Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 37
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 37 SPARKSPEKINGAR spænsku fjöl- miðlanna eru sammála um að David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Manchest- er United, hafi tryggt sér sæti í byrj- unarliði draumaliðsins Real Madrid á komandi vertíð með frammistöðu sinni í Asíuferð Madridarliðsins. Liðsmenn Real Madrid komu í gær til Spánar eftir 18 daga æfinga- og keppnisferð til Asíu þar sem þeir léku fjóra leiki og unnu þá alla. Beck- ham lék alla leikina og spilaði flestar mínútur allra leikmanna í ferðinni, 301 af 360 mögulegum. Beckham skoraði eitt mark í leikj- um Real Madrid í Asíu, lagði upp tvö og þótti afar duglegur við að byggja upp sóknir og verjast vel þegar á þurfti. Beckham lék flesta leikina á miðri miðjunni en ekki í sinni vana- legu stöðu úti á hægri væng en þar spilaði Portúgalinn Luis Figo. Beckham stóð undir væntingum Eins og venjulega átti að leika þrjáhringi en vegna veðurs var hætt við að leika tvo hringi á laugardeg- inum og þess í stað aðeins leikinn einn og annar á sunnudeginum. Hjá körl- unum voru Birgir Leifur, Heiðar Davíð og Ólafur Már Sigurðsson í síð- asta ráshóp, Birgir Leifur setti vall- armet í fyrri hringnum er hann lék á 67 höggum, bætti þriggja ára gamalt met Tryggva Péturssonar um eitt högg. Heiðar Davíð var á 69 höggum og Ólafur Már 71. Þegar komið var á síðustu holuna átti Birgir Leifur þrjú högg á Heiðar Davíð, en báðir fengu þeir fugl á sautjándu holunni. Ólafur Már fékk hins vegar par þar og var þremur höggum á eftir Heiðari Davíð. Birgir Leifur þrípúttaði á síðustu flötinni og lék á 70 höggum, samtals fimm högg- um undir pari, en Heiðar Davíð fékk fugl og lauk leik á 69 höggum, rétt eins og daginn áður og samtals á fjór- um höggum undir pari. Ólafur Már fékk fugl og lauk leik á 70 höggum, einu undir pari í heildina og þeir þrír voru þeir einu sem luku leik undir pari í heildina. Heiðar Davíð styrkti stöðu sína í efsta sæti mótaraðarinnar en eitt mót er nú eftir. Helstu keppinautar hans um titilinn eru Örn Ævar Hjartarson, GS og Sigurjón Arnarsson, GR. Þeir náðu sér ekki á strik að þessu sinni, Sigurjón lék á 5 höggum yfir pari og Örn Ævar var á 7 höggum yfir parinu. Komið hjá Ragnhildi Ragnhildur var öruggur sigurveg- ari í kvennaflokki, lék á 145 höggum eða á þremur höggum yfir pari. Hún lék mjög jafnt golf, fékk þrjá skolla í fyrri hring en á sunnudaginn fékk hún einn skolla og einn fugl og var á parinu. Ragnhildur hafði nokkuð örugga forystu á mótaröðinni og jók hana um helgina þar sem Þórdís Geirsdóttir, GK, varð í þriðja sæti á 158 höggum (79-79). Nína Björk Geirsdóttir úr GKj varð önnur um helgina, lék á 156 höggum, fyrri hringinn á 74 höggum en þann síðari á 82 þannig að Ragn- hildi var ekki ógnað. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, hefur staðið sig vel að undanförnu. Heiðar Davíð styrkir stöðuna RAGNHILDUR Sigurðardóttir úr GR er svo gott sem búin að tryggja sér sigur á Toyota-mótaröðinni – stigamótum Golfsambands Ís- lands, sigraði á fimmta og næstsíðasta mótinu um helgina og hefur örugga forystu. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði í karla- flokki og Heiðar Davíð Bragason, GKj, varð annar og styrkti stöðu sína í karlaflokki þar sem hann er með forystu.  EIRÍKUR Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Bakkakotsvelli og er hann fimmti kylfingurinn til þess í sumar. Eiríkur notaði fleygjárn til að fara 9. holuna í einu höggi laugardaginn 9. ágúst.  ÚRVALSDEILDARLIÐ Breiða- bliks í körfubolta er með leikmann frá Serbíu og Svartfjallalandi til reynslu nú í ágúst. Leikmaðurinn, Uros Pilipovic er 23 ára gamall skot- bakvörður. Fyrir hjá Breiðabliki er landi hans Mirko Virijevic.  BJARTUR Máni Sigurðsson er genginn til liðs við handknattleikslið KA. Bjartur er hornamaður sem lék með ÍR en var á mála hjá svissneska liðinu Endingen á síðasta keppnis- tímabili.  