Morgunblaðið - 28.07.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.07.2003, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Bakgrunnur Með l. nr. 95/1998 voru gerðar grundvallarbreyt- ingar á tekjuskattslögunum (tskl.) varðandi skattlagn- ingu á arðgreiðslum milli félaga. Í stuttu máli gengu breytingarnar út á það að allar arðstekjur íslensks hlutafélags voru undanþegnar tekjuskatti, hvort sem þær voru runnar frá íslensku eða erlendu hlutafélagi, og án tillits til þess hve stóran eignarhlut íslenska fé- lagið átti í því félagi sem úthlutaði arðinum. Ekki skipt- ir máli hve lengi félagið hefur átt þau bréf sem gefa arð. Í athugasemdum með frumvarpi að l. 95/1998 sagði svo orðrétt: Frumvarpið þjónar m.a. þeim tilgangi að greiða því leið að unnt verði að flytja arð af starfsemi hlutafélaga í eigu íslenskra aðila inn í landið án þess að til tvískött- unar komi. Ekki er með íslenskum lögum unnt að af- létta þeim skatti sem lagður er erlendis á félög í ís- lenskri eigu, hvorki félagaskattinum né afdráttarskatti á þann arð sem greiddur er úr landi. Með þeim breyt- ingum sem frumvarpið felur í sér verður samnings- staða Íslands hins vegar betri að því er það varðar að krefjast niðurfellingar eða lækkunar á afdráttarskatt- inum. Með því að fá hann felldan niður sitja innlend fyrirtæki skattalega við sama borð og erlend að því er varðar arð af hlutum í innlendum og erlendum fé- lögum. Á þessum tíma voru hins vegar ekki gerðar breyt- ingar á reglum um söluhagnað félaga af sölu á hlutum í öðrum félögum, með þeirri athugasemd að söluhagn- aður hlutabréfa í OECD-löndum væri yfirleitt skatt- lagður með sama skatthlutfalli og gilti um aðrar tekjur félagsins. Hvað sem má segja um nákvæmni þessarar athugasemdar er ekki úr vegi að líta til helstu við- skiptalanda okkar í Evrópu til þess að kanna hvaða reglur gilda nú um skattlagningu á hagnað hlutafélaga af sölu eignarhluta í öðrum félögum. Núgildandi ís- lenskar reglur kveða á um að söluhagnaður sé skatt- lagður eins og aðrar tekjur hlutafélags með 18% tekju- skatti. Nágrannalönd í samkeppni Verður leitast við að gefa stutt yfirlit yfir þe lendu reglur hér á eftir, auk þess sem sérstakl ur fjallað um nýsamþykkt lög í Svíþjóð um sam Umfjöllun um hvert land verður haldið í lágma því aðeins hægt að lýsa almennum reglum í gró dráttum. Þess má þó geta að sérreglur geta ve erlendan söluhagnað og fyrirvari um að skattla í upprunalandinu sé sambærileg við það sem tí heimilisríki félagsins. Þá verður í lokin minnst lega á núgildandi reglur um skattlagningu arð og æskilegar breytingar á þeim. Þau lönd sem lýst er undanþiggja hagnað hl félaga af sölu hlutabréfa í öðru félagi að mestu skatti. Til hægðarauka má skipta löndunum í þ flokka allt eftir því hve ströng skilyrði þau setj undanþágunni. Söluhagnaðarreglur Í fyrsta flokkinn falla Lúxemborg og Danmö Lúxemborg er söluhagnaðurinn undanþeginn eignarhald bréfanna hefur varað í 1 ár fyrir söl þess sem skilyrði er að eignarhlutinn sé a.m.k. öllum hlutum í félaginu eða hlutabréfaeignin n tals 6 milljónum evra. Í Danmörku er það skily eignarhaldið hafi varað í 3 ár fyrir sölu. Í annan inn koma Holland og Belgía en í Hollandi er ge skilyrði fyrir undanþágunni að eignarhaldið sé 5% en í Belgíu eru 95% hagnaðarins undanþeg ugt landið gerir skilyrði um lágmarks eignarha Loks koma Þýskaland og Svíþjóð sem hvorki g marks eignarhluta eða eignarhaldstíma að skil Hinar nýju þýsku reglur, sem vakið hafa mikla gilda um sölur hlutafélaga á bréfum eftir 31. de 2001. Svíþjóð Breytingarnar í Svíþjóð eru ekki síður athyg ar, en þær voru samþykktar í sænska þinginu Samkeppni á sviði sk Eftir Garðar Valdimarsson F RÉTTIR um lögbrot og mis- ferli stjórnenda evrópskra og bandarískra fyrirtækja hafa verið þrálátar á síðustu miss- erum. Þar hafa mörg af þekktustu fyrirtækjum í viðkomandi ríkj- um komið við sögu. Þessar fréttir eru óneitanlega áfall fyrir talsmenn frjáls markaðskerfis og hafa leitt til að margir helstu bakhjarlar frjálsra viðskipta í heim- inum hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með viðskiptalífið með hætti sem fullyrða má að aldrei áður