Morgunblaðið - 28.07.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.07.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is Kaupmannhöfn www.icelandair.is/kaupmannahofn Fá þér smørrebrød og bjór hjá Idu Davidsen, Store Kongensgade 70. Opið til kl. 17:00 virka daga, lokað um helgar. Þar upplifir þú sanna danska stemningu. Í Kaupmannahöfn þarftu að: Verð frá 29.900 kr. á mann í tvíbýlí í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Hótel Admiral, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 8. nóv., 16. jan. og 20. mars. Christianshavn Miðbærinn Tívolí Amalienborg Plads Kul Torvet Central Station Christiania Kongens Nytorv Copenhagen Admiral Hotel Graa- broedre Torv Latínu hverfið Ny Carlsberg Glyptotek N ør re V ol dg ad e Str øg et Ch ris tia ns Br ygg e Ka lve bo d B ryg ge Ves trbr oga de Tie tge nsg ade Kon geve j Ved Ves terp ort Kampmannsgade Gothersgade Bernstorffsgade HC Andersens Blvd Nyhavn St or e K on ge ns ga de Br ed ga de To ld bo dg ad e Købm agergade NyØstergade Str øget Øst erga de Krø npr ins en- gad e Rådhus- pladsen Palace Hotel Imperial Hotel Hotel Du Nord DGI-byen Hotel Absalon C olbjö rnsensgade H elgolandsgade Vester Farim ags gad e ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 Bröltu út um glugga eftir bílveltu ÖKUMAÐUR missti stjórn á bifreið sinni í beygju við vegamót Skaga- fjarðarvegar og Norðurlandsvegar um klukkan fimm í gærmorgun. Þrennt var í bílnum, tveir piltar og stúlka. Bíllinn fór nokkrar veltur og stöðvaðist loks á hvolfi á Norður- landsvegi en honum hafði verið ekið eftir Skagafjarðarvegi. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki gátu ökumaður og farþegar brölt út um glugga á bílnum og voru komin út þegar lögreglu og sjúkra- flutningamenn dreif að. Þau voru öll í bílbeltum og voru áverkar þeirra ekki taldir alvarlegir. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og alþingismaður, segir að kannanir sem gerðar voru meðal foreldra um hvaða tími hentaði þeim best varð- andi lokanir í leikskólum í Reykjavík í sumar sýni dæmi um að rétt um 20% foreldra barna í ákveðnum leik- skólum vilji láta loka á þeim tíma sem var svo lokað í sumar. Í sumum skólum var þátttaka í könnuninni léleg og í þeim skólum byggist ákvörðun um lokun á af- stöðu mikils minnihluta foreldra sé tekið mið af heildarfjölda foreldra í viðkomandi skóla, allt niður í um 20%. „Þetta segir allt sem segja þarf um hvað þetta kemur sér illa fyrir barnafólk í borginni. Þetta er mun meiri þjónustuskerðing heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir ef það stendur ekki í þessu sjálft.“ Guðlaugur segir að það sé í raun ómögulegt að loka leikskólum í ein- hvern tíma öðruvísi en það komi sér illa fyrir fjölmarga foreldra: „Grunn- urinn er náttúrulega sá að sumar- lokanir eru mjög slæm hugmynd,“ segir Guðlaugur, og segir að engin rök sem hann hafi heyrt hafi sann- fært hann um nauðsyn sumarlokana. „Ef við stjórnmálamenn í borginni tölum um það að við viljum sjá fjöl- skylduvænni borg og viljum að hér sé gott að ala upp börnin okkar þá eru þessar sumarlokanir algerlega þvert á það markmið.“ „Við förum að sjálfsögðu eins mik- ið eftir vilja foreldra og kostur er,“ segir Þorlákur Björnsson, formaður leikskólaráðs. Hann segir að þetta mál verði tekið upp aftur í haust, enda hafi sumarlokanir í sumar að- eins verið til reynslu. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, bendir á að lagðar hafi verið kannanir fyrir foreldra leikskólabarna og valinn sá sumarleyfistími sem meirihluti for- eldra kaus. „Við stjórnum því ekki hversu margir foreldrar skiluðu inn könnuninni. Reglurnar voru hengd- ar upp á töflu þar sem foreldrar gátu lesið þær. Leikskólaráð hefur sam- þykkt að farið verði yfir málin að loknum sumarleyfum upp á framtíð- ina til að gera,“ segir Bergur. