Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 42

Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skalaberg kemur í dag. Mánafoss og Pippilotta fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Polar Amaroq kemur í dag. Þór og Regina fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Smíða- stofan er lokuð til 11. ágúst. Handa- vinnustofan er lokuð vegna sumarleyfa.. Púttvöllur opinn mánu- dag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Bingó Félagsstarfið Hæðar- garði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnustofa. Púttvöllurinn opinn frá kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Púttæf- ingar á Hrafnistuvelli kl. 14–16 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dagsferð í Landmannalaugar 7. ágúst. Ekið um Þjórs- árdal og Sigöldu Land- mannalaugar. Farið um Dómadal á heim- leið. Kaffi og meðlæti í Hesheimum. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Eigum laus sæti. Upp- lýsingar og skráning á skrifstofu FEB s. 588- 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–16. Kl. 13.15 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt. Hvassaleiti 58-60. Hár- snyrting fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan er lokuð frá 21 júlí til 5 ágúst. Hárgreiðslustofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 13.30– 14.30. Sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30–16 dans- að í aðalsal í kaffitím- anum við lagaval Halldóru, góðar kaffi- veitingar, allir vel- komnir Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brid spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Lagt verður af stað í „Óvissuferð“ til Njarð- víkur laugardag 26. júlí kl.12.50 frá Gullsmára, en kl. 13 frá Gjábakka. Komið verður heim kl. 16.30. Klæðnaður samkvæmt veðri. Takið með ykkur nesti. Upplýsingar og pantanir í Gjábakka 554 3400. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laugar- dögum. Félagstarfið Furu- gerði 1. Í dag kl. 9, að- stoð við böðun, kl. 12, hádegismatur, kl. 14, Bingó og kaffiveitingar kl. 15. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans Kópa- vogi (fyrrverandi Kópavogshæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551-5941 gegn heimsendingu gíróseð- ils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Í dag er föstudagur 25. júlí, 206. dagur ársins 2003, Jak- obsmessa. Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum. (Jesaja 42, 8)     Á frelsi.is, heimasíðuHeimdallar, ritar Kristinn Már Axelsson grein um varnarmál. Kristinn segir að skipta megi rökfærslum um hermálin í tvennt. Ann- ars vegar sé um tæknileg rök að ræða, þar sem raunveruleg öryggis- staða Íslands sé til álita, og hins vegar pólitísk rök.     Kristinn tiltekur fimmtæknilegar röksemd- ir gegn veru hers á Ís- landi: Í fyrsta lagi segir hann að þörf á her á Ís- landi hafi minnkað eftir lok kalda stríðsins og að engin skýr ógn steðji að landinu. Í öðru lagi nefn- ir hann að auðvelt væri að flytja herlið hingað ef á þyrfti að halda. Í þriðja lagi nefnir hann að Bandaríkjaher sé mjög kostnaðarsamur og nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að draga úr þeim rekstri. Í fjórða lagi segir Kristinn að framtíð- arher Bandaríkjanna eigi að vera „langdrægur í þeim skilningi að óþarfi sé að dreifa honum um víða veröld“. Fimmta tæknilega rök- semdin gegn veru hers á Íslandi er sú að vera okk- ar í Nató sé nægjanleg til að tryggja varnir lands- ins.     Kristinn nefnir einnigtæknileg rök fyrir veru hers í landinu. Þau eru að hættur geti skyndilega skapast. Í öðru lagi að vafasamt geti talist að hægt sé að flytja her hingað til lands með nægilega skömmum fyrirvara. Í þriðja lagi nefnir Kristinn að hryðjuverkaógn steðji að Íslandi eins og öðrum vestrænum ríkjum.     