Morgunblaðið - 25.07.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 25.07.2003, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 43 DAGBÓK Svanasöngur á heiði Ég reið um sumaraftan einn á eyðilegri heiði; þá styttist leiðin löng og ströng, því ljúfan heyrði’ eg svanasöng, já, svanasöng á heiði. Á fjöllunum roði fagur skein, og fjær og nær úr geimi að eyrum bar sem englahljóm, í einverunnar helgidóm, þann svanasöng á heiði. Svo undurblítt ég aldrei hef af ómi töfrazt neinum; í vökudraum ég veg minn reið og vissi’ ei, hvernig tíminn leið við svanasöng á heiði. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. HilmarS. Skagfield, iðju- höldur og aðalræðismaður, er áttræður í dag, föstudag- inn 25. júlí. Heimilisfang hans er 425 Glenview Drive, Thallahassee, Florida 32303. Sími: 001-850-385- 2729. Netfang: hss@tal- star.com. 60 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 27. júlí verð- ur Hjördís Guðbjörnsdóttir, skólastjóri Engidalsskóla í Hafnarfirði sextug. Af því tilefni verður opið hús á Skúlaskeiði 12, fyrir vini og ættingja frá kl. 9 fyrir há- degi til miðnættis á afmæl- isdaginn. Á TÍMUM Acol-kerfisins breska var algengt að spila geim á 4-3 samlegu í trompi. Gömlu meistararnir tileinkuðu sér þá tækni sem til þurfti, en þótt þeir stæðu á haus og klöppuðu saman lófunum, dugði það sjaldn- ast til vinnings, því inn- byggðir veikleikar slíkra samninga eru of miklir. Einstaka sinnum er þó nokkurt vit í því að spila í 4-3 „fittinu“: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 765 ♥ D953 ♦ 109 ♣G543 Vestur Austur ♠ 843 ♠ K92 ♥ KG6 ♥ 10874 ♦ ÁK764 ♦ DG83 ♣72 ♣108 Suður ♠ ÁDG10 ♥ Á2 ♦ 52 ♣ÁKD96 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf 1 tígull Pass 3 tíglar 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Þrjú grönd vinnast ekki af því einn litur er opinn, og fimm lauf eru líka vonlaus því vörnin á örugga þrjá slagi. Það er þó alltaf mögu- leiki í fjórum spöðum. Spilið kom upp í tvímenn- ingsmóti í Suður-Afríku ný- lega. Vestur kom út með tígulás og austur lét drottn- inguna undir til að sýna gosann. Vestur nýtti sér þessa innkomu makkers og spilaði næst undan tíglinum, nánar tiltekið sjöunni til að biðja um hjarta til baka. Austur hlýddi og sagnhafi staldraði við. Laufgosinn var eina augljósa innkoma blinds, en það dygði aðeins til að ná trompinu ef austur átti Kx. Suður sá þó leið til að skaffa blindum aðra innkomu. Hann tók á hjartaás, síð- an laufás og spilaði svo laufi á gosann. Þetta virkar glæfralegt, en úr því að vörnin hafði ekki spilað laufinu var líklegt að það félli 2-2. Næst svínaði sagnhafi í spaða og spilaði svo hjarta að drottningu blinds. Vest- ur átti slaginn, en varð nú að gefa sagnhafa innkom- una sem hann þurfti til að ná trompinu. Fallega spilað, en auðvit- að þurfti legan að vera góð. Og þannig er það oftast í þessum spilum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Þessir drengir söfnuðu kr. 1.388 krónum, með nytjamuna- sölu, sem þeir gáfu Rauða Krossinum á Hvammstanga. Þeir heita Sölvi Sigurður og Arnþór Egill. 1. d4 Rf6 2. Rf3 d6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. O-O O-O 6. c4 c6 7. Rc3 Da5 8. e4 e5 9. He1 Rbd7 10. h3 exd4 11. Rxd4 Re5 12. Bf1 Be6 13. Rb3 Dc7 14. Rd2 d5 15. cxd5 cxd5 16. f4 Rc6 17. e5 Rh5 18. Kh2 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Andorra. Ivan Ivanisevic (2563) hafði svart gegn Jesus Rechi (2130). 18...Rxe5! 19. Rb5? Mun betra var að þiggja mannsfórnina þó að eftir 19. fxe5 Bxe5 20. Hxe5 Dxe5 21. Df3 f5 að svartur stæði betur. Eftir textaleikinn er staða hvíts gjörtöpuð. 19...Db6 20. De2 Rd3 21. Hd1 Bf5 22. Rf3 Hfe8 23. Dd2 Rf2 24. He1 Re4 25. De3 Rexg3 26. Dxe8+ Hxe8 27. Hxe8+ Bf8 28. Rbd4 Rxf1+ 29. Kg2 Be4 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTAN KIRKJUSTARF Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 7. flokkur, 24. júlí 2003 Einfaldur kr. 2.656.000.