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks gagnrýnir lokanir leikskóla Allt niður í um 20% valdi þann tíma sem lokað var á ÞRÍR Bandaríkjamenn og einn Breti hafa í sumar róið kajökum sínum með ströndum Íslands, stað- ráðnir í því að sigla í kringum eyj- una. Bandaríkjamennirnir eiga vart meira en viku eftir af ferðalag- inu en Bretinn, sem er einn á ferð, er heldur skemmra á veg kominn. Hann gerir ráð fyrir að leggja af stað frá Höfn á þriðjudag og róa suður með landinu. Erfiðasti leggur ferðarinnar er um það bil að hefj- ast. Morgunblaðið náði tali af Bret- anum, Jonathan Burleigh, í gær þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti í heimahúsi á Höfn í Hornafirði. Bur- leigh hóf róðurinn á Ólafsvík 4. júní og segir að leiðangurinn hafi geng- ið að óskum; hann hafi einungis þurft að bíða af sér veður í sex daga. „Það tók mig um eitt og hálft ár að skipuleggja leiðangurinn. Fólk víðsvegar um Ísland geyma matarkassa fyrir mig sem ég kom með frá Bretlandi en matnum er skipt þannig upp að í hverjum kassa eru 14 pokar, hver og einn með nægum mat fyrir einn dag,“ segir Burleigh. Það er því ekki flókið mál að ákveða hvað eigi að vera í matinn en reyndar segir Bur- leigh að maturinn sé býsna fábrot- inn. Nokkrir þorskar og ýsur sem hann veiddi á leiðinni hafa aðeins aukið fjölbreytnina. „Það er miklu betra en pasta og hrísgrjón,“ sagði hann. Tröllasögur um suðurströndina Það er óhætt að segja að Burleigh sé vel búinn og skynsamur ferðalangur. Um borð í kajaknum er gervihnattasími, tölva og farsími sem hann hleður með sólarorku auk matar og viðlegubúnaðar. Á hverju kvöldi hefur hann samband við Tilkynningarskylduna og lætur vita af ferðum sínum og fær um leið upplýsingar um veðurspá. Hann segir að sér liggi ekkert á, ef veður leyfir muni hann klára hringferð- ina en annars ekki. Auðvitað langi hann að loka hringnum en hann muni ekki taka óþarfa áhættu. En verður hann ekkert einmana? „Jú, en ég hlakka til að hitta fólk á hin- um mismunandi stöðum. En auðvit- að verð ég einmana. Siglingin um suðurströndina verður þolraun, sérstaklega ef veðrið verður slæmt og ég þarf að húka í tjaldinu í nokkra daga. En ég hef bækur til að lesa. Svo get ég sent tölvupóst. Og ef ég er ekki að róa get ég notað tækifærið til að ná upp svefni,“ seg- ir hann. Á þriðjudag hefur hann róður fyrir suðurströndina sem er án efa erfiðasti leggur leiðarinnar. Að- spurður segir hann að hann kvíði ekki fyrir ferðalaginu. „Það eru augljósar hættur við suðurströnd- ina en satt að segja eru þær sama eðlis og þær hættur sem ég hef tek- ist á við í ferðalaginu hingað til. Ég hef þó örlítið meiri áhyggjur nú en oft áður, ekki síst út af öllum trölla- sögum sem fólk hefur sagt mér um suðurströndina.“ Vika eftir Bandaríkjamennirnir Chris Duff, Shawna Franklin og Leon Sommé eiga aðeins eftir um vikulangan róður til að ljúka hringferð sinni um landið, haldist veðrið sæmilega gott. Á laugardagsmorgun reru þau frá Húsavík og gætu verið komin að Langanesi ef ekki lengra. Í síðustu viku reru þau á einum degi frá Siglufirði til Húsavíkur sem telst dágóð dagleið. Hringsiglingar kajakmanna ganga framar vonum Þorskur og ýsa betri en pasta og hrísgrjón Shawna Franklin og Leon Sommé í Húsavíkurhöfn eftir hraustlegan róður frá Siglufirði. Chris Duff var skammt undan. