Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 21 Margrét Kaldalóns veitir ráðgjöf í Heilsuhúsinu Margrét Kaldalóns, betur þekkt sem Lína, hefur starfað í Heilsuhúsinu frá byrjun. Hún er mikil áhugakona um náttúrulækningar og heilbrigt mataræði og hefur aflað sér hagnýtrar reynslu á löngum ferli. Lína veitir ráðgjöf í Kringlunni alla virka daga frá kl. 13:30 til 17:30. LEIKHÓPURINN Origen’s Scream (Ösk- ur Origens) frumsýndi í gærkvöld Hamletvél- ina (Die Hamletmasch- ine) eftir þýska leik- skáldið Heiner Müller á Edinborgarhátíðinni í pend fringe @ gate- way-leikhúsinu og mun sýna daglega fram til 23. ágúst nk. Annar stofnfélagi leikhópsins og einn leikari sýning- arinnar er Guðjón Þor- steinn Pálmarsson, en hann útskrifaðist úr Arts Educational Schools London, eða ArtsEd eins og hann kallast í dag- legu tali, nú í vor. „Við Terje Naudeer, bekkjarbróð- ir minn í ArtsEd og leikstjóri Hamletvélarinnar, stofnuðum Öskur Origens sumarið 2001, þannig að þetta er sjötta uppfærslan okkar á aðeins tveimur árum. Í raun má segja að við höfum rutt brautina fyr- ir aðra nemendaleikhópa innan skól- ans því þegar við byrjuðum þekktist það ekki að nemendur starfræktu sjálfstæða leikhópa í frítíma sínum, en í dag eru þónokkrir slíkir hópar,“ segir Guðjón. Nafnið á leikhópnum vísar að sögn Guðjóns til munks sem uppi var á annarri öld og stundaði hreinlífi af svo miklu kappi að hann gelti sjálfan sig. „Ástæða þess að við veljum þetta nafn er að við álítum okkur vera jafntrúa leiklistinni og Origen var kirkjunni. Við erum í raun búnir að fórna öllum okkar frítíma, meirihlutann af náminu, í þennan litla leikhóp og höfum ekki átt neitt annað líf á meðan á skólanum hefur staðið.“ Að sögn Guðjóns er texti Müllers afar drungalegur. „Það er bara dauði og djöfull og engin von,“ segir Guðjón og brosir út í annað. „Müller var svo heltekinn af Hamlet Shakespeares að hann langaði að skrifa risastórt epískt leikverk, en endaði með fimm blað- síður. En þó leiktextinn sé ekki nema fimm blaðsíður þá tekur hann yfirleitt 3–5 tíma í leik, enda eru þetta mjög mergjaðar fimm blaðsíð- ur. Í raun er ekki um neitt plott að ræða í verkinu, því það byggist fremur á því að skapa ákveðna stemningu og bjóða áhorfendum með okkur í þessa dimmu ferð. Þetta er ofsalega þungur texti og í raun nær óskiljanlegur. En markmiðið er ekki að áhorfendur skilji sýninguna vitrænt heldur gefi sig upplifuninni á vald. Fólk verður einfaldlega að taka sýningunni eins og hún kemur fyrir, því það leiðinlegasta sem maður ger- ir er að tala um sýninguna á vitræn- um nótum og reyna að útskýra hana,“ segir Guðjón sem leikur sjálf- ur vondan trúð í sýningunni er rýkur inn á sviðið og fremur voðaverk. Aðspurður segir Guðjón enn óljóst hvað taki við í haust. „Mig langar til að vinna meira með Öskur Origens og draumurinn er að leikhópurinn geti ferðast um Evrópu og sýnt. Ég hefði mikinn áhuga á að koma með hópinn hingað til lands, því það væri mjög gaman að sjá hvernig íslenskir áhorfendur myndu taka sýningunni. Í augnablikinu er ég svo að vinna í því að finna mér umboðsmann, en það væri náttúrlega frábært að geta unnið að listinni úti,“ segir Guðjón, en hann var einn af fáum útskrift- arnemum sem fékk að takast á við tvö aðalhlutverk á lokaárinu í Arts- Ed. „Annars vegar lék ég sjötugan sígauna með drykkjuvandamál í verki sem heitir Live like Pigs eftir John Arden og hins vegar valda- gráðugan bankamann í verkinu Ser- ious Money eftir Caryl Churchill. Ég verð að viðurkenna að það var mér gífurleg áskorun að þurfa í verki Ardens að leika tæplega fimmtíu ár upp fyrir mig, en það tókst vonum framar,“ segir Guðjón. Hamletvélin á Edinborgar- hátíðinni Atriði úr Hamletvélinni sem frumsýnd var á Edinborgarhátíðinni í gær.Guðjón Þorsteinn Pálmarsson ÞAÐ er talað um þriðju kynslóð- ina í þróun símtækja og tölva og má til sanns vegar færa, að það unga tónlistarfólk, sem stóð að flutningi á „Litlu hátíðarmessunni“ eftir Rossini í Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 7. ágúst sl., sé fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem er að komast af höndum þeirra, sem um árabil hafa staðið fremstir í flokki kennara og flytjenda