Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skíða- landsliðið LANDSLIÐ Íslands í alpa- greinum á skíðum keppn- istímabilið 2003–2004, er þannig skipað: KONUR: Dagný Linda Kristjáns- dóttir, Arna Arnardóttir, Hrefna Dagbjartsdóttir og Eva Dögg Ólafsdóttir, Ak- ureyri, Emma Furuvik, Ár- manni og Guðrún Jóna Ar- inbjarnardóttir, Víkingi. KARLAR: Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Valsson, Dal- vík, Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði, Sindri Már Páls- son, Breiðabliki og Steinn Sigurðsson, Ármanni. DI CANIO er fjórði nýi leikmaður- inn sem Alan Curbishley, knatt- spyrnustjóri Charlton, fær til liðsins síðan síðasta tímabili lauk, en áður höfðu þeir Hermann Hreiðarsson, Matt Holland og Simon Royce geng- ið til liðs við félagið. Di Canio hefur leikið með liðum eins og AC Milan, Juventus, Napoli, Celtic, Sheffield Wednesday og síð- ustu ár hefur hann leikið með West Ham. Hann er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum West Ham en Di Canio sýndi oft snilldartakta í bún- ingi West Ham og gerði mörg glæsi- leg mörk fyrir félagið. Alan Curb- ishley er virkilega ánægður með að hafa fengið Ítalann til liðs við sig og telur að hann muni hjálpa ungu leik- mönnunum hjá Charlton að ná fót- festu í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er virkilega ánægður að hafa fengið Di Canio til Charlton og ég veit að hann á eftir að verða virkilega vinsæll hjá stuðningsmönnum okk- ar. Hann hefur mikla knattspyrnu- hæfileika sem munu nýtast okkur vel og ég held að hann muni einnig hjálpa ungu leikmönnunum í liðinu að ná fótfestu í deildinni,“ sagði Alan Curbishley. Di Canio hafði úr tilboðum að velja um að leika á meginlandi Evrópu en hann ákvað að vera áfram í ensku úr- valsdeildinni eftir að hann hitti Alan Curbishley og Richard Murray, stjórnarformann Charlton. „Ég hefði getað farið frá Englandi og ég var með nokkur freistandi tilboð í höndunum. Ég ákvað þó að fara til Charlton eftir að ég hitti Alan og Richard. Ég fann að þeir hafa mik- inn metnað fyrir hönd félagsins og að liðsandinn hjá félaginu er mjög góður. Ég er spenntur fyrir að leika aftur í ensku úrvalsdeildinni og get ekki beðið eftir mínum fyrsta leik á heimvelli Charlton,“ sagði Di Canio. Di Canio leikur með Hermanni KNATTSPYRNA 3. deild karla A Tungubakki: Númi - Drangur...................19 3. deild karla B Selfoss: Árborg - Hamar ...........................19 Sandgerði: Reynir S. - Afríka ...................19 Eyrarbakki: Freyr - Ægir.........................19 3. deild karla C Hofsós: Neisti H. - Hvöt ............................19 Boginn: Vaskur - Magni ............................19 Dúddavöllur: Snörtur - Reynir Á..............19 3. deild karla D Seyðisfj.: Huginn - Einherji ......................19 Fáskrúðsfj.: Leiknir F. - Neisti D. ...........19 LEIÐRÉTTING Nafn manns leiksins í leik Leiftur/Dalvíkur og Stjörnunnar 1. deild í knattspyrnu mis- ritaðist í gær. Brynjar Sverrisson, Stjörn- unni, var sagður Svavarsson, einnig sem markaskorari í úrslitum. Haraldur Guðmundsson skoraði fjórða mark Keflvíkinga gegn Aftureldingu, 4:0, en ekki Kristján Jóhannsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Þróttur – Valur.........................................0:1 