Morgunblaðið - 28.07.2003, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
Stríðið er hafið!
Sýnd kl. 8 og 10.10.
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
SV. MBL
HK. DV
YFIR 15000 GESTIR!
Sýnd kl. 6.
19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 UPPSELT
20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT
21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !
Bak við rimlana
(Lockdown)
Glæpamynd
Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (106
mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri:
John Luessenhop. Aðalleikendur: Rich-
ard T. Jones, De’aundre Bonds, Gabriel
Casseus, Master P.
LÍFIÐ innan múrveggja banda-
ríska réttarkerfisins hefur löngum
verið sýnt í óraunsæu ljósi í þarlend-
um kvikmyndum. Annaðhvort er um
að ræða gamanmyndir, stílfærðar
hetjusögur af útsmognum flótta-
mönnum eða yfirmáta óeðlilegan
töffarahátt í litlu samhengi við raun-
ir vistmanna.
Af útliti kápunnar að dæma á mað-
ur ekki von á miklum breytingum frá
venjunni hvað snertir Bak við riml-
ana. Það er ákaflega illa unnið svo
ekki sé meira sagt. Innihaldið því
betra. Myndin segir frá ægilegri lífs-
reynslu þriggja félaga í blökku-
mannahverfi í bandarískri stórborg.
Avery (Jones), efnilegur sundmaður
og heimilisfaðir sem hyggur á nám
og betra líf fyrir sig og sína, flækist í
vond mál ásamt félögum sínum. Dre
(Bonds), er rótlaus en Cash (Cass-
eus), er vandræðagepillinn í hópnum
sem kemur þeim öllum í fangelsi,
ákærðum fyrir morð á lögreglu-
manni.
Það sem við tekur er yfirgengilega
bitur og átakanleg saga um brostna
drauma, sólundað líf og grimma
hversdagsbaráttuna bak við lás og
slá. Þremenningunum vegnar mis-
jafnlega, nokkuð hliðstætt við lífið
utan veggjanna. Avery á einhverja
von, alla vega áhorfendanna sem
hljóta að vera slegnir yfir því ófegr-
aða ofurraunsæi sem hellist yfir okk-
ur í Bak við rimlana. Myndin er vel
skrifuð, leikstýrð og einstaklega vel
leikin, ekki síst af Casseus í hlut-
verki ólánsmannsins Cash, sem virð-
ist ekki eiga nokkra undankomuleið.
Látið ekki ljóta kápu hindra ykkur ef
þið viljið sjá trúverðugan ljótleika og
ódramatíserað fangelsislíf.
Sæbjörn Valdimarsson
Myndbönd
Grimm
fangelsissaga
BEST fyrir er norðlensk sveit,
sem starfaði á árunum ’95–’96,
skvt. upplýsingabæklingi. Lífið er
aðeins … inni-
heldur hins vegar
spánýjar upptökur
með endurreistri
sveit en tökur
fóru fram í vetur.
Skemmst er frá
því að segja að þetta er um margt
glúrin plata og sker sig að ýmsu
leyti frá venjubundnu (og oft
þreytandi) popprokki.
Tónlistin er melódískt rokk, ný-
bylgjuskotið og einhverra hluta
vegna dettur mér í hug New
Jersey-sveitin ágæta The Smither-
eens. Líklega vegna þess að stund-
um gára nettar REM/háskóla-
rokksöldur undir lögunum auk
þess sem söngurinn er tilfinninga-
ríkur og opinn, grófur og svona
hæfilega lagviss. Þetta allt gæðir
sönginn sjarma þó í einstaka til-
fellum sé hann fullstirður.
Í lögum eins og „Fram á veg“ og
mig „Dreymdi þennan draum“ er
styrkur Best fyrir greinilegastur.
Metnaðarfullar lagasmíðar þar
sem kaflaskiptingar eru þægilega
ófyrirsjáanlegar, viðlög rödduð og
þessi lög sitja ósjálfrátt eftir í
huganum þegar þeim sleppir.
„Möttu augun“ og „Gleðipillan“
eru í svipuðum farvegi; angistar-
fullar smíðar og kröftugar.
Textarnir eru þá verðugir at-
hugunar. Það er orðið allt of sjald-
gæft að íslenskar dægurlagasveitir
bjóði upp á texta með einhverju
innihaldi – í mesta lagi eru menn
að stunda kersknislega orðaleiki.
Best fyrir bjóða hins vegar upp á
dimmúðlega texta sem fjalla um
sorgbundin málefni eins og geð-
sjúka vini, þunglyndi, vonlaus ást-
arsambönd, ástarsýki, horfin
æskuár, brostnar vonir o.s.frv., all-
ir þeirra haglega saman settir.
Góðu heilli fylgja textarnir með og
þeim fylgja skýringar sem ramma
umfjöllunarefnin skemmtilega inn.
