Morgunblaðið - 28.07.2003, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 17
E
FTIR sex ára stjórn-
arsetu á ríkisstjórn
breska Verka-
mannaflokksins nú í
vök að verjast og
erfiðir tímar eru fram undan hjá
Tony Blair. Þessi vandi á miðju
öðru kjörtímabilinu í röð er ein-
stakur fyrir flokkinn, því hann
hefur aldrei í 102 ára sögu sinni
stjórnað tvö kjörtímabil í röð.
Dramatíkin er mikil þegar þeim
röddum fjölgar innan flokksins
sem vilja að Tony Blair forsætis-
ráðherra segi af sér, sigursælasti
leiðtogi flokksins frá upphafi, en
um leið mun hann áreiðanlega
fara í bækurnar sem sá umdeild-
asti.
Verkamannaflokkurinn hefur
tekið stakkaskiptum á þeim níu
árum sem Blair hefur farið fyrir
honum, eftir að skyndilegan dauða
Johns Smiths, þáverandi for-
manns flokksins sem lést úr
hjartaáfalli, bar að. Síðan þá hefur
Tony Blair farið fyrir liðinu sem
barðist fyrir breytingum innan
flokksins allt frá dögum Neils
Kinnocks undir yfirskriftinni „Nýi
Verkamannaflokkurinn“ og færði
flokknum tvo stórsigra í röð árin
1997 og 2001.
Dökkt útlit
Í augnablikinu er auðvelt að
ímynda sér að Blair lifi ekki af þá
miklu pólitísku kreppu sem hann
og ríkisstjórn hans eru í. Stríðið í
Írak og fylgispektin við stjórn
örvaglaðra hægrimanna í Banda-
ríkjunum hefur skaðað Blair bæði
heima og heiman. Það virðist sem
sú sterka staða sem hann var í allt
frá sigrinum mikla árið 1997 sé á
enda og illfær vegurinn til baka.
Tony Blair, sem var um árabil
óskoraður leiðtogi jafnaðarmanna
um víða veröld og einn helsti leið-
togi heimsbyggðarinnar í kjölfar
hryðjuverkanna 11. september, er
í úlfakreppu sem vandratað virðist
út úr. Það er hins vegar ekki jafn-
einfalt fyrir andstæðinga hans að
velta honum úr sessi og virst gæti
nú þegar staða hans er hvað veik-
ust. Sérstaklega er útlitið dökkt
eftir hörmulegt andlát vísinda-
mannsins Davids Kellys og hinar
harðdrægu deilur Alistairs Camp-
ells, upplýsingastjóra ríkisstjórn-
arinnar, við BBC undanfarið út af
Íraksmálinu öllu.
Brown bíður rólegur
Breski blaðamaðurinn Andrew
Rawnsley hefur fylgst betur með
uppgangi og viðgangi Verka-
mannaflokksins síðastliðinn ára-
tug en flestir aðrir. Hann skrifaði
á sínum tíma frábæra bók um
flokkinn og fyrsta kjörtímabilið,
Servants of the people, Inside
story of New Labour. Rawnsley
fjallar vikulega um pólitík í breska
vikuritinu Observer og hefur
fylgst grannt með gangi mála hjá
Tony Blair síðustu vikurnar.
Það sem upp úr stendur að hans
mati er það að þeir sem vilja Blair
frá innan flokksins eru sund-
urleitur hópur án samstöðu og
skýrra markmiða. Gordon Brown,
fjármálaráðherra og annar helsti
forystumaður flokksins, fer sér
hægt og gerir engar sýnilegar til-
raunir til þess að sameina hópana
gegn sínum gamla félaga, Tony
Blair. Brown er ákaflega varfær-
inn stjórnmálamaður og er líkleg-
ur til að bíða rólegur síns tíma.
Margfrægt er meint samkomulag
gömlu fóstbræðranna Blairs og
Browns, þegar þeir ákváðu að
keppa ekki um formannsembættið
1994 og standa saman um framboð
Blairs, um að sá síðarnefndi tæki
við á miðju öðru kjörtímabili og
meint svik Blairs á samkomulag-
inu. Síðan þá hefur gengið á ýmsu
í samskiptum þessara tveggja
jöfra breskra stjórnmála og enn
spurt að leikslokum.