hafi heyrst úr þeirri átt. Því er jafnvel haldið fram að mesta hindrunin í vegi áframhaldandi framrásar markaðshagkerfisins stafi frá þeim sem hafa talið sig helstu boðbera þeirrar stefnu: yfirmönnum og eigendum fyr- irtækja og stjórnmálamönnum sem telja sig sérstaklega hliðholla viðskiptalífinu. Þetta er niðurstaða sérstakrar afmæl- isúttektar tímaritsins Economist sem fagnar 160 ára afmæli um þessar mundir. Í úttekt tímaritsins um “Kapítalisma og lýðræði eru rakin þekkt dæmi um hvernig stjórnendur í bandarísku og evrópsku við- skiptalífi hafa skarað eld að eigin köku og hvernig stjórnmálamenn hafa sýnt und- irgefni við hagsmunagæslu stjórnenda og eigenda fyrirtækja í mikilvægum málum. Ein alvarlegasta ásökun blaðsins gagn- vart viðskiptalífinu er að yfirmenn fyr- irtækja og hluthafar telji fólki trú um að samkeppni sé góð ef hún snerti ekki þá sjálfa. Það er athyglisvert að Economist, einn virtasti málsvari frjálsra viðskipta um áratuga skeið, skuli taka svo afgerandi til orða um viðskiptalífið. Viðskiptalífið hlýtur því að taka þessi ummæli blaðsins alvar- lega. Alan Greenspan seðlabankastjóri Bandaríkjanna ræddi einnig fyrir nokkru um ábyrga forystu í fyrirtækjum í ræðu í New York-háskóla. Hann sagði þar m.a. að markaðshagkerfið þurfi að sjálfsögðu laga- og regluverk en hann bætti síðan við: “Reglur geta þó aldrei komið í stað skap- gerðar. Greenspan sagði ennfremur að fyrirtæki með ábyrga stjórnendur þurfi ekki nákvæmar starfsreglur til þess að hegða sér í samræmi við langtímahags- muni eigenda. “En því miður eru ein- staklingarnir ólíkir; sumir haga sér óað- finnanlega en aðrir leitast stöðugt við að stytta sér leið. Hins vegar er ljóst að regl- ur um ábyrga forystu í fyrirtækjum verður að samræma og þær verða að gilda fyrir alla. Það er vandasamt að setja reglur sem eiga í senn að stuðla að aðhaldi frá hinu op- inbera og frá markaðnum. Frelsi með ábyrgð er boðskapur seðlabankastjóra Bandaríkjanna og Tímaritsins Economist eða með öðrum og orðum að um leið og umhverfi viðskiptalífsins hefur orðið frjáls- ara þurfi fyrirtæki og stjórnendur þeirra að axla meiri ábyrgð. Víða sjást þess nú merki, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, að löggjafinn hyggst taka eftirlits- og regluverk atvinnulífsins til endurskoðunar með það að markmiði að draga úr hættu á misferli. Þegar eru reyndar ko þessu sviði verulega ha komi samt irtæki geti kann að ver lífið og umh arsstaðar. draga úr rí um, hindra færri en í f og vantrú á reynslu un hefur þótt rýni þungla að eftirlitss Frelsi með ábyrg Eftir Þór Sigfússon Það kann að reynast erfitt fyrir alþjóðlegt viðskiptalíf að og almenningi er misboðið með fréttum um stjórnendur s SJÁLFSTÆÐI EFTIRLITSSTOFNANA Einn mikilvægasti þáttur ístarfi þeirra eftirlitsstofn-ana, sem komið hefur verið á fót, ekki sízt til þess að fylgjast með því að settum leikreglum sé fylgt og þá m.a. í viðskiptalífinu, er sjálf- stæði þeirra. Þetta sjálfstæði verður að vera hafið yfir allan efa. Í kosningabaráttunni sl. vetur flutti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðu í Borgarnesi, þar sem hún virtist gefa í skyn, að rannsóknir á nafngreindum fyrirtækjum gætu verið sprottnar af flokkspólitískum ástæðum. Þetta var stóralvarleg ásökun, sem engin rök voru færð fyrir, hvorki þá né síðar. Nokkrum dögum eftir þá ræðu birti Morgun- blaðið að ósk Jóns Ólafssonar, aðal- eiganda Norðurljósa, skýrslu skatt- rannsóknarstjóra um rannsókn á skattamálum hans og andmæli hans. Fyrirtæki hans var eitt þeirra, sem Ingibjörg Sólrún nefndi í ræðu sinni í Borgarnesi. Eftir birtingu skýrsl- unnar lýsti hún þeirri skoðun í sam- tali við Morgunblaðið að skýrslan sýndi, að fullt tilefni hefði verið til þeirrar rannsóknar. Þegar gefið er í skyn, að forsvars- menn opinberra eftirlitsstofnana á borð við Skattrannsóknarstjóra, Samkeppnisstofnun, Ríkislögreglu- stjóra eða Fjármálaeftirlit láti und- an þrýstingi ráðherra eða annarra stjórnmálamanna í störfum sínum er um leið gefið í skyn, að þessir aðilar hafi gerzt brotlegir við hegningar- lög. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu alvarlegt tal af þessu tagi er auk þess, sem það stuðlar að því að draga úr því trausti, sem nauðsyn- legt er að almenningur beri til þess- ara stofnana. Markmiðum hverra þjónar það? Síðustu daga hafa allmargir stjórnmálamenn lýst þeirri skoðun í samtölum, sérstaklega við Frétta- stofu Ríkisútvarpsins, að efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra eigi að taka málefni olíufélaganna til rannsóknar nú þegar og er þá vænt- anlega átt við að frumskýrsla Sam- keppnisstofnunar gefi tilefni til að ætla, að forsvarsmenn félaganna hafi framið refsiverða verknaði. Auðvitað er ljóst, að gefi rannsókn Samkeppnisstofnunar tilefni til að ætla, að um refsiverðan verknað hafi verið að ræða í samráði olíufé- laganna verður það gert og væri ekki í fyrsta skipti. Fyrir hálfri öld voru þáverandi forsvarsmenn Olíu- félagsins hf. staðnir að alvarlegum brotum á lögum og dæmdir í sam- ræmi við það. Lögreglurannsókn getur hafizt með ýmsum hætti. Viðkomandi eft- irlitsstofnun getur með formlegum hætti sent niðurstöður rannsókna til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra til meðferðar, sem tekur þá afstöðu til, hvort tilefni er til rann- sóknar á meintum refsiverðum brot- um. Þetta getur Samkeppnisstofnun gert með formlegum hætti, svo og Skattrannsóknarstjóri og Fjármála- eftirlit. Í máli olíufélaganna nú er ljóst, að Samkeppnisstofnun getur tekið formlega ákvörðun um að senda niðurstöður rannsókna sinna til efnahagsbrotadeildar. Ríkissak- sóknari getur að eigin frumkvæði tekið málið til skoðunar og ákveðið að senda efnahagsbrotadeild það til frekari rannsóknar. Ríkislögreglu- stjóri getur að eigin frumkvæði tek- ið ákvörðun um að taka málið til rannsóknar. Það eru því þrír aðilar, sem geta að eigin frumkvæði með formlegum hætti tekið ákvörðun um að vísa máli olíufélaganna til lögreglurann- sóknar og tveir þeirra geta haft frumkvæði að slíkri rannsókn sjálf- ir. Engin þessara eftirlitsstofnana hefur gefið tilefni til að ætla að þær skirrist við að taka slíka ákvörðun á þeim tímapunkti, sem þær telja eðli- legar. Það er engin ástæða til þess að gagnrýna Samkeppnisstofnun fyrir að hafa ekki nú þegar sent málið formlega til sakarannsóknar og heldur ekki tilefni til að gagn- rýna embætti ríkissaksóknara eða ríkislögreglustjóra fyrir að hafa ekki að eigin frumkvæði tekið málið upp nú þegar. Rannsókn málsins hjá Samkeppnisstofnun er á því stigi, að sú frumskýrsla, sem fyrir liggur er fyrri hluti þeirrar skýrslu. Seinni hlutinn á eftir að koma, svo og and- mæli olíufélaganna. Þessar stofnan- ir verða að hafa starfsfrið. Í störfum sínum fram að þessu hafa forsvars- menn þeirra ekki gefið tilefni til annars en að þeim megi treysta. Nú bregður hins vegar svo við, að haldið er uppi opinberum pólitískum þrýstingi á embætti ríkislögreglu- stjóra og þá fyrst og fremst úr röð- um ráðherra og þingmanna Fram- sóknarflokksins vegna málefna olíufélaganna. Hvað veldur? Í fyrsta lagi vekur athygli að sá pólitíski þrýstingur skuli einungis beinast að einni af þremur stofnunum, sem samkvæmt framansögðu geta haft frumkvæði að því að efnt verði til lögreglurannsóknar. En í öðru lagi hljóta þessir stjórnmálamenn að verða spurðir, hvort þeir telji við hæfi að halda uppi pólitískum þrýst- ingi með þessum hætti og jafnvel gefa í skyn, án þess að færa fyrir því nokkur rök, að ríkislögreglustjóri sé vanhæfur til þess að taka ákvörðun um þessi mál. Af hverju ætti hann að vera það? Stjórnmálamenn mega ekki gleyma því, að forráðamenn þessara stofnana eru sumir hverjir ráðnir til ákveðins tíma. Þeir eiga endurskip- un sína undir stjórnmálamönnum. Pólitískur þrýstingur getur orðið til þess að trufla faglega meðferð mála. Þær eftirlitsstofnanir hins opin- bera, sem hér koma við sögu hafa sýnt það með störfum sínum, að þær verðskulda traust fólksins í landinu. Komi í ljós í rannsókn á meintu ólögmætu samráði olíufélaganna að tilefni sé til lögreglurannsóknar á hún að fara fram og almenningur getur treyst því að hún mun fara fram. Ísland er gagnsætt, lýðræðis- legt samfélag, þar sem lögð er áherzla á að leikreglum sé fylgt hver sem í hlut á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.