Morgunblaðið - 25.07.2003, Page 45

Morgunblaðið - 25.07.2003, Page 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 45 MICHAEL Phelps frá Bandaríkjunum setti heimsmet í 200 metra fjórsundi í gær á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Barcelona á Spáni. Þetta er annað heims- metið sem Phelps setur í vikunni en hann átti heimsmetið í 200 metra fjórsundi. Hann kom í mark í dag í undanúrslitum sundsins á 1.57,52 mín en gamla metið var 1.57,94 mín. Kosuke Kitajima frá Japan setti einnig heimsmet í gær, hann kom fyrstur í mark í 200 metra bringusundi á tímanum 2.09,42 mínútum en hann á einnig heimsmetið í 100 metra bringusundi sem hann setti fyrr í vikunni í Barcelona. Phelps og Kitajima með heimsmet ÞAÐ var heldur betur sögulegt sund hjá hinum 31 ársrússneska sundmanni Aleksander Popov þegar hann skautheimsmethafanum Pieter van der Hoogenband frá Hollandi ref fyrir rass í 100 m skriðsundi á HM í Barcelona í gær. Popov var þar með fyrsti sundmaðurinn til að verða þrisvar heimsmeistari á vegalengdinni, en hann fagnaði einnig sigri í 100 m skriðsundi á HM 1994 og 1998. Popov kom í mark á 48,42 sek. en Hollendingurinn á 48,68 sek. Ástralinn Ian Thorpe varð þriðji á 48,77 sekúndum. Van der Hoogenband tók ósigrinum karlmannlega og sagði: „Ég sagði við Alex að ég væri ánægður með sigur hans.“ Popov sagði að það væru frábærir meistarar, sem gætu tekið ósigrum eins vel og sigrum. Popov vann gullverðlaun í sömu grein í sömu keppnislaug árið 1992 á ÓL í Barcelona og var honum fagnað gríðar- lega þegar hann kom fyrstur í mark, en 11.500 áhorfendur eru á áhorfendabekkjum Palau St. Jordi keppnislaugar- innar. Þess má geta að Popov á enn heimsmetið í 50 metra skriðsundi. Sögulegt sund hjá Aleksander Popov FÓLK  OTYLIA Jedrzejczak varð í gær fyrst kvenna frá Póllandi til þess að vinna gullveðrlaun á Heimsmeistara- móti í sundi. Jedrzejczak kom fyrst í mark í 200 metra flugsundi. Jedrzejczak varð önnur í 100 metra flugsundi á eftir Jenny Thompson frá Bandaríkjunum en Thompson varð önnur í þessu sundi á sama tíma og Eva Ristov frá Ungverjalandi. Jedrz- ejczak synti á 2.07,56 mínútum en Thompson og Ristov komu í mark á 2.08,08 mínútum.  EVRÓPUMEISTARINN Nina Zhivanevskaya sigraði í 50 metra baksundi á HM í Barcelona í gær og eru þetta fyrstu gullverðlaun Spán- verja frá upphafi í kvennaflokki á HM. Zhivanevskaya synti á 28,48 sekúndum.  ZHIVANEVSKAYA keppti áður undir merkjum Rússlands og varð önnur á HM árið 1994 í 100 metra baksundi en hún varð spænskur rík- isborgari árið 1999 og fékk brons á ÓL í Sydney árið eftir.  „EF þetta var ekki högg sem hefði átt að koma fyrir fimm dögum þá veit ég ekki hvað,“ sagði danski kylfing- urinn Thomas Björn eftir að hann sló boltann ofaní eftir högg úr sand- glompu á 18. holu á fyrsta keppnis- degi Opna írska mótsins og krækti þar með í ellefta fugl dagsins. Daninn „klúðraði“ málunum á Opna breska meistaramótinu sl. sunnudag á loka- degi mótsins þar sem hann notaði þrjú högg í sandglompu á 16. braut og missti þar með af titlinum. Björn er í efsta sæti eftir fyrsta hring mótsins. RAGNA Ingólfsdóttir, bad- mintonspilari, hefur hækk- að um 41 sæti á heimslista Alþjóðabadmintonsam- bandsins sem var gefinn út um síðustu