Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. www.regnboginn.is Stríðið er hafið! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. FRUMSÝNING SV. MBLHK. DV Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. MICHAEL DOUGLAS ALBERT BROOKS Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og Powersýning kl. 11.35. B.i. 14 ára. Englarnir eru mættir aftur! Geggjaðar gellur í gæjalegustu mynd sumarsins! POWE RSÝnI NG kl. 11 .35. Á STÆ RSTA THX tJALD I LAND SINS SV. MBLHK. DV Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com MICHAEL DOUGLAS ALBERT BROOKS FRUMSÝNING Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. SMS–leikur mbl.is Taktu þátt og þú gætir unnið! Smelltu þér á mbl.is til að fá nánari upplýsingar um leikinn. Símtalið kostar 99 kr. Þú sendir SMS skeytið mblsms inlaws í númerið 1910 og við látum þig vita um leið, hvort þú hafir unnið. 200 heppnir þátttakendur vinna miða fyrir tvo á myndina The Inlaws. ÞAÐ ER alveg óhætt að fullyrða að ekki nokkur maður hafi spáð því er þessi gleðisveit frá Húsavík, Greifarnir, stóð upp’ á palli við Arnarhól í 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar og söng sig inn í hjörtu íslenskrar æsku að hún ætti eftir að verða enn að 17 árum síðar, árið 2003. En þar hafiði það, nánast hvert einasta sumar síðan þá hefur Greifahrað- lestin látið á sér kræla, á blússandi hraða fyrstu árin en síðar fremur mjatlandi, með allnokkr- um og mislöngum pissustoppum. Eftir sveitina liggja 7 plötur, mis- stórar og langar, um 60 lög, nokkur hundruð dansleikir og þúsundir sællra og glaðra ballgesta sem sungu sig hása með lummum á borð við „Útihátíð“, „Ég vil fá hana strax“, „Frystikistulag- ið“, „Viltu hitta mig í kvöld„ og „Visku- brunn“ – allt lög sem hvergi virka betur en einmitt á frjálslegum dansleiknum og voru enda flest hver einmitt samin með það fyrir augum. Slíkri tónlist ber líka að taka þannig og satt best að segja erfitt að ætla að setjast niður og leggja á hana dóm. Það er einfaldlega svo margt sem vantar uppá. En vissulega eru þessi 22 lög sem finna er á safnplötunni misjafnlega góð, sum hver bráðgrípandi smellir sem elst hafa vel, önnur bókstaflega óheyrileg – ekki hvað síst vegna ambögulegra texta – svona á plötu eftir öll þessi ár. Samt er það yfir það heila svo að þótt hin eldri séu einfaldari og kannski frumstæðari hvað útsetningar varðar þá er meiri sjarmi yfir þeim – kannski vegna þess að þau eru nær æsku und- irritaðs. Óperutónleikarnir gefa glögga mynd af hljómsveit sem með tímanum hefur orðið þéttari og betur spilandi. Enn- fremur kemur þar sterkt í ljós hvaða lög það eru sem uppúr standa, hver þeirra hafa þolað bæði tímans tönn og nýjar einfaldari útsetningar. Þar ber fyrst að nefna besta lag sveitarinnar „„Þyrnirós“, sem og „Viltu hitta mig í kvöld“, „Ég vil bara þig“ og „Ást“. Það sem uppúr stendur við að hlýða á þessa ágætu órafmögnuðu tónleika er að þar getur að heyra í fimm góðum vinum að gera það sem þeim þykir skemmtilegast að gera saman, standa upp’á palli að spila saman og syngja fyrir þakkláta og hressa áheyrendur. Og fyrir þessa áheyrendur og alla aðra sem hafa skemmt sér vel á balli með Greifunum í gegnum tíðina er þessi útgáfa kjörgripur og hreint ómissandi í partíin. Umbúðir hefðu þó mátt vera betur úr garði gerðar, hönnunin svo sem lát- laus en upplýsingar, á borð við útgáfu- ár laga og uppruna, af alltof skornum skammti, sem rýrir mjög heimildar- gildi slíkrar safnútgáfu. Tónlist Vonandi skemmtið’ ykkur vel Greifarnir Upp’á palli Íslenskir tónar Tvöföld plata með Greifunum. Fyrri plat- an inniheldur 22 vinsælustu lög sveit- arinnar og sú seinni 14 lög sem flutt voru á órafmögnuðum tónleikum sem fram fóru í Íslensku óperunni haustið 2001 (upplýsingar sem merkilegt nokk fylgja ekki með útgáfunni). Greifarnir eru Krist- ján Viðar Haraldsson söngur, hljómborð, raddir, Sveinbjörn Grétarsson gítar, raddir söngur, Gunnar Hrafn Gunnarsson tromm- ur, raddir, Jón Ingi Viðarsson bassi, Ing- ólfur Sigurðsson ásláttur, hljómborð, raddir, söngur. Með þeim söng Felix Bergsson 1986, 1987 og 1996. Öll lög og textar eru eftir Greifana, nema lagið við „Eina nótt með þér“ sem er erlent. Skarphéðinn Guðmundsson Hljómsveitin Greifarnir. ÁRIN 1970–1975 naut Osmond-fjöl- skyldan frá Utah mikilla vinsælda í poppheimum. Þegar mest var sungu þau sjö saman og voru þau og eru heittrúaðir mormónar og hreinlíf- ispostular hinir mestu. Saklaus sjarminn og samheldni systkinanna heillaði margan poppáhugamanninn og einhverra hluta vegna nutu þau mikilla vinsælda í Bretlandi, sem var einhvers konar heimavöllur hvað plötusölu og almenna aðdáun varðaði. Um daginn kom út safnplatan Ultimate Collection og skipti engum togum að platan fór beinustu leið í fimmta sæti breska vinsældalistans. Ekki nóg með það því þegar einn bræðranna, Merrill Osmond, kom til Bretlands til að kynna plötuna var hann eltur á röndum af kven- fólki á fertugsaldri og sátu þær meira að segja fyrir honum á hót- elinu hans. Vinsældir safnplötunnar eru reyndar hvílíkar að Osmond-bræð- urnir fimm eru að velta fyrir sér endurkomutónleikum á næsta ári – hugsanlega ásamt Jackson 5. Þrátt fyrir að gjöfulustu árin séu nú að baki hafa fjölskyldumeðlimir engu að síður verið iðnir við kolann. Donny hefur verið mest í sviðs- ljósinu. Hann átti sæmilegasta sóló- feril auk þess að gera nokkur lög vinsæl ásamt systurinni Marie. Jay, Merrill og Wayne reka The Osmond Family Theater í Branson, Miss- ouri, á meðan Jimmy, jafnan kall- aður „Litli Jimmy“ er farsæll við- skiptajöfur sem lifir eftir mottóinu „ráðvendni, heilnæm skemmtun og vinnusemi“. Elsti bróðirinn Alan skrifar hins vegar siðavandar barnabækur og rekur sjóð, sem styrkja á fjölskyldur. Hann heldur líka utan um sveitina The Osmonds – Second Generation sem er skipuð sonum hans átta. Nýjasta plata þeirra heitir I Love America og inniheldur lög eins og „Everyday Heroes“, „America United“ og „God Bless Our Home And Families“. Endurkoma The Osmonds „Heilnæm skemmtun“ Osmond-fjölskyldan www.osmond.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.