Morgunblaðið - 28.07.2003, Side 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin
til þessarar heillandi borgar á hreint
ótrúlegum kjörum. Þú bókar 2 sæti,
en greiðir bara fyrir 1, og kemst til
einnar fegurstu borgar Ítalíu á
hlægilegu verði. Að auki getur þú
valið um úrval hótela í hjarta
Verona og bílaleigubíla frá Avis á
einstaklega hagstæðu verði.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verona
6. ágúst
frá kr. 19.950
Verð kr. 19.950
M.v. 2 fyrir 1.
Fargjald kr. 32.200 / 2 = 16.100.-
Skattar kr. 3.850.-
Samtals kr. 19.950.- pr. mann.
Gildir út 6. ágúst, heim 11./18. ágúst
Almennt verð kr. 20.950.-
Úrval hótela í boði.
Síðustu sætin
Atlantsolía leitar til
einkaaðila um lóð
undir bensínstöð
Góð við-
brögð við
auglýs-
ingunni
ATLANTSOLÍA auglýsti í
Morgunblaðinu í gær eftir lóð-
um á höfuðborgarsvæðinu fyrir
sjálfsafgreiðslustöðvar elds-
neytis. Stefán Kjærnested,
einn eigenda fyrirtækisins,
sagði í samtali við Morgunblað-
ið að nú þegar hefðu borist til-
boð og hugmyndir um lóðir.
Viðbrögð við auglýsingunni
hefðu því verið góð.
„Jafnframt höfum við haft
samband við nokkur sveitar-
félög á höfuðborgarsvæðinu
varðandi lóðir undir bensín-
stöðvar. Við ákváðum að aug-
lýsa einnig eftir lóðum, vegna
þess að margir aðilar eiga hent-
ugar lóðir í sinni eigu fyrir
starfsemi af þessu tagi,“ sagði
Stefán.
Meðal staða sem Stefán
nefnir að borist hafi í tal eru
söluturnar og verslanir við
stórar umferðaræðar, þar sem
ekki hefur verið bensínsala áð-
ur. „Það er hagur beggja aðila
að auka þjónustuna á staðnum
og gefa neytendum færi á að
dæla á bílinn í leiðinni,“ útskýr-
ir Stefán.
Breytingar þörf
á deiliskipulagi
Ef til lóðarkaupa eða sam-
starfs kæmi um lóðarnýtingu
segir Stefán að næsta skref
væri að leita til viðkomandi
sveitarfélags um breytingu á
deiliskipulagi. „Það er ákveðið
ferli sem tekur sinn tíma, en
þar sem sveitarfélögin sem við
höfum rætt við hafa verið mjög
jákvæð gagnvart okkur býst ég
við að þeirri vinnu verði hraðað
eins og unnt er,“ sagði Stefán
að lokum.
LOKATÓNLEIKAR sjöundu Reyk-
holtshátíðarinnar voru haldnir í
gær. Efnisskrá hátíðarinnar var
fjölbreytt og komu þar fram, ásamt
íslenskum flytjendum hátíðarinnar,
Brindisi tríóið frá Englandi og
danski tenórinn Jens Krogsgaard. Í
gær var meðal annars frumflutt
verkið Höfundr aldar (Snorri
Sturluson) eftir tónskáldið Hildi-
gunni Rúnarsdóttur af þeim Huldu
Björk Garðarsdóttur sópran, Stein-
unni Birnu Ragnarsdóttur píanó-
leikara og Bryndísi Höllu Gylfadótt-
ur sellóleikara.
Stjórnandi hátíðarinnar, Steinunn
Birna Ragnarsdóttir, segir í samtali
við Morgunblaðið að aðsókn hafi
verið með ágætum og fullt hús á
lokatónleikunum. Hún segist þó
auðvitað vilja sjá fleiri gesti yfir tón-
leikahátíðina, því stemmningin
margfaldist þegar margir séu í saln-
um.
Frá Englandi komu þrír tónlist-
armenn, sem kalla sig Brindisi
tríóið. Á píanó leikur Caroline Palm-
er, Jacqueline Shave á fiðlu og Mich-
ael Stirling á selló. Steinunn Birna
segir flytjendur á hátíðinni oft vera
fólk sem tengist hennar samstarfs-
hópi á einn eða annan hátt, en hún
hefur t.d. starfað mikið með Ásdísi
Valdimarsdóttur víóluleikara, sem
er eiginkona Michael Stirlings og
flutti ásamt tríóinu Píanókvartett
eftir Brahms á þessum tónleikum.
Steinunn telur hátíðina hafa getið
sér gott orð erlendis, sérstaklega á
Norðurlöndum, sem auðveldar
henni að fá fólk til að koma fram á
Reykholtshátíðinni. Talsvert sam-
starf er til dæmis við Eystrasalts-
löndin en Steinunn segist þó hafa
ákveðinn metnað fyrir norrænu
samstarfi, þar sem menningararf-
urinn sé sameiginlegur og telur það
að vissu leyti skyldu sína að auka
samvinnu norrænna einleikara og
kammerleikara. Þessa helgi flutti
vel þekktur danskur tenór, Jens
Krogsgaard, meðal annars sönglög
eftir danska tónskáldið Heise.
