Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. • Lágmúla • Sporhömrum Grafarvogi • Sta›arbergi Hafnarfir›i Opi› allan sólarhringinn í: • Akureyri DÚNTEKJA á landsvísu hefur verið undir meðallagi í ár, að mati Jónasar Helgasonar, bónda í Æðey á Ísa- fjarðardjúpi. Árni Snæbjörnsson hlunnindaráðunautur segir dún- tekjuna vera eins og í „meðalári í skásta falli“. Þeir segja votviðri hafa haft slæm áhrif á dúntekjuna sums staðar en annars staðar vantaði fugl, sem líklega má skýra með því að æti hafi verið af skornum skammti. Vot- viðri hefur aftur á móti þau áhrif að dúnninn er rýrari og nýtingin því ekki eins góð. „Ástandið hefur verið misjafnt eftir landshlutum,“ segir Jónas. „Það var vætusamara um austan- og norðaustanvert landið en annars staðar og eins bar á því í vor að það virtist vanta fugl sums staðar.“ Þurrviðri á Suður- og Vesturlandi stuðlaði að betri dúnnýtingu á því svæði. Árni segir að í vor hafi æðarvarpið virst í góðu lagi eftir mildan vetur. „Það sem var einkennilegt var að það teygðist á varpinu fram eftir öllu vori og það dreifðist á óvenju langan tíma.“ Árni segir þetta hafa þýtt að margir hafi náð meðalvarpi en aðrir ekki. „Margir tala um færri egg í hreiðrum og þetta er mikil vís- bending um að fuglinn hafi ekki haft nægjanlegt æti.“ Æðarfugl lifir helst á loðnu og sandsíli, kröftugu fæði sem fitar hann áður en varp hefst. „Árið í heild er að öllum líkindum slakara en venjulega,“ segir Jónas. „Maður hefur heyrt um staði þar sem er umtalsverð rýrnun, jafnvel upp í helming eða meira, en það eru undantekningar.“ Árni segir að ekki komi endanlega í ljós hvernig tekist hefur að safna dún í sumar fyrr en undir lok ársins. Árlega er safnað um 3.000 kílóum af hreinum æðardún á Íslandi, sem mestmegnis er seldur til Japan og Þýskalands. Um 400 bændur víða um land tína æðardún á sumri hverju. Verðið fyrir dúninn er nú sæmilegt, að sögn Árna. Samkvæmt hagtölum í fyrra skilaði sala á æðar- dún um 200 milljónum í gjaldeyri. Æðardúntekjan í ár er nokkuð misjöfn milli landshluta Votviðri hefur skemmt fyrir Morgunblaðið/Arnaldur LÖGREGLUMENN í Reykjavík urðu fyrir þeirri óvenjulegu reynslu um helgina að vera boðið hass til kaups. Sölumaðurinn og félagi hans voru snarlega handteknir. Málavextir eru þeir að óeinkennis- klæddir lögreglumenn voru á ferð í miðborginni og höfðu afskipti af manni vegna upplýsinga um að hann væri að selja fíkniefni. Með honum var annar maður sem þekkti ekki lögreglumennina, tók upp poka af hassi og bauð þeim til kaups. Þá handtók lögreglan mann sem reyndi að komast undan með ætluð fíkniefni uppi í sér. Hann komst nokkra metra en missti þá efnin. Bauð lög- reglunni hass VEGFARENDUR um Miklubraut geta þessa dagana horft á stærsta sjónvarpsskjá sem settur hefur verið upp hér á landi. Skjárinn, sem er um 40 fermetrar á stærð, er þar sem áður var ljósa- peruskilti Kringlunnar og snýr að gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Skjár- inn verður á Kringlunni til 19. ágúst og þar má meðal annars sjá kynningar um menningarnótt og Reykjavíkurmaraþon auk auglýsinga og skemmtiefnis. Skjárinn er í eigu ensks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að setja upp slíka skjái tengda ýmsum viðburðum. Einnig verður settur upp 10 fermetra sjón- varpsskjár inni í Kringlunni sjálfri sem sýnir sama efni. Morgunblaðið/Kristinn Stærsti sjónvarpsskjár á Íslandi við Kringluna UNGUR ökumaður vélhjóls slasað- ist alvarlega þegar hann lenti í árekstri við jeppabifreið á Sprengi- sandsleið síðdegis í gær. Maðurinn, sem er íslenskur, missti