helgi. Ragna er í 46. sæti í einliðaleik á heimslistanum. Sara Jóns- dóttir er í 74. sæti en hún hefur hækkað um 74 sæti á þessu ári. Ragna og Sara eru í 32. sæti á heimslist- anum í tvíliðaleik, en fyrir áramót voru þær í 62. sæti. Ragna Ingólfsdóttir mun keppa á heimsmeistara- mótinu í Birmingham í næstu viku en hún er eini ís- lenski badmintonspilarinn sem hefur unnið sér keppn- isrétt á mótinu. Ragna og Sara bæta sig ÍBV 2:1 Valur Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 11. umferð Hásteinsvöllur Fimmtudaginn 24. júlí 2003 Aðstæður: Smá gjóla. 12 stiga hiti. Áhorfendur: 430. Dómari: Gísli H. Jóhannsson, Kefla- vík, 2 Aðstoðardómarar: Erlendur Eiríksson, Gunnar Gylfason Skot á mark: 9(4) - 11(5) Hornspyrnur: 2 - 3 Rangstöður: 5 - 3 Leikskipulag: 4-4-2 Birkir Kristinsson M Unnar Hólm Ólafsson Tom Betts Einar Hlöðver Sigurðsson (Ingi Sigurðsson 34.) M (Pétur Runólfsson 90.) Hjalti Jóhannesson M Andri Ólafsson Bjarnólfur Lárusson Bjarni Geir Viðarsson Atli Jóhannsson MM Steingrímur Jóhannesson M (Bjarni Rúnar Einarsson 84.) Gunnar Heiðar Þorvaldsson M Ólafur Þór Gunnarsson M Sigurður Sæberg Þorsteinsson M Guðni Rúnar Helgason M Ármann Smári Björnsson Bjarni Ólafur Eiríksson Stefán Helgi Jónsson (Kristinn Ingi Lárusson 75.) Sigurbjörn Hreiðarsson M Jóhann H. Hreiðarsson Ellert Jón Björnsson M Hálfdán Gíslason Tomas Maale M (Matthías Guðmundsson 62.) 1:0 (5.) Atli Jóhannson vann boltann á miðju vallarins, sendi á Steingrím Jó- hannesson sem gaf aftur út í hornið á Atla, hann sendi knöttinn inn fyrir á Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem vippaði knettinum snyrtilega yfir Ólaf í marki Vals. 1:1 (7.) Boltinn barst út á kant til Stefáns Helga Jónssonar sem sendi fyrir mark ÍBV þar sem Tom Betts teygði sig í knöttinn, rak tána í hann og framhjá Birki í marki ÍBV. 2:1 (71.) Eftir darraðardans í vítateig Vals sparkaði Ólafur markvörður knett- inum frá þar sem Ingi Sigurðsson var, hann sendi innanfótarspyrnu inn í teig Vals, enginn kom við boltann og hann rataði í fjærhornið. Gul spjöld: Jóhann H. Hreiðarsson, Valur (9.) fyrir brot.  Bjarni Geir Viðarsson, ÍBV (49.) fyrir brot.  Atli Jóhannsson, ÍBV (51.) fyrir brot.  Guðni Rúnar Helgason, Valur (74.) fyrir óíþróttamannslega framkomu.  Unnar Hólm Ólafsson, ÍBV (76.) fyrir brot.  Tom Betts, ÍBV (78.) fyrir töf.  Ármann Smári Björnsson, Valur (86.) fyrir brot.  Ingi Sigurðsson, ÍBV (87.) fyrir brot.  Rauð spjöld: Engin Leikmenn liðanna byrjuðu straxað leika af miklum krafti þegar dómarinn Gísli Hlynur Jóhannsson flautaði leikinn á. Liðin virkuðu spræk eftir ágæta hvíld á Íslandsmótinu og áð- ur en sjö mínútur voru liðnar voru komin tvö mörk. Fyrst skoraði Gunnar Heiðar Þor- valdsson og kom heimamönnum yfir eftir góðan undirbúning Atla Jó- hannssonar. En Valsmenn voru ekki lengi að svara fyrir sig, raunar var það Eyjamaður sem það gerði fyrir þá því Tom Betts skoraði sitt annað sjálfsmark í sumar á sjöundu mínútu en bæði í leikjum gegn Val. Eftir markið sóttu liðin á víxl og áður en stórskemmtilegum fyrri hálfleik lauk höfðu bæði lið fengið ákjósanleg færi til að komast yfir. Raunar voru Eyjamenn ívið sterkari og fékk Steingrímur Jóhannesson tvö mjög góð færi en náði ekki að nýta