Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 11
GUÐBJÖRG Linda Rafnsdóttir, fé-
lagsfræðingur Vinnueftirlitsins, seg-
ir að 18% starfsmanna á Íslandi
starfi undir einhvers konar rafrænu
eftirliti. Í því felist skráning á upplýs-
ingum sem tengjast vinnu starfs-
mannsins eins og notkun tölvupósts
og síma, persónubundnum afköstum
og gæðum vinnunnar. Þá hefur notk-
un eftirlitsmyndavéla aukist sem
bæði getur virkað sem óþarfa hnýsni
með starfsmanninum eða veitt hon-
um aukið öryggi.
Guðbjörg ætlar að fjalla um áhrif
upplýsingatækninnar á vinnuum-
hverfi og persónuvernd á ráðstefnu
sem kallast Hugur og hönd í heimi
tækninnar og er haldin á Grandhóteli
í Reykjavík. Norræn samtök um
vinnuvistfræði (Ergonomics) standa
fyrir ráðstefnunni sem lýkur á morg-
un.
Einstaklingseftirlit eykst
Guðbjörg segir að einstaklingseft-
irlit hafi aukist í kjölfar örrar
tækniþróunar. Ekki er lengur bara
fylgst með hópnum eða fyrirtækinu
heldur er mögulegt að nýta marga
möguleika til að hafa eftirlit með
starfsmönnum við vinnu sína. Þessi
þróun gangi hraðar fyrir sig án þess
að markmiðið sé beinlínis að fylgjast
með starfsmönnum. Guðbjörg nefnir
dæmi um fyrirtæki sem ætlar að
skipta út gamla símkerfinu fyrir nýtt.
Með því fylgi hins vegar ýmsir mögu-
leikar sem geri stjórnendum kleift að
fylgjast með hve lengi tilteknir
starfsmenn dvelji í símanum á degi
hverjum, við hverja þeir tala og hve
lengi. Það sama eigi við aukna notk-
un á greiðslukortum þar sem allar
upplýsingar um færslur starfsmanna
komi fram.
Stoðkerfissjúkdómar valda
mesta vinnutapinu
Margrét Lilja Guðmundsdóttir
hefur unnið að þessari rannsókn með
Guðbjörgu en lokaniðurstöður liggja
ekki enn fyrir. Enn á eftir að greina
hvernig starfsfólk upplifir þessar
ráðstafanir. Eftir að hafa rýnt í svör
starfsmanna þá sé misjafnt hvaða
áhrif þetta hafi. Spurningin sé hve-
nær eftirlitið er farið að verða óþægi-
legt.
Lars-Mikael Bjurström, sem kem-
ur frá finnska vinnueftirlitinu, segir
vöðva- og stoðkerfissjúkdóma valda
meira vinnutapi en aðrir vinnutengd-
ir sjúkdómar. Mikil umræða hafi far-
ið fram undanfarinn áratug um hag-
kvæmni fjárfestingar í öryggi og
heilsu starfsfólks. Nú skiljist mönn-
um betur að vinnuumhverfi starfs-
manna getur ráðið miklu um heilsu
þeirra og bætt afköst á vinnutíman-
um.
Bjurström segir að fjárfestingar
sem miði að því að bæta vinnuað-
stöðu séu ekki einungis arðbærar
fyrir starfsfólkið sjálft og þjóðfélagið
heldur fyrirtækin líka. Það ætti að
vera mikil hvatning til að bæta að-
stöðu starfsfólks á öllum sviðum.
Hann segir þó augljóst að allar slíkar
fjárfestingar séu ekki fjárhagslega
arðbærar, sérstaklega þegar litið er
til skemmri tíma, og þær þurfi ekki
heldur að vera það. Oft verði að
ráðast í þær til þess að uppfylla
vinnuverndarlög eða af siðferðis-
legum ástæðum, sem megi flokka
sem hluta af framleiðslukostnaði.
Að bæta framleiðni vinnuaflsins,
sem er eitt meginviðfangsefni okkar í
dag, hefur verið og mun vera tengt
atvinnustefnu. Bjurström segir að
rekja megi marga vinnusjúkdóma til
rangrar stöðu og hreyfinga líkamans.
Hann segir að í dag valdi vöðva- og
stoðkerfissjúkdómar mestu vinnu-
tapi af vinnutengdum sjúkdómum.
Að leggja áherslu á hagkvæmni þess,
að fjárfesta í umhverfi og aðstöðu
starfsfólks, sé því lykillinn að bættri
líðan starfsmannanna við vinnu sína.
Prófessor Håkan Johansson frá
Svíþjóð, sem stjórnar rannsóknar-
stofnun í stoðkerfisrannsóknum, tek-
ur undir með Bjurström og segir
stoðkerfissjúkdóma hrjá stóran hóp
fólks á vinnumarkaðnum. Kostnað-
urinn komi fram í fleiri veikindadög-
um, fólk fari fyrr á eftirlaun og fram-
leiðsla minnki. Á Norðurlöndunum
sé heildarkostnaður vegna kvilla í
stoðkerfi háls og handleggja um
0,5–2% af vergri þjóðarframleiðslu.
Á meðan sé lítill árangur í meðferð-
um vegna þessara sjúkdóma. Það
vanti rannsóknir til að finna áhrifa-
ríkar aðferðir við endurhæfingu þar
sem erfitt sé að greina sjúkdóminn.