talsvert af blóði og var flogið með hann til að- hlynningar á Landspítala – háskóla- sjúkrahús í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þyrlan var kölluð út um hálfsex- leytið, rétt eftir að TF-LÍF lenti í Reykjavík eftir sjúkraflug frá Öræfasveit. Að sögn lögreglu á Hvolsvelli, sem fór á vettvang ásamt sjúkrabíl og lækni frá Hvolsvelli, rákust hjólið og jeppinn saman á blindhæð. Vegurinn var nýheflaður og nokkuð breiður. Jeppanum var ekið til norðurs og ökumaður hjólsins var á suðurleið ásamt fimm félögum sínum sem voru að koma úr nokkurra daga ferð um hálendið á skráðum torfæruhjólum. Ökumaður jeppans var einn á ferð og sakaði hann ekki. Ökumaður vélhjólsins fór í aðgerð á Landspítalanum í gærkvöld og samkvæmt upplýsingum læknis á slysadeild var hann ekki úr lífs- hættu. Hlaut hann opin lær- og upp- handleggsbrot og fleiri alvarlega áverka. Sökum blóðmissis missti hann meðvitund á leið frá slysstað. Árekstur á blindhæð á Sprengisandsleið DB                                             ! "  #                     Ökumaður vélhjóls slasaðist alvarlega FYRIRHUGAÐAR hvalveiðar Íslendinga í vísindaskyni komu til umræðu á fundi Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra með Franz Fischler, sjávarútvegs- og land- búnaðarstjóra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB), um helgina. Árni sagði við Morgunblaðið að Fischler hefði ekki komið á framfæri neinum formlegum mótmælum frá ESB við hvalveiðunum en fréttir þess efnis birtust í sænskum fjölmiðlum í gær. Sagði hann viðræðurnar hafa farið fram á mjög vinsamlegum nót- um. Í tilkynningu frá framkvæmda- stjórn ESB er minnt á að hvalveiðar og verslun með hvalaafurðir séu bannaðar innan Evrópusambandsins. Haft er eftir Fischler að hvalveiðar séu afar viðkvæmt málefni hvað varðar almenningsálit innan ESB. Allar hvalategundir séu verndaðar, samkvæmt aðallöggjöf Evrópu um verndun náttúrulegs kjörlendis og villts dýralífs. Aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til þess að koma á fót ströngu verndarkerfi í því skyni að tryggja hagstæðan verndarstuðul. „Við gætum því ekki stundað hval- veiðar ef við værum í Evrópusam- bandinu, samkvæmt því sem fram kom á fundinum með Fischler.“ Franz Fischler ræddi um áformaðar hvalveiðar Íslendinga Hvalveiðar bann- aðar innan ESB  Stjórnarskrárbinding/24 ÞYRLUÁHÖFN Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út í þriðja sinn í gærkvöld vegna hestamanns er datt af baki í Hítardal í Borgarfirði og slasaðist alvarlega. Var hann að koma ásamt fleirum úr reiðtúr vest- an úr Dölum er óhappið átti sér stað um áttaleytið. Þurftu félagar hans að ríða nokkurn spöl niður dalinn til að komast í símsamband og kalla eftir hjálp. Lögregla, sjúkrabíll og læknir lögðu af stað frá Borgarnesi og TF- SIF frá Reykjavík. Var þyrlan komin til baka um tíuleytið og lenti hún við Landspítalann. Samkvæmt upplýsingum læknis hlaut hesta- maðurinn, sem er um sextugt, alvar- lega áverka á hálsi og mænuskaða. Þyrluflug eftir hesta- manni í Borgarfirði BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ Flott hús ehf. hyggst reisa einingahús frá Slóveníu við götuna Lækjarvað í Norðlingaholti. Byggingartækni- fræðingurinn Björgmundur Guð- mundsson áformar að fyrstu íbúðirn- ar verði afhentar strax um áramótin. Hann segir að mikil hagræðing sé af þessu fyrirkomulagi, enda segir hann bæði um vandaða og ódýra vöru að ræða auk þess sem húsin séu afar fljótleg í byggingu. Slóvensk einingahús í Norðlingaholti  Einingahús frá/15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.