Morgunblaðið - 28.07.2003, Page 19

Morgunblaðið - 28.07.2003, Page 19
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 19 fallegt, því að hver hlutur er keyptur með umhyggju og allar gjafir sem hún gaf voru valdar af sömu um- hyggju. Vala Stína gat verið krefjandi. Hún var ákveðin í skoðunum sínum og gaf ekkert eftir þótt aðrir væru ekki sammála. Hún var svo ótrúlega sterk, en þó svo bljúg. Áfram streyma minningarnar. Við að undirbúa ferðalag: „Ætl- arðu með þetta eða hitt?“ Vala Stína alein í parísarhjóli á Ítalíu. Kastaníu- brúna hárið hennar flaksaðist í vind- inum. Við þrjú stóðum niðri. Þorðum ekki upp. Á leið upp í kirkjuturninn á Pét- urskirkjunni í Róm. Vala Stína ríg- hélt í mig, hún var svo lofthrædd og með innilokunarkennd, en upp fór hún. Í Dólomítafjöllum árið 2002. Í kláfi upp í hæstu hæðir. Ekki missa af neinu. Í Þjórsárdal í sól og blíðu. Vala Stína í miðri sóleyjabreiðu að tína sér stóran vönd. Við á veröndinni í sumarbústaðn- um að binda blómin í knippi. Förum svo að undirbúa góða máltíð, jafnvel í gönguferð í kvöldhúminu og tölum og tölum saman. Hún elskaði landið sitt og íslensku náttúruna og fékk aldrei nóg af því að skoða og kanna. Fyrst og fremst var hún alltaf til staðar fyrir manninn sinn, syni sína og barnabörn, svo og ættingja og vini, hvar og hvenær sem þurfti. Það var hennar æðsta hlutverk í þessu lífi. Svona gæti ég haldið áfram. Ég heyri ekki lengur röddina hennar. Ég sé ekki lengur fallega brosið hennar. Ég get ekki lengur faðmað hana og sagt: „Þú ert svo frábær.“ En minningarnar tekur enginn frá mér. Hjartans Vala Stína mín. Mikið undur sakna ég þín. Ég bý alla tíð að vináttunni, hlýjunni og elskunni sem þú sýndir mér og mínum. Kæra vin- kona, Guð geymi þig og leiði á ljóss- ins vegum. Hægur er dúr á daggarnótt, dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgrímsson.) Við Stefán sendum vini okkar Kristni, sonum þeirra og fjöl- skyldum innilegar samúðarkveðjur. Einnig allri fjölskyldu Valgerðar. Guð styrki ykkur öll á erfiðum tím- um sorgar og saknaðar. Kristín Friðriksdóttir. Það er einn fallegasti dagur sum- arsins og einn sá hlýjasti. Sólin skín, hlý golan strýkur vanga og landið skartar sínu fegursta. Þessi lýsing gæti eins átt við elskulega frænku mína, Völu Stínu, sem lést á þessum fallega degi 18. júlí sl. Mikill samgangur hefur alltaf ver- ið á milli Efstalandsfjölskyldunnar og fjölskyldu Völu Stínu. Hefur hún því leikið stórt hlutverk í okkar lífi. Eftirminnilegust eru þó árin á Eið- um þar sem Vala Stína og Kristinn bjuggu og stjórnuðu Eiðaskóla af mikilli röggsemi. Þar fékk ég að búa hjá þeim og stunda nám í Eiðaskóla jafnframt því að hljóta uppeldi sem ég kem til með að búa að alla ævi. Völu Stínu þótti mjög vænt um Eiðastað og þar fannst henni gott að vera. Hlutverk hennar þar átti vel við hana því hún var alvöru hús- freyja. Hún bjó sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili sem bar vott um smekkvísi og snyrtimennsku. Þang- að voru allir velkomnir til skemmri eða lengri dvalar. Handlagin var hún við hverskonar föndur og prjóna- skap. Ég minnist sérstaklega allra lopapeysanna sem hún prjónaði, allra fallegu skreytinganna sem hún bjó til úr því sem hún tíndi úti í nátt- úrunni. Ég minnist allra fallegu pakkanna sem hún skreytti og gaf okkur og allra hlýju orðanna sem hún skrifaði á