Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MENN njóta sumarsins með ýmsu móti og ferðamátinn er fjöl- breyttur. Þessir erlendu hjólreiða- menn hafa verið hjá Hlíð, ferða- þjónustu í Reykjahlíð í Mývatns- sveit, undanfarna daga. Þeir hjóla daglega langar vegalengdir í blíð- unni sem nú gleður hér heimamenn og gesti. Morgunblaðið/BFH Hjólreiðar í veðurblíðu HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK þarf að taka meira tillit til sérþarfa kvenna þegar vandamál þeirra eru greind og meðhöndluð. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum rannsóknar Bergþóru Reynisdóttur til meist- aragráðu í hjúkrunarfræði. Rann- sóknin er eigindleg og ber heitið Þöggun þunglyndra kvenna en til- gangurinn var að skoða reynslu þunglyndra kvenna af samskiptum við heilbrigðisfagfólk. Tekin voru óstöðluð viðtöl við níu konur á aldrinum 39–68 ára sem allar höfðu verið greindar með sjúkdóm- inn þunglyndi. „Allar konurnar í úrtakinu höfðu mikla reynslu af samskiptum við heilbrigðisfagfólk eða að meðaltali 24 ár,“ segir Bergþóra. Helstu nið- urstöður rannsóknarinnar benda til að grundvallarþáttum í sam- skiptum milli sjúklinga og heil- brigðisfagfólks sé ekki nægjanlega sinnt og að fagfólkið gefi sér ekki tíma til þess að leita að rótum vandans. „Sjö af níu þessara kvenna höfðu orðið fyrir ofbeldi í æsku og fjórar af þessum sjö sögðu í fyrsta skipti frá því í tengslum við rannsóknina. Þrátt fyrir langa reynslu af samskiptum við heilbrigðiskerfið höfðu konurn- ar þagað alla tíð um sína tilfinn- ingalegu vanlíðan sem hófst í bernsku. Þær töldu sjálfar að þunglyndið ætti rætur að rekja til bernskunnar en sögðu ekki frá því að fyrra bragði.“ Eina meðferðin í formi lyfjagjafar Í niðurstöðunum kemur einnig fram að tilfinningaleg líðan kvennanna var sam- ofin samskiptum þeirra við heilbrigð- isfagfólk. Þannig hafi jákvætt viðmót fagfólks hvatt þær og ýtt undir vonina um bata. Hins vegar taldist það til und- antekninga að þær mættu slíku viðmóti. „Allar konurnar upp- lifðu samskipti við fagfólkið sem voru ópersónuleg og við- mótið var kuldalegt. Fagfólkið hélt til- finningalegri fjar- lægð og gaf ekki kost á að mynda ná- in tengsl. Það var álit kvennanna að fagfólkið hefði ekki leitað eftir orsökum tilfinningalegrar vanlíð- anar þeirra.“ Að sögn Bergþóru fóru allar konurnar fyrst á heilsugæslustöðv- ar í leit að hjálp við líkamlegum einkennum. Í fyrstu viðtölunum voru þær aldrei spurðar um geð- heilsu sína og þegar líkamlegar rannsóknir skiluðu engum árangri var skrifað upp á þunglyndislyf. „Konurnar voru sjálfar ósáttar og fundu innst inni að þetta var engin lausn.“ Sjö af níu kvennanna höfðu verið lagðar inn á geðdeild og upplifðu þar ópersónuleg samskipti við starfsfólkið. „Eina meðferðin á geðdeild var geðlyf og konurnar vissu ekki út á hvað meðferðin gekk. Þeim fannst eins og fagfólkið tryði þeim ekki og allar óskuðu þær þess að vanlíðanin væri sýni- leg en ekki bara tilfinningaleg,“ segir Bergþóra og bætir við að konurnar hafi talið faglega fjar- lægð koma fram í samskiptum sín- um við hjúkrunarfræðinga á geð- deildum. „Fjarlægðin kom ýmist fram í stuttum og endurteknum svörum eða í þögn. Konunum fannst fagfólkið með- höndla þær eins og börn og þær þögðu þegar þær fundu að ekki var hlustað á þær.“ Upplifðu sig eins og tilraunadýr Að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar voru konurnar ekki upplýstar né spurðar álits um áhrif lyfjameðferðarinnar en þær töldu geð- lyfjanotkun keyra úr hófi fram. „Þegar lyfin virkuðu ekki voru prófuð ný. Konurnar voru til- finningalega dofnar, gátu ekki hugsað skýrt og áttu erfitt með að tjá sig. Þær misstu vonina um bata og upplifðu sig eins og tilrauna- dýr.“ Eftir áratuga samskipti við heil- brigðisstéttirnar áttuðu fjórar kvennanna sig á því að þær þyrftu að taka málin í eigin hendur og leituðu aðstoðar í óhefðbundnum lækningum og í sjálfshjálparhóp- um. Þar voru þær ánægðar og fundu lausn með því að treysta á eigið vit og vilja. Hinar fimm, sem héldu áfram innan heilbrigðiskerf- isins, telja sig ekki ekki hafa fund- ið lausn. „Það verður að hafa það hugfast að konurnar hafa átt samskipti við heilbrigðiskerfið í 25 ár. Á þeim tíma hefur margt breyst og í dag eru meiri möguleikar en voru fyrir 30 árum,“ segir Bergþóra. „Hins vegar er það vert umhugsunarefni fyrir fagstéttir innan heilbrigðis- geirans að þegar konurnar áttu hlý og tilfinningarík samskipti við fag- fólk leið þeim vel og þær öðluðust von. Þegar samskiptin voru ekki á þá leið fylltust þær vonbrigðum og vonleysi og lokuðu sig alveg af.