Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Eiríksson, bóndi í Fagranesi á
Reykjaströnd, hefur lengi tengst
Drangey. Fyrst fór hann „fram“
eins og og sagt er þegar farið er út í
eyjuna, þegar hann var tólf ára
gamall, og þá var farið þangað í
þeim tilgangi einum að sækja egg
og fugl eins og Skagfirðingar höfðu
gert frá ómunatíð.
Síðar, þegar eggin og fuglarnir
voru ekki eins afdráttarlaus björg
sem áður var, er nýmetið úr björg-
unum varð mörgum til lífs þegar
loks sást fram úr harðindum ísa og
frostavetra, – þá fór Jón að nytja
eyjuna á annan hátt.
Eftir sem áður sigu þeir Fagra-
nessmenn eftir eggjum og háfuðu
fugl við bjargbrúnir en á seinni ár-
um hefur Jón látið aðra um þessa
þætti en fæst nú aðallega við að
flytja ferðamenn, íslenska og er-
lenda, fram til Drangeyjar, þess-
arar drottningar Skagafjarðar, sem
gnæfir tignarleg á miðjum firði,
jafnfögur hvort sem er í glampandi
sól eða á úrsvölum rigningardegi
þar sem þoka hnyklast um hamra-
eggjar.
Jón hefur um árabil verið með
ferðir frá Sauðárkróki til Drang-
eyjar, en með allverulegri fjölgun
ferðamanna tekur siglingin frá
Sauðárkróki of mikinn tíma og því
hefur Jón gert góðan viðlegukant,
þó að lítill sé á Reykjum og þangað
sækir hann líka farþega, enda það-
an aðeins 15–20 mínútna sigling til
eyjarinnar. Á Reykjum hefur hann
einnig byggt upp tvö gömul hús og
eru þar m.a. ágætar snyrtingar
enda gestkvæmt á Reykjum þegar
ferðamann skreppa og fá sér heitt
bað í Grettislauginni, en hana hlóð
Jón upp fyrir allmörgum árum.
Þá var ógert það sem erfiðast
var, en það var að fá sæmilega land-
göngu í Drangey, og vissulega hafði
Jón gert nokkrar tilraunir til þess
að lagfæra aðkomuna í Upp-
gönguvíkinni, en vetrarbrimið lék
þær framkvæmdir grátt og oftast
var það svo að vinna þurfti allt upp
á nýtt á hverju vori.
Steypuvinnan gekk vel
Því var það að nú í vor réðst Jón í
það að steypa bryggjukant milli
nokkurra steindranga sem komu í
veg fyrir að unnt væri að leggja bát
að landföstum björgum og kanna
hvort þessar framkvæmdir yrðu
ekki meira en „einnota“.
Síðastliðinn fimmtudag var lokið
við að steypa Drangeyjarbryggj-
una, en á Reykjum fékk Jón tvo
rúmmetra af steypumöl frá Steypu-
stöðinni í bátinn og nægilegt sem-
ent og vatn um leið og hann skilaði í
land Val Ingólfs fjölbrautaskóla-
kennara, Rögnvaldi kirkjuorgan-
ista, Ársæli sveitarstjóra og dóttur
hans Margréti, en þau ásamt Viggó
sjónvarpstökumanni höfðu verið við
steypuvinnu frá því um níu um
morguninn.
Þegar báturinn var lestaður var
siglt til eyjar og þegar hafist handa
við síðustu framkvæmdirnar að
sinni. Verkið gekk vel enda verk-
menn þeir Birgir Friðriksson skot-
veiðimaður, Arnar Halldórsson raf-
eindavirki og Kolbeinn Jónsson frá
Fagranesi sem löguðu steypuna, en
þeir Jón Eiríksson og Baldur Sig-
fússon krabbameinslæknir tóku á
móti enda fór því svo að hrærivélin
gaf sig en þá var Jón með aðra til
vara í bátnum og með henni var
verki lokið um kl. níu um kvöldið.
Á heimleiðinni sagði Jón að nú
væri gott að leggja sig eftir gott
dagsverk, en þessi 74 ára eldhugi
slær hvergi af og vinnur lengstum
einn og hálfan vinnudag löngu eftir
að lögum samkvæmt ætti hann að
vera sestur í helgan stein.