kortin. Ég minnist bestu kleina í heimi því enginn gerði betri kleinur en Vala Stína. Ég minnist glampans í augum hennar, fallega brossins og innilegs hláturs. Vala Stína hafði unun af því að ferðast bæði innanlands og utan. Hún kynnti sér vel sögu þeirra staða sem hún heimsótti og tók mikið af myndum. Hún hafði mikla ánægju af að fara á tónleika og í leikhús. Vala Stína var mikill dýravinur og atyrti mig ávallt góðlátlega fyrir veiðimennsku mína. Elsku Kristinn, Magnús og Guð- björg, Kristján, Gunnlaugur og Björk. Við vottum ykkur samúð. Vala Stína hafði hlýtt hjarta og var falleg kona á allan hátt. Þannig mun- um við minnast hennar. Gunnar Björnsson og fjölskylda. Valgerður Kristín Gunnarsdóttir kvaddi þennan heim 18. júlí á einum fallegasta degi sumarsins. Þannig var hún sjálf falleg og björt eins og sólin. Við Bergur bróðir vorum svo heppin að vera ótal sumur í Skarði á bernskuheimili Völu-Stínu eins og við krakkarnir kölluðum hana. Seinna fékk sonur minn að vera þar í tvö sumur og minnist hann Völu- Stínu með miklum hlýhug. Í minn- ingunni var alltaf sól í Skarði. Þó ég viti að stundum voru rigningasumur, þá virðast þau gleymd. Vala-Stína var skemmtilegt barn, bráðgreind og fljót að svara fyrir sig. Og þó við Lilla systir hennar þættumst yfir „litlu“ stelpurnar hafnar var aldurs- munurinn ekki svo mikill og hvarf al- veg með aldrinum. Vala-Stína dvaldi einn vetur í nokkrar vikur heima hjá okkur á Grenimel og það var ógleymanlegur tími. Við Bergur átt- um til að stríða henni pínulítið og einu sinni endaði það með að Vala- Stína ákvað að fara heim. Hún byrj- aði að setja niður í tösku, aðallega hvíta sokka, og svo ætlaði hún af stað í hvítum tjullkjól, en þetta var á gamlárskvöld og frost og snjór. Mamma fékk hana til að fresta brott- förinni, en hún var svo sem ekkert hrædd við að labba ein heim, og þá var hún fimm, sex ára. Vala-Stína átti að fara í ljós sér til heilsubótar en það gekk ekki, hún harðneitaði að hátta sig í ókunnum húsum. Þó að mamma, ég og konan sem átti ljósa- lampann háttuðum allar og legðumst í ljós gaf hún sig ekki. Svona fíflalát- um tók hún ekki þátt í. Vala-Stína bjó með foreldrum sín- um þangað til að pabbi hennar dó ár- ið1965. Þá var hún búin að eiga Magnús, elsta son sinn. Hún var forkur dugleg. Það þótti ekki tiltöku- mál í Skarði þótt 30 næturgestir væru um helgar. Það var bakað eins og fyrir meðal fermingarveislu fyrir hverja helgi og ekki hafa þvottarnir verið minni, en alltaf var hún samt jafn brosmild og hlý, allt virtist leika í höndum hennar. Haustið eftir að séra Gunnar dó urðu þær mæðgur að flytja til Reykjavíkur með Magnús. Í raun og veru þurftu þær báðar að byrja nýtt líf. Sumarið 1965 var ég að skrifa kennslubók í vélritun og bað Völu-Stínu að koma til mín og prófa bókina. Við sátum svo saman hvor við sína ritvél í hálfan mánuð mest allan daginn, ég að semja æfingar, Vala-Stína að vélrita þær jafnóðum og var mjög fljót að læra vélritun, hún varð afburða vélritari, dúxaði. Ég var mjög ánægð, hélt að bókin væri svona góð, en ég hef haft marga nemendur, en man ekki eftir neinum sem lærði vélritun eins fljótt og vel. Hún fékk svo vinnu hjá Fiskveiða- sjóði og stóð sig eins og alltaf mjög vel. Seinna kenndi hún vélritun á Eiðum. Eftir að þau Kristinn fluttu að Eiðum hittumst við ekki eins oft svo það var kærkomið