Áfram forskot á
Íhaldsflokkinn
Ef vandi Tony Blair eykst ekki
meira en orðið er vegna stríðsins í
Írak og eftirmála þess og fram-
vindu þá mun hann líklega lifa
kreppuna af og leiða flokkinn í
næstu kosningum. Kosningum
sem allt bendir til þess að hann
vinni þrátt fyrir allt. Því hvað sem
öllu líður heldur Verkamanna-
flokkurinn tveggja prósentustiga
forskoti á Íhaldsflokkinn í könnun
sem var gerð í miðju mold-
viðrinu fyrir nokkrum dög-
um og birtist í Guardian.
Það er nánast einstakt að
stjórnarandstaðan skuli ekki
hagnast miklu meira á erf-
iðleikum ríkisstjórnarinnar
en raunin er. Í sömu könnun
var spurt hvaða flokkur væri
líklegur til að vinna næstu
kosningar og töldu lang-
flestir aðspurðra að Verk-
mannaflokkurinn bæri þá sigur úr
býtum, þriðja sinn í röð. Meira að
segja yfir helmingur þeirra sem
kváðust stuðningsmenn Íhalds-
flokksins voru þeirrar skoðunar.
Ian Duncan Smith, leiðtogi hans, á
langt í land með að eiga raunveru-
lega möguleika á að leggja Verka-
mannaflokkinn á næstunni og
koma flokki sínum aftur til valda.
Þessi staða í könnunum rennir
jafnframt stoðum undir þá kenn-
ingu að erfitt verði fyrir andstæð-
inga Blairs og vinstri arm Verka-
mannaflokksins að koma honum
úr formannsstóli á næstunni.
Söguleg sigurganga
Sigurganga Verkamannaflokks-
ins undanfarin ár og ótvíræð leið-
sögn hans meðal annarra jafn-
aðarmannaflokka er söguleg og
nánast einstök þegar litið er til
áhrifa evrópskra jafnaðarmanna,
að undanskildum þeim skandinav-
ísku. Það eru því mikil vonbrigði
fyrir jafnaðarmenn víða um lönd
að verða vitni að framgöngu Ton-
ys Blairs og ríkisstjórnar hans í
Íraksmálinu öllu. Sérstaklega því
hvernig hann hefur fylgt Bush
Bandaríkjaforseta í ólögmætt
stríð án þátttöku alþjóða-
samfélagsins.
Þegar ríkisstjórn Tonys Blairs
ákvað að fylgja Bandaríkjunum út
í árásarstríð á Írak missti Blair
tiltrú vinstri arms Verkamanna-
flokksins og yfirburðastöðu sína
meðal evrópskra jafnaðarmanna.
Tony Blair kveikti með fram-
göngu sinni á tíunda áratugnum
elda í brjóstum jafnaðarmanna út
um allan heim og tiltrú á að færðu
þeir stefnuna í takt við tímann
væri allt hægt og vegurinn til
valda og áhrifa greiður. Sér-
staklega í ljósi þess mikla sam-
félagslega óréttlætis sem löng
valdaseta harðskeyttra hægri-
manna hafði í för með sér. Oft er
hins vegar erfiðara að varðveita
eldinn en að kveikja hann og nú
reynir á „Nýja Verkamanna-
flokkinn“ og forystumenn hans.
Tony Blair og
vandi Verka-
mannaflokksins
Eftir Björgvin G. Sigurðsson
’ Það eru því mikil von-brigði fyrir jafnaðarmenn
víða um lönd að verða
vitni að framgöngu Tonys
Blairs og ríkisstjórnar
hans í Íraksmálinu öllu. ‘
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingarinnar.
ssar er-
ega verð-
ma efni.
arki og er
ófum
erið um
agningin
íðkast í
stutt-
s úr landi
uta-
undan
þrjá
ja fyrir
örk. Í
skatti ef
lu auk
10% af
nemi sam-
yrði að
n flokk-
ert að
é a.m.k.
gin. Hvor-
aldstíma.
gera lág-
lyrði.
a athygli,
esember
glisverð-
14. maí
sl. og taka gildi 1. júlí 2003 og 1. janúar 2004. Þær fela í
sér eftirfarandi breytingar á skattlagningu hlutafélaga:
– afnám skattlagningar á hagnað af sölu viðskipta-
tengdra eignarhluta (business-related holdings);
– rýmkun gildissviðs undanþágureglna um arðs-
tekjur
– rýmkun undanþágna frá staðgreiðslu á greiðslu
arðs úr landi.