“ Niðurstöður rannsóknar á þunglyndi kvenna Jákvætt viðmót fagfólks mikilvægt Bergþóra Reynisdóttir Töldu innst inni að þunglyndislyf fæli ekki í sér neina lausn HIÐ árlega knattspyrnumót 6. flokks sem kennt hefur verið við Coke fram að þessu fór fram á Akra- nesi 9.–10. ágúst. Alls tóku 26 lið þátt frá 8 félögum og þar af voru 2 lið- anna skipuð stúlkum en önnur lið mótsins voru skipuð drengjum. Veðurguðirnir voru ekki á því að láta mótsgesti baða sig í sólskini að þessu sinni líkt og á Lottómótinu fyrir skemmstu en gríðarleg úrkoma var á fyrri keppnisdeginum og þurfti að fresta síðustu leikjunum þann daginn sökum þess að ekki var hægt að spyrna knettinum á milli manna. Boltinn stöðvaðist í gríðarstórum pollum sem mynduðust á æfinga- svæði Knattspyrnufélags ÍA en knattspyrnumennirnir ungu létu það ekki á sig fá og renndu sér í poll- unum eftir að mótinu var frestað enda þá þegar orðnir blautir og hraktir. Leiknir úr Reykjavík fékk háttvís- isverðlaun mótsins en Huginn frá Seyðisfirði var valið prúðasta liðið en úrslitaleikir mótsins fóru fram á að- alleikvanginum samkvæmt venju og afhenti Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, verðlaun í mótslok. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Skagamennirnir ungu báru sig vel og reyndu að brosa þrátt fyrir að risa- stórir rigningardropar lemdu duglega á andliti þeirra. Létu rigninguna ekki á sig fá Akranes TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur tekið í notkun á heimasíðu sinni netreiknivél sem annars vegar reikn- ar út fæðingarorlofsréttindi en hins vegar er hægt að reikna út greiðslur lífeyristrygginga, s.s. ellilífeyri, ör- orkulífeyri og tengdar bætur. Netreiknivélin, sem fengið hefur nafnið Reiknhildur, reiknar greiðslur miðað við þær forsendur sem gefnar eru upp og er hún þannig einungis til leiðbeiningar en veitir ekki bindandi upplýsingar um endanlegar greiðslu- fjárhæðir. Viðkomandi getur sett inn í reiknilíkanið launafjárhæðir, greiðsl- ur í lífeyrissjóði og fleira og reiknivél- in reiknar áhrif þeirra tekna á vænt- anlegar greiðslur frá Tryggingastofn- un. Með tilkomu Reiknhildar vonast Tryggingastofnun til að bæta þjón- ustu sína enn frekar við viðskipta- menn sína. Reiknhildi er að finna á heimasíðu Tryggingastofnunar www.tr.is. Ný þjónusta hjá TR Reiknar fæðingar- orlof og lífeyri GISTINÆTUR á hótelum í júní- mánuði síðastliðnum voru 101 þús- und á móti 97 þúsund í júní árið 2002, samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Aukningin mældist mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vest- fjörðum eða um 11%. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 9% og um 5% á höfuðborgarsvæðinu. Á Norðurlandi vestra og Norður- landi eystra fækkaði gistinóttum hins vegar um 1.200 eða 11% og á Suðurlandi stóð gistináttafjöldinn nánast í stað. Gistinætur Íslendinga voru um 3% færri nú í ár en í fyrra en gistinóttum útlendinga fjölgaði hins vegar milli ára um 4%. Gistinóttum í júní fjölg- aði um 3% milli ára NEMENDUR við Háskóla Íslands mega ekki taka fleiri en 20 einingar á önn án sérstaks samþykkis deilda þar sem þeir stunda nám. Þórður Kristinsson, kennslustjóri Háskóla Íslands, segir þetta ein- göngu skipulagsatriði til að koma í veg fyrir að nemendur skrái sig í mun fleiri námskeið en þeir hyggist ljúka með prófi. Sé slíkt mögulegt sé erfiðara að skipuleggja kennslu með tilliti til nemendafjölda í nám- skeiðum, stærð kennslustofa og um- fang prófa svo dæmi sé tekið. Slíkt fyrirkomulag bitni á nemendunum sjálfum eftir að kennsla hefst. Miðað er við að hver nemandi taki að jafnaði 15 einingar á önn og þá 30 á námsárinu. Þórður segir þetta auðvitað ekki koma í veg fyrir að nemendur geti tekið fleiri ein- ingar en 20 á hverju misseri. Þeir þurfi hins vegar að sækja um sér- stakt leyfi og hafi þeir sýnt góðan námsárangur sé ekkert því til fyr- irstöðu að taka fleiri en 20 einingar á önn. Þetta fyrirkomulag hefur verið í gildi í um eitt ár segir Þórður. Það hefur gefist vel enda er allur und- irbúningur og skipulag fyrir kennslu í fastari skorðum. Nemendur í HÍ Mega ekki skrá sig í fleiri en 20 einingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.