Matthías Guðmundsson 6. Staðan: Fylkir 13 8 2 3 21:10 26 KR 13 8 2 3 20:16 26 ÍBV 13 6 1 6 19:19 19 Grindavík 13 6 1 6 17:20 19 FH 13 5 3 5 21:21 18 Þróttur R. 13 6 0 7 19:20 18 KA 13 5 2 6 22:19 17 ÍA 13 4 5 4 18:17 17 Valur 13 5 0 8 17:22 15 Fram 13 3 2 8 17:27 11 3. deild karla B ÍH – Leiftur R. ..........................................2:9 Leiknir R. 13 12 1 0 64:10 37 Reynir S. 12 9 2 1 48:7 29 ÍH 13 7 1 5 32:28 22 Árborg 12 5 3 4 42:26 18 Freyr 12 5 0 7 18:42 15 Hamar 12 4 1 7 24:41 13 Afríka 12 1 1 10 11:44 4 Ægir 12 1 1 10 10:51 4 3. deild karla D Höttur – Fjarðabyggð ..............................2:1 Staðan: Fjarðabyggð 14 10 0 4 39:15 30 Höttur 14 9 2 3 33:14 29 Huginn 13 6 0 7 26:32 18 Leiknir F. 13 5 0 8 28:32 15 Einherji 13 4 1 8 19:31 13 Neisti D. 13 4 1 8 17:38 13 1. deild kvenna A ÍR – Þróttur/Haukar 2..............................4:1 Noregur Molde – Bodø/Glimt ................................. 0:2 Svíþjóð Elfsborg – Örebro .....................................1:0 Øster – Landskrona ..................................3:0 HANDKNATTLEIKUR Evrópumót ungmenna, 18 ára og yngri: A-RIÐILL Ungverjaland – Rússland.....................26:23 Slóvakía – Slóvenía................................21:33 Ísland – Þýskaland................................30:31 Þýskaland 3 3 0 0 96:86 6 Slóvenía 3 2 0 1 97:77 4 Ísland 3 2 0 1 86:81 4 Ungverjaland 3 1 0 2 78:85 2 Slóvakía 3 1 0 2 75:86 2 Rússland 3 0 0 3 73:88 0  Tvö efstu liðin komast í undanúrslit. ÚRSLIT Þrátt fyrir sigurinn eru Valsmennenn í fallsæti, en þeir nálguðust þó næstu lið þar fyrir ofan með stig- unum þremur í gær- kvöldi. Þróttarar, sem voru í efsta sæti deildarinnar um tíma í sumar með 18 stig eftir fyrri umferðina, níu leiki, eru enn með 18 stig og nú í sjötta sæti, þremur stigum á undan Val. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, sagði af sinni alkunnu hógværð þegar Þróttarar skutust í efsta sætið með átján stig, að enn væru mörg stig eftir í pottinum og að markmið félagsins væri að tryggja sætið í deildinni og til þess gæti vel þurft ein 22 stig. Verði síðustu umferðirnar á svipuðum nót- um og verið hefur í sumar, að allir vinni alla, gætu þessi orð Ásgeirs vel reynst orð að sönnu. Fyrri hálfleikur í gær var nokkuð fjörugur. Gestirnir frá Hlíðarenda mættu mjög öflugir til leiks, börðust vel um allan völl og gáfu heimamönn- um engin grið og engan frið til að leika knettinum stutt og hratt sín á milli eins og liðið hefur gert oft í sum- ar. Vörn Þróttar var mjög óörugg og hvað eftir annað komust Valsmenn inn í sendingar öftustu manna og sköpuðu sér færi þó svo ekki yrði mik- ið úr þeim, til þess voru skot þeirra ekki nægilega markviss. Matthías Guðmundsson skoraði eina mark leiksins strax á sjöundu mínútu, en hann var gríðarlega öfl- ugur á hægri vængnum í gærkvöldi. Fljótur, með miklar hraðabreytingar og gerði mikinn usla í vörn Þróttar. Eftir fína byrjun gestanna tóku Þróttarar smátt og smátt betur við sér og náðu á stundum upp fínum, hröðum samleik, en þess á milli komu langir kaflar þar sem mest var reynt að senda háar og langar sendingar fram miðjuna og sterk vörn Vals átti ekki í nokkrum vandræðum með slík- ar sendingar enda leikmenn þar tölu- vert hávaxnari en