og tóku í arf kunnáttu og reynslu frumkvöðlanna. Stjórnandinn Bragi Þór Valsson stundar nám í kórstjórn í Banda- ríkjunum. Hljóðfæraleikur var í höndum Júlíönu Rúnar Indriða- dóttur, sem hefur nýlokið námi í píanóleik frá tónlistarskólanum í Bloomington, og á harmoníum lék Jón Bjarnason, sem stundar nám í orgelleik við Tónskóla þjóðkirkj- unnar, en hann lék og m.a. einleik í Offertoríum-þættinum. Þrátt fyrir truflun vegna innsetningalesturs prestsins, var töluvert nýnæmi í að heyra þýðan hljóm harmoníum- hljóðfærisins, sem fyrrum var hér á landi aðal heimilis- og kirkju- hljóðfærið. Einsöngvararnir voru Anna Jónsdóttir, sem hyggur á framhaldsnám í Búkarest, Jóhanna Ósk Valsdóttir, sem lokið hefur framhaldsnámi frá tónlistarháskól- anum í Stuttgart, Garðar Thor Cortes, sem hefur þegar haslað sér völl sem einsöngvari og vakið verð- skuldaða athygli, og Valdimar Haukur Hilmarsson, sem nýlokið hefur námi frá Guildhall-skólanum í London. Kór átta söngvara sem voru Elma Atladóttir, Þórunn Elfa Stefánsdóttir, Ása Fanney Gests- dóttir, Gréta Jónsdóttir, Bjartur Logi Guðnason, Hugi Guðmunds- son, Finnbogi Óskarsson og Garð- ar Guðnason, eru allt sönglært og þjálfað söngfólk. Sitthvað mætti tilgreina varð- andi flutninginn, t.d. of langar þagnir á milli atriða í sama þætti, en Rossini endar mörg atriðin á tóntegundaskiptum (Modulations), sem ætluð eru til að tengja atriðin saman og án þess, er eins og atrið- in endi í lausu lofti. Form verksins er byggt að mestu á samsöng en eiginlegir einsöngsþættir eru að- eins fjórir, Dominus Deus sem Garðar Thor Cortes söng mjög vel, Quoniam tu solus sanctus sem Valdimar Haukur Hilmarsson söng af öryggi en hann á enn nokkuð eftir í að jafna hljómgun radd- arinnar, og tvær sópranaríur, Crucifixus og O salutaris Hostia, er Anna Jónsdóttir söng af öryggi og sérstaklega vel þá seinni. Alt- söngkonan Jóhanna Ósk Valsdóttir tók þátt í nokkrum samsöngsatrið- um og sýndi í þeim, að þar fer góð- ur söngvari og þó sérstaklega í lokakafla verksins, Agnus Dei, þar sem söngur hennar var hreint glæsilegur. Kórinn átti góða spretti, þó merkja mætti að fleiri æfingar hefðu trúlega haft góð áhrif sam- stillingu söngvaranna. Í nokkrum lokaatriðum, eins t.d. Í Gloria (Cum sancto spiritu), Credo (Et resurrexit og Et vitam venturi) og í Agnus Dei, var söngur kórsins oft áhrifamikill en þó sérstaklega í Agnus Dei, sem var bæði af hálfu kórs og einsöngvara hápunktur tónleikanna. Þeim sem hér voru að hefja göngu sína um refilstigu listarinn- ar er hægt að spá góðu gengi í framtíðinni, þó vert sé að minna hina ungu listamenn á, að það tek- ur daga og nætur að feta sig upp þrepin að Parnassum og þar þarf hver og einn saman að yfirvinna stóru þrautina, sem er vægðarlaus sjálfsgagnrýni og sjálfsögun og þar má engu undan að skjóta en samkvæmt frammistöðu unga fólksins er engu að kvíða í þessu efni. TÓNLIST Seltjarnarneskirkja Flutt var Missa Solennelle eftir Rossini, af ungu tónlistarfólki undir stjórn Braga Þórs Valssonar. Fimmtudagurinn 7. ágúst, 2003. Söngmessa Þriðja kynslóðin Jón Ásgeirsson ÓLI G. Jóhannsson myndlist- armaður sýnir hjá Commit- ment í Kaupmannahöfn þessa dagana. Á sýningunni eru 27 akrýlmálverk sem unnin voru árin 2001 og 2002. Óli sagði að stórfyrirtæki í Kaupmannahöfn sæktu í æ rík- ari mæli í að fjárfesta í mynd- list þar sem listaverkakaup væru frádráttarbær til skatts, samkvæmt nýjum lögum. Áður sýndi Óli hjá Velux í Lyngby og Kromann Reumert í Kaup- mannahöfn. Óli G. í Kaup- mannahöfn Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20:30 leika þau Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Robert La Rue selló- leikari og Adrienne Kim píanóleik- ari. Fyrst á efnisskrá er verk eftir Jón- as Tómasson, Nocturno fyrir fiðlu og píanó, sem tónskáldið samdi fyr- ir Hlíf og David Tutt á sumarmán- uðum 1989. Næst á efnisskrá er Pí- anótríó í e-moll eftir Shostakovich, samið árið 1944. Að lokum leika þremenningarnir verkið Café Music, samið 1986 af bandaríska tónskáldinu Paul Schoenfeld. Þetta er frumflutningur þess á Íslandi. Tónleikarnir eru styrktir af sendi- ráði Bandaríkjanna á Íslandi. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.