Morgunblaðið - 25.07.2003, Page 39

Morgunblaðið - 25.07.2003, Page 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 39 Í UNDIRRÉTTI OG ÆÐRI DÓMSTÓL NO. 4207 ÁRIÐ 2003 SÉRDEILD DÓMS FÉLAGARÉTTUR MÁLIÐ VARÐANDI CNA INSURANCE COMPANY (EUROPE) LIMITED - OG - MÁLIÐ VARÐANDI CNA INSURANCE COMPANY LIMITED - OG - MÁLIÐ VARÐANDI LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG MARKAÐI FRÁ 2000 TILKYNNING HÉR MEÐ TILKYNNIST að hinn 26. júní 2003 sótti CNA Insurance Company (Europe) Limited („CIE“) til undirréttar og æðra dómstólsins um: 1. Tilskipun samkvæmt VII hluta laga um fjármálaþjónustu og markaði frá 2000 („lögin“), sem samþykki áætlun („áætlunin“) með ákvæði um flutning til CNA Insurance Company Limited („CICL“) á öllum almennum vátryggingaviðskiptum CIE; og 2. Tilskipun, sem gerir viðbótarákvæði í sambandi við framkvæmd áætlunarinnar samkvæmt 112. kafla laganna. Væntanlegur flutningur mun leiða til þess að viðskipti, sem CIE rak áður fyrr í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi verða rekin af CICL. Bæði CIE og CICL eru dótturfyrirtæki CNA Financial Corporation. Væntanlegur flutningur mun tryggja áframhald hverskyns málaferla af hendi eða gegn CICL eða af hendi eða gegn CIE varðandi réttindi og skuldbindingar í sambandi við yfirfærðu viðskiptin. Allar kröfur, sem afgreiddar eru fyrir yfirfærslu af hendi CIE munu að yfirfærslunni aflokinni afgreiddar af CICL; allar kröfur sem upp koma eftir yfirfærsluna verða afgreiddar af CICL. Umsókninni er beint til fyrirtöku hjá dómara félagsmálaréttar konunglegu dómstólanna, Strand, London WC2A 2LL hinn 2. október 2003 og sérhver aðili (þ.á m. starfsmaður CIE eða CICL), sem telur að hann eða hún verði fyrir slæmum áhrifum við framkvæmd áætlunarinnar, getur mætt við framangreint réttarhald sjálf(ur) eða látið lögmann mæta fyrir sig. Sérhver aðili, sem hyggst koma þannig í rétt og sérhver skírteinishafi CIE eða CICL sem er andvígur áætluninni en ætlar ekki að mæta þannig í rétt ætti að tilkynna það skriflega með eigi skemmri en tveggja heillra virkra daga fyrirvara eða tjá sig mótfallinn og geta ástæðna fyrir því. Tilkynningin sendist lögmönnunum sem um getur hér að neðan. Afrit af skýrslu um skilmála áætlunarinnar, sem samin er samkvæmt 109. kafla laganna („óháða sérfræðingsskýrslan“) og greinargerð um skilmála áætlunarinnar er inniheldur ágrip af óháðu sérfræðingsskýrslunni er hægt að fá á www.cnaeurope.com/transfer og láta undirritaðir lögmenn gögnin í té án afgjalds. Fjármálaeftirlitið (FME) birti auglýsingu í Lögbirtingablaðinu varðandi vænatanlegan flutning hinn 11. júlí 2003 DAGSETT 25. dag júlí 2003 Lovells Atlantic House Holborn Viaduct London EC1A 2FG Sími: +44 (0) 20 7296 2000 Fax: +44 (0) 20 7296 2001 Tilv.: C1/TJG Lögmenn fyrir CIE og CICL Haustferð Kínaklúbbsins Kynn- ingarfundur vegna fyrirhugaðrar haustferðar verður haldinn í húsi Kínaklúbbsins að Njálsgötu 33 kl.20. Í DAG Golfmót Nýherja Canon PRO AM golfmót Nýherja verður haldið mánudaginn 28. júlí nk. á Hvaleyr- inni í Hafnarfirði en þá munu