Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 25 BANDARÍSKIR þing-menn leita nú leiða til aðbregðast við offitu semer sívaxandi heilbrigðis- vandi í landinu. Þannig leitast þeir við að semja löggjöf sem geti spornað við offituvandanum á sama hátt og tókst að ráðast gegn reykingum á níunda áratugnum. Að því er fram kemur í blaðinu Washington Post sl. sunnudag aukast útgjöld bandarískra borg- ara vegna sjúkdóma sem raktir eru til offitu ár frá ári en auk þess segir læknasamfélagið offitu vera alvarlegustu ógnina við heilsu þjóðarinnar. Meðal þeirra leiða sem þing- menn vilja leita er að skylda veit- inga- og skyndibitastaði til að birta á matseðlinum upplýsingar um næringargildi allra rétta sem boðið er upp á, þ. á m. hitaeininga- fjölda og fituinnihald. Þá íhuga 25 ríki að feta í fótspor Arkansas og Texas og setja reglugerð sem kveður á um takmarkanir á sölu sælgætis og gosdrykkja í skólum og samtök foreldra í Seattle og Alabama vilja ganga enn lengra og banna með öllu auglýsingar á rusl- fæði sem eiga að höfða til barna og unglinga. Í New York-ríki hefur þingmað- urinn Felix Ortiz lagt fram sex frumvörp til laga sem eiga að sporna gegn offituvandanum. Eitt frumvarpa hans kveður á um að fiturík fæða verði skattlögð sér- staklega sem og helstu táknmynd- ir lífsstíls sem einkennist af kyrr- setu: tölvuleikir, DVD-myndir og miðar í kvikmyndahús. Afrakstur- inn yrði, samkvæmt útreikningum Ortiz, 50 milljónir dala í skatt- tekjur eða 3,9 milljarðar íslenskra króna, sem hann leggur síðan til að yrði varið til að vekja skatt- borgarana til vitundar um mikil- vægi hreyfingar og hollrar fæðu. Matvælaframleiðendur vilja verjast lögsóknum Það sem af er árinu hafa alls 140 frumvörp til laga sem eiga að draga úr offitu verið lögð fram í Bandaríkjunum og hagsmuna- samtök veitingahúsaeigenda og matvælaframleiðenda hafa þegar brugðist við þessari vitundarvakn- ingu stjórnmálamanna. Íhalds- samir þingmenn hafa að beiðni matvælaiðnaðarins lagt fram frumvörp sem kveða á um að hinir síðarnefndu njóti verndar gegn lögsóknum. Þannig verði komið í veg fyrir að matvælaiðnaðurinn verði dreginn til ábyrgðar fyrir of- fituvandann í landinu og þá sjúk- dóma sem honum fylgja. „Þetta snýst um ábyrgð einstaklingsins,“ segir Richard Berman, fram- kvæmdastjóri samtaka sem beita sér fyrir frelsi neytandans og eru styrkt af fyrirtækjum í matvæla- iðnaði. Hann bætir við að þeir sem borði of mikið og hreyfi sig of lítið beri sömu ábyrgð og þeir sem aka mótorhjóli án þess að vera með hjálm. Sl. þrjá áratugi hafa Banda- ríkjamenn verið að þyngjast jafnt og þétt og offitan hefur haft alvar- lega kvilla á borð við sykursýki, nýrnabilun og hjartasjúkdóma í för með sér. Og nú er offituvand- inn, sem læknar og næringarfræð- ingar fjölluðu einir um áður, kom- inn inn á borð stjórnmálamanna vegna þess aukna kostnaðar sem slíkum heilsufarsvanda fylgir. Ekki eru þó allir sammála um að hið opinbera eigi að hafa afskipti af málinu og þegar hafa sprottið upp deilur á milli þeirra sem segja að mittismálið sé einkamál hvers og eins og hinna sem segja offitu kosta ríkisstjórnina of mikið til þess að hún geti látið vandann af- skiptalausan. Heilbrigðisráðherra Bandaríkj- anna, Tommy G. Thompson, til- heyrir síðarnefnda hópnum. Hann segir offitu vera sjúkdóm sem dreifi sér hratt meðal bandarísku þjóðarinnar. „Ef við viljum í raun og veru draga úr sjúkrakostnaði og bæta heilsu landsmanna þá verðum við að bregðast við offit- unni,“ segir hann. Offitan kostar 117 milljarða dala á ári Vandamál sem rekja má til of- fitu, beint eða óbeint, kosta Bandaríkjamenn 117 milljarða dala, ríflega 9 billjónir króna, ár hvert og að sögn Thompsons ættu þessi gríðarlegu útgjöld að vekja ríkisstjórnina sem og bandarískan almenning og fyrirtæki til vitund- ar um vandann. Að hans mati ættu iðgjöld sjúkratrygginga að tengj- ast offitu þannig að þeir sem eru of feitir borguðu hærri iðgjöld