Kristinn gagnrýnir aðpólitískar röksemdir séu notaðar fyrir hern- aðarútgjöldum og líkir því við það ef ákveðið yrði að fjölga ráðningum kennara til þess að draga úr atvinnuleysi eða bæta samskipti á milli kenn- araforystunnar og stjórn- valda. „Pólitísku rökin eru einfaldlega ekki nægileg til þess að krefj- ast áframhaldandi veru hers hérlendis,“ segir hann.     Í lok greinar sinnar seg-ir Kristinn: „Nú viriðst að fjölmargir, þar á með- al stjórnarliðar á Alþingi, telji nauðsynlegt að ís- lenska ríkið tryggi varnir landsins með vígbúnaði, og þá helst orrustuþot- um. Með öðrum orðum telja þessir aðilar að varnarþörf sé talsverð, eða hitt sem verra er, að þeir telji pólitísku rökin sýna fram á nauðsyn þess að hafa her hérlendis. [...] Ef þeim mistekst [að fá Bandaríkjaher til að vera um kyrrt] verður fróð- legt að sjá hvort þeir krefjist þess að Ísland eignist orrustuþotur eða bjóði út varnarsamning við Ísland.“ STAKSTEINAR Rökræða um varnarmál á Frelsi.is. Víkverji skrifar... FYRIR nokkru skrif-aði Víkverji um kunningja sinn frá út- löndum sem kvartaði sárlega undan því að geta ekki fengið nauð- synlega þjónustu í mið- bænum og þurfa í raun- inni að vera á bíl til að ná í það sem hann þurfti. Sigríður Jóhannes- dóttir gerir athugasemd við skrif Víkverja og bendir á að vinur Víkverja þurfi hvorki að fara í Kópavog eða á önnur svæði því hægt sé að fá tölur og hnappa í Seymu á Laugaveginum. Þá bendir hún á að fólk á þessu svæði þurfi ekki að svelta því í miðbænum séu að minnsta kosti þrjár eða fjórar matvöruverslanir, bakaríin séu nokkur líka svo og fiskbúðir. x x x VÍKVERJI á ekki orð til að lýsahrifningu sinni á framtakssemi þeirra sem búa í bæjum úti á landi og standa fyrir hátíðahöldum þar á sumrin. Dagskrárnar eru undan- tekningalítið afar metnaðarfullar og það sem Víkverja finnst skemmtileg- ast er að það er hugsað svo vel um börn þegar dagskráin er skipulögð. Yfirleitt er þeim boðið upp á ýmis tæki til að leika sér í og það er bryddað upp á ótrúlegustu uppá- komum sem höfða til þeirra. Þessar uppákomur sem standa orðið meira og minna allar helgar á sumrin á mismunandi stöðum á land- inu hljóta að laða að ótal ferðamenn, bæði innlenda og erlenda. Vonandi verða hátíðahöldin að árvissum við- burðum. x x x VÍKVERJI var hinsvegar í útlönd-um nýlega og keypti þar í mat- inn. Hann bókstaflega féll í stafi yfir úrvalinu í sænska stór- markaðnum sem hann heimsótti. Þetta á reyndar aðallega við þegar kom að kjötborðinu og áleggsborð- inu svo og deildinni þar sem grænmeti og ávextir voru. Þvílíkt úrval og þvílík þjónusta og verðið sló mann ekki útaf laginu. Víkverji, sem er veikur fyrir áleggsborðum, sá þarna ótal skinkutegundir, nautakjötsálegg og annað sem freistaði og þarna kostaði kílóið ekki á þriðja og fjórða þúsund eins og hér heima heldur var verðið nokk- uð skaplegt. Þarna voru allir þeir ávextir sem Víkverja dreymir um að sjá hér heima í stæðum, glæný kirsuber, kíwí sem eru gul að innan og sætari en grænu kíwíin, ferskjur, nekt- arínur, gular plómur, brómber og hindber. Hindberin og brómberin voru reyndar í litlum kössum því þau eru viðkvæm fyrir hnjaski og því gat maður ekki valið þau sjálfur. Jarðarberin voru girnileg en ekk- ert ódýrari en hér heima enda hefur verðið á þeim verið mjög lágt í Bónus undanfarnar vikur. Yfirleitt er hugsað fyrir metnaðarfullri dagskrá fyrir börn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árna Sýnum tillitssemi ÉG KEYRI oftar sem ekki bílnum mínum um götur þessarar borgar og