Justin Rose og Peter Baker etja kappi við fremstu kylfinga landsins. Á NÆSTUNNI Ljóstraði ekki upp Einar Þór Sverrisson hdl. verjandi Danans sem situr í gæsluvarðhaldi vegna smygls á 10 kílóum af hassi til landsins, segir það rangt að maður- inn hafi ljóstrað upp um aðild Íslend- ings að málinu. Íslendingurinn var handtekinn í Hvidovre í Danmörku í síðustu viku. Þetta var fullyrt í dag- blaðinu Hvidovre Avis sem Morgun- blaðið vitnaði til í frétt sinni um mál- ið í gær. LEIÐRÉTT HINN 23. júlí var ekið utan í rauða Peugeot fólksbifreið þar sem hún stóð við Brekkustíg 8 milli kl. 14:00 og 21:40. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna óhappið og er hann og þeir sem upplýsingar geta gefið um málið beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Vitni óskast FÉLAGAR í Samlaginu Listhúsi á Akureyri verða með ný verk á sýn- ingu á smáverkum, á Café Nielsen, Tjarnarbraut 1, Egilsstöðum og verður hún opnuð föstudaginn 1. ágúst og stendur til 24. ágúst nk. Þessi sýning er hluti af ferðalagi sem 12 listamenn og félagar í Sam- laginu Listhúsi á Akureyri tóku sér á hendur og er einn parturinn enn þá til sýnis í Gyllta salnum í Norska húsinu í Stykkishólmi. Félagarnir eru: AMÍ-Anna María Guðmann, Anna Gunnarsdóttir, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Einar Helgason, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Hrefna Harðardótt- ir, Hugrún Ívarsdóttir, H. Halldóra Helgadóttir, Nanna Eggertsdótt- ir, Ragnheiður Þórsdóttir og Rósa Kristín Júlíusdóttir. Á sýningunum eru málverk unnin með olíu, vatnslit, akrýl og verk unnin í textíl, tré, leir, grafík og ljósmyndatækni. Nýja sýn- ingin er opin á afgreiðslutíma Café Nielsen á Egilsstöðum. Samlagið sýnir á Egilsstöðum GRUNDFIRÐINGAR halda bæj- arhátíðina „Á góðri stund í Grund- arfirði “ nú um helgina frá 25.-27. júlí í sjötta sinn. Undirbúningur miðast við að alls muni koma 5-6000 manns. Reynslan sýnir að brottfluttir Grundfirðingar, fjölskyldur þeirra og vinir nota þessa hátíð til þess að sýna sig og sjá aðra. Hátíðin hefst á föstu- degi með athöfn í Bókasafni Grund- arfjarðar sem minnist þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lestrarfélags í Eyrarsveit og þar með upphafi bóka- safns. Síðan rekja fjölbreyttir dag- skrárliðir sig alla helgina. Má þar nefna 5 ára afmælisgrillveislu versl- unarinnar Tanga, tónleika, myndlist- arsýningar, söngskemmtanir, dans- leiki úti sem inni, bryggjuhátíð og margt fleira. Nánar má sjá hvað í boði er á heimasíðu Grundarfjarðar (http://www.grundarfjordur.is). Með stærri viðburðum helgarinn- ar er opnun Sögumiðstöðvar í Grund- arfirði sem stofnað var sjálfseignar- félag um fyrr í sumar. Sögumiðstöðin hefur aðsetur við Grundargötu 35 þar sem áður var verslunin Grund. Ingi Hans Jónsson, forstöðumaður miðstöðvarinnar, sagði að í þessum áfanga yrði opnuð svokölluð Bær- ingsstofa sem varðveita mun ótrúlegt safn mynda eftir Bæring Cecilsson en auk þess ýmsa hluti úr fórum hans sem tengjast myndatökuferli hans. Í Bæringsstofu munu gestir geta fylgst með