en aðrir. John F. Banzhaf III, lögfræðiprófessor við George Washington-háskólann, tilheyrir hópi fólks sem styður þessa skoð- un heilbrigðisráðherrans en hann heldur því fram að eins og staðan sé í dag séu þeir sem eru í kjör- þyngd neyddir til að niðurgreiða tryggingar fyrir þá sem eru of feit- ir. Og nú hefur Thompson farið þess á leit við lögfræðinga ríkis- stjórnar George W. Bush forseta að þeir geri drög að áætlun sem heimili slíkar reglur án þess að þær gangi í berhögg við bann við mismunun. Um 64% þjóðarinnar of þung Rannsóknir bandarísku stofn- unarinnar CDC, sem fylgist m.a. með útbreiðslu sjúkdóma og hvernig koma megi í veg fyrir þá, sýna að um 34% fullorðinna Bandaríkjamanna eru of þungir og um 30%, eða 59 milljónir manna, eru akfeitir (obese) sam- kvæmt skilgreiningu, sem miðast við tengsl líkamsþyngdar og hæð- ar, líkamsþyngdarstuðulinn (BMI). Auk þess sýna tvær rann- sóknir sem voru unnar á vegum bandarískra háskóla að önnur helsta afstýranlega dauðaorsökin í landinu er offita. Þá eru 15% bandarískra barna á aldrinum 6 til 19 ára of þung sem er þrefalt hærra hlutfall en fyrir 20 árum. Eric Topol er yfirmaður hjarta- deildar sjúkrahússins Cleveland Clinic og fæst við mjög alvarleg tilfelli hjartasjúkdóma sem má rekja til offitu. Hann segir að orðið „faraldur“ sé ekki nógu sterkt til að lýsa ástandinu. „Þetta er mesti heilbrigðisvandi sem við höfum staðið frammi fyrir í margar kyn- slóðir,“ segir hann. „Vandinn vind- ur svo hratt upp á sig að við verð- um að bregðast við honum með skapandi hætti.“ Topol segir að væri hann ekki hjartasérfræðing- ur, heldur stjórnmálamaður, myndi hann leggja til að fólk væri látið stíga á vigt um leið og það skilaði inn skattaskýrslu á hverju ári og hæfilega þungir skattgreið- endur fengju skattaafslátt en „fólkið sem er að eyðileggja sjúkrahagkerfið myndi greiða full- an skatt. Það á að verðlauna fólk sem er nógu agað til að geta grennst,“ segir hann. Þeir sem vilja að brugðist verði skjótt við offituvandanum segja heilbrigðisráðherrann hafa staðið sig vel en átelja ríkisstjórnina í heild. Þannig hóf CDC herferð fyrir heilbrigðari lífsháttum árið 2001 sem beindist að ungu fólki og hafði stofnunin til þess 125 millj- ónir dala árið 2001. Í ár var sama herferð rekin fyrir 51 milljón og á næsta ári gerir Bush-stjórnin ráð fyrir 5 milljónum dala til verkefn- isins. Verða að ráðast gegn offitunni AP Nú er offituvandinn sem læknar og næringarfræðingar fjölluðu einir um hér áður fyrr kominn inn á borð stjórnmálamanna vegna hins gríðarlega kostnaðar sem honum fylgir fyrir heilbrigðiskerfið. Sérstakur skattur á fitandi mat og bann við auglýsingum á ruslfæði eru á meðal hugmynda sem upp hafa komið um hvern- ig eigi að taka á of- fituvandanum í Bandaríkjunum. Þar er offita nú önnur helsta afstýranlega dánarorsökin en 64% þjóðarinnar er of þung. ’ Þetta er mestiheilbrigðisvandi sem við höfum staðið frammi fyrir í margar kyn- slóðir. ‘ og settu jafnframt [umrætt] ákvæði í arskrána væri hagsmunum Íslend- em þjóðar algjörlega borgið.“ Hann að hægt yrði að fella ákvæðið að m ESB. Hagsmunir þjóðarinnar jón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- flokksins, spyr hvort sjávarútvegs- rra skilji, með ummælum sínum, að- ðræður við ESB þannig að eimildirnar verði að vera framselj- anlegar. Af þeim sökum sé það hindrun að stjórnarskrárbinda ákvæðið um sameign þjóðarinnar. „Ef Árni Mathiesen skilur þetta þannig að í samningum við ESB verði veiðiheimildirnar að vera framseljanlegar, þ.e. að íslenskir útvegsmenn eigi að fá að selja erlendum mönnum veiðiheimildir, er ég honum algjörlega ósammála.“ Guðjón segir það ekki koma til greina að við seljum aflaheimildir innan lögsögunnar. „Við get- um hins vegar samið um nýtingu þeirra og útfærslu á því.