DAVÍÐ Ólafsson handknattleiks- maður leikur með Víkingi á komandi tímabili en hann hefur ákveðið að gera tveggja ára samning við liðið. Davíð, sem er hornamaður og á nokkra leiki að baki með íslenska landsliðinu, hefur leikið með liði Gróttu/KR undanfarin ár en þar áð- ur var hann í herbúðum Valsmanna.  BRYNJAR Björn Gunnarsson, leikmaður enska 1. deildarliðsins Nottingham Forest þurfti að fara meiddur af leikvelli í sigurleik gegn Sunderland á laugardag. Meiðsli Brynjars eru sögð minniháttar en ekki er búist við að hann geti leikið gegn Port Vale í kvöld í deildarbik- arnum.  MARCEL Desailly fyrirliði Chelsea hefur framlengt samning sinn við Lundúnarliðið um eitt ár og þar með er ljóst að Frakkinn öflugi verður í herbúðum Chelsea til ársins 2005.  DESAILLY, sem er 34 ára gamall, gekk í raðir Chelsea frá AC Milan fyrir fimm árum. Hann hugðist ljúka ferli sínum á næsta ári en eftir átölur Chelsea-manna ákvað hann að fram- lengja samning sinn við liðið.  ENSKA knattspyrnusambandið ætlar ekki að aðhafast neitt vegna þeirrar staðreyndar að leikmenn Arsenal hafa 50 sinnum fengið að fjúka útaf frá því Arsene Wenger tók við stjórn liðsins fyrir sjö árum. Francis Jeffers var rekinn útaf í leiknum við Manchester United í fyrradag, réttilega að mati Wengers.  AGANEFND enska knattspyrnu- sambandins bíður hins vegar eftir skýrslu Steve Bennetts, dómara, vegna tveggja atvika þar sem Sol Campbell og Ashley Cole komu við sögu.  LAUSU sætin í leiknum um sam- félagsskjöldinn sem fram fór í Car- diff voru öll Arsenal-megin. Tals- maður frá Arsenal sagði að ástæðan fyrir lausu sætunum hefði verið hit- inn og að stuðningsmenn hefðu ekki treyst sér til að ferðast. FÓLKANDREAS Andersson, skær- asta stjarna sænska liðsins AIK, verður fjarri góðu gamni þegar Fylkismenn glíma við AIK í 1. umferð undankeppni UEFA- keppninnar í knattspyrnu í Stokkhólmi á fimmtudaginn. Andersson, sem um tíma lék með Newcastle á Englandi og AC Milan á Ítalíu, meidd- ist illa í leik á móti Gauta- borg á dögunum og er talið að hann verði frá vegna þeirra næsta hálfa árið. Andersson sneri til AIK árið 1999 frá Newcastle eftir að hafa skorað 4 mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeild- inni en þessi lipri framherji á að baki 41 landsleik fyrir Svía. Til að fylla skarð And- erssons hefur AIK fengið Kwame Quansah, framherja frá Ghana, til liðs við sig en hann hefur leikið með Ajax í Hollandi og vonast Svíarnir eftir því að hann nái að finna netmöskvana en AIK hefur gengið illa að skora í undanförnum leikjum. Quansah skoraði í fyrsta leik sínum með AIK í granna- slagnum á móti Hammarby hinn 4. ágúst en þeim leik tapaði AIK á heimavelli, 3:1. Andersson ekki með gegn Fylki „ÉG þurfti að koma heim til Íslands fyrir helgina vegna fjöl- skyldumála en ég veit ekki annað en að Real Betis og Dort- mund eigi enn í við- ræðum um kaup,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, í samtali við Morgun- blaðið í gær en hann hélt utan til Real Bet- is í lok síðasta mán- aðar til æfinga. Eins og fram hefur komið hefur Dort- mund sýnt áhuga á að fá Jóhannes í sínar raðir en hann var hjá liðinu til reynslu á dög- unum og lék æfingaleik með því á móti Bochum. Jóhannes hélt utan til Spánar í morgun en hann er samnings- bundinn Real Betis til ársins 2007. Að sögn Jóhann- esar stendur upp- hæðin sem Real Bet- is vill fá fyrir sig í vegi fyrir því að samningar á milli spænska liðsins og Dortmund hafi náðst en forráðamenn Real Betis vilja fá 2 millj- ónir evra sem jafn- gildir um 180 millj- ónum íslenskra króna. „Ég trúi bara ekki öðru en að Real Bet- is fari að gefa sig. Það er komið fram í miðjan ágúst og það er ótrúlegt hversu stífir þeir eru ennþá. Ég veit ekki hvað Dortmund er tilbúið til að borga en vonandi fara málin að skýr- ast.“ Real Betis vill fá 180 milljónir Jóhannes Karl Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.