Peter Hasle, dósent við Tæknihá-
skóla Danmerkur, segir að Norður-
löndin hafi tekið upp nýja vinnu-
verndarlöggjöf á áttunda áratugn-
um. Þá hafi verið horfið frá
nákvæmum útfærslum á vinnuvernd
yfir í meiri sveigjanleika þar sem
ákveðinn rammi hafi verið skil-
greindur fyrir fyrirtækin. Slíkum
lögum var ætlað að koma betur til
móts við breytingar samfélagsins og
öra tækniþróun.
Brotthvarf af
vinnumarkaði eykst
Hann segir að á þessum tíma hafi
margar breytingar gengið í gegn og
bætt aðstöðu starfsfólks. Þrátt fyrir
það hafi þær ekki reynst eins já-
kvæðar og búist var við. Fjarvera
vegna veikinda og brotthvarf af
vinnumarkaðinum sé enn töluvert og
fari jafnvel vaxandi. Rannsóknir gefi
til kynna að ákveðin vistfræðileg og
sérstaklega félagsleg streita aukist
enn. Svo virðist sem ný vandamál
komi upp á meðan hin hefðbundnu
vandamál, sem séu líkamleg og snúi
að meðferð efna á vinnustað, séu
undir betra eftirliti.
Hasle segir nauðsynlegt að þróa
nýjar aðferðir í forvörnum og setn-
ingu reglugerða. Möguleikarnir séu
meðal annars fólgnir í að bæta sam-
starf milli yfirvalda, samtaka launa-
fólks og fyrirtækja. Í því felist að
gera heildarsamkomulag milli þess-
ara aðila um vinnuumhverfi, innleið-
ingu stefnu um vinnuaðstöðu og að
virkja hagræna hvata til að gera bet-
ur á þessu sviði.
Fjölmenn norræn ráðstefna um vinnuvistfræði stendur yfir í Reykjavík en henni lýkur á morgun
Rafrænt eftirlit með
starfsmönnum eykst
Tækniþróun hefur gert það að verkum að auðveldara er að fylgjast
með starfsmönnum við vinnu þeirra en áður. Starfsmenn vinnu-
eftirlits á Norðurlöndunum hafa í auknum mæli beint sjónum sín-
um að vinnuumhverfi starfsmanna með það að leiðarljósi að
minnka streitu og fækka vinnutengdum sjúkdómum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölmargir þátttakendur eru á norrænu ráðstefnunni á Grandhóteli um vinnuvistfræði, sem lýkur á morgun.
Vinnuumhverfi skiptir sífellt meira máli þegar heilsa og afköst starfsmanna eru skoðuð.
FYRSTA Íslandsmótið í strand-
bolta, Mountain Dew-mótið, fór
fram í blíðskaparveðri á Húsavík
um sl. helgi. Var það haldið í
tengslum við Mærudagana sem
stóðu yfir í bænum.
Til úrslita léku lið Kallanna og
Sumarliða og var jafnt að loknum
venjulegum leiktíma eftir hörku-
leik. Þá var brugðið á það ráð að
leika þar til annaðhvort liðið
myndi skora og sigra á svokölluðu
gullmarki. Þar voru Kallarnir
fyrri til og eru því fyrstu meist-
ararnir í strandbolta.
Lið Kallanna skipuðu þeir
Kristján Breiðfjörð Svavarsson,
Arnar Þór Sigurðsson, Magnús
Halldórsson, Dagur Dagbjarts-
son, Gunnar Jónsson, Sigurður
Þór Einarsson og Baldur Krist-
jánsson. Fengu þeir vegleg verð-
laun því utan verðlaunapeninga
og bikars fengu þeir 25 þúsund
króna peningaverðlaun og pitsu-
veislu.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Kallarnir urðu um helgina fyrstu Íslandsmeistararnir í strandbolta.
Íslandsmeistarar
í strandboltaFAGRIFOSS heitir hann og er íKöldukvísl. Þokkalega greið öku-
leið er að fossinum og neðan hans
taka við mikilfengleg gljúfur árinn-
ar. Þetta svæði er vert að skoða.
Morgunblaðið/BFH
Fagrifoss
Í SKÝRSLU um velferð í ríkjum
heims kemur fram að félagslegt
ástand sé best í Danmörku af þeim
163 ríkjum sem tekin voru til skoð-
unar í skýrslu Richard Estes, fræði-
manns hjá University of Pennsylv-
ania. Tekið er tillit til ýmissa þátta í
rannsókninni. Þar er mælt hversu vel
samfélögum tekst að mæta þörfum
einstaklinganna þegar heilsugæsla,
menntun, mannréttindi, stjórnmála-
frelsi og kvenréttindi eru annars veg-
ar. Stuðst er við ýmsa aðra þætti í
rannsókninni.
Röð tíu efstu þjóða er þannig: Dan-
mörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland,
Lúxemborg, Þýskaland, Austurríki,
Ísland, Ítalía og Belgía.
Neðst á listanum var Afganistan og
telur höfundur skýrslunnar að ástand
á fátækustu svæðum heims hafi
versnað mjög á undanförnum árum.
Skýrsla um félagslegt ástand í heiminum
Danmörk efst en
Ísland í áttunda sæti
TILKYNNT var innbrot í hús í
Seljahverfi aðfaranótt mánudags.
Þar hafði maður farið inn um þvotta-
húsglugga en þegar íbúar urðu hans
varir mun hann hálfpartinn hafa
hrint þeim frá sér og hlaupið út.
Tilraun til
innbrots