“ Þá segir Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, að íslenska stjórnarskrá eigi öðru fremur að skoða út frá hags- munum íslenskrar þjóðar, ekki út frá „ein- hverjum hugsanlegum aðildarviðræðum við ESB“. Breytt til baka Ummæli sjávarútvegsráðherra voru einn- ig borin undir Stefán Má Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, og Úlfar Hauksson, aðjúnkt við félagsvísindadeild HÍ. Stefán segist í grundvallaratriðum sammála ráðherra. Það færi þó eftir því hvernig stjórnarskrárákvæðið væri orðað. „En ef við gefum okkur að það verði þess efnis að fiskimiðin og lögsagan verði áskilin Íslandi og íslenskum stjórnvöldum gengur það ekki upp vegna þess að lög og fiskveiði- reglur ESB eru þannig að ráðstöfunarrétt- urinn á fiskimiðunum hverfur yfir til sam- bandsins. Stjórnarskrárákvæðið væri því hindrun en það væri hægt að breyta því til baka. Það yrði að breyta því þannig að það fengi samrýmst þeim samningi sem kæmi út úr aðildarviðræðunum.“ Úlfar segir hins vegar að ef stjórnar- skrárbinding ákvæðisins væri eitthvert at- riði sem myndi trufla hugsanlegar aðild- arviðræður við ESB gæti hann ekki betur séð en að hægt væri að leysa það um leið og stjórnarskránni yrði breytt, þar sem hann segir ljóst að breyta þurfi stjórnarskránni hvort sem er ef við ætlum okkur í aðild- arviðræður. Það væri m.ö.o. hægt að leysa þetta væri pólitískur vilji fyrir hendi. Hann segir aftur á móti að af ummælum sjáv- arútvegsráðherra megi ráða að engan póli- tískan vilja sé að finna „á þeim bænum“, eins og hann orðar það. „Hann þarf, hans flokkur og öll ríkisstjórn Íslands sem situr við völd, að finna hjá sér einhvern pólitísk- an vilja til þess að leysa þetta mál. Því að það er greinilegt á því sem Fischler segir að hann er bjartsýnn á að það væri hægt ef Íslendingar fyndu þennan vilja hjá sér.“ darviðræður við Evrópusambandið nding engu Morgunblaðið/Árni Torfason rópusambandsins í fiskveiði- og land- rra ræddu sjávarútvegsstefnu Evr- k um síðustu helgi. tillit til sjávar- ESB. m eng- vart að ar- grunn- Á hinn væri nskum m þörf- um þannig að það færi vel að lokum.“ Össur segir að Evr- ópusinnar hafi ekki talið að það þurfi varanlegar undanþágur. „Við teljum þvert á móti að það sem þarf sé sveigjanleiki og að- lögun sem byggist á þeirri grundvallarreglu í nálgun ESB að tekið sé sterkt tillit til ríkra hagsmuna þjóða.“ Össur segir ennfremur að sér hafi fundist eftirtektarvert í er- indi Fischlers að hann hafi a.m.k. tvívegis bent á að endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB hafi m.a. leitt til aukins vægis strand- veiðisvæða, þ.e. þannig að þau svæði sem liggi næst miðunum eigi að hafa meiri möguleika til þess að stýra veiðunum en áður. Yfirráðin hjá ESB Ögmundur Jónasson, þing- flokksformaður Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs, segir að sér finnist merkilegastar þær yfirlýsingar Fischlers að ef Ís- lendingar óskuðu eftir aðild að ESB „yrðu þeir að sætta sig við þær reglur sem giltu þar á bæ í sjávarútvegsmálum“. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki verið á fyrirlestri Fischlers heldur lesið um fundinn í fjölmiðlum. Skv. yf- irlýsingum Fischlers, segir Ög- mundur, gætu Íslendingar ekki haldið yfirráðum yfir fiskimiðum sínum gengju þeir í ESB. „Það væri að vísu hægt að semja um einhverjar útfærslur en yfirráðin yfir auðlindunum yrðu hjá ESB.“ Ögmundur bendir á að hjá ESB hafi iðulega verið samið tíma- bundið við tiltekin ríki, til að lægja óánægjuöldur heimafyrir. Hann ítrekar að það hafi þó allt- af verið tímabundnar ráðstaf- anir. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, tel- ur að Fischler hafi í erindi sínu verið að gefa það í skyn „að hægt sé að semja um ýmsar lausnir sem báðum aðilum gætu hugn- ast,“ í hugsanlegum aðild- arviðræðum Íslands og ESB. Hann minnir þó á að Íslendingar þurfi að gera það upp við sig hvernig „við ætlum að skilgreina okkar landhelgi“ ef við förum í slíkar aðildarviðræður. m Fischl- til um Morgunblaðið/Árni Torfason avík um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.