hlý og nærgætin. Hún var hógvær, prúð og afskaplega dul. Þó svo lífið væri ekki alltaf auðvelt hjá henni, lét hún aldrei bilbug á sér finna, hún var dugnaðarforkur. Ragga var oft hnyttin í tilsvörum, skemmtileg og hafði góðan húmor. Það er margs að minnast og af mörgu að taka. Ungar að árum stofnuðum við nokkrar vinkonur saumaklúbb og ég held að ég geti talað fyrir munn okkar allra að það var sérstakt tilhlökkun- arefni að fara í saumaklúbb til Röggu því matargerð var hennar sérfag, líf og yndi, það var sama hvers kyns var, matur, kökugerð, brauðtertur eða danskt „smørrebrød“, hún var snill- ingur í að laða fram slíkt góðgæti. Ragga fór til Danmerkur á smur- brauðsnámskeið, las mikið uppskrift- ir úr dönskum blöðum og allar mat- reiðslubækur og blöð sem hún náði í, og oft var leitað til hennar ef aðstoða þurfti við veislur. Aðeins fertug að aldri varð Ragga ekkja með tvö börn, þau Arnar og Kaju, sem nú sjá á eftir móður sinni. Ragga var umhyggjusöm, heima- kær og góð móðir, einnig hefur hún reynst góð tengdamóðir og amma. Þau Arnar og Kaja reyndust móð- ur sinni afar vel og eru vel af Guði gerð. Einnig hefur Eva tengdadóttir hennar reynst henni afar vel. Að leiðarlokum vil ég þakka Röggu mágkonu minni áratuga vináttu og öll góðu ferðalögin okkar saman innan- lands sem utan. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Arnar, Kaja, Eva, Daníel og Þórdís, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og ávallt vera með ykkur. Kristín Th. Kæra Ragga. Núna þegar þú ert farin yfir móðuna miklu, langar okk- ur saumaklúbbssysturnar að þakka þér samfylgdina. Okkur finnst raunar ótrúlegt að þú sért farin frá okkur, enda þótt við vissum reyndar nákvæmlega í hvað stefndi. Þú varst svo sannarlega búin að spyrna við fótum með ótrúlegum dugnaði í þínum löngu og erfiðu veik- indum en tapaðir að lokum. En svona fór, kæra vinkona, og við söknum þín. Það er svo margs að minnast eftir áralanga samveru í saumaklúbbi. Reyndar bar okkur ekki saman um hversu margra ára saumaklúbburinn er í dag. Var hann stofnaður árið sem Eirík- ur fæddist? Eða var það árið sem Ól- ína fæddist? Einhvern veginn var það fyrstu árin að við töluðum um börnin okkar á meðan við stoppuðum í sokka eða vorum með aðra handavinnu. Minnisstæð er útsaumaða renni- brautin þín. Það var alltaf svo mikið og gott að borða hjá okkur í saumaklúbbnum og þess vegna settum við þær reglur að ekki fleiri en þrjár sortir mættu vera á borðum. Þú varst fljót að sjá við þeim reglum, dreifst þig í að fara á smurbrauðsnámskeið í Danmörku og þar með gast þú af þinni alkunnu matarsnilld komið með ótal margar sortir sem allar heyrðu undir smur- brauðið. Þá eru ógleymanlegar utanlands- ferðirnar sem saumakúbburinn fór, það var alltaf jafn gaman, hvort sem við vorum í Amsterdam, Hamborg eða Glasgow. Við vorum alltaf að gera svo góð kaup. Sennilega voru bestu kaupin þegar okkur var boðið á Saga Class ef við vildum fljúga á Frankfurt í staðinn fyrir Kaupmannahöfn á leiðinni til Hamborgar. Svo mikil var gleðin í bakaleiðinni þegar við allar mættum í köflóttum jökkum að við fengum sömu Saga Class-þjónustuna þótt við værum í almenningnum. Já, kæra vinkona, við þökkum þér allar glöðu og góðu stundirnar. Dáðrík gæðakona í dagsins stóru önnum, dýrust var þín gleði í fórn og móðurást. Þú varst ein af ættjarðar óskadætrum sönnum, er aldrei köllun sinni í lífi og starfi brást. (Ingibjörg Sig.) Innilegar samúðarkveðjur til Kaju, Arnars, Evu, Daníels, Þórdísar og annarra aðstandenda. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Saumaklúbburinn. Kveðja frá Kór Grindavíkurkirkju Látin er langt um aldur fram, kær vinkona okkar Ragnheiður Björk Ragnarsdóttir eftir löng og erfið veik- indi. Hún háði baráttu sína af mikilli elju og dugnaði, allt þar til yfir lauk. Það sýndi sér best í því að vinnu sótti hún þó hún væri orðin mjög veik, fór í lyfjameðferðir og mætti oft til vinnu næsta dag á eftir. Ragga var mikill vinur vina sinna, stutt í brosið sem var bæði einlægt og fallegt. hún lét fara lítið fyrir sér, en hafði gaman af að vera í glöðum hópi á góðri stundu,söngelsk mjög og hafði fallega söngrödd og söng sópran rödd í kórnum okkar. Ragga átti fallegt heimili sem hún ann, enda mikil húsmóðir. Við þökkum Röggu hjartanlega samverustundirnar. Hennar er sárt saknað. Sendum börnum hennar og fjöl- skyldu allri einlægar samúðarkveðj- ur og biðjum vinkonu okkar, Guðs blessunar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) RAGNHEIÐUR BJÖRK RAGNARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Björk Ragn- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR VILHELMSDÓTTIR, Háuhlíð 5, Sauðárkróki, sem lést mánudaginn 14. júlí, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 26. júlí kl. 14.00. Hróbjartur Jónasson, Ingi Vilhelm Jónasson, Carina Törnblom, Ingibjörg Elín Jónasdóttir, Jens Andrés Jónsson og barnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR frá Skarði, Hlíðarvegi 25, Kópavogi, sem andaðist föstudaginn 18. júlí, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 28. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði í Ölfusi. Kristinn Kristjánsson, Magnús Sigurjónsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Kristján Kristinsson, Gunnlaugur Kristinsson, Björk Þorsteinsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, FJÓLA SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 18. júlí. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 28. júlí kl. 13.30. F.h. aðstandenda, Björk Kristjánsdóttir, Stefanía Kristjánsdóttir, Ásgeir Þór Hjaltason, Sigurlaug Jakobsdóttir, Bragi Már Bragason, Valdimar G. Jakobsson. Elsku litli drengurinn okkar, bróðir okkar, mágur og barnabarn, BRYNJAR PÁLL GUÐMUNDSSON, sem lést af slysförum sunnudaginn 20. júlí sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 26. júlí kl. 11.00. Áslaug Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jón Ingibergur Guðmundsson, Þórhildur Svava Svavarsdóttir, Torfi Ragnar Sigurðsson, Páll Jónsson, Þórhildur Svava Þorsteinsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir. Ástkær unnusta mín, dóttir, stjúpdóttir, systir, barnabarn og tengdadóttir, TINNA HRÖNN TRYGGVADÓTTIR, Háteigi 21, Keflavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju í dag, föstudaginn 25. júlí kl. 15.00. Haukur Aðalsteinsson, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Ólafur Ragnar Elísson, Tryggvi Þórir Egilsson, Ásta Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Þór Ragnarsson, Egill Tryggvason, Signý Ósk Ólafsdóttir, Ásgeir Tryggvason, Ólafur Hrafn Ólafsson, Stefanía Ásta Tryggvadóttir, Tómas Orri Ólafsson, Margrét Jensdóttir, Egill Sveinsson, Brynja Tryggvadóttir, Aðalsteinn Guðbergsson, Guðríður Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.