Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 1
Gæðadjass íHöllinni Tónleikar Diönu Krall fá afar lofsamlega dóma Listir 22 Bjarni á Bræðrabrekku kaupir ætíð nýjustu tækin 19 Föggurnar í tunnu Dirk Westphal geymir farangurinn í sorptunnu 16 STOFNAÐ 1913 215. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is GÜNTHER Wallraff, einn kunnasti rannsóknarblaðamaður í Þýskalandi, var óformlegur uppljóstrari fyrir Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna. Kom það fram í þýska dagblaðinu Die Welt í gær. Wallraff, sem varð frægur fyrir rannsóknarblaða- mennsku á níunda áratugnum, hefur alltaf neitað því að hafa starfað fyrir Stasi en í skjölunum, sem blaðið vitnar í, segir að hann hafi verið skráður hjá Stasi í maí 1968. Í Stasi-skýrslu frá 1976 segir að fram til 1971 hafi Wallraff fyrst og fremst unn- ið að því að dreifa villandi upplýsing- um á Vesturlöndum. Í fjórum skjölum segir frá þeim upplýsingum, sem hann aflaði fyrir Stasi. Þær voru meðal ann- ars um lífefna- og efnavopn í Vestur- Þýskalandi og um námsefni í þjálfun- arbúðum vestur-þýska hersins. Í einni Stasi-skýrslunni segir, að upplýsingarnar frá Wallraff séu held- ur lítilfjörlegar en honum er hins veg- ar hrósað fyrir þátt sinn í að fá náms- mannahreyfingar til að mótmæla efna- og lífefnavopnum. Wallraff sagði í viðtali við Die Welt, að hann hefði ekki vitandi vits starfað með Stasi. Þeir Austur-Þjóðverjar, sem hann hefði á sínum hitt, hefðu ver- ið fræðimenn að því er hann best vissi. Wallraff varð frægur 1985 fyrir bók um reynslu sína sem ólöglegur inn- flytjandi frá Tyrklandi en það þóttist hann vera í nokkurn tíma og var þá dulbúinn sem slíkur. Wallraff á mála hjá Stasi Berlín. AFP. Günther Wallraff NATO, Atlantshafsbandalagið, tók í gær við stjórn alþjóðlegs 5.300 manna friðar- gæsluliðs (ISAF) í Kabúl, höfuðborg Afgan- istans. Þetta er í fyrsta sinn í 54 ára sögu NATO sem bandalagið vinnur annars stað- ar en í Evrópu. NATO tók við stjórnartaumunum úr höndum Þjóðverja og Hollendinga en þeir hafa stýrt friðargæsluliðinu frá 10. febrúar sl. Þýski hershöfðinginn Norbert van Heyst afhenti Götz Gliemeroth, hershöfðingja NATO, sem einnig er Þjóðverji, stjórn frið- argæsluliðsins við formlega athöfn. „Það að NATO taki við stjórn friðargæslunnar sýnir langvarandi skuldbindingu þjóða okkar við að stuðla að þróun til framtíðar, stöðugleika og öryggi meðal afgönsku þjóðarinnar,“ sagði Gliemeroth við athöfnina. Hamid Karzai, forseti Afganistans, og Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýska- lands, voru viðstaddir athöfnina ásamt 300 hermönnum og embættismönnum Samein- uðu þjóðanna, NATO og Afganistans. „Verkefnið framundan er áframhaldandi uppbygging lýðræðisins,“ sagði Struck af þessu tilefni. Til merkis um breytinguna rétti Van Heyst Gliemeroth grænan fána. NATO við stjórn í Kabúl Kabúl. AFP. CHARLES Taylor lét í gær af embætti forseta Líberíu og hélt í útlegð til Nígeríu. Hann hvatti önnur ríki til þess að bregðast ekki Líb- eríu sem nú þyrfti nauðsynlega á aðstoð að halda. Skömmu áður en Taylor hélt úr landi tók varaforseti landsins, Moses Blah, formlega við forsetaembættinu. Bandaríkjastjórn, sem ítrekað hefur krafist afsagnar Taylors, fagnaði afsögn og brottför hans sem forsendu þess að friður gæti komist á í Líberíu, þar sem blóðugir bardagar hafa geisað milli stjórnarhersins og uppreisnar- manna undanfarna tvo mánuði þar sem hinir síðarnefndu hafa reynt að ná höfuðborginni, Monróvíu, á sitt vald. Borgarastyrjöld hefur staðið með hléum í landinu í fjórtán ár. Margir óbreyttir borgarar fögnuðu brottför Taylors, og jafnvel ýmsir stuðningsmanna hans sögðu á flugvellinum er hann kvaddi: „Við elskum þig, en biðjum þig samt að fara.