Fyrir breytingarnar var allur hagnaður af sölu
hlutafélags á eignarhlutum í öðrum félögum skatt-
skyldur í almenna skatthlutfallinu, 28%, hvort sem um
var að ræða sölu viðskiptatengdra eignarhluta eða
hlutabréfasafns (portfolio holding). Þessum reglum
svipaði því mjög til núgildandi reglna í íslenskum lög-
um, nema þar er skatthlutfallið 18 %. Nýju reglurnar
ganga út á það að frá 1. júlí 2003 er söluhagnaðurinn af
viðskiptatengdum eignarhlutum skattfrjáls í Svíþjóð.
Hagnaður af sölu hlutabréfasafns verður áfram skatt-
skyldur. Samkvæmt nýju lögunum telst öll hlutabréfa-
eign í óskráðum félögum til viðskiptatengds eign-
arhluta án tillits til þess hversu stór sá eignarhluti er.
Sala eignarhluta í skráðum félögum telst sala við-
skiptratengdra eignarhluta, ef a.m.k. 10% af at-
kvæðamagni viðkomandi félags hefur verið í eigu selj-
anda í a.m.k. 12 mánuði.
Varðandi skattlagningu arðstekna hlutafélaga hefur
skilgreiningunni á viðskiptatengdum eignarhlutum
verið breytt til samræmis við það sem gildir við ákvörð-
un skattlagningar söluhagnaðar. Þannig mun eign-
arhald í óskráðum félögum sjálfkrafa teljast vera við-
skiptatengt eignarhald, nema viðkomandi hlutabréf
teljist til birgða. Með sama hætti munu eignarhlutir í
skráðum félögum fullnægja skilyrðum um undanþágu
arðstekna, ef eignarhaldið felur í sér yfirráð yfir a.m.k.
10% atkvæðamagns og eignarhaldið hefur varað í
a.m.k. 12 mánuði. Áfram gildir það skilyrði fyrir und-
anþágunni að skattlagning erlends félags sem átt er í
viðskiptatengda eignarhluti sé sambærileg því sem
gildir í Svíþjóð (a.m.k. 15% tekjuskattshlutfall).
Varðandi arðgreiðslur úr landi verða reglurnar
rýmkaðar. Nýju reglurnar sem ætlað er að taki gildi 1.
janúar 2005 gera ráð fyrir því að arður greiddur frá
Svíþjóð til erlendra félaga verði undanþeginn stað-
greiðslu með eftirgreindum hætti. Ef um er að ræða
erlent félag sem á a.m.k. 10% atkvæðamagn í sænsku
skráðu félagi er arðurinn undanþeginn ef hið erlenda
félag hefði fallið undir arðsundanþágureglur hefði það
verið heimilisfast í Svíþjóð í a.m.k. 12 mánuði. Ef um er
að ræða erlent eignarhald í óskráðu sænsku félagi er
engin staðgreiðsla innheimt án tillits til stærðar eign-
arhalds eða lengdar eignarhaldstíma. Varðandi allt er-
lent eignarhald, kemur undanþágan frá staðgreiðslu-
skatti því aðeins til greina að um sé að ræða félag í
landi sem Svíþjóð hefur gert tvísköttunarsamning við
eða í landi sem er á svokölluðum „hvítum lista“ yfir
samþykkt ríki, eða undir kringumstæðum þar sem fé-
lag er skattskylt með svipuðum hætti og gerist í Sví-
þjóð.
Fylgjum þróun
Af framansögðu má ráða að æ fleiri þjóðir gera sér
grein fyrir þýðingu þess að skattlagning hagnaðar til
og frá landinu sé með hófsömum hætti til þess að
tryggja samkeppnisstöðu landsins með tilliti til fjár-
festinga og frjáls flæðis fjármagns. Þá er ljóst af nýj-
ustu dæmunum í Þýskalandi og Svíþjóð að þróunin er í
þá átt að gera allar reglur um arð og söluhagnað liprari
og gagnsærri.
Miðað við markmið stjórnvalda við skattalagabreyt-
ingarnar árið 1998, sem lýst var í upphafi þessarar
samantektar, hlýtur þessi þróun að teljast mjög áhuga-
verð til fyrirmyndar um nauðsynlegar breytingar sem
gera þarf á íslenskum tekjuskattslögum til þess að
tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og skattakerfis á
Íslandi.
kattlagningar félaga
Höfundur er hæstaréttarlögmaður, löggiltur endurskoðandi
og meðeigandi hjá Taxis lögmönnum ehf.
omin fram merki um að ný lög á
i, m.a. í Bandaríkjunum, hafi
amlandi áhrif á viðskiptalífið og
ekki í veg fyrir að óábyrg fyr-
misnotað aðstöðu sína. Vending
rða í umræðunni um viðskipta-
hverfi þess hérlendis sem ann-
Íslendingum hefur tekist að
íkisafskiptum á undanförnum ár-
anir í almennum viðskiptum eru
flestum nágrannalöndum okkar
á ríkislausnir er landlæg eftir
danfarinna áratuga. Í ljósi þessa
eðlilegt að lítil fyrirtæki gagn-
amalegt eftirlitskerfi ríkisins og
stofnanir lúti eðlilegu aðhaldi.