Á Reykholtshátíð eru farnir að
koma gestir frá útlöndum gagngert
til að njóta tónlistarhelgar í fallegu
umhverfi segir Steinunn og framtíð-
arhugmynd hennar er að hátíðin
hafi einnig aðdráttarafl fyrir er-
lenda tónlistarunnendur. Fyrir-
myndir séu til að slíkum hátíðum og
nefnir hún sem dæmi hina árlegu
tónlistarhátíð í Kuchmo í Finnlandi.
Fullt hús á lokatónleikum
Reykholtshátíðar
Tónlistarmenn voru hylltir vel og innilega að loknum tónleikum í gær.
FYRSTI Vestur-Íslendingadagurinn
var haldinn hátíðlegur á Hofsósi í
gær, að viðstöddu fjölmenni.
Kvöldið áður var hitað upp með því
að Freyvangsleikhúsið kom með sína
frábæru sýningu um vestur-íslenska
skáldið Káin, eftir sr. Hannes Bland-
on, en Hannes var einmitt í gervi Ká-
ins í sýningunni. Var húsfylli og við-
staddir sýninguna voru sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi, James I.
Gadsden, og sendiherra Íslands í
Kanada, Hjálmar W. Hannesson, auk
félagsmálaráðherra, Árna Magn-
ússonar, og fjölda gesta innlendra og
erlendra.
Á sunnudeginum fór svo fram há-
tíðardagskrá í félagsheimilinu Höfða-
borg, og var fjöldi gesta slíkur að
hvert sæti var skipað og var setið í
hverju horni. Valgeir Þorvaldsson
framkvæmdastjóri Vesturfaraseturs-
ins setti samkomuna og bauð gesti
velkomna, en síðan stýrði Wincie Jó-
hannsdóttir dagskránni.
Merkilegur þáttur
íslensks þjóðlífs
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra ávarpaði samkomuna fyrstur
og lýsti þeirri von sinni að Íslend-
ingadagurinn á Hofsósi mætti festast
í sessi og verða árviss viðburður.
Sagðist Árni hafa fylgst með fram-
kvæmdum Valgeirs við að vinna
Vesturfarasetrinu sess í þjóðlífinu, og
benti á hve litlu hefði oft mátt muna á
þeim erfiðu árum í sögu þjóðarinnar
hvort núlifandi Íslendingar hefðu
orðið Vestur- eða „Austur“-
Íslendingar, þegar um fimmtungur
þjóðarinnar flúði örbirgð og skort og
flutti vestur um haf út í óvissuna í von
um betri framtíð. Sagði Árni að með
ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að fela
Vesturfarasetrinu á Hofsósi að vera
upplýsinga- og tengslamiðstöð vestur
um haf væri komið á tengingu sem
ekki mundi rofna, enda væri vel að
verki staðið hjá heimamönnum. Nú
sækti á annan tug þúsunda gesta
setrið heim á hverju ári, og sagðist
Árni sjá fyrir sér að þegar Hótel
Karlsefni hefði verið reist mundi sá
fjöldi að minnsta kosti tvöfaldast.
„Hér er vel farið með merkilegan
þátt í íslensku þjóðlífi, sem á eftir að
eflast og styrkjast enn meir,“ sagði
félagsmálaráðherra um leið og hann
flutti árnaðaróskir ríkisstjórnar Ís-
lands á þessu fyrsta Vestur-
Íslendingadegi á Hofsósi.
Þá fluttu ávörp sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi, James I. Gadsden,
og sendiherra Íslands í Kanada,
Hjálmar W. Hannesson. Bill Holm
skáld flutti erindi sem hann nefndi
„Skál, to the ghosts“ og lét þar
gamminn geisa, eins og honum einum
er lagið.
Fjölbreytt söngdagskrá
New Iceland Youth Choir, frá Ár-
borg í Manitoba, söng úrval laga eftir
íslenska og erlenda höfunda, en þessi
ungmennakór, sem söng hvert ís-
lenska lagið á eftir öðru af stakri
prýði, er undir stjórn frú Rosalind
Vigfússon og varð kórinn að syngja
nokkur aukalög, en einnig kom kór-
inn inn í upplestur Davids Gislasonar
bónda í Árborg, en hann las úr verki
Halldórs Laxness „Nýja Ísland“ og
söng þar lagið Búkolla eftir stjórn-
andann frú Rosalind.
Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf
Sigurjónsdóttir fluttu hluta af Söng-
vöku prógrammi sínu, „A history of
Icelandic songs,“ og að lokum söng
Anna Sigríður Helgadóttir mezzó-
sópran við undirleik Bills Holm nokk-
ur lög, og endaði á að kalla inn ung-
mennakórinn og lét svo alla syngja
saman Litlu fluguna eftir Sigfús Hall-
dórsson.
Sendiherrar viðstaddir fyrsta
Vestur-Íslendingadaginn
„Hér er vel farið
með merkilegan
þátt í íslensku þjóð-
lífi,“ sagði félags-
málaráðherra
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Fullt var út úr dyrum í Höfðaborg á Hofsósi og greinilegt að fólk var ánægt með daginn.
David Gislason, bóndi í Kanada, og
Rosalind Vigfússon kórstjórnandi.
Vestur-Íslendingurinn Bill Holm
komst „á flug“ í ræðustólnum.
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra
Íslands í Kanada, flutti ávarp.
Hofsósi. Morgunblaðið.