“ Fyrrverandi ráðherra í stjórn Taylors sagði aftur á móti að afsögn hans væri „misþyrming á lýðræðinu“. Sjálfur kvaðst Taylor fara nauð- ugur viljugur en fullyrti að hann myndi hljóta jákvæðan dóm sögunnar. „Ég hef gert skyldu mína.“ Við höfnina í Monróvíu fagnaði fólk þegar sjá mátti þrjú bandarísk herskip í fjarska. „Við höfum beðið þess að Bandaríkjamenn komi og bjargi okkur. Þeir eru Sam frændi okkar, stóri bróðir okkar. Taylor var vanda- málið, en nú þegar hann er farinn geta Banda- ríkjamenn skorist í leikinn,“ sagði Arthur Charles, 23 ára stærðfræðinemi. Um borð í skipunum eru 2.200 landgöngu- liðar og á einu þeirra eru þyrlur en ekki var ljóst í gær hvort koma þeirra væri til marks um að Bandaríkjamenn ætluðu að taka þátt í friðargæslu í landinu þar sem nígerískir gæsluliðar eru fyrir. Haft var eftir embættis- manni í bandaríska varnarmálaráðuneytinu að skipin þrjú ættu að vera „afdráttarlaus skilaboð“ til stríðandi fylkinga í Líberíu en ekki væri áformað að senda hermenn á land. Brottför Taylors fagnað Monróvíu, Washington. AFP. AP Charles Taylor hverfur á braut eftir að hafa formlega látið af völdum í gær. Nýjunga- gjarn bóndi BANASLYS varð á þjóðveginum um Öræfi um miðjan dag í gær er jeppi með sex spænskum ferða- mönnum, öllum úr sömu fjöl- skyldu, valt skammt frá brúnni yfir Hrútá milli Kvískerja og Jökulsár. Ung kona, 22 ára að aldri, beið bana og fimm voru fluttir slasaðir til Reykjavíkur, þar af tveir með al- varleg meiðsl, með þyrlu Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF. Í jeppanum voru hjón á sextugs- aldri ásamt tveimur börnum sínum og tveimur tengdabörnum. Sú er lést var tengdadóttir hjónanna. Að sögn læknis á Landspítalanum í Fossvogi í gærkvöldi var líðan hinna slösuðu eftir atvikum. Hjón- in hlutu mestu áverkana og voru lögð inn á gjörgæsludeild. Jeppinn var á austurleið eftir beinum og breiðum malbikuðum vegi. Hafnaði hann á hvolfi um 30 metra frá veginum. Rigning var er slysið átti sér stað en tildrög þess eru óljós og í rannsókn. Lögreglan á Höfn í Hornafirði fékk tilkynningu um slysið kl. 13:43. Sjö mínútum síðar lét Neyð- arlínan stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar vita af slysinu og þyrlan var farin í loftið kl. 14:24. Rúmri klukkustund síðar var hún komin á slysstað og lenti við Landspítalann í Fossvogi með hina slösuðu um hálfsexleytið síðdegis. Þetta er annað banaslysið á fimm dögum og í báðum tilvikum hefur verið um ferðamenn frá Spáni að ræða. Kona á miðjum aldri lést sl. fimmtudag er bíll valt skammt frá Fellabæ á Héraði. Samkvæmt upplýsingum Umferð- arstofu hafa 12 erlendir ferðamenn látist í umferðinni frá árinu 1998, þar af fimm á síðasta ári og tveir á þessu ári. Banaslys í Öræfum í gær er jeppi valt með spænska sex manna fjölskyldu Ung kona beið bana og tveir slösuðust alvarlega Ljósmynd/Einar Björn Einarsson Jeppabifreiðin er af gerðinni Isuzu Trooper og er hún gjörónýt.                           Tólf útlendingar hafa látist í um- ferðinni frá 1998 GÍFURLEGT álag hefur verið á slysa- og bráðadeildum Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi vegna alvarlegra slysa og óhappa á landinu undanfarna daga. Þannig voru þyrlur Land- helgisgæslunnar tíðir gestir á lóð spítalans fyrir helgi og aftur í gær þegar þær komu með sjö manns í þremur útköllum. Guðjón Baldursson, sérfræð- ingur á slysadeild, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að fjöldi slysanna væri við það að verða óviðráðanlegur. Þó hefði ekki þurft að grípa til sérstakra ráð- stafana því að með góðri skipu- lagningu og undirbúningi hefði þetta tekist. „Þetta útheimtir mikinn mannafla og mikla krafta. Við erum samstillt og höfum búið okkur undir hvaða ástand sem er. Ágústmánuður hefur líka alltaf verið erfiður þar sem þá eru margir á ferðinni um landið, jafnt útlendingar sem Íslendingar.“ Gífurlegt álag á slysadeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.