sóknarmenn Þrótt- ar sem vilja skiljanlega fá knöttinn til sín með jörðinni. Sóknir Þróttar urðu lengri og þyngri og ef þeir komust í góð færi, sem þeir gerðu í tvígang undir lok fyrri hálfleiks, var Ólafur Þór Gunn- arsson markvörður þeim erfiður ljár í þúfu. Hann átti fínan dag í markinu og varði í þrígang meistaralega í fyrri hálfleik, tvisvar frá Sören Hermansen og einu sinni frá Björgólfi Takefusa. Síðari hálfleikur var langt frá því að vera eins fjörugur og sá fyrri. Vals- menn áttu fyrsta færið þegar Sigur- björn fyrirliði Hreiðarsson átti fínt skot frá vítateigshorni en Fjalar Þor- geirsson varði. Síðan bökkuðu Vals- menn. Þróttarar sóttu nú linnulítið en áttu ekki mörg opin færi, vörn Vals stóð fyrir sínu. Valur bakkaði þó fullmikið og stundum var aðeins einn blá- klæddur, því Valsmenn voru í bláum treyjum í gær, við miðlínu og allir fé- lagar hans inni í eigin vítateig. Björg- ólfur átti flott skot úr miðjum vítateig en Ólafur var vandanum vaxinn og varði enn og aftur. Fleiri færi fengu Þróttarar ekki þrátt fyrir að sækja mikið. Valsmenn fengu svo sem engin færi heldur ef undan eru skilin þau þrjú sem Hálf- dán Gíslason fékk á síðustu mínútum leiksins, skaut yfir í því fyrsta, síðan skaut hann í varnarmann og í horn og loks skallaði hann laust að marki. Guðfinnur Ómarsson var spræk- astur Þróttara, en hann kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífg- aði verulega upp á leik liðsins. Vörnin var slök og framlínan mátti sín lítils gegn sterkri og skipulagðri vörn Vals. Hjá Val var Ólafur markvörður bestur, vörnin traust og á miðjunni átti Stefán Helgi Jónsson fínan leik, fyrirliðinn barðist vel og frammi var gaman að fylgjast með Matthíasi og Hálfdán var mjög duglegur. Valsmenn eygja von VALSMENN eygja enn von um að halda sér í Landsbankadeildinni eftir að liðið lagði Þrótt 1:0 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Raunar segja traustir Valsarar að liðið eigi enn möguleika á Íslandsmeist- aratitlinum og er það í sjálfu sér rétt því enn eru 15 stig eftir í pott- inum og Valur gæti því fengið 30 stig en efstu liðin Fylkir og KR eru með 26 stig. Þróttarar eru nú um miðja deild með 18 stig, hafa tap- að fjórum leikjum í röð. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Þróttur R. 0:1 Valur Leikskipulag: 3-5-2 Landsbankadeildin, 13. umferð. Laugardalsvöllur. Mánudaginn 11. ágúst 2003. Aðstæður: Fínar, lygnt og þurrt. Áhorfendur: 1.334. Dómari: Egill Már Markússon, Grótta, 3. Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson, Einar Guðmundsson. Skot á mark: 13(7) - 12(3) Hornspyrnur: 8 - 5 Rangstöður: 2 - 3 Leikskipulag: 4-3-3 Fjalar Þorgeirsson Eysteinn P. Lárusson Jens Sævarsson Hilmar Ingi Rúnarsson Ingvi Sveinsson M Gestur Pálsson (Hallur Hallsson 87.) Páll Einarsson M Halldór A. Hilmisson Ólafur Tryggvason (Guðfinnur Þ. Ómarsson 61.) M Sören Hermansen Björgólfur Takefusa (Vignir Þór Sverrisson 87.) Ólafur Þór Gunnarsson MM Sigurður Sæberg Þorsteinsson Guðni Rúnar Helgason M Ármann Smári Björnsson M Kristinn Ingi Lárusson M Stefán Helgi Jónsson M Sigurbjörn Hreiðarsson Jóhann H. Hreiðarsson Matthías Guðmundsson M (Thomas Maale 84.) Hálfdán Gíslason Ellert Jón Björnsson (Hjalti Þór Vignisson 89.) 