þarf nú stundum að nota bílastæði við staði eins og Kringluna og Smáralind og líka fleiri staði. Næstum því alltaf, eða mjög oft, þegar ég er búin að leggja í stæði og er að fara ganga inn, þá tek ég alltaf eftir stæðum sem eru merkt fötluðum, stundum er verið að nota þau. Í þess- um tilfellum sem ég sé að það er verið að nota þau þá er það einstaklingur(ar) sem er(u)ófatlaðir. Mér blöskrar svo mikið þegar ég sé þetta því að þetta er ekkert nema óvirðing. Ég hefði haldið að Íslendingar gætu borið smávirðingu fyrir fötluðum, en miðað við það hvað ég sé þetta oft gerast þá er það grenilegt að svo er ekki. Íslendingar þurfa að fara hugsa svolítið um þetta og kannski hugsa þetta þannig; „hvað ef ég þyrfti að nota þetta stæði, hvað ef ég myndi lenda í því að vera fatlaður?“ Og það versta er að ef maður kallar til lögregl- unnar til að láta fjarlægja svona bíl þá gerir lögreglan ekki neitt, því að þeir segja að beiðnin um að láta fjar- lægja eða sekta þá sem gera þetta verði að koma frá þeim sem eiga viðkom- andi bílastæði. Nú eru ör- yggisverðir í Smáralindinni mjög sýnilegir en þeir eru þá væntanlega þeir sem eiga að sjá um þennan hluta en þeir virðast ekki gera það. Það sem ég er að biðja ykkur um kæru Íslending- ar er að sýna smávirðingu fyrir þeim sem þurfa að nota þessi stæði, þau eru sérstaklega merkt. Og ég er viss um að mörg okkar hafa bara gott af því að fá sér smágöngutúr. Einn ófatlaður einstaklingur. Fjölbreytni óskast Í MBL. 20. júlí sl. fjallar Víkverji í grein sinni m.a. um það sem er í boði í því sem hann kallar vegasjopp- ur. Tek ég heilshugar undir það. Var að koma úr nokk- urra daga ferð um landið og var oft lítið annað í boði fyr- ir ferðalanga annað en hamborgarar, samlokur, pylsur og franskar. Ham- borgari og franskar er við- unandi á nokkurra vikna eða nokkurra mánaða fresti. En eftir tvær sjoppuferðir var nóg að standa fyrir utan sjoppuna til að missa áhugann á að fara innfyrir, ekki síst vegna mikillar djúpsteik- ingarfeitislyktar. Pasta, salat og súpur væri fín til- breyting, en þó ekki rjóma- löguð sveppa- eða asp- assúpa sem var víða einnig í boði. Einnig mættu þeir sem bjóða uppá veitingar hafa það í huga að lengri af- greiðslu tími en til kl. 19 er bráðnauðsynlegur á háor- lofstíma. Hálfundarlegt að halda að fólk á ferðalagi sé búið að skipuleggja kvöldverð fyrir kl. 18:00. Guðbjörg Magnúsdóttir Tapað/fundið Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA í svörtu leðurhulstri tapaðist. Finn- andi vinsamlegast hafi samband í síma 893 9852. Úr í óskilum KVENÚR fannst við Hörpugötu. Upplýsingar í síma 552 1100. Nike jakki týndist NIKE jakki, blár að lit með hvítum röndum á hliðum, tapaðist á æfingasvæði HK í Fagralundi í Kópavogi í síðustu viku. Þetta er nýr jakki og hans er sárt sakn- að. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 554 4224 eða 868 6324. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 traustur, 8 rennur út, 9 sterk, 10 elska, 11 kapp- klæðir, 13 endast til, 15 blett, 18 rýrð, 21 greinir, 22 stjórnar, 23 kjánann, 24 skömm- ustulega. LÓÐRÉTT 2 óbeit, 3 bjálfar, 4 login, 5 reyfið, 6 skinn, 7 gruna, 12 í tilbót, 14 tré, 15 gamall, 16 sjúkdómur, 17 kers, 18 matarsamtín- ingur, 19 eru í vafa, 20 þyngdareining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gifta, 4 gubba, 7 skinn, 8 jafna, 9 sjá, 11 alin, 13 hrun, 14 eflir, 15 traf, 17 ófár, 20 hal, 22 aumka, 23 jólin, 24 torga, 25 fjara. Lóðrétt: 1 giska, 2 feiti, 3 agns, 4 gljá, 5 bifur, 6 afann, 10 julla, 12 nef, 13 hró, 15 trant, 16 armur, 18 fella, 19 renna, 20 haka, 21 ljúf. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.