að fá hana í Kópa- voginn þar sem þau Kristinn keyptu íbúð. Það varð því miður allt of stutt. Hún greindist með krabbamein fyrir tveimur árum og varð að lúta í lægra haldi. En kjarkur hennar, dugnaður og æðruleysi verður öllum sem sáu ógleymanlegt. Hana langaði til að lifa lengur enda hafði hún svo mikið að gefa og svo mikið að lifa fyrir. Hún hélt í vonina eins lengi og hún gat en undirbjó jafnframt brottför sína. Hún var jafnfalleg og glæsileg og hennar sterka útgeislun hvarf ekki. Samúðin og umburðarlyndi gagnvart öðrum var alltaf fyrir hendi. Hún var sannkölluð hetja, hún lifði og dó með reisn. Elsku Kristinn, Magnús, Kristján, Gunnlaugur, tengdadætur, barna- börn, systkini og makar, ég, Felix, Bergur og Inga sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð Völu-Stínu mína með virð- ingu, þakklæti og sárum söknuði og bið algóðan Guð að varðveita hana og blessa minningu hennar. Þórunn H. Felixdóttir. Það var sólfagur sumardagur fyrir rétt þrjátíu árum. Við sátum í hlýj- um sunnanblænum við húsið okkar á Eiðum. Þá sáum við fólk koma. Þetta voru nýju skólastjórahjónin við Al- þýðuskólann á Eiðum, þau Kristinn Kristjánsson og Valgerður Kristín Gunnarsdóttir. Við höfðum ekki hist áður, en tókum nú tal saman. Við fundum fljótt að hér var komið einkar geðfellt fólk, myndarleg hjón með fallega drengi. Þetta var upphaf margra ára kynna og samvinnu á vegum kirkju- og skólastarfs á Eiða- stað. Konur skólastjóranna höfðu jafn- an látið sér annt um kirkjuna og svo varð einnig um Valgerði. Hún tók brátt við umhirðu hennar og gerði það með mikilli prýði. Síðar var hún kosin formaður sóknarnefndar Eiða- sóknar og gegndi því starfi í nokkur ár. Beitti hún sér m.a. fyrir stækkun og fegrun kirkjugarðsins. Ennfrem- ur starfaði Valgerður í kór Eiða- kirkju öll árin sem hún bjó eystra. Þar var hún virkur þátttakandi, áhugasöm um söng- og tónlistarmál og hafði fallega söngrödd. Í sam- bandi við þessi störf Valgerðar í tengslum við kirkjuna á Eiðum átt- um við einkar góð samskipti. Hún var vissulega fylgin sér í skoðunum en hún var einlæg og traust. Fyrir allt þetta viljum við, þáver- andi prestshjón á Eiðum, þakka Val- gerði við þessi leiðarlokin, ágætt samstarf og góð kynni. Eftir að við fluttum að austan lágu leiðir okkar stundum saman, allt virtist leika í lyndi. Síðan syrti í ál- inn. Við dáðumst að kjarki og lífssýn hennar í baráttunni við illvígan sjúk- dóm. Fagran sólskinsdag barst okkur fregnin um lát Valgerðar. Ský dró fyrir sólu. Eftirminnileg kona, full af lífsþrótti og bjartsýni, varð að lúta í lægra haldi fyrir vágesti sem engu eirði. Þótt menn hverfi á braut, þá lifir minningin. Minning um sólfagra daga austur á Héraði, á hádegi lífs- ins. Minning um ágæta konu, sem nú er farin til sumarsins eilífa. Drottinn Guð blessi minningu hennar. Við vottum Kristni og fjölskyldu innilega samúð. Einar og Sigríður frá Eiðum. Okkur langar til að minnast elsku- legrar vinkonu okkar, Valgerðar K. Gunnarsdóttur, sem látin er langt um aldur fram. Það er svo ótrúlega sárt að þurfa að horfast í augu við þá staðreynd að Valgerður er ekki leng- ur á lífi. Hún hafði svo sterka og lif- andi nærveru að það er erfitt að muna að nú þýðir ekkert að hringja í hana til að spjalla og heyra fréttir. Það var austur á Eiðum haustið 1982 að við kynntumst þeim Kristni og Valgerði. Við