Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 29
eignaðist ég minn fyrsta hest og það voru tíðar ferðirnar sem þið komuð til að gefa hestunum brauð. Þið voruð sannkallaðir dýravinir þú og amma og er mér minnisstæð vísan sem amma hjálpaði mér að semja þegar ég fékk þau skilaboð heim úr skólanum þegar ég var níu til tíu ára að semja vísu. Flýgurðu úti, fuglinn minn. Ert þú ekki svangur? Kannski á ég eitthvað í gogginn þinn sem bæta kann þitt angur. Með þessum fáu orðum kveð ég þig, elsku afi minn. Ásdís. Látinn er frændi minn, Jakob Árna- son, 83 ára að aldri. Árna föður hans minnist ég sem glaðlynds manns og skrafhreifins, er vann hörðum hönd- um fram á gamals aldur. Við Jakob kynntumst ungir, en hann var nokkrum árum eldri en ég. Hann stundaði á yngri árum þá vinnu, sem bauðst til sjós og lands, og var snemma dugmikill. Mér er minnis- stætt, að innan við tvítugt var hann talinn afburðamaður við slátt og hey- bindingu, enda hraustmenni. Akstur bifreiða hóf Jakob ungur, og má segja, að sú vinna hafi orðið ævistarf hans. Jakob var ekki margorður, en heill og hreinskiptinn og orðum hans mátti treysta. Hann var greiðvikinn maður og hjálpfús. Þessum fáu línum fylgja samúðar- kveðjur til fjölskyldu Jakobs. Grímur. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 29 Hjartkær eiginkona mín, móðir og systir okkar, SOFFIA NIELSEN, Eskihlíð 26, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 13. ágúst kl. 13.30. Guðjón Sigurðsson, Anna Björg Guðjónsdóttir, Guðrún Nielsen, Valdemar Nielsen, Ólafur Nielsen, Helga Nielsen. Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hlévangi, Keflavík, og Garðvangi, Garði, fyrir frábæra umönnun og góðvild. Guð blessi ykkur öll. Jón Kr. Jónsson, Herdís Ellertsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Frímannsson, Hjalti Guðmundsson, Erla María Andrésdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gunnar Hersir, Kristín Erla Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Svandís Guðmundsdóttir, Helgi Gamalíelsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, vináttu, hlýhug og heiðruðu minningu ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS JENSSONAR, Skúlagötu 40, Reykjavík. María Guðmundsdóttir, Elín María Ólafsdóttir, Jóhannes Gíslason, Auður Ólafsdóttir, Stefán Pétursson, Kristín Ólafsdóttir, Jens Ólafsson, Kristín Eggertsdóttir og barnabörn. Faðir okkar, vinur, afi og langafi, KRISTJÁN B. ÞORVALDSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 11. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar Björg Kristjánsdóttir, Ásgeir Theódórs, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Birgir Einarsson, Helga G. Kristjánsdóttir Wieland, Jeffrey Wieland, Hans Kristjánsson, Snjólaug E. Bjarnadóttir, Kristján Kristjánsson, Ólöf Loftsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Sandra Lárusdóttir, Guðfinna Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn og tengdafaðir, GUÐMUNDUR GUÐBRANDSSON frá Felli, Árneshreppi, Strandasýslu, síðst til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 9. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldu hins látna, Elísabet Guðmundsdóttir, Marías Björnsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Byrgisvík, Brekkustíg 14, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 28. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Birgir Júlíusson, Agnes Svavarsdóttir, Halla Árný Júlíusdóttir, Haraldur Hinriksson, Árný Viggósdóttir, Sigurður Þorkell Jóhannsson, Andrea Sigurrós Andrésdóttir, Haraldur Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ást- kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, KRISTJÁNS PÉTURS INGIMUNDARSONAR blikksmíðameistara, Suðurtúni 29, Bessastaðahreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Jóhanna Margrét Axelsdóttir, Sævar Kristjánsson, Sigurbjörg Vilmundardóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Úlfar Albertsson, Pétur Kristjánsson, Inga Rós Skúladóttir, Guðmunda Kristjánsdóttir, Sigurður Már Andrésson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍN KJARTANSDÓTTIR (Dúa), Fjölnisvegi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 14. ágúst kl. 10.30. Óskar L. Ágústsson, Auður L. Óskarsdóttir, Sigurður Ólafsson, Eygló Óskarsdóttir, Ingvar Sveinbjörnsson, Erla S. Óskarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Okkar ástkær bróðir, ÁGÚST GUÐLAUGSSON, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtudaginn 7. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Jóhann Guðlaugsson, Lilja Guðrún Guðlaugsdóttir, Jón Guðmundur Guðlaugsson. INGUNN GUÐLAUGSDÓTTIR, Bjarkargrund 14, Akranesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Akraness. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Brandur Sigurjónsson. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.