0:1 (7.) Kristinn Lárusson átti hnitmiðaða sendingu af vinstri kantinum inn á markteig Þróttar þar sem boltinn lenti á milli varnarmanna heimaliðs- ins og þar var Matthías Guðmundsson á réttum stað og lagði knöttinn innanfótar í hægra markhornið. Gul spjöld: Kristinn Ingi Lárusson, Valur (23.), fyrir mótmæli.  Guðfinnur Þ. Ómarsson, Þróttur R. (65.), fyrir brot.  Ingvi Sveinsson, Þróttur R. (69.), fyrir brot. Rauð spjöld: Engin. ÍSLENSKA unglingalandsliðið skip- að leikmönnum 18 ára og yngri tap- aði í gærkvöld fyrir Þjóðverjum, 31:30, í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik. Þjóðverjar skoruðu sigurmark leiksins úr víta- kasti á lokasekúndu leiksins en Ís- lendingar misstu boltann þegar fimm sekúndur voru eftir, Þjóð- verjar fóru þá í hraðaupphlaup og fengu vítakast. Þetta var fyrsta tap íslensku strákanna á mótinu en áður höfðu þeir lagt Slóvakíu og Ung- verjaland að velli. Ísland er í þriðja sæti í riðlinum með fjögur stig eins og Slóvenía en Þýskaland er í efsta sæti með sex stig. Íslensku strák- arnir byrjuðu ekki vel gegn Þýska- landi og lentu fljótlega nokkrum mörkum undir en Ísland var aldrei með forystu í leiknum. Þjóðverjar höfðu fjögurra marka forystu í hálf- leik, 17:13, og náðu níu marka for- ystu, 24:15, þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum. Þá tóku íslensku strákarnir aldeilis við sér. Þeir minnkuðu forskot Þjóðverja hægt og bítandi og náðu að jafna metin, 28:28. Ísland fékk boltann í stöðunni 30:30 þegar rúm hálf mínúta var eft- ir af leiknum. Slæm sending varð til þess að Þjóðverjar náðu boltanum í lokin og fóru í hraðaupphlaup og tryggðu sér sigurinn. Arnór Atlason var markahæstur í liði Íslands með sjö mörk og Ásgeir Örn Hall- grímsson gerði sex mörk. Þurfum sigur í tveimur leikjum Heimir Ríkharðsson, þjálfari ís- lensku strákanna, var svekktur eftir leikinn en sagði að hann væri mjög ánægður með karakterinn í liðinu. „Þetta var rosalega svekkjandi þar sem við vorum svo nálægt því að sigra. Við byrjuðum leikinn ekki nægilega vel og strákarnir virtust ekki vera tilbúnir í leikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði svo hörmulega hjá okkur. Við lentum níu mörkum undir og við lékum sóknarleikinn mjög illa. Markvörður Þjóðverja varði frábærlega en við skutum illa á hann. Við klúðruðum 13 dauðafær- um og þeir skoruðu mörg ódýr mörk eftir hraðaupphlaup. Þegar um tutt- ugu mínútur voru eftir af leiknum small vörnin saman hjá okkur og við fengum mörg mörk eftir hraða- upphlaup. Strákarnir sýndu vel hvað í þeim býr og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn. Ég er mjög ánægður með baráttuna í liðinu og þeir gefast aldrei upp. Riðillinn er afskaplega jafn; við verðum að sigra í síðustu tveimur leikjunum til þess að komast í undanúrslitin og nú stefnum við á að gera það,“ sagði Heimir í samtali við Morgunblaðið. Íslensku strákarnir klaufar í lokin ÍTALINN snjalli Paolo Di Canio er genginn til liðs við Hermann Hreið- arsson og félaga í Charlton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Di Canio, sem er þekktur skaphundur, er 35 ára gamall og gerði eins árs samning við Charlton en félagið þarf ekkert að greiða fyrir hann þar sem hann var samningslaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.