Hann sagði að þetta væri búin að
vera mikil törn og fjölmargir hefðu
komið að verkinu til aðstoðar, og
taldist sér til að um 200 tonn af
steypu hefðu farið í framkvæmd-
irnar, en nú vænti hann þess að
bryggjan biði eftir sér í Uppgöngu-
víkinni næsta vor.
Ný bryggja steypt í Drangey
Jón Eiríksson þreyttur að loknu góðu dagsverki.
Þeir Jón Eiríksson og Baldur lækn-
ir tilbúnir að taka á móti síðustu
hrærunum til að fylla mótin.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Bryggjan hans Jóns. Lónið innan garðsins á Jón von á að fyllist með tímanum vegna hruns úr bjarginu.
Sauðárkróki. Morgunblaðið.
SKÓGARELDAR hafa blossað upp
í vesturhluta Algarve-héraðs í
Portúgal í kjölfar þurrka og mikillar
hitabylgju í landinu. Að sögn Maríu
Júlíu Alfreðsdóttur, fararstjóra hjá
Terra Nova Sól í Albufera í Algarve,
eru upptök eldanna langt frá þeim
slóðum þar sem Íslendingar dvelja
og amar ekkert að þeim.
Ófremdarástand
við Monchique-fjall
Í fyrradag loguðu eldar í Monch-
ique-fjalli, hæsta fjalli Algarve sem
er í vesturhluta héraðsins og er
skógi vaxið. „Það er sem betur fer
ekkert nálægt okkur en ég sá í sjón-
varpsfréttunum í morgun [gær-
morgun] að þar er ófremdarástand.“
María var stödd í bíl rétt hjá Faro
um miðjan dag í gær og sýndi mæl-
irinn í bifreið hennar 37,5 gráða
hita. „Ég sé að það er rosa mikið
mistur en hvort það er hitamistur
og blanda af reyk frá skógareldur-
unum frá vestur Algarve veit ég
ekki.“
Hún segir að hitinn hafi í verið í
kringum 40 gráður að undanförnu
en hann sé frekar í rénun og dregið
hafi úr raka. Um 130 Íslendingar
dvelja á vegum ferðaskrifstofunnar í
Albufera en ferðaskrifstofurnar
Plúsferðir og Úrval-Útsýn eru einn-
ig með hótel þar.
Lítil hætta í Albufera
Að sögn Maríu er gróður tiltölu-
lega lágvaxinn og lítil hætta á að
eldarnir berist þangað. „Það er búið
að vera mikið talað um skógareld-
ana fyrir norðan og í kringum Lissa-
bon í fjölmiðlum, þeir voru á fimm
stöðum held ég. Þeir voru búnir að
ná tökum á eldunum snemma í síð-
ustu viku en misstu aftur tökin fyrir
helgi. Hér er fullt af sjálfboðaliðum,
bæði herinn og mér skilst að Spán-
verjar séu farnir að aðstoða þá.
Maður er mjög hissa á að þetta skuli
vera komið niður í Algarve-hérað,“
segir hún.
Að sögn Ingu Kristjánsdóttur,
sölustjóra hjá Terra Nova Sól hf.,
hefur enginn afbókað flug til Alg-
arve í sumar vegna skógareldanna.
Hins vegar hefur verið heldur rólegt
í bókunum þangað að undanförnu,
að hennar sögn.
Skógareldar loga í
vesturhluta Algarve
„Sem bet-
ur fer ekk-
ert nálægt
okkur“
JÚLÍA Guðmundsdóttir sigraði í
flokki eldri stúlkna á barnaskákmóti
Hróksins sem haldið var í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum um
helgina en á myndinni má sjá Júlíu
etja kappi við Daníel Óskarsson sem
keppti í eldri flokki drengja. Júlía
sigraði einnig á barnaskákmóti
Nb.is sem fram fór um hvítasunn-
una. Fjörutíu börn tóku þátt í
mótinu sem fram fór í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinum um helgina.
Tefldar voru fimm umferðir í eldri
og yngri flokki stelpna og stráka.