vorum mætt ásamt öðrum kennurum á fyrsta kennara- fund vetrarins, og var hann haldinn á heimili skólastjórahjónanna. Þótt ekki væri laust við smákvíða í byrjun hjá kennurunum nýju, hvarf hann eins og dögg fyrir sólu við hlýjar móttökur og glaðvært viðmótið, sem ríkti á heimilinu. Á þessum fyrsta fundi kynntumst við líka myndar- skap Valgerðar og snilli við matar- gerð, sem við höfum notið ótal sinn- um síðan. Þennan vetur var lagður grunnur að vináttu, sem hefur hald- ist óslitið síðan. Þótt æði oft hafi ver- ið vík milli vina, og samskiptin sum árin einungis í formi jólakorta, hefur vináttan aldrei rofnað heldur eflst og styrkst, sérstaklega hin síðari ár. Margs er að minnast þegar hug- anum verður reikað yfir síðustu tvo áratugina og rifjaðar upp allar þær skemmtilegu samverustundir, sem við höfum átt með Kristni og Val- gerði. Sérstaklega er þó minnisstæð- ur dagur, sem fjölskyldan átti með þeim hjónum sumarið 2001. Við bjuggum þá í Danmörku en eyddum sumarfríinu á Íslandi. Kristinn og Valgerður fóru með okkur í ferðalag um Suðurlandið í blíðskaparveðri. Þá heimsóttum við m.a. æskuslóðir Valgerðar og skoðuðum kirkjuna í Skarði. Ferðin endaði auðvitað með veislu á Hlíðarveginum og var ekki að sjá á veitingunum, sem þá voru fram bornar, að húsmóðirin hefði verið á ferðalagi allan daginn. Fyrir Danann og Austfirðinginn er það ógleymanlegt að hafa heyrt Valgerði segja á sinn skemmtilega máta frá æsku sinni og uppvexti á hinum sunnlenska kirkjustað. Nokkrum dögum eftir að við vorum komin heim til Danmerkur hringdi Val- gerður til að láta vita að hún hefði greinst með krabbamein. Síðan þá hefur ekki liðið langur tími milli sím- tala, en það er erfitt að geta aðeins fylgst með vinum sínum úr fjarlægð, þegar svona stendur á. Undanfarna mánuði höfum við verið að koma okkur fyrir á nýju heimili á Íslandi eftir flutning frá Danmörku. Kristinn og Valgerður hafa verið ótrúlega hugulsöm að líta inn annað slagið til að spjalla og fylgjast með framkvæmdunum. Föstudaginn 10. júlí ákváðum við hjónin að nú væri heimilið tilbúið og kominn tími til að bjóða fyrstu mat- argestunum hátíðlega í mat. Auðvit- að átti að bjóða Kristni og Valgerði fyrst allra og var hringt. Þá fengust þær fregnir að vinkona okkar væri komin á sjúkrahús og væri þungt haldin. Og nú er hún látin. Sorg þeirra sem eftir lifa er þung en það hefur eflaust átt vel við Valgerði að nota einn fegursta dag sumarsins til að kveðja. Elsku Kristinn. Hugurinn er hjá þér og sonunum og þeirra fjölskyld- um, sem Valgerði var svo annt um og gerði svo margt fyrir. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að komast í gegnum sárustu sorgina og söknuð- inn. Ragnheiður og Hans. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kenna við Alþýðuskólann á Eiðum í tíð Valgerðar og Kristins. Mér er efst í huga umhyggja Val- gerðar fyrir skólastarfinu, nemend- um og starfsfólki og hvernig hún mótaði umhverfi sitt með fórnfýsi, góðvild og gleði. Starf hennar virtist ekki eiga sér nein takmörk. Hún sinnti kirkjunni og kirkjugarði auk bókasafns og kennslu. Hún hafði yfirumsjón með daglegum þrifum skólahúsnæðis. Hún var sú sem allt stóð og féll með í undirbúningi skólasetninga, skóla- slita og „Marzins“ en það var heiti á árshátíð skólans. Ég man eftir henni seint um kvöld fyrir árshátíð, strauj- andi leiktjöldin sem