Nú er hætt við að fram komi auknar kröfur
um opinbert eftirlit og reglur sem líta vel
út á blaði en leiða til þess að öll þau þús-
undir fyrirtækja hérlendis sem erlendis
sem eru ábyrg í starfi sínu líða fyrir, kostn-
aður eykst og kerfið allt verður þunglama-
legra.
Það kann að reynast erfitt fyrir al-
þjóðlegt viðskiptalíf að auka tiltrú á mark-
aðnum og markaðslausnum þegar almenn-
um hluthöfum og almenningi er misboðið
með fréttum um stjórnendur sem hafa ekki
sýnt karakter. Það er þó líklega aldrei
brýnna en einmitt nú að viðskiptalífið taki
frumkvæði og reyni að sýna almenningi
fram á að það hagi sér líkt og það boðar.
Eitt af því sem búast má við að verði tek-
ið fastari tökum af fyrirtækjum og sam-
tökum þeirra á alþjóðavettvangi á næstu
misserum eru ýmsar starfsreglur sem fyr-
irtæki geta sjálfviljug tileinkað sér. Hér
má nefna „Grundvallaratriði um ábyrga
forystu fyrirtækja“ sem Efnahags- og
framfarastofnunin OECD lagði fram árið
1999. Þá hefur Alþjóðaverslunarráðið unn-
ið að margvíslegum starfsreglum sem
fjalla m.a. um svikastarfsemi hvers konar
og ábyrgð fyrirtækja og hundruð fyr-
irtækja hafa tileinkað sér. Í sumum til-
fellum hefur sérstaklega verið horft til lít-
illa fyrirtækja eða fjölskyldufyrirtækja og
því eiga starfsreglur sem þessar við um all-
ar stærðir og gerðir fyrirtækja.
Íslensk fyrirtæki eiga að taka frum-
kvæði á þessu sviði eins og þau hafa reynd-
ar gert m.a. með því að setja sér sjálf ýms-
ar starfsreglur á verðbréfamarkaði.
Fyrirtækin geta sjálf tekið frumkvæði með
setningu starfsreglna um vinnulag í sam-
bandi við ýmsa þætti er beinast m.a. að
stjórnendum fyrirtækja, stjórnum og sam-
skiptum fyrirtækja og tileinkað sér þá
þekkingu sem liggur fyrir í alþjóðlegu við-
skiptalífi á þessu sviði.
Nú nýverið flutti Maria Cattaui fram-
kvæmdastjóri Alþjóða verslunarráðsins er-
indi hérlendis þar sem hún fjallaði um
ábyrg fyrirtæki í alþjóðlegu umhverfi. Hún
benti þar á að fyrirtækin sjálf verði að vera
ábyrg og að þau megi ekki bíða eftir því að
stjórnvöld setji þeim starfsreglur. Cattaui
benti einnig á að reynslan sýndi að opinber
reglubyrði auki hættu á spillingu.
Það er mikilvægt að viðskiptalífið styðji
heilbrigða framkvæmd laga á borð við
samkeppnislögin, en bendi jafnframt á leið-
ir til að auka innra eftirlit og aðhald innan
atvinnulífsins sem stuðli að áframhaldandi
bættum lífskjörum almennings. Loks verð-
ur að vara við auknu opinberu eftirliti og
stífari reglum sem koma jafnt niður á þeim
fyrirtækjum sem ávallt breyta rétt, sem
öðrum fyrirtækjum. Afleiðingin er veru-
lega aukinn kostnaður allra fyrirtækja sem
leiðir á endanum til hægari lífskjarabata
en almenningur hefur bæði vanist og
krefst. Það er nú mikið í húfi fyrir við-
skiptalífið að taka frumkvæði í því að
benda á leiðir til að endurvekja það traust
sem hluthafar og almenningur réttilega
eiga að geta haft á fyrirtækjastarfsemi.
gð
Morgunblaðið/Sverrir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Verslunarráðs Íslands.
ð auka tiltrú á markaðnum og markaðslausnum þegar almennum hluthöfum
sem hafa ekki sýnt „karakter“, segir greinarhöfundur meðal annars.