Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 55
HIN stórskemmtilega kvikmynd Löggilt ljóska (Legally Blonde) er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Í aðal- hlutverki er hin sykursæta Reese Witherspoon en hún leikur Elle Woods, sem er ljóshærð Kaliforn- íustúlka sem hefur margt til brunns að bera. Hún er formaður systra- félagsins í skólanum sínum, Hawa- iian Tropic-stúlka og ungfrú júní í skóladagatalinu. Hún er líka á föstu með sætasta stráknum í skólanum, Warner Huntington III, sem er af virtri ætt af austurströndinni. Það er aðeins eitt sem kemur í veg fyrir að Warner (Matthew Davis) beri upp bónorðið, Elle er alltof mikil ljóska. Þrátt fyrir það að alast upp hjá sjónvarpskónginum Aaron Spell- ing, sem þykir fínn pappír í Los Angeles, hefur það ekkert að segja í hinni „aðalsbornu“ austurstrand- arfjölskyldu Warners. Warner held- ur því á brott í laganám í Harvard og endurnýjar kynnin við gamla kærustu. Elle lætur sér ekki segjast og sækir einnig um skólavist í Har- vard. Hún þarf að taka á honum stóra sínum til að reyna að ná War- ner aftur, standa sig í náminu og síðast en ekki síst að standa upp fyrir réttindum ljóshærðra kvenna hvarvetna. Með önnur helstu hlutverk fara Luke Wilson og Selma Blair. Mynd- in er frá árinu 2001 og naut mikilla vinsælda, svo mikilla að búið er að gera framhaldsmynd um lagaleg ævintýri Elle, sem nú heldur til Washington. Myndin verður frum- sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í næstu viku. Reese Witherspoon í hlutverki sínu, sem Elle Woods, í Löggiltri ljósku. Ævintýri ljósku í lagaheimi Löggilt ljóska er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 00.05 í kvöld. VEÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 55 @>,-       - . /     0     0     -   1. - -2 .0      -   3   5 &5 5 5 5 5 5 "5 )5 5 5 &5 5 5 /*@$A :$  AB/C)/ D')AB/C)/ AE(D:F')/ ,$6 ,  7    8+ 9 :7 6  ;   31;<    &  (&     & & )      " &  &)    &      ) &        = %%&  < <.&=  ;  =   + <        "      "      &            ) " "     & " ) (" ( ( (& ( () ( () ( (" ( () ( ("       -#  $6   44 <   6+  , =   > = ,! " ; ,!    44 <   6+  ( ,  < +         %&<;<03;77< <    3 04"$5 0    -) -      3* "+4"!       <;<03;77< < G< < ;<  ?0  44 <  # + ;  HI :  HI :  HI :  /,        *   $ G ; A <J ,      K ! .>   L $ % .;  &    ) &      < < @+ 7   > =   @+ < !<   $ < $ < $ < .   #   '   (      > #   :     )    )   )  !< < < < < < < !< $ J   <(    N J N /   ,  O J   # >  M<@ I.N F   &     ) )   $ !< !< !< < !<  < @+  < !<    %  6 90  (&) : + ,=  (> >,      - & J&      6 () :+   = ,6 ,    ( 9  + A    ,           %  6 () :(+     ,    (<  + >, -,=  "++ ## ##!            ÚTVARP/SJÓNVARP ARNOLD Schwarz- enegger hefur sannarlega vítt svið sem leikari. Hann getur leikið austurrískt vöðvabúnt sem berst við geimveruveiðimenn, aust- urrískt vöðvabúnt sem berst við vélmenni og austurrískt vöðvabúnt sem vinnur sem leikskóla- kennari. Í dag sýnir Bíó- rásin síðastnefnda hlut- ann af túlkunarlitrófi Arnolds með myndinni Kindergarten Cop sem heitað gæti á íslensku Leikskólalöggan. John Kimble er grófur og groddalegur lögreglu- maður sem hefur árum saman elst við eiturlyfja- stórlaxinn Cullen Crisp. Hann hefur uppi á honum en svo virðist sem eina manneskjan sem geti borið vitni gegn Crisp sé fyrrverandi eiginkona hans. Hún hefur hins vegar horfið sporlaust og eina vísbendingin sem Kimble hefur er að barnið hennar er við nám í vissum barnaskóla. Upphefst þar með spaugileg at- burðarás að hætti Arnolds sprelli- gosa sem endrum og sinnum hefur reynt fyrir sér í gamanbransanum líkt og í myndinni Twins, hinni glað- væru jólamynd Jingle All the Way og Junior, þar sem Arnold verður óléttur! Óhætt er hins vegar að segja að Kindergarten Cop sé hátindurinn á gamanmyndaferli Arnolds. Arnold og ódælu börnin Ég heiti Arnold. Ég verð kennarinn ykkar í dag. Leikskólalöggan (Kindergarten Cop) er á dagskrá Bíórásarinnar í dag kl. 12.00 og 18.00. SAGAN af Önnu í Grænuhlíð er mörgum landsmönnum hjartfólgin. Ríkissjónvarpið sýnir í kvöld annan þáttinn í teiknaðri þáttaröð um Önnu litlu Shirley. Sögurnar um Önnu eiga sér stór- an hóp aðdáenda um heim allan og flykkjast ferðamenn í hópum til Avonlea í Kanada á söguslóðir bókaflokks Lucy Maud Montgom- ery. Anna er óvenjuleg ung stúlka og munaðarlaus en ættleidd af syst- kinum sem búa á sveitabæ. Sagan er að hluta byggð á æskuárum höf- undarins, Lucy Maud, frá því hún var lítil stelpa á Prince Edward eyju. Bækurnar um Önnu slógu strax í gegn bæði hjá ungum og öldnum og skrifaði hún sex fram- haldsbækur sem fylgdu Önnu frá barnæsku til fullorðinsára. Þegar Marilla og Matthew Cuth- bert taka fyrst við Önnu litlu lýst þeim ekki á þessa hnátu, enda áttu þau von á að fá strák sem gæti hjálpað þeim við bústörfin. En Anna vinnur fljótlega hug og hjarta þeirra og allra þar í kring, þar á meðal hjarta piltsins Gilberts Blythes. Hér er á ferð yndisleg saga sem yngsta kynslóðin fær að kynnast í þessari 26 þátta teiknimyndaröð. Það er ekki heldur úr vegi fyrir þá sem ekki hafa vitjað Önnu í langan tíma að rifja upp söguna af lífi hennar í Grænuhlíð. Sagan af Önnu í Grænuhlíð Anna í Grænuhlíð (Anne: The Animated Series) er á dagskrá Ríkissjónvarpsins kl. 18 á föstu- dögum. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.