tilheyrðu hátíð- arsalnum, tugi metra fellingatjalda. Hún var sú sem birtist með blóm og gjafir á afmælinu mínu. Hún var sú sem sinnti alfarið sláturgerð á heimili mínu haustið sem fjölgaði. Hún var einstakur gleðigjafi. Ég votta eiginmanni, sonum, tengdadætrum, barnabörnum og systkinum samúð mína. Dagbjört Kristjánsdóttir. Þú ert gestur á jörðu, Guð er að leiða þig heim þar sem gáta þín ræðst og lokið er hinsta vanda. En kvöld á hver dagur, er kul yfir jörðina líður Hún kom til mín þegar ég þurfti á að halda, með hjálp og stuðning. Seinna áttum við góðar og glaðar stundir saman. Það er erfitt að sætta sig við ótímabært fráfall góðrar konu sem átti svo margt að lifa fyrir og að gefa. Mér gaf hún mikið sem ég þakka fyrir og geymi í minningasjóðnum. Öllum syrgjendum votta ég ein- læga samúð og samhryggist þeim. Kristlaug Karlsdóttir. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein- stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Birting afmælis- og minningargreina og koma mun haust, er sölnar blómvangur fríður. Þá vakir það afl í úða glitrandi moldar, sem ekkert sinna smæstu barna skal missa. Í blómsins vitund bærist sem unaðarvissa sá bjarti Guð, sem er höfundur allra sólna. Það lifir og er í hans dýrð, er dagarnir kólna og drjúpandi blöð þess hníga visin til foldar. (Sigurður Einarsson frá Holti.) Hinsta kveðjan til Völu Stínu, sem sofnaði inn í sólskinið á heitasta degi sumarsins. Þannig er gott að muna hana og við Jón Helgi þökkum henni samfylgdina. Hlýjan, brosið og hlát- urinn gleymist ekki. Kristinn og fjöl- skylda, minningin umvefji ykkur. Sá sem öllum gefur ár signi ykkur gegnum bros og tár. Jóna Einarsdóttir. Valgerður vinkona mín er fallin frá eftir löng og erfið veikindi. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar þið Kristinn fluttuð í Eiða fyr- ir 30 árum. Strákarnir okkar voru á svipuðum aldri og urðu fljótlega góð- ir vinir. Þú settir strax svip á staðinn með líflegri framkomu þinni og hnyttnum tilsvörum. Það var í mörgu að snúast á Eiðum. Þú tókst strax að þér yfirumsjón með þrifum á Alþýðuskólanum og sparaðir ekki kraftana, fórst gjarna í erfiðustu verkin sjálf. Einnig kenndir þú vél- ritun og sást um bókasafnið. Þetta hefði einhverjum þótt nóg en Val- gerði munaði ekki um að taka að sér umsjón með 17 sumarhúsum BSRB og sjá um kirkjuna innanhúss og ut- an. Hún var einnig formaður sókn- arnefndar og söng í kórnum, enda með mikla og góða söngrödd. Þá var hún með fimm manna heimili, að ógleymdum hundinum Mola. Af þessari upptalningu má sjá að þarna fór ein af ofurkonum nútímans. Alltaf var jafn gaman að heim- sækja ykkur Kristin bæði meðan þið bjugguð hér austanlands og eftir að þið fluttuð suður. Þið voruð hlý og skemmtileg heim að sækja og ekki sakaði hvað þú varst myndarleg hús- móðir, sem bjó ykkur hvarvetna fal- leg heimili með blómum og skemmti- legum munum. Ég bjó hjá ykkur einu sinni þegar ég var í námi og þá vorum við dug- legar að fara saman í leikhús og bíó og ætluðum að gera meira af því þeg- ar ég flytti á mölina. Þið hjónin voruð dugleg að ferðast og við fórum sam- an til Suður-Afríku í ágæta ferð, sem ég geymi í minningunni um kæra vinkonu. Við Júlíus og börnin sendum Kristni, strákunum og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Birna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.