Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVALVEIÐAR OG ESB Franz Fischler og Árni M. Mathiesen ræddu fyrirhugaðar hval- veiðar Íslendinga um helgina. Að sögn Árna kom Fischler ekki á framfæri formlegum mótmælum en í tilkynningu frá ESB kemur fram að hvalveiðar og verslun með hvalkjöt eru bannaðar innan ESB. Árni segir því ljóst að Íslendingar geti ekki stundað hvalveiðar gangi þeir í sam- bandið. Dúntekja undir meðallagi Dúntekja hefur verið undir með- allagi í ár á Norður- og Vesturlandi sökum votviðris. Fyrir sunnan og austan hefur verið meira þurrviðri og nýtingin því betri á því svæði. Á sumum stöðum hefur auk þess vant- að fugl sem skýrist af litlu fæðu- framboði. Banaslys við Kvísker Kona lést, þrír slösuðust alvarlega og tveir minna í bílveltu sem varð hjá Hrútá við Kvísker um tvöleytið í gær. Tvö önnur alvarleg slys urðu í gær, ökumaður vélhjóls hlaut opið beinbrot eftir árekstur við jeppa á Sprengisandsleið síðdegis og hesta- maður slasaðist alvarlega í Borg- arfirði á tíunda tímanum í gær- kvöldi. Taylor farinn Charles Taylor lét í gær af for- setaembættinu í Líberíu og hélt í út- legð til Nígeríu. Margir landsmenn fögnuðu brotthvarfi hans og Banda- ríkjamenn sögðu það skref í frið- arátt í landinu. Í gær sást til banda- rískra herskipa úti fyrir strönd Líberíu, en ekki var ljóst hvort það var til marks um að Bandaríkja- menn hygðust láta til sín taka við friðargæslu þar. NATO tekur við Atlantshafsbandalagið, NATO, tók í gær við stjórn alþjóðlegs 5.300 manna friðargæsluliðs í Kabúl, höf- uðborg Afganistans. Er þetta í fyrsta sinn í sögu bandalagsins sem það lætur til sín taka utan Evrópu. Viðbúnaður í London Lögreglan í London hefur gert umfangsmiklar ráðstafanir vegna upplýsinga er borist hafa frá banda- rísku alríkislögreglunni, FBI, um að samtökin al-Qaeda ætli hugsanlega að fremja hryðjuverk í borginni. Að sögn FBI er fjöldi al-Qaeda-liða saman kominn í London. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Viðskipti 12 Þjónustan 27 Úr verinu 12 Viðhorf 28 Erlent 13/15 Hestar 33 Höfuðborgin 15 Minningar 28/30 Akureyri 16 Bréf 32 Suðurnes 17 Dagbók 34/35 Austurland 18 Íþróttir 36/39 Landið 19 Kvikmyndir 40 Neytendur 20 Fólk 40/45 Listir 21/22 Bíó 42/45 Umræðan 23 Ljósvakar 46 Skák 23 Veður 47 * * * VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra vill ekki útiloka að til breytinga geti komið á samkeppnis- lögum þótt hún telji að lagaramminn sé fullnægjandi. Hún fundaði ásamt fleirum með efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis síðdegis í gær þar sem fjallað var um samkeppnislögin og feril mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Til fundarins var boðað að beiðni Samfylkingarinnar. Auk Valgerðar komu fyrir nefnd- ina fulltrúar Samkeppnisstofnunar, ríkissaksóknara, ríkislögreglustjóra og nokkurra félagasamtaka. Fundur nefndarinnar stóð í fjóra klukkutíma og honum lauk um kvöldmatarleytið. „Við fórum yfir þætti málsins að því er varðar verklagsreglur og fjár- hag Samkeppnisstofnunar og sam- keppnislögin. Ég vil ekkert fullyrða um það hvort ástæða sé til að breyta lögunum. Lagaramminn er að mínu mati fullnægjandi en núna eiga sér stað viðræður milli samkeppnisyfir- valda og lögreglunnar um verklags- reglur. Ég vonast til að þar náist nið- urstaða án þess að til breytinga komi á lögunum. Þó er rétt að útiloka ekk- ert í því sambandi,“ segir Valgerður. Aðspurð hvort hún telji að ákvæði vanti í lögunum um viðbrögð Sam- keppnisstofnunar ef grunur vaknar um lögbrot segir Valgerður að Sam- keppnisstofnun hafi uppfyllt skyldur sínar með því að gefa lögreglu upp- lýsingar um mál sem verið hafa til rannsóknar, sbr. rannsókn á olíufé- lögunum. Hins vegar geti verið erfitt fyrir samkeppnisyfirvöld að koma með formlegar ábendingar á meðan andmælaréttur málsaðila varir. Áhersla á samkeppnismál Varðandi umræðu um aukin fjár- framlög til Samkeppnisstofnunar bendir Valgerður á að þau hafi hækk- að frá árinu 1999 um 50 milljónir króna, séu nú um 152 milljónir sam- kvæmt fjárlögum. Hún hafi í sinni tíð