Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 49 50.000,- kr. afslátt af s íðustu 4 manna pottunum af e ldri gerð Rafkyntu nuddpottarnir frá Softub verða héðan í frá með stafrænu stjórnborði og svo gott sem hljóðlausir. Að auki verða sex manna pottarnir með ljósum. Nýju pottarnir verða boðnir á sama verði og áður út sumarið. Ný sending BREYTTIR POTTAR Lynghálsi 4 110 Reykjavík Símar: 588 8886 - 867 3284 Bjóðum Flugþreyta (Décalage horarie/Jet Lag) Mynd sem gengur alls ekki upp. Sem róm- antísk gamanmynd virkar hún alls ekki, fram- vindan er ótrúverðug og engan veginn fyndin. (H.L.)  ½ Sambíóin. Hollywood endir (Hollywood Ending) Þunnur þrettándi. Auðvitað bráðfyndin af og til, en oft og tíðum illa leikin.(H.L.) Háskólabíó. Matrix endurhlaðið (The Matrix Reloaded) Á heildina litið er Matrix endurhlaðið langt frá því að vera jafnheilsteypt, -öguð og -hugvekjandi og forverinn. (H.J.)  Sambíóin. Töfrabúðingurinn Byggð á gömlu áströlsku ævintýri. Ekkert stór- kostlegt listaverk, hún er lítil og bara ansi lífleg og hjartnæm teiknimynd. (H.L.)  Smárabíó. Símaklefinn (Phone Booth) Óvenjuleg spennumynd. Fjallar undir niðri um falska öryggiskennd og næfurþunna grímu yf- irborðsmennskunnar. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn. Að hrekja burt gæja á 10 dögum (How to Lose a Guy in 10 Days) Hugmyndin að þessari rómantísku gaman- mynd er sniðug en langsótt. Bráðskemmtileg á köflum en lendir í vandræðum í lokin. (H.J.) ½ Háskólabíó. Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus.(H.L.) Háskólabíó. Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. Magnað byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta. (S.V.) Háskólabíó. Heimskur, heimskarari: Þegar Harry hitti Lloyd (Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd) Hefur litlu við upprunalegu gamanmyndina að bæta. (H.J.) Smárabíó. Of fljót og fífldjörf (2 Fast 2 Furious) Eftir situr pirringur í garð þeirrar vanvitalegu ranghugmyndar sem liggur myndinni til grund- vallar, þ.e. að bílar séu leikföng. (H.J.) Sambíóin. Dökkblár (Dark Blue) Spilling í lögregluliði Los Angeles-borgar er slitið efni. (S.V.) ½ Háskólabíó. Englar Kalla gefa í botn (Charlie’s Angels: Full Throttle) Kvenhetjur sem virðast ekki vera annars megnugar en að geta sparkað hátt...(H.J.) Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri. Ussss Raunveruleikinn fær langt nef frá ungu og óreyndu en oft fyndnu og drífandi íslensku kvikmyndagerðarfólki. (S.V.)  ½ Háskólabíó. Allt að verða vitlaust (Bringing Down the House) Klaufaleg gamanmynd. (H.J.) Sambíóin. Tortímandinn 3 (Terminator 3) Skopskynið er horfið en átökin eru jafnhressi- leg sem fyrr.(S.V.)  Regnboginn, Smárabíó, Laugarásbíó, Borg- arbíó. Kengúru-Kalli (Kangaroo Jack) Eins brandara, fjölskylduvæn Bruckheimer- mynd um þjófótta kengúru og tvo hrakfalla- bálka. Fyrir smáfólkið. (S.V.) Sambíóin. Hulk Útlitslega er Hulk vel útfærður en það vantar í hann þyngdartilfinninguna.(H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. Lizzie McGuire (The Lizzie McGuire Movie) Afskaplega stöðluð, klippt og skorin unglinga- mynd. Leikkonan duff býr þó yfir nægum "sjarma" til að halda myndinni uppi. (H.J.) Sambíóin. Reiðistjórnun (Anger Management) Sandler kominn í gamla, góða formið. Gamli, góði Nicholson hins vegar víðsfjarri í hugmyndasnauðri en ágætis dægrastyttingu. (H.L.) Regnboginn. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Höfnun (Abandon)  Spennumynd Bandaríkin 2002. Myndform. VHS (98 mín.) Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Stephen Gaghan. Aðalleikendur: Katie Holmes, Benjamin Bratt, Zooey Deschanel. HÆFILEIKASKORTUR ætti ekki að hrjá hópinn á bak við Höfn- un, enda ýmislegt vel gert þótt myndin gangi ekki upp. Handrits- höfundur er Stephen Gaghan, Ósk- arsverðlaunahafi í þeirri grein fyrir Traffic (’00), hann leikstýrir jafn- framt í fyrsta sinn og tekst öllu verr til á þeim vígstöðvum. Leik- hópurinn er prýddur ungu og upprennandi fólki: Katie Holm- es (Símaklefi, The Wonder Boys og Dawson’s Creek á skjánum), Benj- amin Bratt (Pin- ero, Traffic), Charlie Hunnam (Kaldbakur – Cold Mountain), Zoo- ey Deschanel (Gæðablóð – The Go- od Girl), og þéttir aukaleikarar á borð við Philip Bosco, Fred Ward og Tony Goldwyn fylla út í mynd- ina. Meðal framleiðenda eru sjóuð nöfn Lyndu Obst og Edwards Zwyck og tökumaðurinn Matthew Libatique á að baki fína vinnu í Símaklefa, Tigerland, Pi o.fl. at- hyglisverðum myndum. Mannvalið dugar ekki til. Holmes leikur Katie Burks, bráð- efnilega stúlku sem er að útskrifast úr háskóla og hæfileikasnatar stór- fyrirtækjanna eru komnir á hæla henni þótt hún sé ekki búin að ljúka prófum. En það er ýmislegt fleira sem eltir stúlkuna og sumt miður gott. Einkum Embry Larkin (Charlie Hunnam), gamall kærasti sem hvarf á dularfullan hátt fyrir tveim- ur árum en er nú nýbyrjaður að ásækja hana. Þá gefur lögreglumaðurinn Handler (Bratt), henni glöggt auga því Katie er grunuð um að eiga þátt í hvarfi Larkins. Sjálfsagt ekkert verra efni en margt annað ef Gaghan hefði tekist betur upp. Hann fer á kostum í ör- fáum atriðum, einkum upphafinu en Höfnun er aldrei grípandi sálfræði- tryllir né tiltakanlega spennandi og endirinn skilur mann eftir óánægð- an. Bratt, Holmes og ekki síst Deschanel eiga betra skilið. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Grimm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.