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson   2  9 /  &)6 # &  2,#/& :()& &,( '; < 2()& )   (  *+  ,--. /01 0 /+   20 + 3  + = & 2 '(      )2()&               Illa slasaður eftir árás RÚMLEGA tvítugur maður hlaut svo þung högg í átökum hjá Grófinni í Keflavík snemma í gærmorgun að hann kinnbeinsbrotnaði og a.m.k. ein tönn brotnaði. Kunningjar hins slas- aða óku honum á Heilsugæslustofn- un Suðurnesja en þaðan var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Lögreglan í Keflavík fékk ekki veður af árásinni fyrr en hún var yf- irstaðin og maðurinn kominn á sjúkrahús. Að sögn lögreglu varð fjölmennur hópur ungmenna vitni að atburðum og frá upphafi ljóst hver það var sem réðst á manninn. Í gær- kvöld hafði ekki tekist að hafa uppi á hinum grunaða og eftir var að ræða við vitni en svo virðist sem þrasi og illsku hafi lokið með því að mennirnir flugust á. Robertson í kveðjuheimsókn FRAMKVÆMDASTJÓRI Atlants- hafsbandalagsins, George Robert- son lávarður, kemur í kveðjuheim- sókn til Íslands í dag. Gert er ráð fyrir að Robertson láti af störfum í árslok. Hann mun eiga fund með Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkis- ráðherra, á Þingvöllum. UNDANFARNAR vikur hefur verið nokkuð um að hundaeig- endur leiti til dýralæknis með hunda sína vegna gruns um spóluormasmit. Spóluormar eru frekar algeng sníkjudýr í hundum og köttum og því gott að hafa varann á. „Það er ekki meira um spólu- orma nú en oft áður. En nú er grilltíminn og fólk er að henda alls kyns grillkjöti í hunda og ketti sem þau æla síðan upp. Þá verður fólk áhyggjufullt og kemur með dýrin hingað,“ seg- ir Hanna Arnórsdóttir, dýra- læknir hjá Dýralæknastofunni í Garðabæ. „En gæludýraeign er líka orðin almennari og fólk al- mennt orðið meðvitaðra um hvað getur leynst í dýrunum og farið að veita hægðunum meiri athygli. Þess vegna heyrir mað- ur af fleiri tilvikum. Það er hægt að segja mikið til um heil- brigði gæludýra með því að skoða hægðirnar. Við brýnum fyrir fólki að gefa dýrum sínum reglulega ormalyf til að forðast óþægilegar afleiðingar orma. Egg orma geta leynst í feldi dýra og því er mikilvægt, sér- staklega þegar um ung dýr er að ræða, að halda dýrunum hreinum. Það er samt engin ástæða til að örvænta eða ótt- ast. Þessir ormar geta ekki valdið sjúkleika í fólki nema hjá ungum börnum eða fólki með skert ónæmiskerfi.“ Langur lífferill Spóluormar geta smitast í fólk, aðallega til barna undir fimm ára aldri. Spóluormur í hundum og köttum getur orðið allt að 18 cm langur. Eggin berast í lík- amann með saur eða sýktri bráð. Eggin klekjast út í smá- þörmunum og bora lirfurnar sig í gegnum þarmaveggina og berast með blóðrás til lifrarinn- ar. Þaðan berast þær til lungnanna. Í lungunum fara þær inn í berkjurnar og berast þaðan um barka upp í kok. Lirf- unum er kyngt og úr maga ber- ast þær til smágirnis, þar sem þær verða kynþroska ormar, sem verpa eggjum. Eggin ber- ast síðan út með saur. Egg spóluorma eru lífseig og lifa ár- um saman jafnt úti sem inni og þola þau frost, hita, sól og þrif. „Þegar við mennirnir inn- byrðum egg, nær ormurinn ekki að verða kynþroska, held- ur færir hann sig út í vefi og sest þar. Lífshringur ormsins nær einungis að fara alla leið í náttúrulegum hýslum, þ.e.a.s. hundum og köttum. Ormar geta líka smitast yfir í afkvæmi í gegnum fylgju, þannig að hvolpar geta fæðst með orma. Því er mikilvægt að gefa dýr- unum reglulega ormalyf til þess að fyrirbyggja smit.“ Morgunblaðið/Ingó Það er mikilvægt að orm- hreinsa hundana reglulega. Mikilvægt að orm- hreinsa hunda Talsvert um spólu- orma í gæludýrum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.