- Tromp kr. 13.280.000.- 21106B kr. 13.280.000,- 21106E kr. 2.656.000,- 21106F kr. 2.656.000,- 21106G kr. 2.656.000,- 21106H kr. 2.656.000,- vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is Fallegir skór - flottir litir Bankastræti 11 • sími 551 3930 stærðir 35 - 42 Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.isKung Fu Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- koma kl. 11. Bænastund þriðjud. kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Safnaðarheimili Aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðum: Hall- dór Ólafsson Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/ Guðs- þjónusta kl. 10.30. Ræðum: Eric Guð- munds. Krossinn: Hópur ungs fólks frá Kóeru á vegum trúboðssamtakanna Youth Witha Mission verða gestir á samkomu kl. 20.30 á laugardagskvöld Safnaðarstarf SAFNAÐARFERÐ Nessóknar sunnudaginn 27. júlí. Lagt verður af stað kl. 12:30 frá Neskirkju að lokinni messu kl. 11:00 og léttum veitingum í safn- aðarheimilinu. Ekið um Þrengslin til Eyrarbakka. Kaffiveitingar á hlað- borði í Valhöll á Þingvöllum. Verð kr. 900. Safnaðarferð Nessóknar Morgunblaðið/ÓmarNeskirkja BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Háteigskirkju 29. júní 2002, af sr. Jóni Helga Þórarinssyni þau Guðrún Magnúsdóttir og William H. Clark. Heimili þeirra er að Rósarima 6, 112 Reykjavík. Ljósmynd/Sigríður Bachmann STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndaríkur ein- staklingur og allir sem þekkja þig vita að þú ert heiðarleg(ur). Þú hefur einn- ig ríka réttlætistilfinningu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það væri óviturlegt að taka þátt í veðmálum í dag. Sýndu varkárni í peningamálum og ekki eyða um efni fram ein- ungis til þess að skemmta þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Örlæti er góður eiginleiki. Það er í lagi að gefa fjöl- skyldumeðlim einhverja gjöf. Þú skalt þó ekki gefa meira en þú ræður við. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert jákvæð(ur) í dag og hefur mikinn metnað til þess að klára þau verk sem þú byrjar á. Metnaður er góður og því vilja margir njóta fé- lagsskapar þíns. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Jafnvel þó að þú meinir vel og viljir aðstoða aðra áttu það til að ganga of langt. Í dag skaltu því halda að þér hönd- um og leyfa öðrum að klára sín mál. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú finnur fyrir sigurtilfinn- ingu í dag og átt auðvelt með að setja hlutina í samhengi. Láttu það þó ekki henda þig að láta smáatriði fara framhjá þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt auðvelt með að láta þér líða vel í dag. Þú veist sem er að þú átt að kunna að meta það sem þú hefur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er tilvalið að ræða við vini og kunningja. Aðrir kunna einnig vel að meta þetta. Far- ið saman á kaffihús og látið ykkur líða vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur varla beðið eftir að segja öðrum frá einhverri uppgötvun sem þú hefur gert í starfi. Gerðu það við fyrsta tækifæri. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú finnur fyrir miklu um- burðarlyndi í garð annarra í dag. Þú virðir þær skoðanir sem venjulega myndu reita þig til reiði. Haltu áfram á þessari braut. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú er kjörið að eiga í við- skiptum. Í dag mun þér reyn- ast auðvelt að fá aðstoð frá öðrum í sambandi við fjár- festingar af ýmsum toga. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Mikil bjartsýni einkennir þig í dag og fólk hrífst af því sem þú hefur að segja. Þú veist að forystusauðurinn er sá sem sér best fram á veginn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það gengur allt vel fyrir sig í vinnunni í dag. Samstarfs- menn þínir leggja sig fram og eru allir af vilja gerðir til þess að aðstoða þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.