myndum úr safninu í sér- stökum kvikmyndasal sem tekur um 40 manns í sæti. Auk Bæringsstofu verður tekin í notkun sérstök Gesta- stofa sem verður andyri Sögumið- stöðvar með upplýsingaaðstöðu fyrir ferðamenn, gesti og gangandi. Að sögn Inga verður síðan leitast við að bæta við ýmsum sýningum í öðrum sölum Sögumiðstöðvarinnar eftir því sem efni og ástæður leyfa í framtíð- inni. „Á góðri stund í Grundarfirði“ Grundarfirði. Morgunblaðið. TIL landsins er að koma Danshópur Bahá’í ungmenna, sem kallar sig Steps To World Peace. Þetta er hóp- ur ungmenna víðsvegar að úr heim- inum, sem kemur saman og dansar til að vekja umheiminn til umhugs- unar. Þau nota dansinn sem tjáning- arform þar sem þau taka fyrir ákveðin félagsleg vandamál og koma með lausnir á þeim. Dansarnir í sýn- ingunni taka á málefnum eins og for- dómum, fátækt, eiturlyfjaneyslu, stríði , kynþáttafordómum, ójafn- rétti milli kynjanna, einelti o.fl. Hóp- urinn kemur til landsins í dag. Mun hann m.a. sýna á Galtarlækjarhátíð- inni um Verslunarmannahelgina, föstudaginn 1. ágúst og á Menning- arnótt í Reykjavík, og á Ingólfstorgi fimmtudaginn 31. júlí kl 19. Einnig verða sýningar víðsvegar um borg- ina yfir þessar þrjár vikur s.s. í Kringlunni og Firði Hafnarfirði. Meðan á sýningu stendur eru þau nær eingöngu með dansa til túlkunar en eru jafnframt með útskýringar milli dansa. Eftir sýningar er hóp- urinn tilbúinn til að koma og spjalla við áhorfendur um sýninguna. Vekja umheim- inn til umhugs- unar með dansi FYRIR skömmu gerðu skákfélagið Hrókurinn og Ræsir hf. með sér samkomulag um að Ræsir lánaði Hróknum ökutæki til afnota fram að áramótum. Bíllinn, sem er ný Mazda, mun nýtast liðsmönnum Hróksins hvað mest á haustmán- uðum. En eins og síðasta vetur mun Hrókurinn gefa öllum 3.-bekk- ingum í landinu bókina Skák og mát frá Eddu útgáfu. „Við í Hróknum erum afar ánægð með samstarf Hróksins og Ræsis. Það auðveldar okkur barna- starfið til muna og nú eigum við að geta heimsótt hvern einasta skóla á landinu í haust og í vetur,“ sagði Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Regina Pokorna skákdrottning og Ivan Sokolov stórmeistari í Mözdunni. Ræsir hf. lánar Hróknum bíl TUGIR þúsunda Íslendinga leggja leið sína til sólarlanda ár hvert. Mik- ilvægt er að þeir afli sér greinar- góðra upplýsinga um sjúkra- og slysatryggingar viðkomandi landa fyrir dvöl, hafi meðferðis nauðsynleg vottorð héðan og hugi að ferða-, slysa- og farangurstryggingum. Á þetta er bent á heimasíðu Trygg- ingastofnunar ríkisins. Of mörg dæmi eru þess að ferðalangar verði fyrir miklum útgjöldum vegna þess að þeir hafa ekki hugað nægilega vel að tryggingum fyrir brottför. Til þess að geta nýtt sjúkraþjón- ustu á sömu kjörum og heimamenn þarf viðkomandi að framvísa sér- stöku vottorði sem nær til sjúkdóms- eða slysatilvika, þ.e. E-111 vottorði. Það fæst án endurgjalds í Trygg- ingastofnun eða umboðum hennar. Nánari upplýsinga má leita á vef Tryggingastofnunar, www.tr.is. Með E-111 vottorð í sólina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.