sem viðskiptaráðherra lagt mikla áherslu á samkeppnismál. Þannig hafi Samkeppnisstofnun verið styrkt, sjálfstæði hennar verið tryggt og lagaheimildir auknar með nýjum samkeppnislögum árið 2000, m.a. bann við samkeppnishamlandi sam- ráði fyrirtækja og markaðsráðandi stöðu þeirra og ákvæði um samruna verið styrkt. „Mikilvægast er að Sam- keppnisstofnun starfi algjörlega sjálfstætt og sé ekki undir hælnum á ráðherra,“ segir Valgerður Sverris- dóttir. Viðskiptaráðherra fundaði með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær Útilokar ekki að sam- keppnislögum verði breytt SEMENTSVERKSMIÐJAN ætlar að byggja fjóra 40 metra háa sementstanka við Reyðarfjarðarhöfn ásamt fyr- irtækinu Nordsem. Umsókn um leyfi fyrir framkvæmdinni liggur nú inni hjá umhverfisnefnd Fjarða- byggðar, sem hefur óskað eft- ir frekari upplýsingum um hæð sementstankanna fjög- urra áður en byggingarleyfi verður gefið út. Sementsverksmiðjan ætlar að reisa tankana vegna auk- inna umsvifa í kringum bygg- ingu Kárahnjúkavirkjunar og álvers sem fyrirhugað er að rísi á Reyðarfirði. Einnig er fyrirhugað að byggja allmörg íbúðarhús í tengslum við allar þessar framkvæmdir þannig að búist er við mikilli sölu á sementi í landsfjórðungnum á næstu árum. Reisa 40 metra háa tanka Reyðarfirði. Morgunblaðið. TÖKUR á myndinni Niceland í leik- stjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar stóðu yfir við Suðurver á Kringlu- mýrarbrautinni í gærkvöldi. Að sögn Þóris Snæs Sigurjóns- sonar hjá Zik-Zak-kvikmyndum, sem framleiðir myndina, fjallar Niceland í stuttu máli um ungan fatl- aðan dreng og kærustu hans. Vegna mikils harmleiks sem drengurinn veldur í lífi stúlkunnar ákveður hann að fara og leita að tilgangi lífs- ins. Myndin er hvorki bundin tíma né staðsetningu og söguþráðurinn ekki sérstaklega miðaður við ís- lenskar aðstæður, sögusviðið flakk- ar milli ólíkra heimshluta, í sama at- riðinu gengur söguhetjan t.d um götur Reykjavíkur eina stundina en þegar hann beygir inn næstu götu er hann staddur í Þýskalandi. Tökur á Niceland í fullum gangi Morgunblaðið/Kristinn MAÐUR um fertugt sem slas- aðist alvarlega eftir tíu metra fall í gljúfur Sandár sl. fimmtu- dag er enn undir eftirliti lækna á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Pilturinn sem slasaðist í gömlu síldarbræðslunni í Djúpuvík sl. fimmtudag hefur verið útskrifaður af gjörgæslu og er hann nú að sögn læknis úr lífshættu. Pilturinn, sem var gestkomandi á Djúpuvík, fór inn í bræðsluna þar sem hann datt niður um gat á gólfi á annarri hæð hússins. Kom pilturinn nið- ur á steinsteypt gólf eftir 4–5 metra fall. Tékknesk kona, sem lá á gjör- gæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir rútuslysið á Geld- ingadraga í Borgarfirði, var út- skrifuð fyrir helgi. Þrír farþegar slösuðust alvarlega í slysinu sem varð 2. ágúst og hafa þeir nú all- ir verið útskrifaðir. Maðurinn sem féll í Sandá enn á gjörgæslu SÍÐUSTU daga er ryðlitur blær að verða áberandi á birki og fjalldrapa í Mývatnssveit og víðar í Þingeyj- arsýslum. Við fyrstu sýn getur virst svo sem haustlitur sé óvenju snemma á ferð en svo er þó ekki. Árni Einarsson á Náttúrurann- sóknarstöðinni við Mývatn segir að hér sé á ferðinni fiðrildalirfa sem heitir birkifeti. Etur lirfan laufið sem fyrst verður brúnt en mun síð- an falla af greinum þegar rignir. Má búast við að þær verði þá svart- ar eftir. „Þetta er enn ein birtingarmynd þessa títtnefnda skordýrasumars,“ segir Erling Ólafsson skordýra- fræðingur. „Það var mikið af birki- feta í vor og mikið varp þar af leið- andi, og góð afkoma.“ Birkifetinn flýgur um mitt sumar og lirfurnar vaxa upp fram á haust þegar þær fara að púpa sig. Hann segir að plönturnar muni ekki jafna sig aft- ur í haust, en þær muni ná sér á strik aftur næsta ár. Efri myndin sýnir birkifeta, en neðri myndin er af fjalldrapa í Strandarholti í Mývatnssveit. Birkifeti á ferð við Mývatn Morgunblaðið/Birkir Fanndal Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Mývatnssveit. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.