Í myrkustu köflunum er næstum
eins og hemjulaus biturð búi við-
komandi skáldum en textar eins og
„Mig dreymdi þennan draum“ og
„Brosið“ vísa þó sem betur fer
veginn til heilnæmrar bjartsýni og
raunsæis.
En vegna þessa gráa andrúms-
lofts, sem er ráðandi fremur en
hitt er heildarsvipurinn þokkalega
dökkur. En sá andi disksins er þó
fremur aðlaðandi en hitt og ljær
honum heillandi sérstöðu.
Þegar mátulega er liðið á disk-
inn fer hugmyndaþurrðar að gæta
lítillega, söngurinn verður einhæf-
ur og sömuleiðis lagasmíðar.
Helsti löstur plötunnar liggur þó í
upptökunni sem er ójöfn og full
þungbúin (og mátti gripurinn þá
ekki við miklu).
Lífið er aðeins… er eins og lesa
má fjarri því einhver „drullukaka“
eins og stundum er haft á orði í
Dalvík. Þvert á móti er hér á ferð-
inni athyglisverð og bara skrambi
fín plata þar sem ákefð og greini-
legur áhugi flytjenda fyrir því sem
þeir eru að gera bætir upp þá litlu
hnökkra sem eru á heildarmynd-
inni.
Tónlist
Vagg og
vangaveltur
Best fyrir
Lífið er aðeins … þessar stundir
Frostgat 2003
Hljómsveitin Best fyrir er í dag skipuð
þeim Elmari Eiríkssyni, Brynjari Davíðs-
syni og Atla Rúnarssyni. Elmar og Brynj-
ar semja lög og texta nema að Adam
Sandler á eitt þeirra. Brynjar sér um söng
og raddir, Elmar leikur á bassa, kassa- og
rafgítar og leggur til söng í einu lagi. Atli
spilar á trommur, hljómborð, raddar auk
þess að leika lítillega á rafgítar og bassa.
Brynjólfur Brynjólfsson leikur á sólógítar
í tveimur lögum. Upptökustjórn var í
höndum Atla en um hljóðböndun sáu Atli
og Kristján Örnólfsson.
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞAÐ verður forvitnileg stemmning
á Gauki á Stöng annað kvöld, þegar
þeir Áki Ásgeirsson trompetleikari,
Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari
og Stefán Jón Bernharðsson horn-
leikari stíga á svið. Þeir drengir
munu flytja sjö ný íslensk tónverk
fyrir málmblásturshljóðfæri og raf-
hljómgjafa. Auk blásaratríósins
koma fram Heimilistækja-
hljómsveitin Moulinex og DJ
Krampi.
„Við höfum mjög gaman af svona
tilraunastarfsemi,“ segir Helgi og
bætir við að þeir vilji fara í aðrar
áttir en að spila fyrir sama „sígilda“
áhorfendahópinn. Stefán tekur und-
ir með honum. „Við hefðum getað
haldið tónleika í einhverri kirkju
um miðjan laugardag í klassísku
samhengi, en við ákváðum að flytja
þetta á Gaukinn og hafa þetta
klukkan tíu um kvöld.“
Fjölbreytt og
krefjandi prógramm
Tríóið flytur bæði verk eftir sjálfa
sig og önnur tónskáld, þar á meðal
Kolbein Einarsson, Hilmar Þórð-
arsson, Davíð B. Franzson, Inga
Garðar Erlendsson og Ólaf B. Ólafs-
son. Ungu blásararnir segja pró-
grammið afar krefjandi og mörk
hljóðfæranna þanin til hins ýtrasta
auk þess sem samspilið við raf-
tónlistina geri verkin mjög spenn-
andi. „Við erum þó ekki að tala um
einhverja fælandi nútímatónlist eins
og fólk gæti ímyndað sér í þessu
samhengi,“ segir Áki og Helgi bætir
við: „Þó við séum alvarlegir hljóð-
færaleikarar þá viljum við skila
hljómlistinni frá okkur á skemmti-
legan og aðgengilegan hátt.“
Tónleikarnir verða, eins og áður
sagði, á þriðjudagskvöld kl. 22 á
Gauki á Stöng.
Morgunblaðið/Svavar
Þessir brosmildu blásaradrengir munu bregða á leik á Gauknum næsta þriðjudag.
Frískur
lúðra-
þytur á
Gauknum
Blásarar leika listir sínar á Gauki á Stöng
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 15.30
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14
X-IÐ 97.7
SV MBL
ÓHT RÁS 2
HK DV
Sýnd kl. 4, 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
kl. 6, 8.30 og 11.
Stríðið er hafið!
Sýnd kl. 6.
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
SV. MBL
HK. DV
YFIR 15000 GESTIR!