þau. Næst því að skora komst þó Atli Jóhannsson besti leikmaður ÍBV í leiknum þegar hann spólaði sig í gegnum vörn Vals og átti aðeins Ólaf í markinu eftir en hann sá við honum og varði glæsilega. Besta færi Vals í fyrri hálfleik fékk Stefán Helgi Jónsson þegar hann fékk bolt- ann einn og óvaldaður utarlega í teig Eyjamanna en skot hans fór rétt framhjá. Jafnt þegar flautað var til leikhlés og gerðu menn sér vonir um aðra eins skemmtun í seinni hálfleik. Sú varð ekki raunin þó liðin hafi sýnt á köflum ágætis tilþrif. Gestirnir voru sterkari og sóttu hart að Eyja- markinu en náðu ekki að koma bolt- anum framhjá Birki sem varði oft á tíðum stórglæsilega. Þar var svo þvert á gang leiksins sem Eyjamenn komust yfir og var það heldur skondið mark, eins og sagt var frá í byrjun greinar, 2:1. Valsmenn sóttu hart það sem eftir lifði leiks, Guðni Rúnar Helgason átti hörkuskot eftir aukaspyrnu en Birkir sýndi glæsileg tilþrif og sló boltann yfir. Hættulegasta færi Valsmanna kom svo þegar sex mín- útur voru eftir af leiknum en þá skallaði Ellert Jón Björnsson í þverslá Eyjamarksins og niður og vildu Valsmenn meina að boltinn hefði verið inni en dómarinn var ekki á sama máli og því fögnuðu Eyja- menn sigri að lokum. Þrátt fyrir op- inn leik var hann líka talsvert grófur og fengu átta leikmenn gult spjald og hefði auðveldlega verið hægt að vísa að minnsta kosti einum leik- manni útaf fyrir glórulausa tækl- ingu. Eyjamenn lyftu sér upp af mesta hættusvæðinu í bili en ljóst er að botnbarátta bíður Valsmanna sem duttu niður í níunda sæti. Óheppnin elti okkur Þorlákur Árnason, þjálfari Vals, var allt annað en sáttur við úrslit leiksins miðað við hvernig leikurinn þróaðist. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik sem var mjög góður af okkar hálfu. Óheppnin elti okkur og boltinn vildi bara ekki inn og í stað- inn fáum við á okkur frekar skondið mark, sem var grátlegt.“ „Þetta var mjög ljúft og sætt,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, að leikslokum, léttur á brún. „Strákarnir börðust vel – það var sterk liðsheild sem skilaði þessum sigri.“ Ingi var hetja Eyjamanna INGI Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri Vestmannaeyjar, fagnaði merkum áfanga í gær- kvöld er hann skoraði sigur- mark ÍBV gegn Valsmönnum í Eyjum, 2:1 – í sínum 200 leik í efstu deild. „Þetta er örugglega með skondnari mörkum sem ég hef skorað. Þetta átti reyndar að vera sending. Ég viðurkenni það alveg og hún var ætluð Gunnar Heiðari. Ég sá á eftir knettinum hafna í markinu, sem var bara hið besta mál,“ sagði Ingi hinn rólegasti eftir leikinn. Hann sagði þó að það hefði ver- ið rosalega ljúft að ná að fagna þessum áfanga með marki þótt það skipti ekki máli þegar upp er staðið hver skorar mörkin. Sigursteinn Þórðarson skrifar Kylfingar! Golfunnendur! Opið golfmót, punktakeppni Styrktaraðilar: Laugardaginn 26. júlí verður afmælismót GHG á Gufudalsvelli, Hveragerði í tilefni 10 ára afmælis klúbbsins. Rástímar 8.00-10.00 og 13.00-15.00 Hámarksforgjöf, karlar 24 – konur 28 Í verðlaun er m.a. Macgregor járnsett, burðarpoki og fleygjárn. Skráning í síma 483 5091 og á golf.is, gsm 659 4022 Þátttökugjald 2.500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.