Í flokki eldri drengja sigraði Helgi
Brynjarsson, fékk fullt hús vinninga,
en hann sigraði einnig í sínum flokki
á barnaskákmóti Nb.is. Í flokki
yngri drengja sigraði Ragnar
Kjartansson. Hann var að ljúka
fyrsta bekk í vetur og keppti því við
sér eldri andstæðinga. Í yngri flokki
stelpna sigraði Brynja Vignisdóttir.
Mikill kraftur hefur verið í barna-
starfi Hróksins í sumar og hefur fé-
lagið staðið fyrir æfingum á laugar-
dögum í samvinnu við Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn og meðal annars
fengið stórmeistara í heimsókn til að
tefla fjöltefli við krakkana.
Barnaskákmót Hróksins
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
TIL stendur að hækka gjaldskrár
Orkuveitu Reykjavíkur á stjórnar-
fundi nú í dag. Alfreð Þorsteinsson,
stjórnarformaður OR, segir að hækk-
unin muni nema um 5% á heitu vatni
og rúmlega 1% á rafmagni. „Ástæð-
urnar eru þær að það hefur dregið
verulega saman í sölu á heitu vatni í
tvö ár þannig að það er óhjákvæmi-
legt að fyrirtækið grípi til einhverra
ráðstafana til þess að bæta sér þenn-
an tekjumissi,“ segir hann.
Alfreð segir að ástæða hækkunar á
verði heita vatnsins sé fyrst og fremst
hækkað hitastig. „Hækkun á raf-
magninu kemur til af því að heildsölu-
verð á rafmagni frá Landsvirkjun
hækkaði um 2% 1. ágúst. Það þýðir að
við verðum að hækka um rúmt pró-
sent til að ná því upp,“ segir hann.
Alfreð segir að í raun hafi verðlag
OR ekki hækkað umfram verð-
lagsþróun á undanförnum árum.
Hann segir að á hverju ári hafi vísi-
töluhækkanir verið samþykktar.
„Þessi hækkun á heita vatninu er
fyrsta hækkunin í langan tíma sem er
umfram vísitöluhækkun.“
Á stjórnarfundi í dag verður lagt
fram sex mánaða uppgjör. Alfreð seg-
ir að uppgjörið sé verra en búast
mætti við vegna minni notkunar á
heitu vatni. Hækkunin, sem sam-
þykkt verður í dag, mun skila OR um
sjötíu milljónum króna það sem eftir
er ársins en Alfreð segir að tekjutap
vegna minni notkunar heits vatns sé
um fjögur hundruð milljónir á þessu
ári.
Telja hækkun ekki
réttlætanlega
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþing-
ismaður og borgarfulltrúi, á sæti í
stjórn OR. Hann segir að fulltrúar
minnihlutans muni greiða atkvæði
gegn hækkun gjaldskrár OR. „Það er
bara komið að skuldadögum. Það seg-
ir sig sjálft þegar menn eru búnir að
standa í þessum fjárfestingum eins og
Línu-net-ævintýrinu, höfuðstöðvun-
um og Gagnaveitunni, sem þegar er
farin að skila tapi, að þá kemur þetta
með einum eða öðrum hætti niður á
borgarbúum,“ segir hann. Hann segir
að fram hafi komið í ársreikningi síð-
asta árs, í skýrslu endurskoðanda, að
afkoman væri ekki nægilega góð til að
viðhalda eiginfjárstöðu félagsins.
„Það hafa verið hagstæð skilyrði fyrir
OR á síðustu misserum. Fjármagns-
tekjur voru 2,5 milljarðar króna og nú
í ár lækkar fjármagnskostnaður um
425 milljónir króna vegna áhrifa
gengisbreytinga,“ segir Guðlaugur
Þór. Hann segir að þetta sé svipuð
tala og sem nemur tekjutapi vegna
minnkandi sölu.
„Við teljum að það beri að skoða
aðrar leiðir; til dæmis að losa um
eignir sem Orkuveitan á,“ segir Guð-
laugur Þór.
Orkuveita Reykjavíkur hækkar gjaldskrár
Heitt vatn hækkar um 5%
og rafmagn um rúmt 1%